Morgunblaðið - 06.02.2004, Page 31

Morgunblaðið - 06.02.2004, Page 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004 31 UMRÆÐAN AÐ undanförnu hafa miklar um- ræður átt sér stað um málefni Land- spítala – háskólasjúkrahúss og fjár- hagsvanda spítalans sem ekki sér fyrir end- ann á. Á tyllidögum er Landspítali – háskóla- sjúkrahús (LSH) kallað „flaggskip“ íslenskrar heilbrigðisþjónustu. Viðurkennt er að LSH sé „endastöð“ í heil- brigðiskerfinu og spít- alinn hefur það óskil- greinda hlutverk að sinna öllum þeim verk- efnum innan heilbrigð- isþjónustunnar sem aðr- ir geta ekki sinnt. Enn á ný er stjórnendum spítalans ætlað að finna leiðir til að draga úr kostnaði. Nú eru kröfurnar um sparn- að með þeim hætti að það hriktir harkalegar í stoðum „flaggskipsins“ en nokkurn tíma áður. Allir vita að skerðing þjónustu hefur sjaldnast sparnað í för með sér. Í flestum til- fellum er einungis um tilfærslur á kostnaði að ræða.  Með því að draga úr þjónustu eða leggja hana niður er dregið úr þeim góða árangri í heilbrigðisþjónust- unni sem státað er af.  Með því að auka hlutdeild sjúklinga í kostnaði er jafnt aðgengi allra að heilbrigðisþjónustu skert.  Með því að draga úr rannsóknum og kennslu er dregið úr þeirri þekk- ingu sem íslenskt heilbrigðisstarfs- fólk býr yfir. Verulega skert endur- hæfingarþjónusta Niðurskurðurinn kemur harkalega niður á endurhæfingarþjónustu. Fækka á starfsfólki í iðju- og sjúkra- þjálfun um allt að fimmta hvern starfsmann. Sjúkraþjálfarar hafa var- að við afleiðingum þessa og hafa bent á að sjúkraþjálfun sé órjúfanlegur hluti af bráðaþjónustu spítalans. Skert þjónusta sjúkraþjálfara bitnar illa á sjúklingum t.d. með aukinni hættu á fylgikvillum og þar með lengri sjúkra- legu með ómældum aukakostnaði. Var ekki ætlunin að spara? Ákveðið hefur verið að hætta end- urhæfingarþjónustu fyrir fjölfatlaða einstaklinga í Kópavogi. Með því að hætta þessari þjónustu er áralangt og mikilvægt uppbyggingarstarf rifið niður til grunna og dýrmætri sérþekk- ingu starfsfólks kastað á glæ. Það væri í mínum huga stórslys í sögu ís- lenskrar heilbrigð- isþjónustu ef þessi ákvörðun nær fram að ganga og ekkert verður gert til að tryggja áframhaldandi end- urhæfingarþjónustu fyr- ir fjölfatlaða. Ákvörðun sem þessi er skýrt dæmi um nið- urskurð sem hefur eng- an sparnað í för með sér heldur mun þvert á móti valda auknum kostnaði samfélagsins og í besta falli tilfærslu á kostnaði. Var ekki ætlunin að spara? Rætt hefur verið um að efla starf- semi endurhæfingar á Grensási og fagna ég því fyrirheiti. Til þess að svo megi verða þarf þó að ráðast í gagn- gerar endurbætur á húsnæði og bún- aði en við núverandi aðstæður er deildin alls ekki í stakk búin til að auka þjónustuna. „Hvernig líður þér í dag“? Væntanlega hafa flestir sjúklingar sem legið hafa á LSH verið spurðir þessarar spurningar. Góð þjónusta við sjúklinga og umhyggja fyrir líðan þeirra og bata hefur ávallt verið í fyr- irrúmi hjá starfsfólki spítalans. Það er hluti af þeirri fagmennsku sem starfs- fólkið leggur áherslu á í störfum sín- um. Skyldi hafa hvarflað að ráðamönn- um hvernig starfsfólki LSH líður þessa dagana? Skyldi einhver hafa spurt starfsfólkið: „Hvernig líður þér í dag?“ Ég held ekki. Mér sýnist að líðan starfsfólks LSH nú lýsi sér helst í:  Reiði – yfir því skilningsleysi sem virðist vera á því starfi sem fer fram innan spítalans.  Sorg – yfir að sjá dýrmætri sér- þekkingu starfsfólks kastað á glæ og mikilvæga sértæka þjónustu rifna niður til grunna.  Þreytu – yfir stöðugu áreiti og kröf- um um niðurskurð sem stefnir fag- mennsku og öryggi sjúklinganna í voða.  Dapurleika – yfir að horfa upp á at- gervisflótta frá spítalanum og sjá á eftir góðum starfsfélögum flæmast frá spítalanum vegna uppsagna eða af því að þeir kjósa að starfa ekki lengur við núverandi aðstæður.  