Morgunblaðið - 06.02.2004, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004 35
BRÁÐABIRGÐASTJÓRNIN í Írak
stefnir að því að þjálfa fjölmennt lið
íraskra löggæsluvarða, eins konar
borgaragæslu, og þegar blaðamað-
ur Morgunblaðsins var á ferðinni í
borginni Al-Qurnah, norðan við
Basra, hitti hann þar hóp Íraka sem
nú eru í þjálfun hjá Bretunum sem
ráða ríkjum í þessum hluta Íraks.
Er myndin tekin við það tækifæri.
Ekki er um hina eiginlegu lög-
reglu í Írak að ræða heldur Borg-
aravarnarlið Íraks (ICDC) sem mun
fá það hlutverk að sjá um löggæslu
á þjóðvegi 6, aðalsamgönguæðinni
frá Basra, syðst í Írak, til Bagdad
og þaðan norður í Kúrdahéruðin.
Þá fá þessar sveitir það verkefni að
vernda mikilvæg hús og byggingar,
s.s. orkuverin í landinu, olíu-
borstöðvar og svo framvegis.
Í Al-Qurnah hafa 192 Írakar ver-
ið valdir til þátttöku og sá danski
herinn, sem fer með stjórn mála í
borginni í umboði Breta, um valið.
Var þar reynt að tryggja að við-
komandi einstaklingar hefðu ekki
haft tengsl við stjórn Saddams
Husseins, fyrrverandi forseta, eða
komist í kast við lögin. Þeir fá
þriggja vikna grunnþjálfun hjá
skoskum hersveitum, sem eru stað-
settar í Al-Qurnah, og síðan reglu-
bundna framhaldsþjálfun. Í samtali
við Morgunblaðið sagði Sutherley
yfirforingi, liðsmaður í Argyll-
hersveitunum skosku, að nýlið-
unum væri kennt að vera ákveðnir
en sanngjarnir í störfum sínum.
Sagði hann að nýliðarnir stæðu sig
vel. „Þeir eru áhugasamir og læra
fljótt af þeim mistökum sem þeir
gera.“
Morgunblaðið/Davíð Logi Sigurðsson
Bretar þjálfa íraskt varnarlið
Í BORGINNI Amara sunnar-lega í Írak, um það bil miðjavegu milli Bagdad og Basra,stendur skrifað á húsvegg við
þjóðveginn: „Hvar eru okkar helstu
nauðsynjar: lyf, matur og öryggi?“
Textinn er á ensku þannig að sá sem
hann skrifaði vildi koma skilaboðum
á framfæri til Bandaríkjamanna, sem
fara með stjórn mála í Írak. Viðkom-
andi sá hins vegar ekki ástæðu til að
spyrja um hvaða stjórnfyrirkomulag
væri í Írak en þó er það málefnið sem
Bandaríkjamenn og alþjóðastofnanir
leggja hvað mesta áherslu á um þess-
ar mundir. Írakar setja önnur mál í
forgang, þar skipta öryggisaðstæður
mestu.
Það er sama hvern talað er við í
Bagdad, allir segjast hafa orðið fyrir
vonbrigðum með hvernig Banda-
ríkjamenn hafa framkvæmt hlutina
síðan þeir tóku öll völd í Írak snemma
í apríl sl. Einkum og sér í lagi er þeim
legið á hálsi fyrir að hafa ekki tryggt
öryggi óbreyttra borgara.
Hér er ekki endilega verið að vísa
til fjölda sprengjutilræða og morð-
árása, sem kostað hafa tugi manna
lífið og frá hefur verið greint í fjöl-
miðlum á Vesturlöndum. Slíkar árás-
ir skipta þó vitanlega einnig máli.
Fyrst og fremst eru Írakar ósáttir
við að geta ekki yfirgefið heimili sín
að kvöldi til, geta ekki ekið um
óhræddir eftir að skyggja tekur, allt
vegna hættunnar á því að verða ræn-
ingjum og ribböldum að bráð.
Enginn söknuður að Saddam
Óþarfi er að orðlengja að fáir hér
sakna Saddams Husseins. Hann var
harðstjóri og flestir fagna því að hann
er nú á bak við lás og slá. En harð-
stjórnin þýddi að fáir þorðu að stela
eða ráðast á fólk á götum úti, enda
gat slíkt haft afskaplega alvarlegar
afleiðingar fyrir viðkomandi. Hrun
Saddam-stjórnarinnar þýddi að
stjórnleysi tók við og þó að ástandið
hafi batnað frá því fyrstu dagana eft-
ir stríð er ljóst að Bandaríkjaher,
með alla sína yfirburði á vígvellinum,
er ekki fær um að koma hér almenni-
legri skikkan á skipan mála.
