Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 45
DEMANTSBRÚÐ- KAUP. Þann 1. jan- úar 2004 eiga hjónin Ólafía Guðrún Helgadóttir og Ólafur Gunnar Sig- urðsson frá Ásgarði við Garðskaga, nú til heimilis að Mel- teig 7, Garði, 60 ára brúðkaupsafmæli. Fjölskyldan sendir þeim hugheilar kveðjur í tilefni þessara tímamóta. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2003 45 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake STEINGEIT Afmælisbörn dagsins: Þú ert ábyrg/ur og einbeitt/ ur og stefnir ótrauð/ur að settu marki. Þú vilt hafa feg- urð og jafnvægi í kring um þig. Þú munt uppskera árið 2005. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Fólk er ekki samvinnuþýtt þessa dagana. Forðastu sér- staklega árekstra við foreldra þína og yfirmenn í dag. Það er hætt við að valdamiklir aðilar leggi hindranir í götu þína. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú gætir þurft að endurskoða ferðaáætlanir þínar og áætl- anir sem tengjast framhalds- menntun og fjarlægum lönd- um. Þú þarft ekki að aflýsa þeim en það er líklegt að þú þurfir að fresta þeim. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Einhver eða eitthvað stendur í vegi fyrir fjáröflunartilraunum þínum í dag. Láttu það ekki á þig fá. Það er líklegast að ein- hverjum finnist sér ógnað. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Samskipti þín við maka þinn og vini ganga ekki sem skyldi í dag. Reyndu að finna einhvers konar jafnvægi á milli þess sem þú vilt og þess sem aðrir krefj- ast af þér. Stattu með sjálfri/ sjálfum þér. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú þarft að sætta þig við mála- miðlanir í vinnunni í dag. Mundu að þú færð borgað fyrir að fara að fyrirmælum ann- arra. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú gætir funduð til einmana- leika og einangrunar í dag. Láttu það ekki hafa of mikil áhrif á þig. Það finna flestir fyrir einhverju slíku í dag. Til- finningin verður horfin á morg- un. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú ert eitthvað orkulaus í dag og því er hætt við að þú búir ekki yfir nægilegu sjálfstrausti til að verja hagsmuni þína. Láttu lítið fyrir þér fara. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ættir að hafa það í huga í dag að þótt áhyggjur geti hald- ið fyrir okkur vöku þá skila þær yfirleitt litlum árangri. Reyndu að láta þær ekki ná tökum á þér. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þér finnst vera gjá á milli þín og annarra í dag. Láttu þessa tilfinningu ekki ná of sterkum tökum á þér. Hún er að öllum líkindum ímyndun sem verður horfin á morgun. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það er hætta á misskilningi og ósætti og því er þetta ekki rétti tíminn til að ræða alvarlega við einhvern. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Ekki leita eftir samþykki ann- arra í dag. Fólk er almennt nei- kvætt og gagnrýnið. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Gamall vinur þinn gæti gefið þér ráðleggingar í dag. Mundu að þú þarft ekki að fara að ráð- leggingum hans/hennar ef þér líka þær ekki. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÞJÓÐHÁTÍÐ (niðurlag) - - Á þjóðhátíð órri á Þingvelli kómu fornmenn ok fylktu liði með hrosshár í taumi ok héldu þing, því brá öld þeira við óra tíma. Skipuðu sér í ferning ok fluttu mál sitt undir bláum himni ok hamrar at baki en á svartri gjábrún þar sem glymr fossinn stóð hjúpaðr sólgeislum Hvítikristr. Heyrði hann í lyngmó land vaxa ok himin horfði hann yfir velli ok vatnaaugu. Fæðisk ein alda ok önnur deyr. Hvarf sjá sýnin sjónhverfing er tíminn. Þannig urðu ellefu aldir einn dagr, ei meir. Matthías Johannessen. LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 85 ÁRA afmæli. Í dag,gamlársdag, er átta tíu og fimm ára Hjörtur Einarsson fyrrverandi bóndi, Neðri-Hundadal, Dalasýslu. Hjörtur og Lilja Sveinsdóttir, kona hans, hafa heitt á könnunni fyrir ættingja, vini og samsveit- unga, laugardaginn 3. jan- úar í félagsheimilinu Árbliki í Miðdölum kl. 15.30 – 18.00. 