Morgunblaðið - 06.02.2004, Qupperneq 45
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004 45
✝ Jónína HelgaEinarsdóttir
fæddist í Fjósakoti í
Miðneshreppi 23.
janúar 1909. Hún
andaðist á Sjúkra-
húsi Suðurnesja 27.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Ágústa Jóns-
dóttir, f. 10.8. 1878 í
Réttarholti í Spá-
konufellssókn, d.
7.11. 1974, og Einar
Ólafsson, f. 8.9. 1877
í Landakoti í Miðnes-
hreppi í Gull., d.
30.7. 1925. Jónína átti tvær syst-
ur, Jóhönnu f. 11.8. 1907, d. 5.12.
1999, og Guðnýju Ólafíu, f. 20.10.
1917, d. 29.11. 2003.
Árið 1934 giftist Jónína Sigurði
Breiðfjörð Ólafssyni skipstj. og
útgerðarm., f. 8.3. 1911 í Fagra-
dal á Skarðsströnd í Dalas., d.
15.12. 1998. Þau eignuðust fimm
börn. 1) Einar Bragi, f. 13. ágúst
1935, maki Peta Ása Þorbjörns-
dóttir, látin. Börn: a) Ásgeir, f.
1962. b) Eiríkur f. 1964, hans
börn: Einar Pétur, f. 1985, Sig-
urbergur, f. 1992, Ína Rut, f.
1996, móðir Sveindís Sigurbergs-
dóttir. c) Sævar, f. 1966, hans
börn: Brynjar, f. 1987, á Karen
Rós, f. 2002, móðir
og unnusta Leia
Erenu Belano. Peta
Ása, f. 1993, móðir
Petu Ásu og Brynj-
ars er Jóhanna R.
Jónsdóttir. 2) Ólaf-
ur, f. 7.8. 1936, maki
Steinunn Erlings-
dóttir. Börn: a) Est-
er, f. 1962, maki Elí-
as Theódórsson.
Þeirra börn: Elísa, f.
1993, Esra, f. 1995.
b) Guðrún, f. 1963,
maki, Grétar Erl-
ingsson, dóttir
Agnes, f. 1995. c) Davíð, f.1969. 3)
Ólafía Jóhanna, f. 6.6. 1938, maki
Guðmundur Ó. Sigurgeirsson,
börn: a) Sigurður, f. 1961. b)
Helga, f. 1963, hennar sonur
Gauti Lövström, f. 1989. c) Arna,
f. 1967, maki Vilhjálmur Vil-
hjálmsson, þeirra börn: Vilhjálm-
ur og Oddný, f. 2002. d) Guðgeir,
f. 1977. 4) Ágústa, f. 7.10. 1941,
maki Raphael H. Ospina, þeirra
dætur: a) Diana, f. 1973. b)
Margret, f. 1975. 5) Ásta, f. 4.11.
1945, sonur Aron Leifsson, f.
1985.
Útför Jónínu fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Þeim fækkar óðum sem litu fyrst
dagsins ljós í byrjun síðustu aldar,
fólkinu sem fæddist í hreysum sem
héldu hvorki vatni né vindi og væru í
dag ekki talin dýrum sæmandi hvað
þá mannfólki. Margt af þessu fólki
bjó við kröpp kjör og þakkaði fyrir
hvern þann dag sem það hafði nóg að
borða. Gengið var á fjörur til að
safna eldiviði og þangi til upp-
kveikju. Innkaupaferðir voru farnar
fótgangandi 7 km leið til næsta kaup-
staðar, þ.e.a.s. þegar peningur var
til, og varningur borinn á bakinu
heim. Vatnið sótt í brunn og borið
heim í fötum. Eldað á hlóðum og
andrúmsloftið reykmettað. Við
þannig lífsstíl fæddist móðir mín, í
Fjósakoti (hjáleigu) í landi Fuglavík-
ur í Miðneshreppi í Gull. 23. janúar
1909. Fimm ára gömul flytur hún
með foreldrum sínum að Klappar-
koti, annarri hjáleigu í landi Fugla-
víkur, en faðir hennar var sjómaður
á árabát sem reri frá Fuglavík. Hann
var sagður hraustur mjög og margra
manna maki við árarnar. Hann
missti heilsuna og dó 48 ára gamall.
Eftir sat ekkjan með þrjár ungar
dætur sínar sem hún gat með engu
móti séð farborða.
