Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 51
BÍLAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2003 51 MERCEDES-Benz kynnir á bíla- sýningunni í Detroit, sem hefst í jan- úar, Grand Sports Tourer-bílinn sem fyrirtækið segir að marki upphafið í nýjum flokki lúxusbíla. Bíllinn, sem ennþá er eingöngu kynntur sem hugmyndabíll, sameinar í einum bíl vinsælar bílgerðir eins og hinn hefð- bundna fjölskyldubíl, langbak, fjöl- notabíl og jeppa og úr því verður til einstæður hugmyndabíll sem mark- ar upphafið að nýrri nálgun í hönnun bíla hjá fyrirtækinu. Það sem þessi bíll hefur að bjóða umfram aðra eru mikil þægindi fyrir farþega, mikið rými og auk þess upp- fyllir hann ýtrustu kröfur hvað varð- ar vélarafl og aksturseiginleika. Það sem vekur mesta athygli við hönnun bílsins er bogadregið þakið sem gerir bílinn ólíkan flestum lang- bökum eða fjölnotabílum og ljær honum yfirbragð kúpubaks. Fyrir vikið er hann sportlegri en vænta mætti af bíl sem uppfylla á vænt- ingar til langbaka eða fjölnotabíla. Í bílnum eru sex sjálfstæð lúxus- sæti og hann er með sóllúgu sem nær alveg frá framsætum að öftustu sæt- um og veitir mikilli birtu inn í bílinn. DVD og CD-spilarar eru fyrir far- þega í annarri og þriðju sætaröð og heyrnartæki fylgja hverju sæti. Litaskjáir eru innbyggðir í hnakka- púða framsætanna. Fjögur öftustu sætin er hægt að fella niður og þar með stækka farangursrýmið upp í 2.030 lítra, sem er með því mesta sem þekkist í fjölnotabílum og meira en þekkist í stórum langbökum. Mercedes-Benz kynnir einnig byltingarkennda aflrás í Grand Sports Tourer. Þar er um að ræða sömu 250 hestafla, V8 dísilvélina og er að finna í S-bílnum en að auki raf- magnsmótor sem gegnir því hlut- verki að draga úr eldsneytisnotkun- inni og mengun án þess að dragi úr afli bílsins. Aflrásin í Sports Tourer er byltingarkennd. Með þessari afl- rás hraðar bíllinn sér í 100 km hraða á aðeins 6,6 sekúndum, sem er eins og í meðalsportbíl. Samtals er snún- ingsvægi aflrásarinnar 860 Nm sem býður upp á áreynslulausa millihröð- un. Hámarkshraðinn er takmarkað- ur við 250 km á klst. Með þessari afl- rás eyðir Vision Grand Sports Tourer u.þ.b. 20% minna eldsneyti en dísilbíll af sambærilegri stærð. Líkt og í Prius, tvinnbíl Toyota, not- ar Grand Sports Tourer-bíllinn raf- mótorinn þegar hann tekur af stað, verið er að leggja honum í stæði eða þegar hann er að silast áfram í þéttri borgarumferð þar sem minni þörf er fyrir allt aflið. Um leið tryggir hann að mengun frá bílnum er í algjöru lágmarki. Átta strokka samrásardís- ilvélin tekur ekki til starfa fyrr en þörf er fyrir meira afl. Rafmótorinn virkar síðan eins og rafall þegar hemlað er og framleiðir hann þá raf- magn inn á rafhlöður bílsins. Nýtt er að aflinu frá þessari byltingar- kenndu aflrás er deilt til allra fjög- urra hjóla bílsins og er hann því með sítengdu aldrifi. Grand Sports Tourer er síðan með nýjustu tækni í sjálfskiptingu. Engin hefðbundin gírskipting er í bílnum heldur er honum skipt með sveif við aftanvert stýrið eða tökkum í sjálfu stýrinu. Með þessu móti er einnig hægt að handskipta bílnum og öku- maður þarf aldrei að taka hendur af stýri. Grand Sports Tourer er sýndur á 21 tommu felgum og er á Airmatic- loftpúðafjöðrun. Mercedes-Benz Vision Grand Sports Tourer heitir hugmyndabíllinn fullu nafni. Hann er með dísilvél og rafmótor, fjórhjóladrifinn og með loftpúðafjöðrun. Grand Sports Tourer – nýr flokkur lúxusbíla SALA á fólksbílum á árinu sem er að líða er yfir 40% meiri en var á árinu 2002. Bílasalan verður nálægt 10.000 bílar á árinu í samanburði við tæplega 6.600 selda bíla 2002. Söluhæsta gerðin á þessu ári er Toyota Corolla og athygli vekur að Toyota bílar eru í fjórum efstu sæt- unum yfir söluhæstu bílana. Töl- urnar miðast við 26. janúar og var þá einn og hálfur virkur dagur eftir til áramóta og lítilla breytinga að vænta. Það vekur sömuleiðis athygli að næst söluhæsta gerðin er Toyota Land Cruiser 90 jeppinn, sem seld- ist í 579 eintökum. Ódýrasta gerð þessa bíls kostar 4.120.000 kr. en flaggskipið 5.580.000 kr. Það er ekki nýmæli hér á landi að Toyota tróni á toppnum yfir söluhæstu bílana. Eins og meðfylgj- andi tafla sýnir var Toyota einnig í fjórum efstu sætunum yfir sölu- hæstu bílana í fyrra. Þá varð Toyota Yaris söluhæstur allra, en Land Cruiser 90, eldri gerðin, í sjö- unda sæti. + ?  @  + ?  ( + ?  A   + ?    &  B C  $ >D   + ?  -$ A  4 &  B E   -D? >   + $  $    9$    $    " 0/ / / ./ 6/ 1/ 5/ 3/ 4/ 0/ ..0 .. 65 6  30 . 1 030 05 $ $ %  $  %  $  + ?  A   + ?  -$ A  4 + ?  @  + ?  (&. &  B C  $ >D   ! $ ! D  + ?     F & GC$ &  &  B E + $  $    9$    $  H%  I 2 0/ /  1 $/  0/ / / ./ 6/ 1/ 5/ 3/ 4/ 0/ 1 654 66 .53 .05 3. 03 01  . Toyota Corolla söluhæst- ur – Land Cruiser annar  ÞAÐ vekur athygli þegar bílasalan í Evrópu er skoðuð að þar eru sölu- hæstu bílarnir allir evrópskrar gerðar. Hérlendis er þessu öfugt farið þar sem japanskir bílar tróna á toppnum en það er fleira sem kemur á óvart. Frönsku bílarnir, Renault, Peugeot og Citroën, eru meðal sex mest seldu bílanna á árinu í Vestur-Evrópu og það kemur kannski mörgum á óvart að Toyota selst minna en Fiat og Merce- des-Benz. Ekki kemur það síður á óvart að Mini selst talsvert meira en allir bandarísku bílarnir samanlagt. Þá seljast fleiri Lödur frá Rússlandi í Vest- ur-Evrópu en Chevrolet. Einnig seljast fleiri Porsche en Daihatsu og fleiri Smart en Saab. Fleiri kaupa líka Jagu- ar í Evrópu en Subaru. Evrópubúar eru líka hallir undir þýska bíla. Fyrstu tíu mánuði ársins seldust 12,4 milljónir fólksbíla í álfunni og þar af voru næst- um 5 milljónir þeirra af þýskri gerð. Á sama tíma seldist 3,1 milljón franskra bíla, sem er eftirtektarvert þar sem Frakkar framleiða aðeins þrjár teg- undir, Renault, Peugeot og Citroën, en Þjóðverjarnir bjóða upp á VW, Ford, Opel, Mercedes-Benz, Audi og BMW. Í Evrópu er Toyota í níunda sæti yfir söluhæstu tegundirnar. Nissan er í 12. sæti, en Mazda, Honda, Suzuki og Mit- subishi í 18., 19., 20. og 22. sæti. Sub- aru er í 18. sæti í Evrópu. Söluhæstu bílarnir í Evrópu evrópskir SVO virðist sem ný gerð bíla sé að ryðja sér til rúms í Evrópu. Þetta eru svokallaðir smásportjeppar og hafa þegar fjórir framleiðendur sett slíka bíla á markað. Ekki er þess þó að vænta að þessi nýi flokkur verði allsráðandi í bílasölunni þegar fram líða stundir en vissulega er hér um vænlegan valkost að ræða fyrir marga sem þurfa á fjórhjóladrifinu að halda. Suzuki Ignis er dæmigerður bíll fyrir þennan flokk. Hann er með meiri veghæð en vant er um smábíla og fjórhjóladrifið er sítengt og tryggir meira veggrip. Ignis er væntanlegur á markað hérlendis á nýju ári. Aðrir bílar í þessum flokki er t.d. tvíburabíll Ignis, Subaru Justy, og nýlega sýndi Fiat smá- sportjeppaútgáfuna af bíl ársins í Evrópu 2004, Fiat Panda. Panda er boðinn fjórhjóladrifinn og er í þeirri gerð sláandi líkur framdrifsgerðinni en á bílasýningunni í Bologna má sjá bílinn í SUV-útgáfu, þ.e.a.s. sem smásportjeppa. Bíllinn er hærri og með grjóthlífum og í alla staði mun grófgerðari útlits. Einnig hefur Volkswagen sýnt Polo í svokallaðri Fun-útgáfu, sem er ekki síður tilbú- inn til meiri átaka en vaninn er að bjóða smábílum upp á. Nýjasta útspilið er síðan C3 X- TReme frá Citroën, sem einnig var frumsýndur á bílasýningunni í Bo- logna í desember. Það er samt einn stór hlutur sem aðskilur C3 X- TReme frá öðrum bílum í þessum flokki; hann er eingöngu framdrif- inn. Engu að síður er hann hærri og með meiri drifgetu en venjulegur C3. Ólíklegt er að bíllinn verði seinna boðinn með fjórhjóladrifi því PSA- samsteypan (Peugeot-Citroën) framleiðir ekki fjórhjóladrifsbíla en gæti vissulega með samstarfi við aðra framleiðendur orðið sér úti um það. Smásportjepp- ar að koma Citroën C3 X-TReme var frumsýndur í Bologna í desember. Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson. Suzuki Ignis 4x4 er smásportjeppi með sítengt fjórhjóladrif og mikla veghæð. Citroën C3 X-TReme er hærri en venjulegur C3. Fiat Panda verður boðinn sem smásportjeppi með fjór- hjóladrifi og meiri veghæð. Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson. VW Polo Fun var sýndur í Frankfurt sl. haust og fellur í flokk smásportjeppa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.