Raunar er ekki margt sem bendir
til að Bandaríkjamenn beiti sér mik-
ið í þessum efnum, nema þá með
óbeinum hætti. Þeir eiga nóg með sín
verkefni, borgaralegu stofnanirnar
sem ættu að sjá um löggæslu, sorp-
hirðu, yfirstjórn heilsu- og mennta-
mála og ýmislegt annað þess háttar
eru hins vegar ekki fyrir hendi nema
að litlu leyti. Það eru þessir hlutir
sem fólk bíður eftir að komist í lag til
að lífið taki á sig einhverja mynd að
nýju, meðfram því sem það kvartar
yfir verðbólgunni, rafmagnsskortin-
um og atvinnuleysinu. „Ég veit bara
ekki hvað Bandaríkjamenn eru að
reyna að gera,“ segir bandarískur
fréttamaður sem dvalið hefur í Bag-
dad um átta mánaða skeið við mig.
„Á sama tíma segja Írakar sem svo:
mér er sama um málfrelsi og lýðræði
ef ég hef ekkert að borða.“
Annar reyndur fréttamaður segir
lýðræðið, sem um er rætt, meira í
orði en á borði. „Fólkið hérna hefur
fá tækifæri til að leita réttar síns
gagnvart ráðamönnum, til að kvarta
undan framferði Bandaríkjahers svo
dæmi sé tekið, eða koma á framfæri
hugmyndum sínum. Þó eru þetta
grundvallarréttindi lýðræðisins,“
segir hann.
Verið er að þjálfa upp íraskt borg-
aravarnarlið, ICDC, en það blasir við
að þetta lið verður ekki fært um að
tryggja lög og reglu í landinu í nán-
ustu framtíð.
Erfitt verkefni
Ljóst er að stofnanir Sameinuðu
þjóðanna þurfa að koma til skjalanna
í Írak fyrr en síðar. Bandaríkjamenn
gera sér þetta æ betur og betur ljóst,
ekki aðeins vegna þess að yfirráð
þeirra hafa ekki þann stuðning borg-
ara hér (né annars staðar í heimin-
um) sem þarf til að hlutirnir geti tek-
ið breytingum, heldur líka vegna
þess að hér vantar sárlega sérfræði-
þekkingu embættismanna sérstofn-
ana SÞ á því hvernig byggja eigi upp
samfélag að nýju eftir stríðsástand,
hvernig standa eigi að umbótum í
heilsugæslu, menntamálum og þar
fram eftir götunum. Þá er ljóst að SÞ
myndu fá stórt hlutverk við skipu-
lagningu kosninga, yrði ráðist í að
skipuleggja þær.
Og nú hefur Kofi Annan, fram-
kvæmdastjóri SÞ, sent sérstaka full-
trúa sína til Íraks til að kanna að-
stæður þar í öryggismálum. Því
miður eru hins vegar fáar vísbend-
ingar um að miklar breytingar hafi
orðið frá því að ódæðismenn myrtu á
þriðja tug starfsmanna SÞ í
sprengjutilræði í ágúst sl. Raunar á
sá sem þessi orð ritar erfitt að með
sjá að forsendur séu fyrir því að SÞ
snúi aftur; m.a. vegna þess að ljóst er
að uppreisnarmenn, hvort sem þeir
eru raunverulegir Írakar, andstæðir
hersetu Bandaríkjanna, eða al-
Qaeda-liðar í heilögu stríði gegn risa-
veldinu, munu áfram beina spjótum
sínum að stofnuninni. Núna síðast, í
þessari viku, var ráðist á fulltrúa
Hjálparstofnunar dönsku þjóðkirkj-
unnar í Suður-Írak og stjórn hennar
hefur því ákveðið að draga sig þaðan
út. Það er greinilega mat ódæðis-
mannanna að með því að halda öllum
hjálpar- og alþjóðasamtökum utan
Íraks muni þeim takast að grafa svo
undan bandarískum yfirráðum í
landinu að Bandaríkjamenn gefist
jafnvel og upp haldi heim.
Það flækir síðan málin enn frekar
að Kúrdar í norðurhluta Íraks vilja
óðir og uppvægir fá aukna sjálfs-
stjórn og nokkur spenna er í sam-
skiptum sjía-múslíma, sem eru 60%
íbúa Íraks. Ástandið gæti vel versn-
að aftur áður en það batnar, nokkuð
sem skýrir að hluta til hvers vegna
margir Írakar eru uggandi um eigin
hag á næstu vikum og mánuðum.