Heimilið leystist upp og fjölskyld-
an tvístraðist. Móðir mín var 15 ára
gömul þegar hún fór fyrst að heiman
og réðst sem þjónustustúlka á heim-
ilum bæði hér á Suðurnesjum og
ýmsum stöðum úti á landi. 1929–30
réð hún sig í vinnu norður á Dalvík
og var henni sú ferð alltaf minnis-
stæð. Hún fór ásamt nokkrum öðr-
um ungum stúlkum sjóleiðina með
ms. Dronning Alexandrine til Akur-
eyrar en komst ekki áfram til Dal-
víkur fyrr en viku seinna vegna veð-
urs. Stúlkurnar fengu að vera í lest
skipsins á leiðinni norður, sumar sjó-
veikar og illa á sig komnar. Mamma
hafði ráðið sig í vist á Víkurhóli hjá
hjónunum Elíasi Halldórssyni gull-
smið og konu hans Friðriku Jóns-
dóttur og minntist hún þeirra alltaf
með hlýhug. Um 1930 ræðst hún í
vinnumennsku hjá Ingiber Ólafssyni
útgerðarmanni í Keflavík. Á þessum
tíma sótti margt ungra manna í ver-
stöðvarnar á Suðurnesjum í leit að
vinnu. Þeirra á meðal voru þrír ungir
bræður frá Stykkishólmi. Einn
þeirra var Sigurður Br. Ólafsson.
Hann og mamma felldu hugi saman
og giftu sig 1934. Þau byrjuðu að búa
í „Brynuhúsi“, Tjarnargötu 2 í Kefla-
vík en árið eftir kaupa þau húsið
Vallargötu 4 og búa þar til ársins
1960 þegar þau flytja í nýtt hús að
Njarðargötu 3 þar sem móðir mín
bjó til dauðadags, þá nýlega orðin 95
ára gömul. Mamma var orðlögð fyrir
dugnað og snyrtimennsku, enda bar
heimili hennar þess glöggt merki.
Heimilið var hennar vinnustaður og
sinnti hún því af alúð og umhyggju.
Mamma vann aldrei „úti“ enda var
það full vinna að hugsa um átta
manna fjölskyldu. Sem barn fann
maður til notalegrar öryggiskenndar
að vita af mömmu heima þegar kom-
ið var heim úr skólanum eða leikjum.
Það var umhyggjan, ráðvendnin og
tryggðin sem var einkennandi í fari
hennar, eins og móður hennar sem
hún hafði hjá sér nærfellt 35 ár eða
þar til hún andaðist 96 ára gömul.
Hennar lífsbarátta var hörð eins og
að framan greinir, en þrátt fyrir
harða lífsbaráttu var amma alltaf svo
glöð og þakklát þótt hún ætti ekkert
nema lífið, gamla spunarokkinn, ull-
arkambana og húsaskjól hjá foreldr-
um mínum.
Það var oft gestkvæmt á Vallar-
götunni og margir skemmtilegir kar-
akterar komu í heimsókn og eru mér
minnisstæðir eins og Runólfur
Bjarnason, „Runki gamli“, og Þor-
leifur Benediktsson, oft nefndur
„Franski Leifi“, menn sem voru ekki
hátt skrifaðir í mannvirðingastigan-
um, en þeir áttu alltaf rúm í hjarta og
eldhúskróknum hjá mömmu.
Skólaganga mömmu var ekki löng
en var í orðsins fyllstu merkingu
skólaganga.
Barnaskólinn var í Sandgerði en
margir nemendur áttu heima í hverf-
unum fyrir utan Sandgerði og urðu
því að fara fótgangandi margra kíló-
metra leið í skólann. Þar á meðal var
móðir mín. En það var ekki kvartað,
því áhuginn fyrir náminu var fyrir
hendi og kennara sinn, Þórunni Lýð-
sdóttur, dáði mamma.
Pabbi dó fyrir fimm árum og upp
frá því var ekki laust við að það
kenndi einmanaleika hjá móður
minni, einni í stórri íbúð, en þar vildi
hún vera og hvergi annars staðar.
Mamma var alltaf heilsuhraust og á
andlátsstundinni var hún með fullri
meðvitund og þakkaði hún viðstödd-
um fyrir komuna. Ég vil að lokum
þakka Ástu systur okkar sérstaklega
fyrir umhyggju og þann tíma sem
hún fórnaði til þess að mömmu
mætti líða sem best. Móðir okkar
hefur nú kvatt þennan heim södd líf-
daga og bíður komu þess frelsara
sem sagði: „Sjá, ég kem skjótt og
launin hefi ég með mér.“
Guð blessi minningu móður okkar.
