Morgunblaðið - 06.02.2004, Síða 41
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004 41
✝ Björn I. Krist-jánsson fæddist
12. janúar 1933.
Hann lést á líknar-
deild Landakotsspít-
ala 31. janúar síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Sigurást
Sturlaugsdóttir, f.
16.4. 1894, d. í nóv-
ember 1986, og Loft-
ur Kristján Haralds-
son, f. 3.4. 1994, d. í
ágúst 1980. Björn
var fjórði í röð fimm
barna þeirra hjóna.
Hin eru Rannveig, f.
25.3. 1926, Ingibjörg, f. 11.8.
1927, Vilborg Helga, f. 20.9.
1930, og Kristinn Herberg, f.
12.4. 1936.
Björn ólst upp á Barmi á
Skarðsströnd í Dalasýslu. Kynnt-
ist þar eiginkonu sinni, Sirreyju
Kolbeinsdóttur, f. 6.1. 1937, d.
28.6. 1996. Foreldrar hennar
voru Sigríður María Erlendsdótt-
ir, f. 25.3. 1904, d. í febrúar 1980.
Kolbeinn Brynjólfsson, f. 3.12.
1895, d. í júní 1953. Þau eign-
uðust þrjár dætur. Þær eru: 1)
Kolbrún Bryndís, f. 18.6. 1953,
giftist Valgarði Einarssyni, f.
19.1. 1955. Þau skildu. Er nú í
sambúð með Ómari Morthens, f.
4.12. 1953. Börn hennar eru a)
Sirrey María, f.
11.8. 1972, börn
Sirreyjar eru: Kol-
beinn Elí, f. 8.11.
1991, og Aron Örn,
f. 29.4. 2001. b)
Björn Ingi, f. 23.4.
1976, í sambúð með
Húbert Nóa, f. 21.9.
1980. 2) Ásta María,
f. 22.3. 1957, maki
Steinn Steinsen, f.
20.2. 1953. Börn
þeirra eru: a) Stein-
unn Dögg, f. 2.3.
1979, b) Steinarr
Logi, f. 15.5. 1985,
c) Auðun, f. 19.1. 1993. 3) Birg-
itta Önfjörð, f. 9.1. 1963, maki Jó-
hannes Skagfjörð Sigurðsson, f.
7.10. 1960. Börn þeirra eru a)
Svava Önfjörð, f. 12.7. 1982, b)
Eva Önfjörð, f. 3.10. 1984, c) Hlín
Önfjörð, f. 30.4. 1992.
Björn og Sirrey hófu sambúð
sína í Reykjavík. Þau voru með
búskap að Níp á Skarðsströnd
frá 1956, en fluttust árið 1963 bú-
ferlum til Reykjavíkur. Björn
vann ýmis störf í Reykjavík en
frá árinu 1968 vann hann hjá
SVR. Seinustu árin hefur Björn
verið búsettur í Búðardal.
Útför Björns fer fram frá Frí-
kirkjunni í Hafnarfirði í dag og
hefst athöfnin klukkan 11.
Þú söngst mér guð þinn, gleði á liðnum árum,
þann guð, sem fegrar hverja menska sál,
þótt líf þitt værı́ein þraut af þúsund tárum,
sem þöktu hjartans dýpstu leyndarmál.
Þú komst og fórst með ást til alls, sem
grætur,
á öllu slíku kunnir nákvæm skil.
Þín saga er ljós í lífi einnar nætur,
eitt ljós, sem þráði bara að vera til.
Ó, minning þín er minning hreinna ljóða,
er minning þess, sem veit hvað tárið er.
Við barm þinn greru blómstur alls þess góða.
Ég bið minn guð að vaka yfir þér.
(Vilhjálmur frá Skáholti)
Elsku afi, takk fyrir allt.
Sirrey Maria og Björn Ingi.
Síminn hringdi og ég sá að á hin-
um endanum var mamma. Ég vissi
strax hvert erindið var. Langaði að
sleppa því að svara og sjá hvort – ef
ég fengi ekki fréttirnar – ég gæti
flúið raunveruleikann. Engar fréttir
eru góðar fréttir. Herti upp hugann
á þriðju hringingu og heilsaði. Ég
hafði rétt fyrir mér ... afi er dáinn.
Svo núna sit ég hérna alein í út-
löndum, en það skemmtilega er að
mér finnst ég miklu minna alein
núna heldur en þegar ég var alein í
útlöndum og afi fárveikur heima á
Íslandi. Núna finnst mér hann vera
kominn til mín.
Ein mynd segir oft meira en þús-
und orð. Svo ég ætla með nokkrum
orðum að reyna að teikna upp mynd
af afa eins og hann er geymdur í
mínum huga.
