Morgunblaðið - 06.02.2004, Síða 1

Morgunblaðið - 06.02.2004, Síða 1
RÁÐGJAFAR George W. Bush Bandaríkjaforseta hafa orðið verulegar áhyggjur af afdrátt- arlausri sigurgöngu Johns Kerrys í forkosningum Demó- krataflokksins, sem nú standa yfir, og vilja nú þegar hefja bar- áttuna gegn Kerry vegna kom- andi forsetakosninga, 18. nóv- ember. Skoðanakönnun, sem birt var fyrr í vikunni, sýndi að Kerry nyti meira fylgis meðal bandarískra kjósenda en Bush. Útgönguspár sem gerðar voru í forkosningunum sem fram fóru á þriðjudaginn, þegar Kerry sigraði í fimm ríkjum af sjö, sem kosið var í, benda til að demókrötum sé fyrst og fremst í mun að velja sér frambjóðanda sem geti borið sigurorð af Bush í nóvember. Kerry beið ekki boðanna og atyrti forsetann fyr- ir að hafa „rekið fleyg“ meðal bandarískra borgara, veikt stöðu landsins og logið til um herförina til Íraks. Bush hefur gert átak í fjár- söfnun vegna forsetakosning- anna, og í desember var kosn- ingasjóðurinn hans kominn í 110 milljónir dollara. Kosninga- stjórar hans vilja strax byrja að verja þessum peningum til að takast á við demókratana og tryggja áframhaldandi völd sín í Hvíta húsinu. Bandarískir fjöl- miðlar segja að þegar megi sjá vísbendingar um að ráðgjafar Bush muni ætla að fara þá leið að finna þann ljóð á ráði Kerrys að hann sé frjálslyndur demó- krati frá Massachusetts. „Það er aðfinnsla sem á endanum reyndist Michael Dukakis dýr- keypt, en hann var forsetafram- bjóðandi Demókrataflokksins 1988,“ sagði dálkahöfundur í The New York Times í gær. Annar bandarískur dálkahöf- undur, Robert Novak, sagði í Chicago Sun-Times fyrr í vik- unni, að menn forsetans hefðu mestar áhyggjur af stríðshetju- ímynd Kerrys. Einn stuðnings- manna Bush hefði komist svo að orði, að á meðan Kerry hefði barist í Víetnamstríðinu „var okkar maður að sötra bjór í Ala- bama“. Repúblikanar hefðu reynt að gera lítið úr stríðs- hetjuímyndinni af Kerry með því að vekja athygli á friðarbar- áttu hans í kjölfar Víetnam- stríðsins, en þeir hefðu ekki haft erindi sem erfiði. Menn Bush óttast Kerry Reuters John Kerry hélt í gær af stað í kosningaferðalag til Michigan og Maine, þar sem forkosn- ingar fara fram um helgina. Ekki deyja úr stressi Fimm fyndnar Leikritið Fimmstelpur.com frumsýnt í kvöld Listir STOFNAÐ 1913 36. TBL. 92. ÁRG. FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is DÓMSTÓLL í Hamborg í Þýskalandi sýknaði í gær marokkóskan námsmann, Abdelghani Mzoudi, af ákæru um aðild að hryðjuverkunum í Bandaríkjunum 11. september 2001, á þeim for- sendum að sannanir gegn honum væru ekki nægi- lega sterkar til að hægt væri að finna hann sekan. Yfirdómarinn í málinu, Klaus Ruehle, sagði: „Mzoudi, þú ert sýknaður. En það er ekki ástæða til að fagna.“ Dómstóllinn hefði ekki komist að þessari niðurstöðu vegna þess að hann væri sann- færður um sakleysi Mzoudis, „heldur vegna skorts á sönnunargögnum“. Saksóknarar sögðu úrskurði dómstólsins verða áfrýjað, og skoruðu á bandarísk yfirvöld að endur- skoða höfnun sína á beiðni um að leyfa dómstóln- um í Hamborg að sjá sönnunargögn sem fengist hefðu hjá lykilvitni úr al-Qaeda-hryðjuverkasam- tökunum sem er í haldi Bandaríkjamanna. Sýknaður af aðild að 11. september Hamborg. AFP. Reuters Mzoudi var brosmildur er hann ræddi við frétta- menn eftir sýknudóminn yfir honum í gær. NORSK fullorðinsfræðslumiðstöð hefur bannað kennara að bera hálsmen með davíðsstjörnu þeg- ar hann er að kenna, á þeim forsendum að um sé að ræða „pólitískt tákn“, að því er norskir fjöl- miðlar greindu frá í gær. „Við ríkjandi kringumstæður er davíðs- stjarnan tákn annars tveggja aðila að deilu sem er líklega einhver sú harðasta sem nú geisar,“ sagði Kjell Gislefoss, yfirmaður fullorð- insfræðslumiðstöðvarinnar í Kristiansand, í við- tali við norska ríkisútvarpið, NRK. „Við vitum, að trúarleg tákn geta jafnvel verið áhrifameiri en orð, og við viljum ekki núa salti í opið sár.