Morgunblaðið - 06.02.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.02.2004, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004 11 ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra segist hafa áhyggjur af þeirri þróun að sjávarútvegsfyrir- tæki séu í auknum mæli að fara út úr Kauphöllinni. Þetta geti haft áhrif á þá langtímahugsun sem ríki í rekstri fyrirtækjanna. Sjávarútvegsráðherra lýsti þess- ari skoðun sinni í umræðum um sjávarútvegsmál á Alþingi fyrr í vikunni. Hann sagði að þessi þróun hefði það í för með sér að horfið væri „frá fjármögnun í gegnum hlutabréfamarkaðinn í fjármögnun í gegnum einkafyrirtæki sem eru mjög skuldsett með lánum hjá bönkum. Þetta getur haft áhrif á þá hugsun sem ríkir í rekstrinum, þá langtímahugsun sem hefur skipt svo miklu máli hvað varðar ábyrgð útgerðarinnar í fiskveiðistjórnun- inni, ábyrgð í umgengni við auð- lindina og þann aga sem Kauphöllin veitir fyrirtækjum sem þar eru skráð.“ Árni tók fram að ekki bæri að skilja ummæli sín sem áfellisdóm yfir þeim fyrirtækjum sem keypt hefðu Brim af Eimskipafélaginu heldur sem almenn viðvörunarorð. „Þeir sem þar hafa fjárfest [kaup- endur Brims] virðast hafa langtíma- sjónarmið í fjárfestingum sínum og ætla sér að standa að rekstri fyr- irtækjanna. Hér er um að ræða mjög traust fyrirtæki sem eiga sér langa sögu og eru í góðum rekstri. Þar af leiðandi er engin ástæða til að hafa áhyggjur af því að sá rekst- ur væri betur kominn á annan hátt eða einhvers staðar annars staðar en hann er í dag,“ sagði Árni. Sjávarútvegsráðherra um þróunina í sjávarútvegi Áhyggjuefni að fyrirtækin skuli fara úr Kauphöllinni TÆPLEGA þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í eins mánaðar fangelsi fyrir að hafa að nóttu til í mars í fyrra á veitingahúsi í Reykjavík slegið tæplega fertugan mann hnefahögg í andlitið með þeim afleiðingum að hann nefbrotn- aði og hlaut 2 cm langt sár á enni sem sauma þurfti saman. Var fulln- ustu refsingarinnar frestað um tvö ár og fellur hún niður að þeim tíma liðnum haldi maðurinn skilorðið. Dómari við Héraðsdóm Reykja- víkur segir í niðurstöðum sínum að árásin hafi verið tilefnislaus þar eð brotaþoli hafi ekki ógnað ákærða á neinn hátt er hann sló hann. Hafi og ákærði – sem bar því við að hafa reiðst skyndilega – mátt gera sér grein fyrir aukinni hættu á meiðslum sem fylgir því að slá mann, sem ber gleraugu, í andlitið. Var það virt manninum til refsi- lækkunar að hann játaði brot sitt hreinskilnislega og fljótlega eftir at- burðinn hafði hann samband við lögreglu og gekkst við verknaðin- um. Einnig gert að greiða málskostnað Maðurinn var dæmdur til að borga þeim er hann kýldi rúmar 175 þúsund krónur í miska- og skaðabætur auk dráttarvaxta. Einnig var honum gert að borga 25.000 króna réttargæsluþóknun skipaðs réttargæslumanns brota- þola og 30.000 króna málsvarnar- laun verjanda síns. Dóminn kvað upp Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari. Greiði 175 þúsund króna miskabætur Laugavegi 54, sími 552 5201 Útsala stærðir 36-46 Árshátíðarkjólar SMS FRÉTTIR mbl.is ÍSLENDINGAR gegna á þessu ári formennsku í Norrænu ráð- herranefndinni og var for- mennskuáætlunin kynnt með formlegum hætti fyrir Norður- landaráði á fundi 87 norrænna þingmanna í Reykjavík í byrjun vikunnar. Siv Friðleifsdóttir um- hverfisráðherra, sem er formað- ur Norrænu ráðherranefndarinn- ar, segir að megináherslur Íslendinga í formennskuáætlun- inni lúti að því að bæta lýðræði á Norðurlöndunum, auka vestnor- rænt samstarf og halda áfram því verki sem Svíar byrjuðu á í sinni formennskutíð að draga úr landa- mærahindrunum. Að sögn Sivjar er yfirskrift áætlunarinnar „Auðlindir Norð- urlandanna“ og lykilorð þar á bak við eru lýðræði, menning og náttúra. Fram hefur komið í blaðinu að Kristínu Ástgeirsdótt- ur, sagnfræðingi og fv. þingkonu, hefur verið falin formennska í sérstakri lýðræðisnefnd og Páll Pétursson, fv. félagsmálaráð- herra, mun fylgja eftir tillögum um aukið samstarf Vestur-Norð- urlanda. Nefnd Kristínar er ætl- að að koma með tillögur fyrir fund Norðurlandaráðs í haust um hvernig styrkja megi lýðræði á svæðinu. Áhrif hnattvæðingar Siv segir að stjórnmálamenn og fleiri standi frammi fyrir mörgum áleitnum spurningum um lýðræðið á næstu árum og áratugum, t.d. áhrif hnattvæðing- ar og hvernig nálgast megi kjós- endur betur með upplýsinga- tækninni. Kosningaþátttaka fólks hafi t.d. víða dalað. Einnig sé verið að skoða hvernig auka megi virkni ungs fólks í lýðræðinu, efla þátttöku kvenna og tryggja þátt- töku nýbúa. Að sögn Sivjar verða haldnar tvær stórar ráðstefnur á Íslandi á árinu sem tengjast starfi lýðræðisnefndarinnar. Auk samstarfs við vestnor- rænu þjóðirnar Færeyjar og Grænland, þar sem m.a. á að bæta samgöngur milli landanna, segir Siv að Íslendingar leggi áherslu á meira samstarf við nærsvæði eins Skotland og skosku eyjarnar, N-Írland, Ír- land og þau héruð Kanada sem liggja að N-Atlantshafinu. Þar beri hæst það markmið að verja hreinleika hafsins og auka sam- starf við nýtingu sjávarauðlinda á sjálfbæran hátt. Siv segir að full ástæða hafi verið til þess að halda áfram því góða starfi sem Svíar hafi verið byrjaðir á, undir forystu Pouls Schluters, fv. forsætisráðherra Dana, að minnka hindranir fyrir þá Norðurlandabúa sem ferðast milli landanna vegna atvinnu, náms eða ferðalaga. Þetta eigi við um ýmis félagsleg réttindi, m.a. vegna meðlaga, fasteigna- kaupa, orlofsgreiðslna og náms- lána. Skilar miklu í þjóðarbúið Aðspurð hvort þessar áherslur muni snerta Íslendinga beint og skila árangri segir Siv engan vafa leika á því. Norræna sam- starfið skipti Íslendinga miklu máli líkt og aðra Norðurlanda- búa. Ekki megi heldur gleyma því að á árinu verði yfir tuttugu ráðstefnur haldnar hér á landi þar sem von sé á þúsundum gesta. Formennska Íslendinga muni því skila miklum tekjum í þjóð- arbúið í gegnum ferðaþjón- ustuna. Áætlun Íslendinga í Norrænu ráðherranefndinni kynnt Auka á lýðræði og vestnorrænt samstarf Siv Friðleifsdóttir umhverf- isráðherra segir norrænt sam- starf skila Íslendingum ávinningi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.