Það er sól úti. Í hlaðinu stendur
vel bónaður bíll. Húsið sem hann
stendur við er mjög snyrtilegt. Á
húsinu og í kringum húsið er fullt af
allskonar skrítnu garðskrauti. Í
miðjum garðinum er lítill bónda-
bær. Og þar stendur hann afi minn,
nýbúin að raða legó-körlunum, sem
eiga heima í litla bóndabænum í
kringum hann. Hann sér mig koma
í heimsókn, hleypur til og faðmar
mig.
Elsku besti afi minn. Ég ætla að
fá að kveðja þig hérna í útlönd-
unum. Því eftir allt saman er ekki
mikið sem ég get gert fyrir þig
núna annað en að halda áfram að
reyna að taka eins réttar ákvarð-
anir og ég get í lífinu. Þú hefur allt-
af verið rosalega stoltur af allri
skólagöngunni minni. Svo ég hef
ákveðið að velgengni hér í Dan-
mörkinni gleðji þig meira en við-
vera mín í jarðarförinni. Svo þangað
til næst.
Mamma, Kolla, Birgitta og allir
hinir. Ég vildi að ég gæti faðmað
ykkur öll. Sendi ykkur öllum mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Steinunn Dögg.
Elsku besti bróðir minn, nú er
komið að kveðjustund okkar í bili.
Við sjáumst aftur hjá ástvinum okk-
ar þar sem ég er viss um að vel
verður tekið á móti þér. Það er svo
margs að minnast þegar ég hugsa
til baka sem ekki er skrítið þar sem
við vorum svo náin á okkar upp-
vaxtarárum.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta,
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Gleðin og sorgin eru systur sem
fylgja okkur gegnum lífið. Orð eru
til lítils megnug en þá er gott að
eiga góðu minningarnar um þig sem
munu lifa áfram. Guð geymi þig,
elsku bróðir.
Ingibjörg Kristjánsdóttir.
Nú kveð ég þig hinstu kveðju,
elsku bróðir minn.
Sárt er vinar að sakna.
Sorgin er djúp og hljóð.
Minningar mætar vakna,
margar úr gleymsku rakna.
Svo var þín samfylgd góð.
Daprast hugur og hjarta.
Ómskuggi féll á brá.
Lifir þó ljósið bjarta,
lýsir upp myrkrið svarta
vinur þó félli frá.
Góða minning að geyma
gefur syrgjendum fró.
Til þín mun þakkir streyma,
þér munum við ei gleyma.
Sofðu í sælli ró.
(Höf. ók.)
Ég sendi dætrum Björns og fjöl-
skyldum þeirra mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu þína.
Þín systir
Vilborg (Bogga).
BJÖRN I.
KRISTJÁNSSON
víðar um landið og var borið sér-
stakt lof á þessa ferðalanga fyrir
góða umgengni hvar sem þeir
komu.
Hilmar var virkur félagi í Odd-
fellowreglunni, stúku nr. 12, Skúla
fógeta, og sat um skeið í stjórn
stúkunnar.
Það var löngum venja um helgar
að renna austur í Grímsnes og
heimsækja Hilmar og Sigrúnu í
sumarbústaðinn enda gestagangur-
inn þar slíkur að þeim hefur eflaust
stundum þótt nóg um. En þar var
öllum tekið af höfðingsskap og
gestum sýndar með stolti endur-
bætur á bústaðnum, gróðurinn og
ekki síst allar hríslurnar sem þau
höfðu nostrað við að gróðursetja og
sem nú eru orðnar að risatrjám.
Grænir fingur þeirra hjóna nutu
sín líka vel þegar þau byggðu sér
hús við Sævargarða á Seltjarnar-
nesi. Garðurinn við húsið var ein-
staklega fallegur og bar fagurt
vitni alúð þeirra hjóna við garð-
ræktina.
En 1988 dundi yfir reiðarslag því
Hilmar fékk heilablóðfall, lamaðist
á vinstri hlið og varð af þeim sök-
um óvinnufær. Hann náði sér þó að
nokkru með dyggilegri aðstoð Sig-
rúnar sem reyndist honum þá sem
endranær ómetanleg stoð og stytta.
Þau nutu þess mjög að ferðast en
fötlun Hilmars skerti nú verulega
getu hans til þess. En árið 1991
keyptu þau hús í Ventura nærri
Orlando í Flórída þar sem þau
dvöldust oft löngum stundum og
þar sem Hilmar undi sér ákaflega
vel. Var jafnan rómuð eljusemi Sig-
rúnar við að keyra hann um allar
jarðir í hjólastólnum og gera hon-
um lífið sem ánægjulegast.
En 1999 reið annað áfall yfir
þegar stóll brotnaði undan Hilmar
svo hann skall með hnakkann í
hvasst horn og slasaðist svo illa að
hann lamaðist nú líka hægra meg-
in. Eftir nokkra legu sárþjáður á
sjúkrahúsi var hann fluttur heim í
sjúkrakörfu. Var hann mikið til
rúmfastur upp frá því en hann naut
til æviloka góðrar umönnunar
Hjúkrunarheimilisins Skógarbæjar
sem hér með er þakkað fyrir.