Óöryggi – yfir að eiga von á annarri holskeflu niðurskurðar innan tíðar. Eru til einhverjar leiðir til að bæta ástandið? Ég trúi því að þær séu til. Stjórnvöld geta:  Dregið úr reiði okkar með því að veita raunhæft fé til þess rekstrar sem spítalanum er ætlað að sinna.  Dregið úr sorg okkar með því að hlúa að mikilvægri sértækri þjón- ustu og sérþekkingu starfsfólks.  Dregið úr þreytu okkar með því að gefa okkur vinnufrið til að sinna því starfi sem við erum ráðin til, sem er að bæta heilsu þeirra sem leita til okkar.  Dregið úr dapurleika okkar með því að koma í veg fyrir róttækar upp- sagnir og atgervisflótta.  Dregið úr óöryggi okkar með því að tryggja nægt rekstrarfé þannig að ekki komi til áframhaldandi nið- urskurðar á þjónustu og fleiri upp- sagna. Stjórnendur spítalans geta:  Veitt starfsfólki umbun og við- urkenningu fyrir vel unnin störf.  Bætt vinnuaðstæður og húsnæði.  Gert LSH að góðum vinnustað þar sem starfsfólki er gert kleift að veita þá bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á miðað við þá þekkingu sem til staðar er á hverjum tíma. Það má aldrei gleymast að það er starfsfólki spítalans og góðu og árang- ursríku starfi þess að þakka að Íslend- ingar geta státað sig af þessu „flagg- skipi“ heilbrigðisþjónustunnar. Stöndum vörð um þennan mannauð. Það ætti að vera eftirsóknarvert að starfa á LSH þannig að starfsfólkið geti svarað: „mér líður vel“ ef spurt er: „Hvern- ig líður þér í dag?“ „Hvernig líður þér í dag?“ – Hugleiðingar um líðan starfsfólks LSH Sigrún Knútsdóttir skrifar um málefni Landspítala – háskóla- sjúkrahúss ’Skyldi hafa hvarflað aðráðamönnum hvernig starfsfólki LSH líður þessa dagana?‘ Sigrún Knútsdóttir Höfundur er yfirsjúkraþjálfari end- urhæfingardeildar LSH á Grensási. LITLI leikklúbburinn á Ísafirði frumsýnir leikritið Ísaðar gellur eftir Paul Harrison í dag. Verkið er 74. verkefni Litla leikklúbbsins og annað leikritið sem félagið setur upp á þessu leikári. Verkið fjallar um þrjár breskar stúlkur sem koma til Íslands og fara að vinna í fiski í litlu þorpi á Vestfjörðum, nánar tiltekið á Suð- ureyri, samskipti þeirra sín á milli og við verkstjórann. Leikritið þykir mjög fjörugt og líflegt, fyndið og alvarlegt í senn. Fimm leikarar taka þátt í sýningunni, bæði reynd- ir áhugamenn og fólk sem hefur aldrei stigið á svið áður. Samtals kemur á annan tug starfsmanna að uppsetningunni. Leikritið verður sýnt í Sunda- tanga við Sundahöfn sem Hrað- frystihúsið Norðurtanginn reisti um miðjan níunda áratuginn. „Leikhúsið“ hæfir efninu vel en beitning og fiskvinnsla fer fram á jarðhæð hússins undir leiksalnum og þar er einnig starfræktur fisk- markaður. Ljósmynd/bb.is Aðalleikkonurnar þrjár í hlutverkum sínum í Ísuðum gellum. Litli leikklúbburinn sýnir Ísaðar gellur UNGT fólk í Keflavík ber starfið í leikfélaginu uppi um þessar mundir. Í fyrra léku þau eftir- minnilega í Þetta er allt vitleysa Snjólfur og nú setja þau upp sænskt ævintýri í leikstjórn Steins Ármanns Magnússonar. Steinn Ár- mann lék í þessu verki þegar hann var í Nemendaleikhúsinu 1989 en það hefur ekki verið sett upp hér síðan. Ævintýrið snýst um strák sem heitir Jóakim en hann langar að vita hvort álfar og tröll séu til í alvöru. Honum verður að ósk sinni þegar hann er leiddur inn í risa- stóra ævintýrabók og fær að taka þátt í að bjarga kóngi og prinsessu frá vondum tröllum með dyggri hjálp álfanna. Það er miður að ekki skuli vera neinar upplýsingar um höfundinn eða verkið í leik- skránni; þó að hún sé aðeins fjór- blöðungur þyrfti bara nokkrar lín- ur til þess að upplýsa áhorfendur. Það er nefnilega merkilegt að sjá sænskt ævintýri um álfa og tröll sem eru öðruvísi en þau íslensku. Á þessum verum er annar bragur. Steinn Ármann hefur komið þessum framandleika ágætlega til skila í sýningunni með hjálp leik- myndar-, búninga- og lýsingar- hönnuða. Leikarar og fleiri að- standendur smíðuðu leikmyndina og máluðu en hún er mjög vel gerð og ævintýraleg. Einnig eru bún- ingarnir mjög skemmtilegir en þeir eru settir saman úr nýju og notuðu. Vönduð förðun og hár- greiðsla lífga upp á ævintýrið