Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 18
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569- 1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, mag- gath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ás- mundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Aðhald á öllum sviðum | Fjárhags- áætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2004 var samþykkt á fundi sveitarstjórnar skömmu fyrir jól. Tekjur eru áætlaðar 350,9 milljónir króna og gjöld 326 milljónir. Að teknu tilliti til fjármagnsliða verður rekstrarafgangur sam- kvæmt samstæðureikningi áætlaður 19,3 milljónir króna. Einkennist áætlunin af hlut- fallslega lægri tekjum milli ára og miklu að- haldi í rekstri segir í frétt um áætlunina á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar. Lækkun tekna skýrist af samdrætti í greiðslum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Hólmgeir Karlsson, oddviti Eyjafjarð- arsveitar, segir í samtali á heimasíðunni að augljóslega sé ríkisvaldið að þrengja að sveitarfélögunum með því að leggja Jöfn- unarsjóði ekki til það fé sem nægi til að hann geti staðið við skyldur sínar og verk- efni. Varðandi fjárhagsáætlun Eyjafjarð- arsveitar fyrir komandi ár segir Hólmgeir hana einkennast af því að sveitarfélagið sé að búa í haginn fjárhagslega fyrir fram- kvæmdir við nýja sundlaug árið 2005. Þannig verður framkvæmdum á árinu 2004 haldið í lágmarki og aðhalds gætt á öllum sviðum í rekstri sveitarfélagsins. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Gáfu þrekhjól | Kvenfélag Hraungerð- ishrepps afhenti nýlega Heilbrigðisstofn- uninni á Selfossi þrekhjól að gjöf. Þrekhjólið verður notað á sjúkraþjálfunardeild stofn- unarinnar og kemur sér vel eins og þau fjöl- mörgu tæki sem kvenfélögin á Suðurlandi og aðrir gefendur hafa fært sjúkrahúsinu. Á myndinni eru Guðbjörg Jónsdóttir for- maður Kvenfélags Hraungerðishrepps, Margrét Einarsdóttir, Helga Baldursdóttir, Esther Óskarsdóttir framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar, Gunnhildur Vil- hjálmsdóttir sjúlkraþjálfari, Pálína Tóm- asdóttir og Aðalheiður Guðmundsdóttir. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Útgerðarmenn og sjómenn hafa alla jafna verið duglegir að skreytaskip sín og báta um hátíðarnar og þar var engin undantekning á að þessu sinni. Húsavíkurhöfn klæddist fögrum jólabúningi yfir jólin, ljósa- skreytingar voru settar á skip og báta og í góðviðri á dögunum spegl- uðust jólaljósin í höfninni eins og sést hér á myndinni. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Jólaljósin speglast í Húsavíkurhöfn Um kaffileytið á aðfangadag sendi Friðrik Steingrímsson í Mývatnssveit kveðju til Andrésar Björnssonar á Gilsárvöllum, Borgarfirði eystra. Nú er stress um borg og bí bændur enn á sprettinum, reyndu að lenda ekki í árans jólakettinum. Andrés svaraði: Vinur góði, veistu eitt, að vita af þér léttir mér því áðan kisi um fór greitt með æti sem að líktist þér. Það rifjaðist upp að tveim árum áður hafði Andrés séð mynd af Friðriki bylta inn tveim golþorskum og ort að þeir væru líkir honum, frændur hans þorskarnir. Friðrik orti: Enn ég lifi Andrés minn af þér strjúktu tárið, þar hefur verið þorskurinn þessi frá um árið. Andrés svaraði: Að lifir þú ég lukku tel þú láni fagnað getur; já karlinn minn, það kom sér vel að kötturinn sá ekki betur. Í jólaköttinn pebl@mbl.is Hornafjörður | Gamli Shell- skálinn á Höfn í Hornafirði var jafnaður við jörðu á mánudag- inn en Hæstiréttur úrskurðaði í júlí í sumar að eigandi hússins, Skeljungur, skyldi borinn af lóð- inni með hús sitt og allt sem því tilheyrði, þar með taldir olíu- og bensíntankar í jörðu. Forsaga málsins er að Skelj- ungur hf. samdi á sínum tíma við Sveitarfélagið Hornafjörð um leigu á lóðinni við Hafnarbraut 38 fyrir bensínafgreiðslu og veitingasölu. Að loknum leigu- tímanum var lóðin leigð félaginu áfram til fimm ára. Að þeim tíma liðnum náðist ekki sam- komulag um áframhaldandi leigurétt Skeljungs hf. á lóðinni. Skeljungi hf. var margsinnis tilkynnt að félaginu bæri að víkja af lóðinni með mannvirki sín en því var ekki sinnt. Sátta- tilraunir báru heldur engan ár- angur þrátt fyrir marga sátta- fundi, eins og segir í