Morgunblaðið - 06.02.2004, Síða 29

Morgunblaðið - 06.02.2004, Síða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004 29 Á TÓNLEIKUM Myrkra mús- íkdaga í Salnum í kvöld kl. 20 verða flutt sex rafverk eftir fimm tónskáld. Meðal tónskáldanna er Hilmar Örn Hilmarsson, en þetta er í fyrsta sinn sem hann er gestur hátíðarinnar. Verk hans heitir Ættir, er fyrir tölvu og hljóðband og á sér langa sögu, þótt það heyrist hér í fyrsta sinn á tónleikum. „Upphaflega hugmyndin að verk- inu, árið 1984, var sú að það yrði spil- að í rými sem markaðist af átta hátöl- urum. Þá átti að taka upp úr hátölurunum átta með upptökuhöfði, eitthvað sem væri hægt að nota síðar. Þetta átti að gerast með tækni sem kölluð er holophonics, – en með henni á maður að geta heyrt hljóð úr öllum áttum.“ Hilmar segist hafa ætlað að staðsetja hátalarana átta í áttunum átta, og þeir væru þá um leið orðnir að áttunum sem rúnir eru ristar í, og það ætlaði hann einmitt að gera í tón- listinni. „Hugmyndin var að rista rúnir úr hljóði. En uppfinningamað- urinn sem fann upp holo- phonics-tæknina fékk mik- ilmennskubrjálæði, ætlaði að taka yfir heiminn og byrjaði í Hollywood, þar sem hann hvarf, – og því var verkið aldrei tekið upp eins og það var hugsað í fyrstu hugmyndinni. Síðan hefur verkið legið hjá mér í nokkrum drögum, bæði fyrir 16 rásir og 24. Millilendingin var svo að búa til útgáfu með níu tóna áttund, og ég gerði tilraunir með það, en þær leiddu mig bara á einhverju villustigi. Það hefur alltaf pirrað mig að verkið skuli ekki hafa verið full- klárað, og þegar Kjartan Ólafsson formaður Tónskáldafélagsins, hringdi í mig og bað mig um verk á hátíðina fannst mér kominn tími til að losa mig við verkið, – annaðhvort að segja að það væri rusl sem mætti henda, og hefði verið rusl frá upphafi, eða að klára það.“ Hilmar segir það hafa verið gaman að taka verkið upp að nýju og heyra hve sum hljóðin hefðu elst vel, meðan önnur væru óttalega hallærisleg svona í fyllingu tímans. „Sumt sem hljómaði afskaplega ferskt og fínt 1984 er þannig í dag, að maður bara kreppir tærnar yfir því hvað það er gamaldags. En það má segja að í verkinu eins og það er í dag sé ákveð- in sögufölsun, því ég hélt því eftir sem mér fannst gott og bætti nýju efni við. En stóra breytingin er sú að í þá daga var maður að gera allar til- færslur í höndunum, og þær heppn- uðust kannski og kannski ekki. Með tækninni í dag er miklu auðveldara að hafa stjórn á öllu, skipta á milli hljóða og þess háttar. En það er gott að vera búinn að hreinsa þetta út af borðinu.“ Óþarft er að kynna Hilmar Örn sem kvikmyndatónskáld, en í þeirri grein tónlistarinnar hefur hann vakið athygli um allan heim. Sjaldgæfara er að heyra tónsmíðar hans á tón- leikum sem þessum. „Ég hef lengi verið í alls konar tilraunatónlist og verið að vinna með segulbönd og hljóðgervla. Það sem kveikti í mér á sínum tíma voru tónskáld eins og Stockhausen og Steve Reich; Stock- hausen með raftæknina og Reich með segulböndin og lúppurnar, fasa- skiptin og allt það. Í þeirri tónlist fann ég fyrst mína rödd; hún höfðaði alveg beint til mín.“ Heillandi hljóðheimur Ríkharður Örn Friðriksson á tvö verk á tónleikunum, Brons og Flæði. Hann segir Brons unnið algerlega upp úr hljóðum úr gong- og tam-tam- safni Gunnars Kristinssonar. „Með því að spila á hljóðfærin á mismun- andi hátt og á mismunandi stöðum er hægt að ná fram ótrúlega fjöl- breyttum og heillandi hljóðheimi. Síðan var unnið áfram með hljóðin í tölvu á margvíslegan hátt, aðallega þó með kerfum samsettum úr fjöl- breytilegum taflínum.