Ólafur Sigurðsson.
Verkin lofa væna konu.
„Væna konu, hver hlýtur hana?
Hún er miklu meira virði en perlur.
Hjarta manns hennar treystir
henni, og ekki vantar að honum fén-
ist.
Hún gjörir honum gott og ekkert
illt alla ævidaga sína.
Hún sér um ull og hör og vinnur
fúslega með höndum sínum.
Hún er eins og kaupförin, og sæk-
ir björgina langt að.
Hún fer á fætur fyrir dag,
skammtar heimilisfólki sínu og segir
þernum sínum fyrir verkum.
Hún hefur augastað á akri og
kaupir hann, af ávexti handa sinna
plantar hún víngarð.Hún gyrðir
lendar sínar krafti og tekur sterk-
lega til armleggjunum. Hún finnur,
að atvinna hennar er arðsöm, á
lampa hennar slökknar eigi um næt-
ur. Hún réttir út hendurnar eftir
rokknum, og fingur hennar grípa
snælduna. Hún breiðir út lófann
móti hinum bágstadda og réttir út
hendurnar móti hinum snauða.
Hún er ekki hrædd um heimilis-
fólk sitt, þótt snjói, því að heimilis-
fólk hennar er klætt skarlati. Hún
býr sér til ábreiður, klæðnaður
hennar er úr baðmull og purpura.
Maður hennar er mikils metinn í
borgarhliðunum, þá er hann situr
með öldungum landsins. Hún býr til
skyrtur og selur þær, og kaupmann-
inum fær hún belti. Kraftur og tign
er klæðnaður hennar, og hún hlær að
komandi degi. Hún opnar munninn
með speki og ástúðleg fræðsla er á
tungu hennar. Hún vakir yfir því,
sem fram fer á heimili hennar, og et-
ur ekki letinnar brauð. Synir hennar
ganga fram og segja hana sæla, mað-
ur hennar gengur fram og hrósar
henni. ,,Margar konur hafa sýnt
dugnað, en þú tekur þeim öllum
fram!“ Yndisþokkinn er svikull og
fríðleikinn hverfull, en sú kona, sem
óttast Drottin á hrós skilið. Gefið
henni af ávexti handa hennar, og
verk hennar skulu lofa hana í borg-
arhliðunum. (Orðskviðirnir 31, v 10-
31)
Kveðja.
Dæturnar.
Mér er svo minnisstætt sumarið
1977. Þá flutti ég frá Grindavík, tíu
ára gömul, til ömmu og afa í Kefla-
vík. Ég hafði eignast nýjan bróður
og var ekkert gefið um alla athyglina
sem hann fékk. Það rjátlaðist fljótt
af mér við dvölina hjá henni ömmu
minni sem sá til þess að ég hefði það
sem best, eins og ávallt.
Sumarið var yndislegt og ég
kynntist betur skyldfólki mínu, þá
sérstaklega fjölskyldunni á Skóla-
vegi.
Amma var hvers manns hugljúfi
og voru margir sem komu við hjá
þeim hjónum og þáðu kaffisopa í eld-
húsinu hennar. Minningarnar munu
ávallt verma hjarta mitt.
Hjá þér fékk ég þráfalt að læra
hve þögnin á fullkomið mál:
Hvert bros, er þú gafst mér, ég geymi
sem guðsmynd frá óspilltri sál.
(Höf. ók.)
Arna Guðmundsdóttir.
JÓNÍNA H.
EINARSDÓTTIR
✝ Hildur ÍsfoldSteingrímsdóttir
fæddist á Sveinsstöð-
um við Nesveg í
Reykjavík 2. mars
1926. Hún lést á heim-
ili sínu 31. janúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Stein-
grímur Sveinsson, f.
18. feb. 1888, d. 3. jan.
1986, og Gunnhildur
Sigurjónsdóttir, f. 23.
sept., d. 5. maí 1984.
Systkini Hildar eru
Sigurjóna, f. 1923,
Guðný, f. 1924, Guð-
rún Dúna, f. 1929, Guðrún Lilly, f.
1931, og Sveinn, f. 1936.