“ Gisle- foss sagði að nemendur frá rúmlega 70 ólíkum löndum sæktu námskeið hjá miðstöðinni. Kennarinn sem um ræðir, Inge Telhaug, er ekki gyðingur, en kvaðst vilja standa vörð um rétt sinn til að bera stjörnuna í nafni tjáning- arfrelsis. Menntunar- og rannsóknarráðherra Noregs, Kristin Clement, sagðist andvíg banninu, og kvaðst hafa haft samband við stjórnendur full- orðinsfræðslumiðstöðvarinnar. Davíðsstjarna bönnuð Ósló. AFP. EINARS Repse, forsætisráðherra Lettlands, til- kynnti í gærkvöldi að hann myndi biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, en stjórn hans hefur set- ið í rúmt ár. Kvað Repse stjórn- ina ekki geta náð fullnægjandi árangri án meirihluta á þingi. Snurða hljóp á þráðinn hjá stjórn Repses í síðustu viku, þegar einn aðildarflokka stjórn- arinnar sagði sig úr henni, og skildi hana eftir með einungis 45 þingsæti af 100. Í gær kröfð- ust stjórnarandstæðingar enn- fremur afsagnar tveggja ráð- herra, og sagði Repse það hafa haft áhrif á þá ákvörðun sína að hætta. Lettneska stjórnin fallin Riga. AP. Einars Repse Allra hagur að uppræta streitu- vandamál í vinnunni Daglegt líf Fólkið í dag Fólkið Miðjan á Hlemmi  Járnskvísan  Bréfaskipti Jörgens Sörensens  Ragnar í Trabant dillar brjóstunum SPARISJÓÐAFRUMVARP við- skiptaráðherra, Valgerðar Sverr- isdóttur, var samþykkt, með áorðnum breytingum efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, á ellefta tímanum í gærkvöldi. Var frumvarpið samþykkt með 43 at- kvæðum gegn einu, Péturs H. Blöndal, þingmanns Sjálfstæðis- flokks. Guðlaugur Þór Þórðarson og Sigurður Kári Kristjánsson, Sjálfstæðisflokki, og Helgi Hjörvar, Samfylkingu, sátu hjá. Fyrr um daginn hafði efna- hags- og viðskiptanefnd fundað stíft allan daginn og fram á kvöld. Á meðan var þingfundum ítrekað frestað, en að sögn Halldórs Blöndals, forseta Alþingis, er ekki vaninn að halda þingfundi er fastanefndir sitja á fundi. Tillaga Péturs felld Kristinn H. Gunnarsson, vara- formaður efnahags- og viðskipta- nefndar, mælti fyrir breytingar- tillögum meirihluta nefndarinnar í gærkvöldi. Allar breytingartil- lögur meirihlutans náðu fram að ganga. Pétur H. Blöndal mælti einn fyrir minnihlutaáliti og lagði fram eina breytingartillögu sem gekk út á að lögin tækju ekki til SPRON-málsins svokallaða held- ur einungis til þeirra sparisjóða sem hygðust fara sömu leið í framtíðinni. Sú tillaga var felld. Meðal breytingartillagna sem samþykktar voru er að „fyrir fund stofnfjáreigenda [sem ákveður að breyta sparisjóðnum í hlutafélag] verða engar skuld- bindandi ákvarðanir teknar fyrir hönd sjálfseignarstofnunarinn- ar“, eins og það er orðað. Þá mun fjármálaráðherra skipa einn full- trúa í stjórn sjálfseignarstofnun- arinnar í stað samtaka spari- sjóða. Loks var samþykkt breyting um að árétta í gildis- tökuákvæði frumvarpsins að lagasetningin tæki ekki til spari- sjóða sem hefðu þegar tekið ákvörðun um hlutafélagavæð- ingu, er þar átt við nb.is-sparisjóð hf. og Sparisjóð Kaupþings hf. Valgerður Sverrisdóttir sagði undir lok umræðna að hún von- aðist til þess að lögin yrðu til þess að samkeppnin á markaði minnk- aði ekki „því það er mikilvægt að hún sé til staðar“, sagði hún. PÉTUR Blöndal, formaður efnahags- og við- skiptanefndar og stjórnarmaður í SPRON, greiddi einn atkvæði gegn sparisjóðafrumvarp- inu, en hér greiða samþingmenn hans atkvæði með því. „Það er svakalegt að það skuli sett lög til að ógilda samninga sem gerðir eru í samræmi við lög. Þetta veldur mikilli réttaróvissu því í raun getur hver og einn búist við því að samningar sem menn geri verði síðar gerðir ógildir,“ sagði Pétur í samtali við Morgunblaðið og vísar þar til samn- inga um kaup KB banka á SPRON. „Það ótrúlega er að gerast að Alþingi Íslend- inga er að setja sérstök lög til höfuðs einstökum löglegum samningum milli einkaaðila. Þetta er al- varlegt brot á réttarríkinu,“ sagði Pétur í umræð- unum í gærkvöldi. Pétur sagði að stjórn SPRON hlyti að velja þann kost að hætta við hluta- félagavæðingu og rifta samningum. „Hugsanlega getur stjórn SPRON beint hugsanlegu tapi sínu að ríkissjóði. Frumvarpið hefur þegar valdið miklum óróa meðal starfsmanna og viðskiptamanna SPRON sem sparisjóðurinn tapar á,“ sagði hann. Fundur verður í stjórn SPRON um áhrif hinnar nýju löggjafar árdegis í dag. Morgunblaðið/Þorkell „Þetta er alvarlegt brot á réttarríkinu“ Frumvarp um spari- sjóði samþykkt 43:1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.