Morgunblaðið - 06.02.2004, Qupperneq 32
UMRÆÐAN
32 FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
UNDANFARIN misseri hefur
gustað verulega um Háskóla Ís-
lands. Umræða um bágan fjárhag
stofnunarinnar hefur
verið almenn meðal
þeirra sem þar stunda
nám og er sú skoðun
almenn að við svo búið
megi ekki sitja. Því
miður hefur sú um-
ræða alls ekki skilað
sér með nægjanlega
skýrum hætti út í
þjóðfélagið að mati
undirritaðrar. Um-
ræðan utan veggja
Háskólans hefur að
allt of miklu leyti
hverfst um skamm-
tímalausnir, settar
fram af stjórnmálamönnum, án
þess að fulltrúar stúdenta hafi kom-
ið þar nálægt. Það er því ljóst að
einhvers staðar er pottur brotinn
hvað varðar hagsmunagæslu stúd-
enta. Hver er ástæða þess að stúd-
entaráð hefur ekki haft bolmagn til
að fá almenning í landinu í lið með
sér gegn þeirri handstýrðu kreppu
sem stjórnvöld hafa stefnt Háskól-
anum í?
Stúdentaráð í
þágu stúdenta
Stúdentar við Háskóla Íslands eru
hagsmunahópur og Stúdentaráð
Háskóla Íslands er kjörið til þess
að gæta hagsmuna okkar. Því mið-
ur hafa þessi hagsmunasamtök
stúdenta verið klofin nú um langa
hríð og hafa því ekki komið fram
fyrir hönd stúdenta sem samstæð
heild. Þetta veldur því að sam-
takamáttur stúdenta við Háskóla
Íslands er skertur og kemur í veg
fyrir að stúdentar beiti sér sem
þrýstiafl út í þjóðfélagið.
Leikhús
fáránleikans?
Gallar þessa kerfis komu berlega í
ljós á dögunum þegar mennta-
málaráðherra ákvað, að ósk Stúd-
entaráðs, að funda með stúdentum
um fjárhag Háskólans. Stúdentar
glöddust við en þá var fundinum
frestað vegna eldfims ástands í
stúdentastjórnmálunum nú í að-
draganda kosninganna. Síðustu
fréttir herma þó að nú sé búið að
koma fundinum aftur á dagskrá og
ber að fagna því. Það breytir því
hins vegar ekki að skrípaleikur sem
þessi er eingöngu til þess fallinn að
rýra trúverðugleika Stúdentaráðs.
Það er ekki boðlegt að megnið af
starfsorku þeirra sem sitja í Stúd-
entaráði fari í tilgangslausar þræt-
ur sín á milli þegar hagsmunir
stúdenta eru að langmestu leyti
samrýmanlegir. Stúdentaráð á að
hafa það að meginmarkmiði að
bæta og standa vörð um hag stúd-
enta.
Háskólalistinn er nýtt afl innan
Háskólans sem bauð fram til Stúd-
entaráðs í fyrsta
skipti á síðasta ári.
Hlaut listinn tvo
menn kjörna sem
hlýtur að teljast við-
unandi árangur. En
betur má ef duga skal.
Meginmarkmið Há-
skólalistans var og er
enn að breyta eðli
hagsmunabaráttu
stúdenta. Í dag berj-
ast fylkingar gegn
hvor annarri um völd í
Stúdentaráði á meðan
það sem stúdentar
þarfnast fyrst og
fremst er samstaða. Það er krafa
okkar að þeir sem kosnir eru sem
hagsmunafulltrúar stúdenta berjist
fyrir hagsmunum stúdenta samein-
aðir í nafni Stúdentaráðs, ekki í
nafni Röskvu eða Vöku. Ekki eru
Samtök atvinnulífsins klofin í fylk-
ingar sem deila um hverjir séu
raunverulegir hagsmunir fé-
lagsmanna þeirra. Hví ætti Stúd-
entaráð þá að deila innbyrðis? Við
stúdentar þurfum samstöðu til að
ná fram okkar málum, einkum í
ljósi umræðu um fjöldatakmark-
anir og skólagjöld. Háskólalistinn
vill í framtíðinni sjá samhent Stúd-
entráð laust við þann ríg og ill-
deilur sem einkenna núverandi
kerfi. Oft var þörf en nú er nauð-
syn.
Er hagsmunum háskólanema
borgið í núverandi kerfi?