Hildur giftist árið 1950 Victori
Jacobsen vélstjóra, f. 20. júlí 1918,
d. 12. des. 1991, og bjuggu þau all-
an sinn búskap á Nesvegi 43 í
Reykjavík. Þau Hildur og Victor
áttu tvo syni. Þeir eru: 1) Stein-
grímur, f. 20. sept. 1949, kjötiðn-
aðarmaður, maki: Kristín Ólafs-
dóttir sjúkraliði. Þau eiga þrjá syni
og er einn þeirra látinn og fjögur
barnabörn. Þau búa í Hveragerði.
2) Hilmar, f. 12. sept. 1952, við-
skiptafræðingur,
maki: Matthildur
Þorláksdóttir nátt-
úrulæknir. Þau eiga
þrjú börn og þrjú
barnabörn og búa í
Reykjavík. Fyrir átti
Victor einn son, Vict-
or, f. 22. maí 1942,
bifreiðastjóri, maki:
Þórhildur Jónsdóttir.
Þau eiga tvö börn og
fjögur barnabörn og
búa í Kópavogi.
Hildur var aðeins
tvö ár í barnaskóla
vegna veikinda en
nam síðar hárgreiðslu á hár-
greiðslustofunni Carmen á Lauga-
vegi 64 og lauk sveinsprófi í þeirri
iðngrein árið 1945. Þá var hún
einn vetur í hússtjórnarskóla í Sví-
þjóð. Hildur stofnaði eigin hár-
greiðslustofu árið 1952 sem hún
starfaði við til ársins 1994. Auk
þess vann hún í hlutastarfi hjá
Orkuveitu Reykjavíkur um 20 ára
skeið.
Útför Hildar fer fram frá Frí-
kirkjunni í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.30.
Það var fyrir rúmum 30 árum að
ég leit tengdamóður mína fyrst aug-
um. Hún var lágvaxin, kvenleg, fal-
leg kona, snaggaraleg í hreyfingum
og hló hvellum háum hlátri sem hún
notaði óspart. Folda, eins og hún var
alltaf kölluð, var hárgreiðslukona og
var með stofuna sína heima. Hún var
með eindæmum orkumikil, fram-
kvæmdasöm og úrræðagóð og nei
var ekki til í hennar orðabók. Upp
var hún ætíð eins og fjöður á morgn-
ana, þrátt fyrir langa og stranga
vinnudaga og þó að fullt væri af kon-
um á hárgreiðslustofunni vílaði hún
ekkert fyrir sér að passa barnabörn-
in samtímis. Yngri dóttir mín hafði
þann vana að fitla í hári manns í
svefni og amma hennar sá gott ráð
við því er hún þurfti að yfirgefa rúm-
ið snemma morguns. Hún skellti
bara hárkollu í rúmið hjá henni og sú
stutta svaf róleg áfram. Ógleyman-
legar eru líka þær stundir er barna-
börnin sváfu öll hjá afa og ömmu því
þá voru bara gerðar breiður af flat-
sængum í svefnherberginu hjá þeim.
En elli kerling er lævís og læðist
oft með talsverðum breytingum upp
að mörgum einstaklingnum. Hún
rænir margan þori, bjartsýni og já-
kvæðni. Af þessu fór tengdamóðir
mín ekki varhluta frekar en margur
annar. En gjafmildi og höfðingsskap
var hún aldrei rænd.
En minningin um fallegu konuna
með snaggaralegu hreyfingarnar og
hvella hláturinn er sú sem mun lifa
áfram í huga okkar.
Matthildur Þorláksdóttir.
Lífið er ekki bara óútreiknanlegt
heldur er lífið oft á tíðum ekki neinn
dans á rósum. Í gegnum allt lífið er-
um við öll að kljást við eitthvað, sum-
ir meira en aðrir. En það er svo mis-
jafnt hvernig við tökumst á við
hlutina og hvernig við vinnum úr
þeim. Þegar aldurinn færist yfir og
ellin tekur við missir margur kjark-
inn og jafnvel lífsgleðina.
Elsku amma, þú varst okkur ætíð
góð, við lögðum okkur fram við að
vera þér góð og okkur þótti og þykir
mjög vænt um þig. Þú varst óend-
anlega gjafmild, rausnarleg og höfð-
ingi heim að sækja. Við þökkum þér
fyrir samverustundirnar á liðnum
áratugum heima og erlendis, í sveit
og í borg. Takk fyrir kaffihúsaferð-
irnar og öll samtölin í síma, sem voru
ófá. Við verðum dálítinn tíma að
venjast þeirri tilhugsun að þú sért
farin en vonandi líður þér vel.