dómi Hæstaréttar. Því leitaði Sveitar- félagið Hornafjörður eftir heim- ild til útburðar og féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í 23. maí sl. þar sem Skeljungur hf. var dæmdur til að víkja af lóð- inni með öll sín mannvirki. Því vildi félagið ekki una og skaut málinu til Hæstaréttar og krafð- ist þess að úrskurður Héraðs- dóms yrði felldur úr gildi og kröfu Sveitarfélagsins Horna- fjarðar hafnað. Einnig krafðist Skeljungur málskostnaðar í hér- aði og kærumálskostnaðar. Hæstiréttur dæmdi sveitarfé- laginu í vil og húsið hefur nú verið rifið. Engin starfsemi hefur verið í húsinu síðan í mars 2002, en lengra er síðan Skeljungur var með starfsemi í húsinu eða fimm til sex ár. Hús Skeljungs hf. er nú horfið af lóðinni við Hafn- arbraut 38 og einhverjir hlutar þess munu verða eldsmatur á áramótabrennu Hafnarbúa. Morgunblaðið/Sigurður Mar Shellskálinn á Höfn í Hornafirði varð vinnuvélum Rósabergs ehf að bráð í fyrradag en Hæstiréttur úr- skurðaði að Skeljungur skyldi borinn af lóðinni með öll sín mannvirki. Rifinn að dómi Hæstaréttar Shell-skálinn Stykkishólmur | Mikil fólksfækkun hefur verið á þessu ári í Stykkishólmi. Sam- kvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Ís- lands um mannfjölda 1. desember s.l. eru íbúar Stykkishólms 1.161 og hefur þeim fækkað um 65 eða 5.46%. Það er mikil breyting þar sem íbúafjöldinn hefur nánast haldist í stað í fleiri ár. Óli Jón Gunnarsson bæjarstjóri segir þessa fregn vera slæm tíðindi. Hrun skel- veiða frá Stykkishólmi er þarna langmesti áhrifvaldur og segist hann álíta að 75% sé beint hægt að leita þangað. Erlent verka- fólk sem kom hingað á skelvertíð er ekki lengur til staðar. Sá hópur er rúmlega helmingur fólksfækkunarinnar. Hann seg- ir að einnig hafi fólk flutt burtu til að leita sér menntunar. „Við sáum fyrir að það yrði fólksfækkun vegna hruns skelveiða, sem hefur verið svo mikilvægur þáttur í at- vinnulífinu, en ég átti ekki von á að það gengi svona hratt fyrir sig“, segir Óli Jón. Hann telur að botninum sé náð, því nóg vinna er í Hólminum fyrir það fólk sem hér býr og ekkert atvinnuleysi. „Nú er frekar möguleiki að koma aftur og fá vinnu“ segir Óli Jón. Það kom fram hjá Óla Jóni að bæjar- stjórn lét gera skýrslu í febrúar sl. um hver áhrif stöðvun skelveiða hefði fyrir sam- félagið. Þar kom fram að tap samfélagsins gæti numið 550.000 kr á hvern íbúa, en út- hlutaðar bætur í bolfiski hafa lækkað þá tölu. Óli Jón segir að leitað hafi verið eftir fyrirgreiðslu hjá Byggðastofnun vegna ákveðins fyrirtækis hér í bæ, en ekki feng- ist svör. Óli Jón segir ennfremur að fækkunin komi illa niður á bæjarsjóði. Þar er um mikið tekjufall að ræða. Útsvarstekjur hafa dregist saman um 15 milljónir króna á milli áranna 2002 og 2003. Það eru um 7% af útsvarstekjum sveitarfélagins. „Því mið- ur lækkar ekkert rekstrarkostnaður sveit- arfélagsins þó að fækki í sveitarfélaginu, því skapar þessi staða mikla erfiðleika í rekstri sveitarfélagsins á næsta ári,“ segir Óli Jón Gunnarsson, bæjarstjóri. Mikil fólks- fækkun í Stykkishólmi Íbúum hefur fækkað um 65 á milli ára Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Hrunamannahreppur | Segja má að jólastemmingin hér í sveit hafi byrj- að fyrir alvöru á Þorláksmessu þeg- ar kæst skata var á boðstólum í tveimur veitingahúsum, Kaffi-Seli og Útlaganum. Flest heimili hafa einnig tekið upp þennan vestfirska sið að neyta skötu á Þorláksmessu. Á aðfangadagskvöld klukkan 23 messaði séra Eiríkur Jóhannsson í Hruna og var kirkjan troðfull af fólki. Guðsþjónustur voru í Hruna og Hrepphólum á jóladag. Víða eru hús og garðar mikið skreytt, jafnvel enn meira en endranær. Fagurt veður og kyrrt var yfir jólahátíðina en nokkuð frosthart hér inn til landsins. Það hefur nú brugð- ið til verri vegar. Þá var árleg jóla- skemmtun fyrir börnin haldin 28. desember og komu þeir bræður Giljagaur og Stekkjarstaur í heim- sókn. Að sögn Ólafs Ómars Hlöðvers- sonar, umsjónarmanns fjölda frí- stundahúsa, sem eru hér yfir tvö hundruð, var þó nokkuð um að fólk dveldi í bústöðum yfir jólin. Hann á von á að fleira fólk verði hér yfir ára- mót. Morgunblaðið/ Sigurður Sigmunds Friðsæl og fögur jól
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.