svo um munar. Tónlistin er skemmti- leg og grípandi og söngtextar fyndnir. Þó nokkrir ungir leikarar eru þeir sömu og léku svo ágætlega í Snjólfi í fyrra en það er alltaf ánægjulegt að sjá framfarir milli sýninga. Atli Sigurður Kristjáns- son, sem lék Gutta í Snjólfi og er núna í hlutverki Jóakims, er að- eins fimmtán ára en leikararnir eru á aldrinum fimmtán til tuttugu og fimm ára. Atli Sigurður var áberandi góður í Snjólfi en nú reynir langtum meira á hann og veldur hann hlutverkinu vel. Davíð Örn Óskarsson leikur Karlinn í kassanum og tröllið Stóra bróður en hann hefur greinilega mikla leikhæfileika og útgeislun á svið- inu. Hann var líka áberandi skýr- mæltur en upp á framsögnina vantaði hjá nokkrum leikurum. Fleiri leikarar hvíldu vel í hlut- verkum sínum, til dæmis Albert Halldórsson sem Agaton og Alex- andra Ósk Sigurðardóttir sem tröllastelpan. Með álfum og tröllum er skemmtileg sýning hjá Steini Ár- manni og unga fólkinu í Keflavík. Það er alveg sérlega ánægjulegt að sjá hvað Keflvíkingar gera vel við unglingana sína og börnin. Unglingar hafa alltaf mjög gaman af því að leika fyrir börn, fyrir ut- an þá listrænu sköpun sem felst í því að setja upp leiksýningu með hópi fólks á ýmsum aldri. Fjöl- skyldur á suðvesturhorni landsins ættu að skella sér í Frumleikhúsið í Keflavík til að hitta þar álfa og tröll. Skemmtilegt ævintýri LEIKLIST Leikfélag Keflavíkur Höfundur: Staffan Westerberg. Þýðandi: Úlfur Hjörvar. Leikstjóri: Steinn Ármann Magnússon. Leikmyndarhönnuður: Úlfur Karlsson Grönvold. Ljósahönnuður: Hreggviður Ársælsson. Búningahönnuðir: Rakel Brynjólfsdóttir og Steinn Ármann Magnússon. Tónlist: Guðmundur Kristinn Jónsson. Frumsýning í Frumleikhúsinu 31. janúar. MEÐ ÁLFUM OG TRÖLLUM Hrund Ólafsdóttir Í LAUGARDAGSBLAÐI Morg- unblaðsins þann 24.01. fer bæj- arfulltrúinn Helgi Seljan mikinn í umfjöllun sinni um málefni heilsu- gæslustöðvar á Reyðarfirði sem nú er lokið við að byggja og verið er að taka í notkun. Segir Helgi meðal annars að bæjarstjórn Fjarðabyggðar hafi brugðist íbúum sveit- arfélagsins í umræddu máli. Ég tel umrædda fullyrðingu ekki eiga við rök að styðjast þar sem málefni heilsu- gæslu eru á hendi rík- isins og því þeirra mál. Þó tel ég eðlilegt að það sé hlutverk sveit- arstjórnar að koma ábendingum á framfæri um betri lausnir hinna ýmsu mála og það gerði bæjarstjórn í þessu umrædda máli. Eigi að síður er það alltaf í hönd- um ríkisins hver lokaniðurstaðan verður og svo var einnig í þessu til- felli. Hvað varðar tilvitnun í fund sem var þann 26. mars 2003 þá er það rétt að ég sem forseti bæjarstjórnar taldi eðlilegt að hafa samband við heilbrigðisráðuneytið til þess að fá sem gleggstar upplýs- ingar um málið og vitn- aði í orð ráðherra á fyrrnefndum fundi þar sem hann tjáði mér að samkvæmt upplýs- ingum úr ráðuneytinu ætti umrædd heilsu- gæslustöð að geta þjónað um 1200 manns og þau orð standa enn. Þannig að ég tel mig engu hafa logið hvað þetta varðar, þar sem ég var að tala sam- kvæmt bestu vitund og því ekki þörf á afsökunarbeiðni til eins eða neins. Hvað varðar fund með Heilbrigð- isstofnun í desember, þá kom fram í máli forsvarsmanna þeirrar stofn- unar að umrædd heilsugæslustöð gæti þjónað 1.200 manns, enda sjá menn ef málið er sett í samhengi að það er ekkert sem segir það að stöð sem þjónar 700 manns geti ekki líka þjónað 1.200 manns. Ef allar heilsugæslustöðvar væru byggðar fyrir einhvern nákvæman fjölda þá værum við alltaf að byggja heilsugæslustöðvar þar sem íbúa- fjöldi hinna ýmsu svæða tekur breytingum miðað við aðstæður á hverjum tíma. Að lokum vonast ég til að fram- angreind svör mín veiti bæj- arfulltrúanum Helga Seljan ein- hverja hugarró og tel umræddum skrifum lokið af minni hálfu. Svar til bæjarfulltrúa í Fjarðabyggð Þorbergur Hauksson svarar Helga Seljan ’Eigi að síður er þaðalltaf í höndum ríkisins hver lokaniðurstaðan verður…‘ Þorbergur Hauksson Höfundur er forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.