Ég votta að lokum Sigrúnu,
dætrum hennar, tengdasonum og
barnabörnum innilega samúð við
fráfall vinar okkar, Hilmars Guð-
mundssonar. Í huga okkar sem
kynntumst honum mun minningin
lifa um góðan mann.
Guðmundur Þorsteinsson.
Hilmar Guðmundsson er látinn
og verður hann kvaddur í dag. Ég
ólst upp erlendis, þar sem ég bjó
með foreldrum mínum og systk-
inum, og þekkti ég því frændfólk
mitt ekki mjög vel, enda hitti ég
þau oftast bara einu sinni eða tvisv-
ar á ári. Elsta minningin um Hilm-
ar er frá því ég var barn, en okkur
var alltaf boðið í mat til Sigrúnar
og Hilmars þegar við vorum á Ís-
landi. Í matarboðunum voru þá oft
dætur þeirra hjóna, Dóra og Ólöf,
tengdasynir og barnabörn. Hilmar
náði vel til okkar barnanna með
brellum og margs konar gríni. Alla
vega var hann sá fyrsti sem sýndi
mér að hægt væri að taka putta í
tvennt!
Þegar ég ákvað að fara í mennta-
skóla hér á Íslandi buðu Sigrún og
Hilmar foreldrum mínum mér dval-
arstað hjá sér. Ég fékk því einstakt
tækifæri til að kynnast þeim mun
betur og áttum við margar góðar
stundir saman, þrátt fyrir að vera
unglingur á mótþróaskeiði. Minnist
ég sérstaklega kjötsúpunnar, sem
okkur Hilmari fannst góð, sérstak-
lega þegar hún var hituð upp dag-
inn eftir.
Hilmar hefur verið lengi veikur
en nú er kvölinni lokið. Ég trúi því
að lífslok séu ekki endalok, heldur
er ferðinni haldið áfram á öðrum
vettvangi, þar sem hann mun nú
hitta systur mína og aðra ættingja
og vini, sem eru farnir á undan.
Þar bíða margir eftir að taka hlý-
lega á móti honum. Ég kveð Hilm-
ar með þakklæti fyrir allar sam-
verustundirnar og votta Sigrúnu,
dætrum hennar og fjölskyldum
þeirra samúð mína.
Halldóra.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og stjúpmóðir,
SIGURÁST GÍSLADÓTTIR,
Valhúsabraut 13,
Seltjarnarnesi,
andaðist á líknardeild Landakots að morgni
miðvikudagsins 4. febrúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Ólafur Valur Sigurðsson,
Sigríður Ólafsdóttir, Árni Rafnsson,
Ólafur Valur Ólafsson, Sigurlín Ólafsdóttir,
Gísli Ólafsson, Agnes Garðarsdóttir,
Sigurður Ólafsson, Ágústa Gunnlaugsdóttir
og barnabörn.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu
við andlát og útför föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
PÁLS SIGURÐSSONAR
bifreiðastjóra,
Austurbrún 6,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar L5,
Landspítala Landakoti, fyrir kærleiksríka umönnun og alúð.
Guð blessi ykkur öll.
Þrúður Pálsdóttir, Þorgeir J. Yngvason,
Hákon H. Pálsson, Ingibjörg Hafsteinsdóttir,
Ingólfur Pálsson,
Sigurður Pálsson, Margrét E. Kristjánsdóttir,
Sigurjón Pálsson, Theodóra Ragnarsdóttir,
Halla Pálsdóttir, Sigsteinn Sigurðsson,
Guðlaugur Pálsson,
Dagmar Pálsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
ÓSKAR NIKULÁSSON,
elliheimilinu Grund,
áður Grettisgötu 12,
andaðist að morgni miðvikudagsins 4. febrúar.
Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni mánudag-
inn 9. febrúar kl. 13.30.
Íris Ingibergsdóttir,
Ingibergur Óskarsson, Anette Mogensen,
Oddfríður Ósk Óskarsdóttir,
María Óskarsdóttir, Andrés Magnússon
og barnabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, stjúp-
móðir og dóttir,
BÁRA SVEINSDÓTTIR,
Búhamri 28,
Vestmannaeyjum,
lést miðvikudaginn 4. febrúar 2004.
Jarðarförin auglýst síðar.
Jóhannes Steinólfsson,
Aðalbjörg Jóhanna Bárudóttir,
Þóra Birgit Jóhannesdóttir,
Steinunn Lilja Jóhannesdóttir,
Helga Rut Jóhannesdóttir,
Hjördís Inga Jóhannesdóttir,
Þóra Birgit Bernódusdóttir, Sveinn Halldórsson.
Eiginmaður minn, faðir, og stjúpfaðir,
MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON,
Bárugötu 35,
lést þriðjudaginn 3. febrúar.
Steinunn Ólafsdóttir,
Jóhanna Steina Matthíasdóttir,
Nanna Elísa Jakobsdóttir.