Morgunblaðið - 06.02.2004, Síða 2

Morgunblaðið - 06.02.2004, Síða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ LÖG UM SPARISJÓÐI Frumvarp um fjármálafyrirtæki, sem fjallar um sparisjóði, varð að lögum á Alþingi í kvöld. Var frum- varpið samþykkt með 43 atkvæðum gegn 1 atkvæði Péturs H. Blöndals, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, eft- ir að nokkrar breytingar höfðu verið gerðar á því samkvæmt tillögum frá meirihluta efnahagsnefndar. 170 milljarða eignaaukning Heildareignir Landsbankans juk- ust um 170 milljarða króna, eða 61%, á síðasta ári, sem þýðir að mælt í heildareignum er Landsbankinn orðinn stærri en Íslandsbanki og þar með annar stærsti banki landsins á eftir KB banka. Sýknudómur í Þýskalandi Dómstóll í Þýskalandi sýknaði í gær marokkóskan námsmann af ákæru um aðild að hryðjuverkunum í Bandaríkjunum 11. sept. 2001 vegna skorts á sönnunargögnum. Hægt að rækta hveiti Áhrif hlýnandi loftslags á íslensk- an landbúnað eru að mestu jákvæð, hægt verður að rækta nýjar plöntu- tegundir en þær tegundir sem nú eru í ræktun þola aukinn hita vel, segir Bjarni E. Guðleifsson, plöntu- lífeðlisfræðingur hjá Rannsókna- stofnun landbúnaðarins á Möðru- völlum. Hann nefnir sem dæmi nýjar korntegundir eins og hveiti og hafra, en hingað til hefur kornrækt hér á landi að mestu takmarkast við bygg. Hafna frétt um ákvörðun Bandarískur embættismaður sagði í gær, að ekkert væri hæft í frétt Financial Times þess efnis, að Bandaríkjastjórn hefði tekið ákvörð- un um að fækka hermönnum sínum í Evrópu um allt að þriðjung. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Þjónusta 37 Úr verinu 13 Viðhorf 38 Viðskipti 14/15 Minningar 38/48 Erlent 15/18 Kirkjustarf 48 Minn staður 19 Bréf 52 Höfuðborgin 20 Myndasögur 52 Akureyri 21 Dagbók 54 Suðurnes 22 Staksteinar 54 Austurland 23 Íþróttir 56/59 Landið 24 Leikhús 60 Daglegt líf 26/27 Fólk 60/65 Listir 28/31 Bíó 62/65 Umræðan 31/33 Ljósvakamiðlar 66 Forystugrein 34 Veður 67 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir Dagskrá vikunnar. Blaðinu er dreift á landsbyggðinni. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport- @mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Röddin verður sýnileg Sigríður Árnadóttir nýráðinn fréttastjóri TÍMARIT MORGUNBLAÐSINS FYLGIR MORGUNBLAÐINU Á SUNNUDAG BRYGGJUGERÐ við Skarfabakka á Klettasvæði Reykjavíkurhafnar hefst í sumarbyrjun en undirbúningsfram- kvæmdir hafa staðið yfir undanfarin ár og er áætlað að framkvæmdum ljúki vor- ið 2007. „Bygging Skarfabakkans er megin- framkvæmdarverkefni Reykjavíkur- hafnar næstu árin,“ segir Jón Þorvalds- son, forstöðumaður tæknideildar Reykjavíkurhafnar. Hann segir að í fyrra hafi verið keypt stálþil og komi það til landsins í tveimur áföngum á næstu mánuðum. Útboð vegna byggingar bakk- ans verði síðan snemma í vor og reiknað sé með því að framkvæmdir hefjist í sumarbyrjun. Umhverfismati vegna fram- kvæmdanna lauk árið 2000 og síðan var hafist handa við byggingu fyrsta áfanga Skarfagarðsins og undirbúnings- framkvæmdir vegna byggingar Skarfa- bakkans. Um þessar mundir er verið að fylla og fergja svæðið áður en bygging bakkans getur hafist. Vegna framkvæmdanna hefur þurft að færa aðstöðu Viðeyjarferjunnar og er hún nú á móts við Kornhlöðuna en í framtíðinni er gert ráð fyrir að hún hafi aðstöðu á milli Skarfagarðs og Skarfa- bakka, að sögn Jóns. Skarfabakki er skilgreindur sem fjöl- nota bakki og nýja landið við hann, sem er tæplega 10 hektarar, kemur til úthlut- unar innan skamms. Jón segir að ýmis starfsemi komi á lóðirnar á Klettasvæð- inu og bakkinn sé ætlaður til mjög víð- tækrar þjónustu. Í því sambandi nefnir hann að þar verði góð aðstaða fyrir skemmtiferðaskip af öllum stærðum og þar opnist möguleiki til að taka að hafn- arbakka langtum stærri skip en mögu- legt sé í Sundahöfn. Bryggjugerð við Skarfabakka Morgunblaðið/Brynjar Gauti Sanddæluskipið Sóley fyllir upp í svæðið þar sem Viðeyjarferjan var vön að leggast að bryggju við Klettagarða í