Morgunblaðið - 06.02.2004, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 06.02.2004, Qupperneq 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004 43 ✝ Guðrún LaxdalJóhannesdóttir var fædd í Reykjavík 18. október 1916. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 29. jan- úar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Halldóra Ólafsdóttir, f. 18.7. 1883, d. 19.4. 1941 og Jóhannes Laxdal Jónsson, f. 26.3. 1884, d. 24.4. 1978. Guðrún átti þrjú systkini, Guð- mund, f. 1920,og Sesselju, f. 1922, bæði á lífi og hálfbróðir, sam- mæðra, var Júlíus Jónsson, f. 1908, d. 1955. Guðrún giftist 18.10. 1945 Magnúsi Arnfinnssyni, f. 26.1. 1905, og eignuðust þau einn son, Ingva Hrafn, f. 6.11. 1946. Magn- ús lést 1980. Áður átti Guðrún eina dóttur með Sæ- mundi Kristjáns- syni, Jóhönnu, f. 21.1. 1941. Jóhanna er gift Árna Guð- mundssyni, eiga þau tvær dætur, Ernu Sylvíu, hún á þrjú börn, og Grétu Rún. Ingvi er kvæntur Herdísi Berndsen, þau eiga þrjú börn, Huldu, hún á tvo syni, Guðrúnu sem er gift Haraldi Magnússyni, þau eiga þrjú börn og Guðna Magnús, kvæntur Jón- ínu Gunnarsdóttur, þau eiga tvö börn. Útför Guðrúnar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku tengdamamma. Loksins hefur þú fengið hvíldina, sem þú varst farin að þrá undir það síð- asta. Þú hefur svo sannarlega ekki farið varhluta af veikindum í gegn- um árin, en alltaf stóðst þú upp aftur, sterkari ef eitthvað var. Söknuðurinn er mikill, en ég var farin að sakna þín fyrir nokkrum mánuðum, vegna þess að við gát- um ekki lengur gert sömu hluti og áður. Eins og það að spjalla saman fram á rauða nótt, um allt mögu- legt, þegar þú gistir eina og eina helgi heima hjá okkur, eða uppi í sumarbústað. Einnig sakna ég göngutúranna í Laugardalinn eða í sveitinni. Ég leit á þig eins og vin- konu, sem hægt var að tala við um nánast allt. Þú varst góð við börn- in okkar og varst alltaf tilbúin að koma og vera hjá þeim ef við fór- um eitthvað í burtu. Þú varst einn- ig góð við mömmu mína í hennar veikindum og sýndir henni mikla umhyggju. Ég get glaðst yfir minningunni um það, að þú skyldir geta borðað með okkur á aðfanga- dag á síðasta ári, þó þú værir orð- in ansi lasin. Minningin um þig mun mun lifa um ókomna tíð. Þakka þér fyrir allt. Guð geymi þig. Þín tengdadóttir Herdís. Elsku amma mín, mig langar að þakka þér fyrir samfylgdina í gegnum árin. Minningarnar eru svo margar. Ljúfust er þó minn- ingin þegar þú og afi bjugguð í sama húsi og ég. Það var alltaf svo gott að koma til ykkar, bara til að spjalla eða fá sér eitthvað í svang- inn. Við gátum talað um heima og geima sem jafningjar. Aldrei fann maður fyrir neinu kynslóðabili. Ár- in sem við bjuggum saman voru ekki mörg, en samt einn sá dýr- mætasti tími sem ég átti með ykk- ur. Í dag fá börnin mín að upplifa það sama og ég, að búa í sama húsi og amma og afi. Elsku amma mín, takk fyrir þær ljúfu stundir sem við áttum. Ég veit að afi hefur tekið vel á móti þér. Ég kveð þig með þessu ljóði: Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn og allt er orðið rótt. Nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja og gott er allt, sem Guði er frá. Nú héðan lík skal hefja, ei hér má lengur tefja í dauðans dimmum val. Úr inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. (V. Briem.) Hulda Ingvadóttir. Síðastliðinn fimmtudag 29. jan- úar lést á Hrafnistu Guðrún Lax- dal Jóhannesdóttir 87 ára að aldri og orðin södd lífdaga. Hún var kona ekki áberandi í samfélaginu heldur rækti sitt hlutverk sem eig- inkona, móðir og amma, af hóg- værð, trúmennsku og hlýju. Og lík föður sínum Jóhannesi hlaut hún í arf þá ættarfylgju að vera kvik á fæti, jafnvel fljótfær. En hvað gerist