Morgunblaðið - 06.02.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.02.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Kárahnjúkavirkjun | Miklum snjó hefur kyngt niður á virkjunarsvæð- inu við Kárahnjúka eins og víðar á landinu undanfarið. Þrátt fyrir erfiða færð og tíðar lok- anir á Kárahnjúkavegi um Fljótsdals- heiði hefur vinna oftast nær gengið þokkalega. Í síðustu viku fóru um 19 þúsund rúmmetrar af efni í stíflufyll- ingu Kárahnjúkastíflu og alls voru boraðir um 300 metrar í göngum á virkjunarsvæðinu. „Fólk hefur orðið veðurteppt bæði uppi á virkjunarsvæðinu og úti á Eg- ilsstöðum,“ segir Ómar R. Valdimars- son, talsmaður Impregilo. „Sumir hafa ekki komist til útlanda af þess- um sökum. Þrátt fyrir allt taka menn þessu þó með jafnaðargeði.“ Menn þurfa að moka sig út Mikil vinna fer í að moka vegi á hinu víðlenda virkjunarsvæði og hef- ur einnig þurft að moka frá hýbýlum manna þar sem skefur á köflum hressilega fyrir dyr og glugga. Segir Leó Sigurðsson, öryggisfulltrúi Imp- regilo á virkjunarsvæðinu, að mokst- urtæki séu stöðugt að vinna við að hreinsa frá inngöngum, neyð- arútgöngum og öðru slíku. „Við Adit 1 niður á Teigsbjargi og Axará hleðst mikill snjór og menn hafa þar þurft að moka sig út,“ segir Leó. „Þetta setur auðvitað strik í reikninginn í vinnu á svæðinu. Við gátum ekkert unnið hér í tvo heila daga og einhverja dagsparta. Þá þurfum við að minnka starfsemi veru- lega og huga að snjómokstri fremur en vinnu. Það tók okkur til dæmis frá kl. eitt á þriðjudagsnóttina til kl. 13 á miðvikudag að moka leiðina frá Kára- hnjúkum niður í Fljótsdal.“ Sváfu af sér óveðrið í kaffiskúrnum Leó segir nokkur minni háttar óhöpp hafa orðið á svæðinu und- anfarið, eins og gerist á svo stórum vinnusvæðum. Í gærmorgun rann til dæmis trukkur á ísilögðum vegi og endaði á öðrum bíl, en enginn slas- aðist. „Við höfðum meiri áhyggjur af því fyrr í vikunni að fólk lokaðist inni vegna snjókomu,“ segir Leó. „Á Adit 2 lokuðust menn inni þegar veðrið versnaði mjög snögglega og aðkomu- vegurinn, sem er um kílómetri á lengd, tepptist á skömmum tíma. Menn treystu sér hreinlega ekki til að koma sér af verkstað upp í búðir og héldu því kyrru fyrir. Tveir urðu að gista í vinnuskúrum yfir nótt vegna byls, en skúrarnir eru með hita, raf- magni, vatni og kaffi og væsti því ekki um þá.“ Leó segir kvefpestir og hita sækja nokkuð að mönnum, enda níu stiga frost í gær og kalsasamt. „Þetta gengur sinn vanagang hérna. Við tök- umst á við aðstæður eins og þær eru og lærum af hverjum degi og búum okkur betur undir þann næsta.“ Veðurspá helgarinnar gerir ráð fyrir norðvestlægri átt með éljum og frosti, víða 10 til 15 stigum á laug- ardag. Á sunnudag spáir hægviðri og björtu, en vaxandi suðaustanátt með snjókomu vestan til um kvöldið. Mikið fannfergi veldur margvíslegum vinnutöfum á virkjunarsvæðinu við Kárahnjúka Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Stórviðri og snjór hafa tafið nokkuð vinnu á virkjunarsvæðinu þar sem mikill tími fer í snjómokstur. Sváfu óveðrið af sér í kaffiskúr BÆJARRÁÐ Hveragerðis sam- þykkti samhljóða á fundi sínum í gær