Auður Lilja Erlingsdóttir skrif-
ar um stúdentaráðskosningar ’Það er því ljóst að ein-hvers staðar er pottur
brotinn hvað varðar
hagsmunagæslu stúd-
enta.‘
Auður Lilja
Erlingsdóttir
Höfundur situr í stjórn Stúdentaráðs
og er í MPA-námi í Háskólanum.
STAÐA íslenskrar heimildar-
myndagerðar er sú að menn ráðast
ógjarnan í viðamiklar og dýrar
myndir. Ísalnd er svo lítill markaður
að hann greiðir ekki nema í undan-
tekningartilvikum kostnað mynda
sem eitthvað er borið í. En örfáir Ís-
lendingar hafa náð því
að gera heimildar-
myndir sem erlendar
sjónvarpsstöðvar taka
til birtingar. Framboð
mynda er svo mikið að
aðeins myndir sem á
einhvern hátt skara
fram úr eiga mögu-
leika á heimsdreifingu.
Maður gleðst því
þegar félagarnir ná
þeim árangri og mynd-
ir þeirra komast í um-
ferð í útlöndum.
Hér heima er ekki of
mikið gert til að halda
slíkum sigrum á lofti
og engin trygging er
fyrir því að sjónvarps-
stöðvarnar okkar birti
myndir sem fyllilega væru þess verð-
ar.
Ég reyni að fylgjast með því sem
félagar mínir eru að glíma og sit
helst ekki af mér að sjá þær íslensku
myndir sem sýndar eru. Umfjöllun
um heimildarmyndir er stopul og
þær hverfa í skuggann ef annað er í
umræðunni. Því langar mig til að tjá
mig um mynd Kára G. Schram sem
sýnd var nýlega og mér finnst hafa
farið hljótt um. Myndin var í alla
staði fagmannlega unnin. Kári leitar
fanga þar sem snjallir menn eru fyr-
ir. Magnús Magnússon er afburða
sjónvarpsmaður og afar áheyrilegur
lesari. Sama er að segja um fræði-
mennina sem Kári leitar til, þeir
byggja á ítarlegum rannsóknum og
haldgóðum rökum.
Strax í upphafi skynjaði maður að
þarna var vandað til verks. Lýsing
og umgjörð um handritakaflann var
smekkleg. Sama var um leikmynd og
búninga. Það er svo lítill vandi að
klúðra slíku. Þegar kom að bardaga-
senum var sama uppi á teningnum,
„slow motion“ og hröð klipping
ásamt hljóðeffektum virkuðu vel.
Frumsamin tónlistin fellur mjög vel
að myndinni og eykur hughrif. Leik-
ararnir fara vel frá sínu,
það á jafnt við þjálfað
sviðsfólk og amatörana,
þeir voru gegnumsneitt
lausir við tilgerð. Engu
var líkara en ævitýrið
væri hluti af hversdags-
lífinu. Á þetta reynir á
nokkrum stöðum og tek
ég sem dæmi fundi
hinna norrænu manna
og frumbyggja í Amer-
iku, þar sem hvorugur
skilur annan en við-
skipti takast og þeir
skiptast á gjöfum.
Ég hef fylgst með
skrifum Páls Bergþórs-
sonar og alltaf fundist
forvitnilegt það sem
hann hefur fram að
færa. Hjá Páli fara saman frjó hugs-
un studd rökum sem öðrum gjarnan
yfirsést. Kenningar hans um ferðir
norrænna manna eru mjög líklega
réttar. Saga landafundanna varð
mun skýrari fyrir mér, þó ég eins og
margir aðrir sem lesið hafa sögurn-
ar, þekki þráðinn.
Niðurlag myndarinnar um að tveir
ólíkir kynstofnar sem ekki skildu
mál hvor annars hafi verið óundir-
búnir að deila með sér landi og gæð-
um án árekstra er vafalaust rétt.
Þetta hefur verið mannskepnunni
þung þraut jafnvel þar sem um eina
og sömu þjóð er að ræða. Ég vil að
lokum óska Kára til hamingju með
myndina og þakka góða skemmtun.
Fyrsta ferðin
Páll Steingrímsson skrifar
um heimildarmyndir.
Páll Steingrímsson
’Umfjöllun umheimildarmynd-
ir er stopul.‘
Höfundur er kvikmyndagerð-
armaður.
Á SÍÐASTA fundi Jafnréttisráðs
var tekin til umfjöllunar sú sparnaðar-
hugmynd stjórnenda
Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss að flytja og
endurskipuleggja þjón-
ustu Neyðarmóttöku
vegna nauðgana. Jafn-
réttisráð leggur áherslu
á að alltaf sé til staðar
aðstoð við þolendur
kynferðisofbeldis og
meðferð fyrir gerendur.