Segja má að hér hafi verið tínt til
allt sem á bjátar í Írak en staðreynd-
in er einfaldlega þessi: margir Írakar
fögnuðu falli Saddams. Það þýddi
hins vegar ekki að þeir vildu vera
undir bandarískri stjórn til lang-
frama.
Öryggismálin efst í
huga flestra Íraka
Reuters
Íraskur lögreglumaður að störfum
á Shorja, helsta markaði Bagdad.
Írakar eru ekki endilega
afhuga hugmyndinni um
lýðræði í landinu. Hins
vegar eru ýmsar grunn-
þarfir landsmönnum
eðlilega efst í huga.
Frá Davíð Loga
Sigurðssyni, blaðamanni
Morgunblaðsins í Írak.
’ Á sama tíma segjaÍrakar sem svo:
mér er sama um
málfrelsi og lýðræði
ef ég hef ekkert
að borða ‘
ndi farið til friðargæslustarfa á Balk-
a. „Mér finnst þetta bæði áhugavert
nandi en get þó varla sagt að það sé
“ að þessu, en á hinn bóginn felst
n í því að yfirgefa hið verndaða sam-
m við búum í á Íslandi og kynnast
mhverfi. Langvarandi aðskilnaður við
duna er það erfiðasta, einkum núna
erfiðari nú en þegar ég var hérna
mm árum, en með góðum vilja og sam-
efst þetta.“
ður um viðtökurnar af hálfu bosnísku
unnar, segir hann heimamenn hafa
l á móti EUPM, þótt ekki hafi allt
átakalaust fyrir sig. Og hann leggur
á að eyða þeim misskilningi að stað-
glumenn séu einhverjir „vitleys-
vitað eru vitleysingar innan um eins
taðar, en stór hópur lögreglumann-
vel menntaður og ágætlega þenkj-
áskólamenntun er t.d. algengari í lög-
i hér en á Íslandi og mér finnst fleiri
eytingar til batnaðar en færri. Sömu-
nnst mér meginþorri lögreglumann-
ja leggja metnað í störf sín og verða
ögreglumenn. Þeir hafa
UPM opnum örmum og
yfir að þeir séu fúsir til
rfs við Evrópumenn um-
ra. Sumt af því er byggt á
um þeirra gagnavart hin-
kölluðu þriðjaheims-
en þá langar til að verða hluti af Evr-
félaginu.
gangast töffarana með kaldri
kurteisi og fyrirlitningu
kvæmt minni reynslu af bosnísku
unni gefur hún öllum þeim tækifæri
nnað borð hafa eitthvað að bjóða og
á upp á gátt. En þeir eru fljótir að sjá
m kunnáttulausa töffara og kæra sig
þá, heldur umgangast þá einfaldlega
dri kurteisi og fyrirlitningu. Ég full-
mt að flestir starfsfélaga minna innan
hafi unnið traust heimamanna sem
m er að við setjum hlutina ekki fram
ð vel athuguðu máli. Það er ófrávíkj-
gla af okkar hálfu að vinna skipulega
ynnum aldrei hugmyndir sem við
sjáum ekki fyrir endann á. Þetta hefur leitt
til jákvæðrar afstöðu lögreglunnar til okkar.“
Björn segir að á vormánuðum síðasta árs
hefi verið orðið ljóst að ekki yrði undan því
vikist að gera ákveðnar breytingar á starfs-
mannahaldi Brèko-lögreglunnar og var það
þaulhugsað að ráðast til atlögu gegn hátt
settum fyrirmönnum í stað þess að berja á
minni spámönnum. Einn af þeim, sem í hlut
átti var annar tveggja varalögreglustjóranna
en hinn yfirmaður rannsóknarlögreglunnar.
Báðir voru taldir óhæfir til starfa; þeir voru
spilltir og unnu gegn hagsmunum lögregl-
unnar, þar á meðal starfsemi EUPM. Að
hreyfa við þessum mönnum, sem báðir eru
Bosníakkar, reyndist ekkert áhlaupaverk
enda höfðu þeir áratugareynslu í lögreglunni
og góð ítök í samfélaginu. „Upp úr þessu
spruttu harðvítug átök innan lögregluliðs-
ins,“ segir Björn „Við vorum sakaðir um að
draga taum Bosníu-Serba og vinna gegn
Bosníökkum. Þeir óttuðust að við værum að
koma því til leiðar að koma Bosníökkum frá
og setja Serba í hverja yfir mannsstöðuna á
fætur annarri. En þegar staða yfirmanns
rannsóknarlögreglunnar var síðan auglýst
var hæfasti umsækjandinn valinn og enn réð
tilviljun því að um Bosníakka var að ræða.