“ Verkið var að mestu samið í Tónveri Tónlistarskóla Kópavogs í desember 2003 og í jan- úar á þessu ári. Verk Ríkharðs, Flæði, fyrir rafgítar, var samið í fyrra. Það er byggt á hægum línum sem eru kynntar til sögunnar ein af annarri. Þær hlaðast hver ofan á aðra, renna sitt skeið og hverfa síðan hægt og rólega út í eilífðina. Vefurinn er stundum gisinn en stundum svo þéttur að línurnar missa sjálfstæði sitt og verða að hreyfanlegum hljóð- mössum. Verk Kjartans Ólafssonar á tón- leikunum heitir 7 tilbrigði í einu og er byggt á 7 tilbrigðum frá árinu 2002. Í verkinu er leitast við að þétta tíma- skynjunina með því að nær samtímis heyrast öll tilbrigðin, samofin hvert í annað. Um verk sitt, L’Altra dimensione, eða Hina víddina, segir tónskáldið Þuríður Jónsdóttir: „Á einum heit- asta mánuði allra tíma í Bologna, júlí 2002, sat ég og æfði mig á flautuna. Hitamollan gerði lífið nánast óbæri- legt og eina ráðið var að láta hugann reika um norrænar slóðir og veðráttu sem ég saknaði svo mjög. Æfingin hélt inn á nýjar víddir ímyndunar og flautan í höndum mínum varð að stórum pensli sem ég málaði með ís- lenskt landslag, beljandi rigningu, ólgandi haf, fuglabjörg og hófadyn. Með þessum galdrapensli málaði ég einnig andstæður ljóss og skugga, elds og íss. Nafn verksins er tilvitnun í verk Bruno Maderna, Musica su due dimensioni (Tónlist í tveimur víddum) fyrir flautu og rafhljóð, sem er fyrsta verk sögunnar þar sem raf- hljóðfærum er blandað saman við hljóðfæraleik í tónleikasal. Eini efni- viður verksins er hljóð úr flautunni minni og andardráttur flautuleik- arans.“ Hilmar Þórðarson er höfundur lokaverksins á tónleikunum, en það heitir Bitin eyru og er samið fyrir Áka Ásgeirsson, trompetleikara og tónskáld, sumarið 2003. Verkið er yngsta verk höfundar í röð einleiks- verka fyrir hljóðfæri og tölvu. Áki hefur þróað rafrænan búnað sem gerir honum meðal annars kleift að stýra tónstyrk og tónblæ tölvunnar á sama tíma og hann leikur. „Form verksins er nokkuð hefðbundið, lag- rænt/módalt með sífelldum til- brigðum við sama tónefnið. Eins og í fyrri Sononymus-verkum mínum er aðal áhersla lögð á samspil, leiks hljóðfærisins og tölvunnar. Flutn- ingur hljóðfæraleikarans framhefur og undirstrikar tengsl hljóðfærisins og tölvunnar, sem í Sononymus- verkum mínum eru órjúfanleg heild,“ segir Hilmar Þórðarson um verk sitt. Í hléi geta tónleikagestir séð og heyrt hljóðinnsetninguna Umhverfi I, sem er sú fyrsta í fyrirhugaðri röð innsetninga sem setja upp ímyndað hljóðumhverfi sem áheyrendur geta síðan lagað að sínum smekk. Rúnaristur úr hljóði Morgunblaðið/Þorkell Raftónskáldin sem eiga verk á tónleikum Myrkra músíkdaga í Salnum í kvöld. Í FORSAL Ásmundarsafns við Sig- tún hefur nú verið opnuð fyrsta sýn- ingin í sýningaröðinni Píramídarnir þar sem þrír ungir listamenn skapa innsetningar í píramídanum, þeim hluta byggingarinnar sem áður var vinnustofa Ásmundar Sveinssonar. Ásmundur var ætíð áhugamaður um samtímalist og það sem ungt listafólk var að fást við á hverjum tíma og er það því mjög í hans anda að bjóða ungu listafólki að sýna verk sín í safninu samhliða verkum hans. Á fyrstu píramídasýningunni sýnir Ásdís Sif Gunnarsdóttir ljósmyndir og vídeó, en hreint ekki af píramíd- um. „Það má hins vegar segja að ég sé undir áhrifum frá safninu og verk- unum sem hér eru,“ segir Ásdís. „Það er alveg stórkostlegt að Ás- mundur skyldi byggja þetta hús og það er mikill heiður að fá að sýna hér.