Á fundinum kom
fram að þær breytingar
sem kynntar hafa verið
megi á engan hátt
skerða þá þjónustu sem
veitt hefur verið undan
farin ár. Hagræðing og
sparnaður má alls ekki
koma niður á þolendum
nauðgana. Áralöng
þjálfun starfsmanna og
reynsla má ekki fyrir
nokkurn mun tapast. Það tekur langan
tíma að þjálfa upp nýtt starfsfólk,
skipuleggja nýja vinnuferla og á með-
an er þjónustan við þolendur nauðg-
ana í hættu.
Með því að flytja móttökuna á
kvennadeildina er verið að leggja
áherslu á að nauðganir séu „kvenna-
mál“ en því má ekki gleyma að það eru
alls ekki bara konur sem verða fyrir
barðinu á þeim sem beita kynferð-
islegu ofbeldi, þó svo að þær séu í mikl-
um meirihluta. Einnig er mikill munur
á andlegu og líkamlegu ástandi þeirra
kvenna sem eru að ala börn, leita sér
lækninga og þeirra sem eru að leita
sér aðstoðar í kjölfar nauðgunar.
Það eru sjálfsögð mannréttindi að
tryggja þolendum nauðgana alla þá
bestu sérhæfðu aðstoð og meðferð sem
völ er á hverju sinni. Sá fjöldi sem ár-
lega leitar til móttökunnar sannar
þörfina á þjónustu sem þessari. Einnig
ber að hafa í huga að all-
stór hluti þeirra sem á
síðasta ári komu á Neyð-
armóttökuna var undir
lögaldri og kallar sú stað-
reynd á alveg sérstaka
fagmennsku og að-
stæður.
Þeir sem leita til
Neyðarmóttöku hafa
upplifað glæp, allar að-
stæður eru viðkvæmar
enda hafa þolendur upp-
lifað áfall sem krefst sér-
stakrar áfallahjálpar,
meðhöndlunar og ráð-
gjafar.
Á Neyðarmóttökunni
er ekki bara framkvæmd
líkamsskoðun og veitt
læknishjálp heldur einn-
ig bráðnauðsynleg fé-
lagsráðgjöf og sál-
fræðiaðstoð. Einnig er boðið upp á
aðstoð lögfræðinga því augljóslega
enda mörg nauðgunarmál sem dóms-
mál.
Við leggjum þá ábyrgð á herðar
stjórnenda spítalans og yfirvalda heil-
brigðismála að þau standi vörð um
Neyðarmóttökuna og það starf sem
þar er unnið. Eins og áður hefur komið
fram eru þolendur kynferðisafbrota að
langstærstum hluta til konur og því
sérstakt réttindamál þeirra. Í von um
að áfram verði unnið í fullri sátt þeirra
fjölmörgu sem láta sig þetta mál
varða.
Stöndum vörð um
sérhæfða þjónustu
Fanný Gunnarsdóttir skrifar
um Neyðarmóttöku vegna
nauðgana
Fanný Gunnarsdóttir
’Þeir sem leitatil Neyðarmót-
töku hafa upp-
lifað glæp …‘
Höfundur er formaður Jafnréttisráðs.
ÞAÐ vakti athygli mína á dög-
unum þegar ég fór út í búð að allt í
einu voru komnir
sveppir við hliðina á
íslensku Flúðasvepp-
unum sem kallast
Náttúrusveppir. Við
nánari eftirgrennslan
kom í ljós að hér var
um innflutta sveppi að
ræða en allt gert til
þess að þyrla ryki í
augu okkar neytenda
með því að láta líta út
fyrir að innfluttu
sveppirnir væru ís-
lenskir. Mér er líka
sagt að það hafi komið
fyrir að innfluttir sveppir séu látn-
ir í kassa merkta Flúðasveppum til
þess að reyna að koma þeim inn-
fluttu út! Þetta er óþolandi fram-
koma innflytjenda og seljenda.