þegar öldruð kona deyr ósjálfbjarga, þreytt og langsjúk. Er það ekki líkn og lausn? Jú, vissulega en það hlýtur að skilja eftir tóm fyrir nákomna. Persónur sem hún mótaði, þeirra líf og umhverfi, þar er hún ekki lengur til staðar. Dídí frænka var hún nefnd í minni fjölskyldu og tæpast hef ég vitað um hennar rétta nafn, fyrr en ég komst nokkuð til vits og ungur fékk ég að heyra það frá henni móðursystur minni að hún ætti kannski ögn meira í mér en sem nam skyldleikanum, en ég mun hafa fæðst í rúmi hennar á Framnesveginum. En hvort sem fæðingarstaður minn réð þar nokkru um þá naut ég og fjöl- skylda mín vissulega hennar góð- mennsku og elsku og við mátum hana mikils. Ég heyrði fyrir margt löngu ein- hvern nefna og ræða um sína uppáhalds frænku. Átti ég ein- hverja slíka? Og hver var hún þá? Þetta hugleiddi ég dálítið með sjálfum mér og niðurstaðan var að þar kæmi helst til greina ,,Dídí frænka“. Þetta fékk hún að heyra og held ég að henni hafi þótt vænt um það. Svo lengi sem ég man var mikill og náinn samgangur á millum fjöl- skyldna systranna. Við áttum oft erindi á Framnesveginn því bæði var að þar bjuggu í samstæðum húsum, á horni Hringbrautar og Framnesvegar, Jóhannes afi og þau hjónin Dídí og Magnús með börnum sínum Hönnu og Ingva. Vesturbærinn var á þeim tíma svo sannarlega ævintýraheimur fyrir ungan Austurbæing. Afi með hesta sína í hesthúsi við hliðina á íbúðar- húsunum og fiskbúðina uppi á Vest- urgötu. Þar skammt undan var sjór- inn og Selsvörin, þar sem Pétur Hoffmann Salmónsson bjó og reri á skektu sinni og sagði okkur pott- ormunum hreystisögur af fornköpp- um og sjálfum sér. Þar var einnig annað ríki Péturs, sorphaugar Reykjavíkurbæjar, sem teygðu sig frá Selsvörinni vestur alla ströndina út að Seltjarnarnesi. Þangað var forvitnilegt að stelast með Ingva frænda í leit að einhverjum gersem- um. Ingvi verandi allt í senn frændi, leikfélagi og vinur frá fyrstu tíð, árinu eldri en ég og því leiðtogi í strákapörum og ferðalögum um æv- intýraslóðir Vesturbæjar. En á Framnesveginn var fyrst og fremst gott að koma til að heimsækja afa og frænku og þess hlýja viðmóts sem ég minnist frá því heimili. Eins og áður er sagt voru alla tíð mikil og góð samskipti á milli fjölskyldnanna og er margt minn- isstætt frá því og verulega munaði um hennar stuðning í erfiðleikum foreldra minna þegar faðir minn veikist alvarlega þá ungur maður og verður það seint þakkað. Líklega var það sumarið 1954 sem þær systur mamma og Dídí leigðu saman gamalt hús, Óttars- staði við Straumsvík, og fóru með okkur Ingva og Hauk bróður minn þar í dvöl um mánaðartíma, ógleymanlegt ævintýri þar sem við frændur fengum að gösla úti í leikjum og rannsóknarferðum. Fylgjast með varpi mófugla, heim- sækja Guðmund bátasmið og ræða við hann og fylgjast með honum að störfum og ótal margt fleira. Eið- iskot í Óttarsstaðalandi var æsku- heimili Jóhannesar afa en þar hafði hann lent kornungur hjá vandalausum og ólst þar upp til níu ára aldurs, hjá góðu fólki sem hann hélt tryggð við eftir það. En frá níu ára aldri þurfti hann að sjá fyrir sér og gerði það upp frá því. Straumsvík var á þeim tíma sann- arlega langt frá alfaraleið og því mikið ferðalag á tímum þegar einkabílar voru óþekktir. Einnig stendur mér ofarlega í hugskoti er Dídí fór með okkur Ingva í Þjóðleikhúsið til að sjá söngleikinn Kátu ekkjuna vorið 1956, það var mikil upplifun fyrir átta ára strákling og merkileg þroskandi reynsla. Árlega voru fjölskyldujólaboð til skiptis hjá systkinunum, þ.e. þeim systrum og Guðmundi bróður þeirra. Og kannski hef ég í slíku boði lært að hafa eftir henni setn- inguna, sem síðar varð að orðtæki í fjölskylduboðum: ,,Gjörið svo vel og borðið nú af öllum