Morgunblaðið - 06.02.2004, Page 23

Morgunblaðið - 06.02.2004, Page 23
AUSTURLAND MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004 23 Egilsstaðir | Hagnaður af rekstri Barra hf. á Egilsstöðum var 10,2 milljónir króna á síðasta ári. Á aðalfundi fyrirtæk- isins sem haldinn var fyrir skemmstu, kom fram að heild- arvelta jókst um 36% á milli ára og nam hún 49,8 millj- ónum króna. Ákveðið var að greiða 5% arð af hlutafé, eða tæpar 2,6 milljónir króna. Afhentar voru 1,8 milljónir plantna úr gróðrarstöð árið 2003 og er það aukning um 130 þúsund plöntur milli ára. Að sögn Helga Hjálmars Bragasonar, sem situr fyrir hönd Félags skógarbænda á Héraði í stjórn Barra, eru næg verkefni framundan hjá fyrirtækinu. „Stöðin fer í að framleiða tvær og hálfa milljón plantna á þessu ári, sem er sögulegt met hjá fyrirtækinu,“ segir Helgi Hjálmar. „Barri mun á árinu rækta 650 þúsund trjáplöntur fyrir Landgræðsluskógana, um 1.300 þúsund plöntur fyrir Hér- aðsskóga og um 550 þúsund plöntur fara til Norðurlands- skóga og Suðurlandsskóga.“ Öll ræktunaraðstaða gjörnýtt Helgi Hjálmar segir unnið að samningi við Skógræktina á Hallormsstað um ræktunarsvæði. „Það verður öll tiltæk ræktunaraðstaða nýtt, bæði í Barra og í Hallormsstað á árinu. Einnig er í athugun að annað hvort leigja kæli- geymslu eða byggja, sem vetrargeymslu fyrir plöntur.“ Félag skógarbænda á Héraði keypti nýlega hlutafé rík- isins í Barra, sem nam 12 milljónum króna að nafnvirði eða 22,39% af heildarhlutafé fyrirtækisins. Félagið hefur nú framselt 13% hlut af því til Hilmars Gunnlaugssonar og Skúla Björnssonar. Félag skógarbænda er nú orðið stærsti hluthafinn í Barra, með 34,70% hlut og Skógrækt- arfélag Reykjavíkur er annar stærsti eigandinn með 25% hlut. Þær breytingar hafa orðið í stjórn Barra að í stað full- trúa ríkisins, kemur Hilmar Gunnlaugsson í stjórn og Helgi Gíslason kemur inn fyrir Skógræktarfélag Reykja- víkur. Framkvæmdastjóri Barra hf. er Rúnar Ísleifsson. Rækta tvær og hálfa milljón trjáplantna í ár Barri í sókn Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Þau eru heldur lotleg grenitrén á Héraði eftir snjóskot- ið í vikunni. Þessi fjórtyppingur réttir þó sjálfsagt fljótt úr kútnum þegar hlánar. Neskaupstaður | Verkmenntaskóli Austurlands í Fjarðabyggð hefur fengið styrk úr Þróunarsjóði fram- haldsskóla til að aðlaga almenna námsbraut í framhaldsskólum þörf- um fullorðinna. Helga Magnea Steinsson, skólameistari Verk- menntaskólans, og Guðlaug Hrönn Pétursdóttir, kennari og námsráð- gjafi Verkmenntaskólans, stýra verkefninu. „Megintilgangurinn með þessu verkefni er að hækka menntunarstig í Fjarðabyggð og veita öllum jöfn tækifæri til náms. Jafnframt von- umst við til að þetta fólk skili sé áfram í frekara nám í framtíðinni,“ segir Guðlaug. Námið fært til nemenda og kennt á einstaklingsgrunni Verkefnið heitir „Á leiðinni til þín – hvar sem þú ert“ og eins og nafnið gefur til kynna þá byggist verkefnið á því að námið er fært til nemenda. Komið verður upp námssetrum í grunnskólunum á Eskifirði og Reyð- arfirði og þangað mæta kennarar frá Verkmenntaskólanum í Neskaupstað einu sinni í viku til að aðstoða nem- endur. Kennt verður á einstaklings- grunni og í boði verða grunnfög eins og enska, danska, íslenska og stærð- fræði, en einnig námstækni, tölvu- færni og notkun upplýsingatækni. „Um er að ræða einstaklingsmiðað nám, þar sem fólk vinnur verkefni á milli kennslustunda á eigin hraða og einnig geta