Á Flúðum í Hrunamannahreppi
eru framleidd um 80% þess græn-
metis sem neytt er á Íslandi. Gam-
an er að fylgjast með framþróun í
þessum efnum þar sem garð-
yrkjubændur sækja sér æ meiri
fræðslu til Hollands sem er í raun
það land sem er grænmetismiðstöð
Evrópu. Það er löngu viðurkennt
að íslenskar matvörur eru í hæsta
gæðaflokki. Við gefum því alltof
sjaldan gaum. Hráefnið er ferskt
enda loftið hér heilnæmt og við
eigum alla möguleika til þess að
vernda hreinleikann. Við verðum
að vanda okkur því sérstaða okkar
eru líka hluti af markaðssetningu
landsins. Það er einnig
staðreynd að útlend-
ingar borða meira
lambakjöt hér á landi
sem er framreitt af
okkar snilldarmat-
reiðslumeisturum en
það sem við flytjum
út. Matreiðslumeist-
arar landsins eru lyk-
illinn að því að kynna
útlendingum matvöru
framleidda hér á
landi.
Íslensk framleiðsla
á oft á tíðum í vök að
verjast. Fyrir því eru auðvitað
margar ástæður, ekki síst sú að við
búum orðið í alþjóðlegu sam-
félagi þar sem mikil samkeppni
ríkir og erfitt getur verið að keppa
við lönd þar sem launakjör eru ólík
því sem gerist hér. Við búum í
landi sem er tiltölulega stórt að
flatarmáli með ótrúlega fáa íbúa
þannig að markaðurinn er ógnar-
smár. Þetta hefur allt sína kosti og
galla. Ekki vildum við vera ein-
angruð hér. Við viljum taka þátt í
þeim möguleikum sem felast í hin-
um stóra heimi. Við eigum að sjálf-
sögðu að nýta okkur þá möguleika
sem við höfum.
Að plata neytendur!
Ísólfur Gylfi Pálmason
skrifar um sveppi
Ísólfur Gylfi Pálmason
NÝRÁÐINN fréttastjóri Stöðvar 2
sagði í sjónvarpsviðtali að trúverð-
ugleiki væri forgangsverkefni sitt í
nýju starfi. Ekki skal undra því Sigríð-
ur Árnadóttir, starfsmaður RÚV til
margra ára, kemur til starfa á fjölmiðli
sem er þekktur fyrir að setja við-
skiptahagsmuni eigenda sinna í önd-
vegi og þá einatt á kostnað faglegra
sjónarmiða og almannahagsmuna.
Ráðning Sigríðar og áherslan sem
hún leggur á trúverðugleika frétta-
stofu Stöðvar 2 sýnir að í verki kann-
ast eigendur nýja fjölmiðlarisans við
gagnrýnina sem þeir afneita í orði:
Ríka tilheigingu þeirra sjálfra til að
misnota aðstöðu sína og hafa óeðlileg
áhrif á fréttaflutning fjölmiðla í þeirra
eigu.
Fyrri eigendur Stöðvar 2 höfðu mis-
þyrmt faglegri æru fyrrverandi frétta-
stjóra svo illilega að nýju
eigendurnir sáu þann
kost vænstan að bjóða í
starfsmann RÚV til að
vera í forsvari fyrir
fréttastofuna. Um leið
og Sigríði er óskað vel-
farnaðar í starfi er
ástæða til að rifja upp
þau sannindi að traust
verður ekki keypt eins
og hver annar varn-
ingur. Traust er áunninn
verðleiki sem við mis-
notkun lætur fljótlega á
sjá.
Núna stjórnar fyrirtækja-
samsteypan Baugur þrem af þeim sex
fréttastofum landsins sem daglega
flytja almenningi fréttir. Eignarhald
Baugs á Fréttablaðinu, DV og Stöð 2/
Bylgjunni skapar fyrirtækjasamsteyp-
unni aðstöðu til að vera ráðandi um
dagskrá opinberrar umræðu.
Þegar einn aðili hefur
náð slíkri stöðu á jafn
viðkvæmum vettvangi
og fjölmiðlar eru þarf
ekki að spyrja hvort ný-
fengið vald verði misnot-
að heldur hvernig og til
hve mikils skaða það
verður. Það þykir sjálf-
sagt hjá nágrannaþjóð-
um okkar í austri og
vestri að þjóðþingin setji
reglur til að reisa skorð-
ur við fákeppnisvaldi á
fjölmiðlamarkaði.
Samtök evrópskra
blaðamanna, IFJ, hvetja stjórnvöld að
gæta þess að almenningur verði ekki
ofurseldur fyrirtækjasamsteypum á
fjölmiðlamarkaði. Í skýrslu sem þeir
gáfu út á síðasta ári undir heitinu
European Media Ownership: Threats
on the Landscape, eru tilgreindar fjór-
ar forsendur fyrir frjálsri fjölmiðlun.
Baugur reynir að kaupa sér traust
Páll Vilhjálmsson
skrifar um fjölmiðla
Páll Vilhjálmsson