“ Einfaldar athafnir – Hvert er þema sýningarinnar hjá þér? „Þemað er einfaldar athafnir í hversdagslífinu. Ég hef verið að hugsa um impressjónistamálverkin, sem eru svo kyrr. Það er eins og þau hægi á tímanum þar til hann stendur í stað. Þetta eru myndir af konum í ballett og konum í baði – eða að gera eitthvað einfalt. Þetta er spurning um augnablikin sem maður á með sjálfum sér. Ég hugsa sýninguna eins og ég sé að fást við málverk, nema þau eru unnin á vídeó. Ég nota sjálfa mig í myndirnar og vídeóin. Reyndar nota ég sjálfa mig mikið sem efnivið þegar ég er að vinna verkin mín, hvort held- ur eru vídeó eða gjörningar. Í gjörn- ingum nota ég líka annað fólk – og stend stundum utan við þá sjálf.“ – Hvað ertu að segja með verkum þínum? „Ég trúi því ekki að maður þurfi að segja neitt sérstakt í myndlist. Myndlistin er eitthvað sem maður á að njóta og upplifa.“ – En eitthvað hlýturðu að vera að hugsa þegar þú vinnur verkin? „Já, markmið mitt er að hægja á tímanum. Vídeóið er eins konar bíó- mynd, sem hefur þó hvorki efnivið né sögu – heldur getur verkið verið mál- verk eða augnablik.“ Ásdís hélt beint til New York eftir stúdentspróf frá Fjölbrautaskólan- um í Breiðholti. Í New York lauk hún BA-prófi í myndlist, dvaldi hér heima í eitt ár og hélt síðan til Los Angeles þar sem hún hefur verið í MA-námi í vídeó- og gjörningalist við UCLA síð- astliðin tvö ár. Eftir sýninguna í Ás- mundarsafni heldur Ásdís aftur til Los Angeles til að ljúka MA-námi sínu. Þegar hún er spurð hvort hún ætli að flytja heim að loknu námi seg- ist hún ekki hafa ákveðið hvar hún ætli að setjast að. „Ég hef hins vegar ákveðið að vera alltaf hér heima á sumrin og um jólin. Ég er farin að sakna Íslands mjög mikið og mig langar til að búa hér. Það er ein- kennilegt hvað þetta land togar í mann. Maður ræður ekkert við það.“ Ásdísi verður tíðrætt um bílana, umferðina og hraðann í Los Angeles og segir það alveg á hreinu að þar vildi hún ekki setjast að. „Frekar í New York,“ segir hún og bætir við: „Þar eru þó árstíðir og almennings- samgöngur í ágætu lagi. Þar þarf maður ekki að eiga bíl.“ Eins konar dagbók – Heldurðu að þessi stöðuga hreyf- ing og áreiti í Los Angeles hafi haft áhrif á það hvers konar verk þú ert að sýna hér í Ásmundarsafni núna? „Já, veistu, það er mjög líklegt. Það er aldrei kyrr punktur í borg- inni, bara stöðug hreyfing og hraði og allt að gerast. Það sem er einmitt svo skemmtilegt við vídeólistina er að þú getur notað hana til þess að fara í allt aðrar áttir. Á síðustu árum hefur hún þróast mikið. Vídeólista- menn eru að framleiða verk sem eru allt frá því að vera kvikmyndir, yfir í að vera kyrralífsmyndir – og allt þar á milli. Það er hins vegar orðið lítið um þessar þriggja mínútna löngu myndir með söguþræði í þessari list- grein. Það má segja að þær séu að hverfa. Ég hef valið kyrru leiðina í þessari sýningu. Hún er frásögn af upplif- unum, eins og þegar maður skrifar dagbók. Það gerist eitthvað yfir dag- inn – og ég skráset það.“ Að hægja á tímanum Ásdís Sif Gunnarsdóttir sýnir innsetningu í forsal Ásmundarsafns þessa dagana. Súsanna Svavarsdóttir ræddi við hana um hraða, búsetu og möguleika vídeólistarinnar. Morgunblaðið/Ásdís Ásdís Sif Gunnarsdóttir ríður á vaðið í sýningaröðinni Píramídum í Ásmundarsafni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.