Morgunblaðið - 06.02.2004, Page 52

Morgunblaðið - 06.02.2004, Page 52
52 FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Clifton - Kóbrukossinn Risaeðlugrín framhald ... JÆJA!! VERTU RÓLEGUR, BANDORM- URINN ER HORFINN ... © DARGAUD © DARGAUD ÉG VIL SKIPTA Á ÞEIM OG NÝJUM BÍL OG FLUGVÉL Á ORLY FLUGVELLI! ER ÞAÐ SKILIÐ SARDET? SKILIÐ KÓBRA! EN ÞÚ VERÐUR AÐ GEFA MÉR TÍMA ... ÞAÐ TEKUR TÍMA AÐ FÁ FLUGVÉL. MÉR LIGGUR EKKERT Á, EN HARALDUR FRÆNDI ÞYRFTI KANNSKI AÐ FÁ AÐ- STOÐ SEM FYRST! ... ... SVO VIÐ SKULUM SEGJA AÐ VERÐI EKKI BÚIÐ AÐ VERÐA VIÐ KRÖFUM MÍNUM VIÐ SÓLARUPPRÁS ÞÁ BINDI ÉG ENDA ÞJÁNINGAR HANS! RÉTT FYRIR SÓLARUPPRÁS KOM VÍKINGASVEITIN ... SARDET ... ÞRÓTTUR YFIRFORINGI HÉR! FÍNT, MÁTTI EKKI SEINNA VERA GAMLI! EN HANN SKILUR EFTIR SIG SVAKALEGA MIKIÐ AF VEGGJAKROTI!! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞRIÐJUDAGINN 13. janúar sl. birt- ist í Morgunblaðinu á forsíðu frétt þess efnis að dómar Hæstaréttar Ís- lands þar sem lög eða tiltekin laga- framkvæmd reist á lögum er talin andstæð stjórnarskránni. Aðalfyrirsögn með stærra letri, „mun algengara hér en á öðrum Norðurlöndum.“ Í miðopnu morgun- blaðsins þennan sama dag var 6 dálka grein eftir Davíð Þór Björgvinsson prófessor sem ber fyrisögnina „Hæstiréttur og stjórnarskráin.“ Grein þessi er afar athyglisverð. Yfirgripsmikil og kemur víða við. Þó finnst mér vanta að tekið sé á því sem mér finnst kjarni málsins varðandi stjórnarskrána. Þar eru 2 greinar sem ekki eru í samræmi hver við aðra. Og þar sem fólk er ekki að handleika stjórnarskrána mjög oft leyfi ég mér að birta hér báðar þessar greinar svo hinn almenni lesandi geti séð þennan mismun í hendi sér með eigin augum. 62. gr. Hin evangelíska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda. Breyta má þessu með lögum. 65. gr. Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litar- háttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna. Fyrri greinin hefur staðið óbreytt frá því við fengum stjórnarskrána frá Dönum 1874. Síðari greinin er nýkomin í stjórn- arskrána, frá 1995 fyrir þrýsting frá Evrópusamtökum sem við erum að- ilar að og þar höfum við undirgengist að hlíta reglum þeirra í mannrétt- indamálum. Ég tel að þessar greinar stangist á og séu ósamræmanlegar og að önnur þeirra verði að víkja úr stjórnar- skránni sem fyrst. Sérréttindi þjóðkirkjunnar sanna vel að hún er ríkiskirkja, arfur frá nítjándu öld sem þegar var orðinn úr- eltur þegar lýveldið var stofnað 1944. Þá var þjóðinni lofað nýrri stjórnar- skrá fyrir 1950 en hún er ókomin enn. Helstu umbæturnar eru breyting- ar á kjördæmaskipan sem engin sátt er um. Ég leyfi mér að skora á alþingis- menn að hrista af sér niðurlægjandi sinnuleysi og koma í verk að semja framtíðar stjórnarskrá þar sem land- ið væri gert að einu kjördæmi og tryggt að jafnrétti væri hér tryggt um trú, siði og trúleysi landsmanna. Það er neyðarlegt að vera með ný kosningarlög sem urðu úrelt áður en þau tóku gildi. Ég hef ekki orðið var við að nýju kosningalögin væru borin undir þjóðina í almennri atkvæða- greiðslu. Það væri lágmarkskurteisi við þjóðina að gefa henni kost á að eiga síðasta orðið, því hennar er áhættan að vera áfram 2. flokks lýræðisríki, þar sem hvorki er jafnrétti um trúmál né stjórnmál. BJÖRGVIN BRYNJÓLFSSON, fv. sparisjóðsstjóri á Skagaströnd. Alþingi og stjórnarskráin Frá Björgvini Brynjólfssyni SKYLDU margir hlusta á næturút- varp Ríkisútvarpsins? Gaman og fróðlegt væri, að gerð yrði könnun á því. Ýmislegt er bitastætt þar, ef vel er að gáð. Eftir að þulurinn hefur sagt, að dagskrá Rásar eitt sé lokið og boðið hlustendum góða nótt, klukkan um tíu mínútur gengin í eitt, tekur næt- urútvarp við með músík, sem ég hlýði sjaldnast á, enda mér lítt hug- stæð. En klukkan eitt er Veðurstof- an mætt til leiks og segir okkur frá veðrinu vítt og breitt um landið, og er það drjúgur lestur. Fréttir eru næst klukkan tvö, og við tekur næturútvarp með músík til kl. fjögur þrjátíu. Þá eru veðurfregn- ir með svipuðu sniði og klukkan eitt. Fréttir taka nú að heyrast á klukkustundar fresti, fyrst klukkan fimm. Oft hlýði ég á þessar fréttir,sem ágætir fréttamenn eins og Jón Þórð- arson og Kristófer Svavarsson lesa. Í lokin er þá að vænta frétta af flugi að vestan og austur um haf. Kenni- tölu flugs er getið. Fróðlegt. Næstu fréttir eru klukkan sex að morgni. Oft sömu fréttaþulir. Þeir, sem ég hefi nefnt, lesa glöggt og hæfilega hátt. Jafnvel þeir, sem teknir eru að tapa heyrn, hafa not af þessum fréttalestri. Mæli ég mjög með þeim, sem þarna standa að verki. En ekki er nóttin alveg á enda enn. Þegar klukkuna vantar fjórðung í sjö koma veðurfregnir. Þá fáum við að vita, hvernig veðrið er á hinum mörgu athugunarstöðvum hringinn í kringum landið. Svo er spáin fyrir hin ýmsu spásvæði landsins lesin, og loks koma öll djúpin. Langur lestur. Loks er morgunandaktin rétt fyr- ir klukkan sjö. Prestar lesa virka daga, en prófastar á sunnudögum. Fer vel á því. Undanfarið hefur séra Karl Valgarður Matthíasson lesið úr guðs orði fyrir okkur, sem vöknuð erum þetta snemma dags. Séra Hannes Örn Blandon, prófastur Eyjafjarðarprófastsdæmis, hefur lesið á sunnudögum undanfarið. Fer hann þar nokkuð eigin leiðir, og er ekkert við því að segja. Þá er kominn dagur, og flest verk- fært fólk að koma sér í vinnu. Þess vegna er best að ljúka þessu rabbi um næturútvarp Ríkisútvarpsins, sem ég þakka af heilum hug. AUÐUNN BRAGI SVEINSSON, Hjarðarhaga 28, 107 Reykjavík. Hlustað á næturútvarpið Frá Auðuni Braga Sveinssyni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.