þátttakendur hjálpað hver öðrum og unnið saman í hóp- um,“ segir Helga. Mikill áhugi Kynningarfundir voru haldnir í öll- um þéttbýliskjörnum sveitarfé- lagsins og er óhætt að segja að áhug- inn hafi verið mikill, sérstaklega á Eskifirði og Reyðarfirði. „Þessu hef- ur verið ótrúlega vel tekið, bæði af fólki sem hefur áhuga á að nýta sér þetta og einnig meðal kennara Verk- menntaskólans,“ segir Helga. Hópurinn sem hefur skráð sig til náms er breiður og með mismunandi þarfir. Sumir vilja bæta við sig einni námsgrein, en aðrir að búa sig undir frekara framhaldsnám. Áhuginn er minnstur í Neskaupstað, en það skýr- ist líklega af því að undanfarin ár hef- ur fullorðnu fólki staðið til boða kvöldnám og utanskólanám í Verk- menntaskólanum sem þar er og því er þörfin líklega ekki eins mikil. „Þetta er hugsað sem eins árs verkefni, en við ætlum að þróa það áfram ef við fáum styrki til þess. Von- andi er þetta komið til að vera,“ segir Helga að lokum. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Vilja auka menntun og jafna tækifæri til náms í Fjarðabyggð: Helga M. Steinsson og Guðlaug Hrönn Pétursdóttir. Aukin menntun og jöfn tækifæri Egilsstaðir | Heiður Ósk Helgadótt- ir og Hjalti Stefánsson kvikmynda- tökumenn eru nýflutt á bæinn Tókastaði II í Eiðaþinghá, Austur- Héraði. Þau eru strax komin með gæludýr, heldur óvenjulegt að vísu, þar sem um er að ræða einkar fríða og matlystuga mús, sem fúlsar ekki við matargjöfum velunnara sinna á þorranum. Þau gefa henni einkum vel kæst- an hákarl, sem stórum og smáum á Tókastöðum þykir hið mesta lost- æti. Gælumýslan á raunar orðið tíu áhangendur sömu tegundar sem ásælast hákarlinn mjög. Heiður Ósk sagði í samtali við Morgunblaðið að mýsnar hefðu fitnað vel af hákarlinum og þau Hjalti hefðu bætt súrum hrútsp- ungum og fleiru þorralegu góðgæti á matseðilinn. Vegna örrar fjölg- unar gesta á garðann sé þó í bígerð að stemma stigu við músarápi kringum bæinn með skotvopnum og eitrunaraðgerðum og reyna heldur að venja blessaða snjótitt- lingana á bæjarhlaðið. Ljósmynd/H.Ó.H. Gælumýslan á Tókastöðum tvö úðar í sig hákarlsbita á bæjarhlaðinu. Mýslur sem troða sig út af kæstum hákarli LANDSVIRKJUN hefur gert tutt- ugu og níu landeigendum tilboð um bætur vegna lands sem fer undir Fljótsdalslínur þrjú og fjögur. Þær munu liggja frá stöðvarhúsi Kára- hnjúkavirkjunar í Teigsbjargi í Fljótsdal yfir að álveri Reyðaráls á Reyðarfirði. Um endanleg tilboð er að ræða og verði þeim hafnað tekur ríkið landið eignarnámi og bætur verða ákvarðaðar einhliða. Lands- virkjun gefur ekki upp fjárhæðir sem einstökum landeigendum hafa verið boðnar, en samtals munu þær hljóða upp á tugi milljóna króna. Landeigendur þurfa að svara tilboði Landsvirkjunar fyrir næstkomandi mánaðamót. Landsvirkjun býður landeigendum bætur Heilsugæsla | Sólarhringsvakt verður framvegis í heilsugæslustöð Kárahnjúkavirkjunar í Laugarás- hverfinu. Fram til þessa hefur heilsugæslustöðin einungis verið op- in á milli 07 og 19, en nú geta sjúk- lingar leitað til stöðvarinnar hvenær sem er sólarhringsins. Þó er einung- is neyðartilfellum sinnt á milli kl. 19 og 07. Sameining | Kanna á hagkvæmni sameiningar Breiðdals- og Djúpa- vogshrepps. Hreppsnefnd Breið- dalshrepps ákvað fyrir skömmu að láta kanna möguleika á slíkri sam- einingu og hefur Jöfnunarsjóður sveitarfélaga samþykkt að leggja sex hundruð þúsund krónur til verk- efnisins.    Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.