Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 25
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2003 25 Akranes | Fjörutíu nemendur, þar af 25 stúdentar, voru brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi við hátíðlega athöfn 19. desember sl. Aðrir sem útskrifuðust voru fjórir nemar í húsasmíði, sjö í rafvirkjun, tveir af uppeldisbraut og tveir með verslunarpróf af við- skiptabraut. Við athöfnina ávarpaði Hörður Ó. Helgason skólameistari samkomuna og Atli Harðarson að- stoðarskólameistari flutti annál haustannar 2003. Skólakór Fjöl- brautaskóla Vesturlands söng undir stjórn Elvu M. Ingvadóttur við und- irleik Viðars Guðmundssonar og fyrir athöfnina léku félagar úr Skólahljómsveit Akraness undir stjórn Heiðrúnar Hámundardóttur. Þá léku Birna Sigurgeirsdóttir, Helga Sjöfn Jóhannesdóttir og Ragnheiður Björnsdóttir á píanó og Kristín Sigurjónsdóttir og Timothy Andrew á fiðlu og píanó. Eggert Sólberg Jónsson nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema. Að vanda unnu nokkrir nem- endur til viðurkenninga fyrir náms- árangur og félagsstörf. Elsa Axels- dóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í raungreinum og stærðfræði, Eggert Sólberg Jónsson fyrir góðan árangur í félagsfræði, Guðgeir Guðmundsson fyrir störf að félagsmálum og fyrir góðan ár- angur í rafiðnargreinum, Hallbera Eiríksdóttir fyrir góðan árangur í félagsvísindum og fyrir bestan námsárangur á stúdentsprófi á haustönn 2003, Harald Björnsson fyrir góðan árangur í viðskipta- greinum, Hjalti Daðason fyrir fram- úrskarandi árangur í iðnnámi, Jón Ingi Ólafsson fyrir góðan árangur í rafiðnargreinum, Kolbrún Ýr Krist- jánsdóttir fyrir störf að fé- lagsmálum og fyrir að vera skól- anum til sóma með frábærri frammistöðu í íþróttum, Kristján Hagalín Guðjónsson fyrir góðan árangur í húsasmíði, Sigríður Helga Sigurðardóttir fyrir góðan árangur í raungreinum og Valdís Sigrún Valbergsdóttir fyrir góðan árangur í þýsku og íslensku. Hörður Ó. Helgason skólameist- ari ávarpaði útskriftarnemendur í lok athafnar, árnaði þeim heilla og þakkaði þeim fyrir samveruna. Ljósmynd/Guðni Hannesson Útskriftarnemar á haustönn 2003 frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi ásamt Herði Helgasyni skólameistara. Fjörutíu brautskráð- ir frá Fjölbrauta- skóla Vesturlands Borgarnes | Nemendur í 10. bekk Grunnskólans í Borgarnesi seldu kaffi, kakó og vöfflur með rjóma á veitingastaðnum Vivaldi á Þorláks- messudag. Vivaldi hefur staðið lok- aður um hríð og var framtak nem- endanna liður í fjáröflun þeirra fyrir Danmerkurferð n.k. vor. Þrjár stúlkur úr 10. bekk fluttu lifandi jólatóna, og nutu gestir þess að setj- ast niður í erli jólaundirbúningsins. Morgunblaðið/Guðrún Vala Ráku kaffihús á Þorláks- messu Laugavegi 54, sími 552 5201 Jólakjólar Stærðir 36-46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.