að ganga til viðræðna við Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um kaup hennar á Hitaveitu Hvera- gerðis. Fyrir fundinn var lögð fram sameiginleg viljayfirlýsing Hvera- gerðisbæjar og OR um kaup henn- ar á Hitaveitunni og var bæjar- stjóra gefið umboð til að hefja viðræður við OR. OR sýnir mikinn áhuga Orri Hlöðversson, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, segir OR hafa sýnt mikinn áhuga á mögulegum kaupum en segir aðdraganda máls- ins þó hafa verið tiltölulega stuttan. Markmið Hveragerðisbæjar með viðræðunum er ekki einvörðungu bein sala Hitaveitunnar heldur einnig að ná samstarfi við OR til langs tíma á sviðum sem ekki snúa beint að rekstri hitaveitu. Þar verð- ur m.a horft til ljósleiðaravæðingar bæjarins og samvinnu málsaðila í atvinnu-og ferðamálum. Því er ein- ungis rætt við OR á þessu stigi máls en ekki önnur fyrirtæki. Þá er það markmið með sölunni að tryggja orkunotendum í Hvera- gerði heitt vatn til langs tíma á sama verði og til notenda í Reykja- vík. Viðræðum verði lokið 1. apríl „Segja má að þetta sé gert í þeim tilgangi að tryggja stöðu okkar í því nýja orkuumhverfi sem er að skap- ast á Íslandi. Orkuveitan er að færa út kvíarnar og er hérna allt í kring- um okkur, m.a. í Ölfusinu og Gríms- nesinu og er eins og kunnugt er að virkja á Hengilssvæðinu fyrir ofan okkur. Við erum að líta til þess að tryggja hér örugga og góða þjón- ustu við bæjarbúa á sambærilegu verði og til notenda í Reykjavík,“ segir Orri. Hann segir enga launung á því að bærinn sé einnig með í huga að losa fé til þess að bæta enn frekar rekst- urinn. Stefnt er að því að viðræðunum verði lokið þann 1. apríl næstkom- andi og þá verði tekin afstaða til viðskiptanna. Samþykkt viljayfirlýsing í bæjarráði Hveragerðis Hefja viðræður um kaup OR á Hitaveitu Hveragerðis ÁHRIF hlýnandi loftslags á íslensk- an landbúnað eru að mestu jákvæð, hægt verður að rækta nýjar plöntu- tegundir en þær tegundir sem nú eru í ræktun þola aukinn hita vel, segir Bjarni E. Guðleifsson, plöntulífeðlis- fræðingur hjá Rannsóknarstofnun landbúnaðarins á Möðruvöllum. Fjallað var m.a. um áhrif væntan- legra loftslagsbreytinga á landbúnað á Íslandi á fræðaþingi landbúnaðar- ins í gær. Bjarni segir að áhrif heitara loftlags hér á landi séu bæði jákvæð og neikvæð, en jákvæðu breytingarn- ar séu mun meiri en þær neikvæðu. „Við erum vegna lágs hitastigs hér á landi á mörkum þess að geta ræktað ýmsar jurtir. Þegar hitastigið hækk- ar munum við geta ræktað ýmsar tegundir sem við höfum verið að vandræðast með hingað til,“ segir Bjarni í samtali við Morgunblaðið. Hann nefnir sem dæmi nýjar korn- tegundir eins og hveiti og hafra, en hingað til hefur kornrækt hér á landi að mestu takmarkast við bygg. Einn- ig er eitthvað af belgjurtum sem hingað til hafa verið á mörkunum að hægt sé að rækta hér, t.d. smári og baunir. Svo verði líka hægt að rækta nýjar tegundir matjurta, t.d. grasker og asíur. Loftslagsbreytingar munu einnig hafa áhrif á búfjárrækt, innistaða dýranna mun minnka, og þar með fóður- og orkukostnaður. Á móti kemur vatnsvandamál, vandi við geymslu og nýtingu búfjáráburðar og aukinn sjúkdómavandi. Miklar breytingar til ársins 2050 Ekki þarf, að sögn Bjarna, miklar breytingar til að hægt verði að taka upp ræktun á sumum þessara nýju tegunda, og breytingarnar sem eru að verða eru talsvert miklar. „Hita- breytingarnar fram til ársins 2050 verða kannski 1,5 gráður að sumri til og 3 gráður að vetri til, svo vetrarhit- inn mun hækka ennþá meira.