50 ÁRA afmæli. Í dag,gamlársdag, 31. des- ember er fimmtug, Inga Jónsdóttir, myndlist- armaður, Hafnarbraut 29, Höfn. Hún og maður henn- ar, Þorgils Baldursson, taka á móti gestum laug- ardaginn 3. janúar kl.19.00 í Pakkhúsinu á Höfn. NS eiga styrk í geim- sögn og 6-2 samlegu í hjarta. Sem hljómar eins og uppskrift að fjórum hjörtum, en þann samning má þó alls ekki spila. Vestur gefur; allir á hættu. Norður ♠ 9854 ♥ Á108643 ♦ 73 ♣K Vestur Austur ♠ ÁD1076 ♠ 2 ♥ G9 ♥ 752 ♦ - ♦ G98654 ♣Á87652 ♣D104 Suður ♠ KG3 ♥ KD ♦ ÁKD102 ♣G93 Spilið kom upp í Minn- ingarmóti Harðar Þórð- arsonar á laugardaginn. Yfirleitt vakti vestur á spaða og sú sögn gekk til suðurs. Hann á 19 punkta, en ekki heppileg spil til að dobla. Tvö grönd virðist betri sögn, en þrátt fyrir það er síður en svo sjálf- sagt að norður hækki í þrjú grönd. Honum gæti litist betur á fjögur hjörtu. Nokkur pör náðu þó þrem- ur gröndum. Þetta var ein sagnröðin: Vestur Norður Austur Suður 1 spaði Pass Pass 2 grönd 3 lauf 3 grönd Allir pass Með laufás út (!) má halda sagnhafa í níu slög- um, en flestir komu auð- vitað út með smátt lauf og kóngur blinds átti fyrsta slaginn. Spilið liggur upp í 11 slagi, því gosinn fellur annar í hjarta og svíningin á tígultíu sannast: 660 í NS og 44 stig af 52 mögu- legum. Þau pör sem enduðu í fjórum hjörtum fengu sum hver dobl í hausinn. Ef norður er sagnhafi (sem er líklegast), kemur austur út með spaða og vestur tekur þar tvo slagi á ÁD. Spilar svo háum spaða til að biðja um tígul og þá fer samningurinn tvo niður. Reyndar má taka fjögur hjörtu þrjá niður ef vestur tekur aðeins einn hámann í spaða og gefur makker strax stungu. Þá fær vest- ur tvær tígulstungur og austur tvær stungur í spaða. Sú vörn fannst þó hvergi. BRIDS Umsjón Guðm. Páll Arnarsson 60 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 31. desember, er sextugur Hannes Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri, Vesturbergi 23, Reykjavík. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. Bb5+ Bd7 4. Bxd7+ Dxd7 5. O-O Rf6 6. e5 dxe5 7. Rxe5 Dc8 8. Df3 g6 9. He1 Bg7 10. d3 O-O 11. Rc3 Ra6 12. Rc4 Rb4 13. Hxe7 Rxc2 14. Hb1 He8 15. Hxe8+ Dxe8 16. Bg5 Dc6 17. Dxc6 bxc6 18. Bxf6 Bxf6 19. Re4 Be7 20. Re5 Rd4 21. Rd7 Re6 22. Hc1 Hd8 23. Re5 Rd4 24. Kf1 Hd5 25. Rg4 Kg7 26. Re3 Hh5 27. h3 Re6 28. Hc4 Bd8 29. Rd6 Hh4 Staðan kom upp í öflugu alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Pamp- lona á Spáni. Emil Sutovsky (2646) sem haldið hefur fyrirlestraröð á Ís- landi hafði hvítt gegn heimamanninum Alfonso Romero Holmes (2544). 30. Rdf5+! og svartur gafst upp enda verð- ur hann skiptamuni undir án nokkurra bóta. Skákhornið óskar skák- áhugamönnum farsældar á nýju ári. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik GULLBRÚÐKAUP. Í dag, 31. desember, eiga 50 ára hjúskap- arafmæli hjónin Gíslína Vilhjálms- dóttir og Bjarni Sæ- mundsson, Kirkju- lundi 6, Garðabæ. Þau eru stödd á Kanaríeyjum á Los Orgvideas. 75 ÁRA afmæli. ErlaWigelund, Laug- arnesvegi 74 A er sjötíu og fimm ára í dag miðvikudag- inn 31. desember, gaml- ársdag. Erla er stödd á af- mælisdaginn á æsku- stöðvum eiginmanns síns Kristjáns Kristjánssonar að Syðstakoti, Miðneshreppi. 75 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 31. desember, er 75 ára Erna Ragnarsdóttir, fyrrum starfsmaður Útvegsbanka Íslands og Íslandsbanka. Hún verður að heiman á af- mælisdaginn. 90 ÁRA afmæli. FranchMichelsen úr- smíðameisari, er níræður í dag, 31. desember, gaml- ársdag. Eiginkona hans er Guðný G. Jónsdóttir. Opið hús verður í nýja skáta- heimilinu í Árbæ, Hraunbæ 123, á milli kl. 13:00 og 15:00 á afmælisdaginn.           Sendiráð Svíþjóðar óskar löndum sínum á Íslandi og landsmönnum öllum friðar og farsældar á nýju ári Opið í dag frá kl. 10-12 Lokað föstudaginn 2. janúar laugardaginn 3. janúar og mánudaginn 5. janúar. Útsalan hefst á þriðjudaginn 6. janúar Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Hverafold 1-3 • Torgið Grafarvogi • Sími 577 4949
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.