Blessuð sé minning Foldu ömmu
okkar.
Hildur Ísfold, Helena Dögg
og Þorlákur Helgi.
Þegar við hugsum um Foldu
ömmu þá heyrum við hlátur hennar,
sem alla daga fyllti húsið á Nesveg-
inum af gleði. Nú þegar við kveðjum
Foldu ömmu þá fyllir þessi minning
hjörtu okkar af gleði og í hjörtum
okkar lifir hlátur hennar og gleði
áfram.
Victor og Þórhildur,
Aðalheiður og Jón og börnin.
Jæja, Folda mín, þá er komið að
kveðjustundinni. Margs er að minn-
ast og er mér efst í huga þakklæti
fyrir meira en sjötíu ára vináttu okk-
ar. Þegar ég minnist þín nú kemur
upp í huga mér orðið „jæja“ en með
því hófst þú venjulega samtöl okkar
þegar þú hringdir.
Við vinkonurnar bundumst fljótt
vináttuböndum þótt ólíkar værum.
Alltaf varst þú glöð, kát og hlátur-
mild svo eftir var tekið. Strax á unga
aldri ákvaðst þú að verða hár-
greiðslukona og lést þann draum
rætast um leið og aldur leyfði. Ég
var hins vegar svo lánsöm að fá að
njóta þess að vera „módelið“ þitt,
jafnt á námsárunum sem í gegnum
árin. Þú varst alltaf sérstaklega
greiðvikin og nutu margar konur
góðs af ekki síður en ég. Þegar þú
laukst námi þínu tókstu þér síðan
ferð á hendur til Svíþjóðar þar sem
þú fórst í húsmæðraskóla, eins og
margar ungar konur gerðu á þeim
tíma. Þú hikaðir ekkert við að fram-
kvæma það sem þig langaði til.
Ég man hvað þú varst glöð þegar
Gullfoss lagði frá landi og þú stóðst í
brúnni og veifaðir til okkar. Það eru
mörg góð ár liðin síðan sem geymast
í minningunni. Eins og eðlilegt má
teljast á lífsins braut skiptust á skin
og skúrir en ég kýs að muna einungis
„skinið“.
Missir þinn var mikill þegar Victor
þinn féll frá eftir langvarandi veik-
indi fyrir nokkrum árum. Ég vissi að
það var þér sár missir og lífið var
ekki eins eftir það. Nú hafið þið hist
á ný og ég efast ekki um að það hafa
verið fagnaðarfundir og þú, kæra
vinkona, hefur fundið gleðina á ný.
Ég ætla hins vegar að vona að ég
fái bleiku nellikurnar nú á kveðju-
stundinni því þær varst þú búin að
panta frá mér fyrir langa löngu.
Ég kveð þig, kæra vinkona, um
leið og ég þakka þér allar okkar góðu
samverustundir. Fjölskyldu þinni
votta ég mína dýpstu samúð og bið
góðan Guð að blessa hana og styrkja.
Þín vinkona
Þóra.
Að hryggjast og gleðjast
hér um fáa daga.
Að heilsast og kveðjast
það er lífsins saga.
(P.J.Á.)
Þetta erindi kom mér í huga þegar
fréttin um lát minnar kæru vinkonu
Foldu barst mér. Ekki grunaði mig
þegar við töluðum síðast saman í
síma að það væri það síðasta sem
færi okkar á milli. Þannig er lífið, við
vitum aldrei hvenær kallið kemur.
Þú varst þessi hljóða hetja, hugsaðir
um Viktor eiginmann þinn í gegnum
hans veikindi. Á okkar tímum virðist
sem þessar hetjur gleymist. Barna-
börnin þín ljúfu voru augasteinarnir
þínir sem þú naust að hafa í návist
þinni. Þú varst alltaf boðin og búin að
hjálpa vinum og vandamönnum.
Mörg er konan sem Folda hefur
greitt og lagað hár á gegnum árin.
Folda var virtur hárgreiðslumeistari
og vann við það starf með heimilinu.
Ég er þakklát fyrir okkar góðu
kynni og minnist hennar með sökn-
uði.
Hvíl þú í friði í ljósinu bjarta,
ég kveð þig að sinni af öllu mínu hjarta.
(M.J.)
Samúðarkveðja til barna, tengda-
barna og annarra ættingja.
Jóna Finnbogadóttir.
HILDUR ÍSFOLD
STEINGRÍMSDÓTTIR