“ Úr- koman mun á þessum tíma aukast um 7,5% að sumri og 15% á vetri. Neikvæð áhrif hækkandi hitastigs munu ekki birtast í því að hætta þurfi ræktun á nytjajurtum sem ræktaðar eru í dag, heldur birtast þau frekar í fjölgun skaðvalda, segir Bjarni. „Svo verður örugglega einhver aukning á sjúkdómum í plöntum og jafnvel dýr- um líka sem berast til landsins.“ Hitabreytingarnar munu einnig hafa slæm áhrif á trjágróður, að mati Bjarna. „Skógur gæti verið í tals- verðri hættu vegna þess að hann get- ur farið að vakna á veturna þegar hann á að vera í dvala. Þá getur hann farið að vaxa of snemma og svo kem- ur frost. Svo þetta er hætta fyrir trjá- gróður,“ segir Bjarni. Skógræktin hugsi sinn gang Skógræktin þarf því að hugsa til framtíðar og fara að flytja inn teg- undir sem henta betur í þessum breyttu aðstæðum. „Þeir eru að vinna með plöntur sem lifa í 70 til 80 ár á meðan við hinir erum að vinna með plöntur sem eru kannski bara einær- ar eða lifa bara í nokkur ár,“ segir Bjarni. Hann segir þær tegundir sem hingað til hafa verið ræktaðar á Ís- landi eiga það á hættu að koma úr dvala of snemma á vorin með hækk- andi hitastigi, og þær geti farið illa í vorhretum. Því sé mikilvægt að skóg- ræktarfólk hugsi sinn gang og velji tegundir sem henta betur breyttu loftslagi sem virðist vera að verða að veruleika á Íslandi. Áhrif hækkandi hitastigs talin jákvæð fyrir íslenskan landbúnað Unnt að rækta hveiti og hafra Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Í dag er kornrækt hér á landi að mestu einskorðuð við bygg, en með hækk- andi hita aukast möguleikar á ræktun nýrra tegunda. MAÐUR á fertugsaldri var handtek- inn á heimili sínu í Reykjavík í gær eftir að hafa reynt að koma sér í sam- band við unglinga á Netinu, en hann var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum og vörslu barnakláms í síðasta mánuði. Lögreglunni í Reykjavík barst ábending um háttsemi mannsins og var hann handtekinn og húsleit framkvæmd á heimili hans. Í fórum hans fannst klámefni sem nú er í rannsókn. Að sögn Harðar Jóhannessonar yfirlögregluþjóns liggur fyrir að maðurinn reyndi að stofna til sam- bands við 12 ára dreng. Hörður sagði að málið væri enn á frumstigi rann- sóknar og því ekki meira hægt um það að segja nú. Maðurinn var í síðasta mánuði ákærður í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir kynferðisbrot gegn sex drengj- um og fyrir vörslu barnakláms en í tölvum hans fundust um 5.000 ljós- myndir og hundruð hreyfimynda- skráa. Allt það efni var gert upptækt og segir Hörður að því líti út fyrir að hann hafi tekið upp fyrri iðju og orð- ið sér úti um frekara klámefni. Handtekinn aftur fyrir kynferðisbrot gegn börnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.