Reykjavík. Bryggjugerð við Skarfabakka hefst í sumar og verður verkið boðið út bráðum. JÓN Ólafsson kaupsýslumaður hef- ur greitt tæplega 97 milljóna króna viðbótarskattaálag, sem ríkisskatt- stjóri hefur úrskurðað að honum beri að greiða vegna gjaldáranna 1998 og 1999. Í fréttatilkynningu frá Jóni segir að hann hafi jafnframt tekið ákvörðun um að höfða dóms- mál gegn skattyfirvöldum til þess að fá framangreindum úrskurði ríkis- skattstjóra hnekkt. Innir hann greiðsluna af hendi með fyrirvara um endanlegar niðurstöður dóm- stóla. Í tilkynningunni segir: „Eins og kunnugt er af fréttum er ágrein- ingur á milli skattyfirvalda og Jóns Ólafssonar um skattalega meðferð á ýmsum viðskiptum Jóns á árunum 1998–2002. Bæði er deilt um hvar Jón, sem búsettur er í Englandi, er skattskyldur og beri að greiða skatta sína og hvort einstök atriði í skattframtölum Jóns á þessu fimm ára tímabili séu í samræmi við gild- andi skattalög. Ríkisskattstjóri hefur með úr- skurði frá 30. desember 2003 ákveð- ið að Jón og eiginkona hans hafi skattalega heimilisfesti og fulla og ótakmarkaða skattskyldu á Íslandi allt árið 1998 og áfram uns annað verður ákveðið. Jafnframt hefur Ríkisskattstjóri gert breytingar á opinberum gjöldum Jóns Ólafssonar vegna gjaldáranna 1998 og 1999. Ástæða þeirra breytinga tengist að langstærstum hluta túlkun skattyf- irvalda á viðskiptum milli Jóns og sonar hans með 10% eignarhlut í Skífunni. Alls er Jóni gert að greiða 96.884.900 krónur til viðbótar áður greiddum opinberum gjöldum á Ís- landi. Í samræmi við fyrri yfirlýs- ingar hefur Jón þegar staðið skil á þessari viðbótargreiðslu. Jafnframt hefur hann í samráði við endurskoð- endur sína og lögmenn tekið ákvörðun um að höfða mál gegn skattyfirvöldum til þess að fá framangreindum úrskurði Ríkis- skattstjóra hnekkt. Jón innir viðbót- argreiðsluna af hendi með fyrirvara um endanlegar niðurstöður dóm- stóla.“ Mest vegna Skífuviðskiptanna Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins eru um 80 milljónir af heildarfjárhæðinni sem Jóni Ólafs- syni er gert að greiða vegna fram- angreindra viðskipta Jóns og sonar hans með eignarhlutinn í Skífunni í gegnum aflandsfyrirtæki (offshore) Jóns Inuit en um 17 milljónir vegna ráðgjafargreiðslna til Jóns og greiðslna til ritara sem eru reikn- aðar Jóni til tekna. Jón Ólafsson greiðir við- bótarálag með fyrirvara MJÓLKURFRAMLEIÐSLA í jan- úar var minni en væntingar stóðu til samkvæmt bráðabirgðatölum frá Samtökum afurðastöðva og er sk. innvigtun mjólkur á verðlagsárinu, þ.e. frá september í fyrra, 5,4% minni en á sama tíma í fyrra, að því er fram kemur á vef Landssambands kúabænda. Að sögn Snorra Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Landssam- bandsins, reiknuðu bændur með aukningu í mjólkurframleiðslu í jan- úar en burður hjá stórum hluta kúa sem hefðu átt að bera í haust færðist til og því eru margar kýr komnar það nálægt burði nú að þær mjólka ekki. „Við erum ekki komnir í þrengingar en það breytir því ekki að þetta er undir væntingum,“ segir Snorri. Afurðastöðvar kaupa líklega umframmjólk Að hans sögn bíða bændur nú eftir ákvörðun frá Samtökum afurða- stöðva um hvort og í hvaða magni þeir kaupi umframmjólk af bændum. Að sögn Snorra eru margir sam- verkandi þættir sem orsaka minni mjólkurframleiðslu nú. Auk þess sem burður hafi færst til hafi gæði heys frá síðasta sumri ekki verið nógu mikil. Þá hafi greiðslumark minnkað síðasta haust samhliða því að fleiri kúm var slátrað á síðasta ári en á fyrra ári. Mjólkurframleiðsla und- ir væntingum í janúar MAÐUR klemmdist á lærum á vinnusvæðinu við Kárahnjúka í gærmorgun þegar tankbíll rann af stað í hálku og lenti á loftpressu. Pressan rann svo með bílinn á eftir á starfsmann og klemmdi hann fastan upp við steypumót sem hann var að vinna við. Bílstjóri tankbílsins náði að losa manninn og reynd- ist hann ekki mikið slasaður, og var hugað að meiðslum hans á svæðinu. Klemmdist milli bíls og steypu- móta

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.