Mönnum varð þá rórra og skildu að hér réðu
fagleg sjónarmið ferðinni. Auk þess varð
gjörbreyting á starfsemi deildarinnar, enda
er nýi yfirmaðurinn vel menntaður og vel fær
á sínu sviði. Þetta stóð yfir í þrjá mánuði og
var óvinsælasta verkefnið sem við höfum
staðið fyrir en eftir að lögreglan hafði losað
sig við þessa menn batnaði stjórnun til
muna.“
Starfstíma Björns hjá EUPM lýkur í vor
og kemur hann þá heim til starfa hjá ríkislög-
reglustjóra. Hann segir starf sitt í Bosníu
ekki vera hættulegt, þótt landið sé ekki
hættulaust sem slíkt. Gríðarlegur fjöldi jarð-
sprengna er enn falinn í jörðu, en auðvelt á
að vera að forðast þær með heilbrigðri skyn-
semi og halda sig á öruggum svæðum. „Ár-
lega slasast og deyr hér stór hópur fólks; að-
allega veiðimenn, bændur og börn, auk þess
sem fjöldi dýra drepst eftir að hafa stigið á
jarðsprengjur.
En Bosnía er mjög fallegt land, fjöllótt og
skógi vaxið, með löngum dölum, þar sem ár
liðast eftir dalbotninum, og mér finnst sár-
grætilegt hvað umhverfisvernd er til dæmis
á lágu plani. Rusli er hent alls staðar og skóg-
ar höggnir stjórnlaust.“
Rjúfa sambönd við innlendar konur
með fádæma ómerkilegheitum
„En í landinu býr gott fólk sem vill fá sín
tæki færi eins og aðrir og því er slæmt að
horfa upp á þá framkomu sem margir alþjóð-
legir starfsmenn sýna því. Þessi framkoma
jaðrar við misnotkun að mínu mati, einkum
það sem snýr að samskiptum kyjnanna.
Meirihluti alþjóðastarfsmanna er karlmenn
sem iðulega stofna til sambanda um lengri
eða skemmri tíma við innlendar konur og
nýta sér stöðu sína. Það er spennandi fyrir
konur sem hafa lítil sem engin tækifæri, að
kynnast erlendum mönnum sem í mörgum
tilfellum lofa að taka þær og jafnvel fjöl-
skyldur þeirra með sér heim að loknum
starfstímanum. En á síðasta degi þakka þeir
bara fyrir greiðann og rjúfa samböndin með
fádæma ómerkilegheitum. Auðvitað eru
dæmi um eðlileg ástarsambönd sem enda
með hjónabandi en hinu er ekki að neita að
það er ekkert jafnræði á milli karlmanna með
miklar tekjur og trygga atvinnu
og innlendra kvenna sem litla
sem enga framtíð eiga. Þær líta
upp til þessara útlendinga og
margir notfæra sér það. Allt of
margir eru einungis komnir hing-
að til að skemmta sér og hafa
enga hugsjón um að hjálpa heimafólki við
vandamál sín.“
Varðandi framtíð landsins segir Björn
mikilvægt að hjálpa íbúum Bosníu til að axla
þá byrgð sem fylgir því að vera sjálfstætt
fullvalda ríki. „Þegar þessu markmiði er náð
á alþjóðasamfélagið að sleppa takinu á land-
inu og treysta því að skynsemin og hið góða
verði ofan á. Nágrannalöndin eins og Króat-
ía, Júgóslavía, Rúmenía og reyndar fleiri
hafa ekki verið í annarri eins gjörgæslu og
Bosnía, en samt virðast þau á leið í rétta átt.
Það er þegar byrjað að tala um að al-
þjóðaliðið eigi að vera lengur í Bosníu en til
ársloka 2005 en því er ég ekki sammála.“
ir að sjá í
ulausa töffara
ögregluliði ESB í
stirnir hafi eitthvað
ess að koma til lands-
Steinn Sigurjónsson
gunum.
luliðs ESB og Bosníu.
rèko og Tusla í nóvember 2003.
orsi@mbl.is
Gríðarlegur
fjöldi jarð-
sprengna enn í
jörðu