sortum,“ eins og Dídí frænka segir. Og enn er þetta sagt í fjölskyldusam- kvæmum með tilheyrandi brosi og augnagotum til mín. Þannig er hægt að nefna fjöl- marga minnisstæða atburði. Dídí starfaði í nokkur ár sem þerna á skipum Eimskipafélagsins og síðar við Veitingahúsið í Glæsibæ. En ekki verður Dídíar minnst án þess að nefna eiginmann hennar Magnús Arnfinnsson, þann trausta vestfirska mann. Þau bjuggu lengi í Ljósheimum 22 eftir að þau fluttu úr Vesturbænum. Magnús var maður rólyndur en fastur fyrir og athugull. Hann var listasmiður og vann lengst af við húsgagnasmíði hjá Trésmiðjunni Meiði. Ég sótti í að ræða mál líð- andi stunda við Magnús enda var hann sinnaður til vinstri í stjórn- málum og til þeirra skoðana hneigðist ég einnig á unglingsár- um. Er við ræddum saman sat hann gjarnan í sínum rauða hæg- indastól, húsgagni sem hann hafði sjálfur smíðað, lagði púða á kvið sér og hvíldi þar hendur sínar. Eftir að Magnús lést árið 1980 flutti Dídí til Hönnu dóttur sinnar í Hafnarfjörð og bjó þar þangað til hún flutti á Hrafnistu. Á Hrafnistu heimsóttum við Sól- dís kona mín frænku oft, gjarnan með sonardóttur okkar Heklu enda eru börn helsti gleðigjafi hjá fullorðnu fólki. Ég kveð Dídí frænku með sökn- uði, góðum minningum og flyt samúðarkveðjur til barna hennar Jóhönnu og Ingva og annara ætt- ingja. Jóhannes Harðarson. GUÐRÚN LAXDAL JÓHANNESDÓTTIR Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minning- argreina Við sendum innilegar þakkir öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, TÓMASAR Þ. GUÐMUNDSSONAR rafvirkjameistara frá Ólafsvík, Aflagranda 40, Reykjavík. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks á deild 13D á Landspítala við Hring- braut og líknardeildar á Landakoti fyrir frábæra umönnun. Guð blessi ykkur öll. Halldóra Óskarsdóttir, Unnsteinn Tómasson, Ingibjörg Högnadóttir, Guðmundur Tómasson, Hjördís Harðardóttir, Ágústa Tómasdóttir, Tryggvi K. Eiríksson, Óskar Tómasson, Sesselja Tómasdóttir, Bárður H. Tryggvason, Þórhildur Tómasdóttir, Steinunn Tómasdóttir, Þröstur Leósson, Njörður Tómasson, Gunnhildur L. Marteinsdóttir, Goði Tómasson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SIGGEIR BJÖRNSSON fyrrv. bóndi og hreppstjóri frá Holti á Síðu, verður jarðsunginn frá Prestbakkakirkju á Síðu laugardaginn 7. febrúar kl. 14.00. Margrét K. Jónsdóttir, Kristín Marín Siggeirsdóttir, Eysteinn Gunnar Guðmundsson, Anna Björg Siggeirsdóttir, Kristinn E. Hrafnsson og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÓLAFUR GUÐBRANDSSON, Þormóðsgötu 22, Siglufirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn 27. janúar sl. Jarðarförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 7. febrúar kl. 14.00. Guðrún Guðmundsdóttir, Guðrún Jakobína Ólafsdóttir, Hrafnkell Hall, Regína Ólafsdóttir, Sigurður Sigurðsson, Guðbrandur Jóhann Ólafsson, Sigríður Elva Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Við sendum þakkir öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, UNNSTEINS STEFÁNSSONAR. Einnig viljum við þakka starfsfólki Sunnuhlíðar fyrir einstaklega góða umönnun. Kristín Unnsteinsdóttir, Trausti Ólafsson, Stefán Unnsteinsson, Ana Maria Unnsteinsson, Einar Unnsteinsson, Vigdís Esradóttir og barnabörn. Ástkær eiginkona, mamma, amma, langamma og tengdamamma, DÓRA GUÐRÍÐUR SVAVARSDÓTTIR, Brekkugötu 3 lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja þriðjudaginn 3. febrúar. Hún verður jarðsungin frá Landakirkju laugar- daginn 7. febrúar kl. 14.00. Halldór Pálsson, Aðalheiður Halldórsdóttir, Ævar Þórisson, Hafþór Halldórsson, Sigríður V. Ólafsdóttir, barnabörn, barnabarnabarn og fjölskyldur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.