Morgunblaðið - 06.02.2004, Síða 54

Morgunblaðið - 06.02.2004, Síða 54
DAGBÓK 54 FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn- :Skaftafell og Dettifoss fara í dag. Haukur kem- ur í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Haukur kemur í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, bað og jóga, kl. 14 bingó. Hársnyrt- ing, fótaaðgerð. Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinna, kl. 13– 16,30 smíðar. Bingó spilað 2. og 4. föstudag í mánuði. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 12.30 bað, kl. 9–12 vefn- aður, kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–17 fótaað- gerð, kl. 13–16 vefnaður og frjálst að spila í sal. Kl. 10 helgistund með sr. Kristínu Pálsdóttur. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 9 bað og hár- greiðslustofan opin, kl. 14 söngstund. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinnustofan opin, kl. 10– 13 verslunin opin. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Opin vinnu- stofa, kl. 9–16.30, gönguhópur, kl. 9.30. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 11 leikfimi, kl. 13 opið hús, spilað á spil. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. vinnuhópur í gleri kl. 9, ullarþæfing kl. 13.30. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Opnað kl. 9, brids kl. 13, biljard kl. 13.30. Gerðuberg, félagsstarf, kl. 9–16.30 vinnustofur opnar m.a. almenn handavinna, frá hádegi spilasalur opinn kl. 10 létt ganga, kl. 13.30 kór- æfing. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.05 myndvefnaður, kl. 9.30 málm- og silf- ursmíði, kl. 13 bókband. Á morgun, laugardag- inn 7. febrúar, kl. 12–13 býður Hjörtur M. Guð- mundsson gestum á opnun sýningar á handavinnu sinni í til- efni 80 ára afmælis síns. Sýningin er opin til 29. febrúar. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 glerlist, kl. 10 ganga, kl. 13 brids- kennsla. Kl. 14 Gleði- gjafarnir syngja. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, útskurður, baðþjónusta, fótaaðgerð og hárgreiðsla, kl. 11 spurt og spjallað, kl. 14 bingó. Hvassaleiti 58–60. Fótaaðgerðir virka daga, hársnyrting þriðjudag til föstudags. Norðurbrún 1. Kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 10–11 boccia, kl. 14 leikfimi. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–14.30 handavinna, kl. 10–11 kántrídans. Kl. 13.30 sungið við flygilinn við undirleik Sigurgeirs, kl. 14.30 dansað við lagaval Sigvalda, kl. 15 kennir Sigvaldi salsa, rjóma- terta með kaffinu. Þorrablót verður haldið föstudaginn 13. febrúar. Húsið opnað kl. 17. Sig- urgeir Björgvinsson leikur á flygilinn. Þorra- hlaðborð. Veislustjóri: Gísli S. Einarsson vara- þingmaður, flytur gam- anmál o.fl. Minni karla: Valdís Samúelsdóttir. Minni kvenna: Þórarinn Á. Samúelsson. Fjölda- söngur. Happdrætti. Karlakórinn KKK syngur, kórstjóri og undirleikari Ulrich Ólasson. Sæmi rokk og Didda sýna dans. Hljómsveit Hjördísar Geirs leikur fyrir dansi. Upplýsingar og skrán- ing í síma 562 7077. Vitatorg. Kl. 8. 45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla og myndlist, kl. 9. 30 bókband og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og leikfimi, kl. 12. 30 leir, kl. 13. 30 bingó. Þorrablót Vitatorgs verður haldið fimmtu- daginn 12. febrúar, allir velkomnir, upplýsingar í síma 561 0300. Þjónustumiðstöðin, Sléttuvegi 11. Opið frá kl. 10–14. Félag eldri borgara í Gjábakka. Spilað brids kl. 19 þriðjud. og kl. 13.15 föstud. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, kl. 10. Félag einhleypra. Fundur á morgun kl. 21 í Konnakoti, Hverf- isgötu 105, nýir félagar velkomnir. Munið göng- una mánu- og fimmtu- daga. Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík. Að- alfundurinn verður fimmtudaginn 13. feb. kl. 20 í Höllubúð. Venju- leg aðalfundarstörf. Þorramatur. Í dag er föstudagur 6. febrúar, 37. dagur ársins 2004. Orð dagsins: Í kærleika sínum ákvað hann fyrirfram að veita oss sonarrétt í Jesú Kristi. Sá var vilji hans og náð, sem hann lét oss í té í sínum elskaða syni. (Ef. 1, 5.-7.)     Töluvert hefur veriðfjallað um fjarveru forseta Íslands frá við- burðum tengdum heima- stjórnarafmælinu á póli- tískum vefritum í vikunni.     Ásthildur Sturludóttirritar grein um málið á vefritið Tíkina. „Þau eru einkennileg viðbrögðin sem forseti Íslands sýnir vegna ríkisráðsfundarins sem haldinn var 1. febr- úar sl.,“ segir Ásthildur. „Sérstaklega eru við- brögð hans einkennileg í ljósi þess að aðdragandi fundarins eru heil 100 ár þó seint hafi verið til hans boðað. Auðvitað er sjálf- sagt að haldinn sé rík- isráðsfundur á 100 ára af- mæli heimastjórnarinnar. Það hefði hins vegar verið óeðlilegt að halda ekki ríkisráðsfund og beinlínis skrýtið að nýta ekki tæki- færið og staðfesta nýja reglugerð um stjórn- arráðið á afmælisdegi þess. Þetta allt mátti for- setinn vita. Það er því hjá- kátlegt að hann beri því við að fundinum hafi verið haldið leyndum fyrir hon- um og að hann hafi lítið vitað um hátíðahöldin í kringum afmæli íslensku heimastjórnarinnar.     Hátíðahöldin áttu ekkiað fara fram hjá nein- um þeim sem þekkja ís- lenska stjórnmálasögu. Hvað þá þeim sem hafa doktorspróf í íslenska stjórnkerfinu líkt og for- setinn. Þess vegna átti Ólafur Ragnar Grímsson að sjálfsögðu að gera ráð fyrir því að vera á Íslandi þann 1. febrúar 2004 til þess að fagna með ís- lensku þjóðinni á þessum hátíðisdegi. Annað er hrein móðgun við íslenska lýðveldið og fram- kvæmdavaldið. Forseti Ís- lands fer ekki til Banda- ríkjanna til þess að opna sögusýningu og fara í vetrarfrí þegar slík hátíð- arhöld standa fyrir dyr- um hjá þjóðinni. Slíkt get- ur varla talist brýn nauðsyn. Það er skylda hans sem forseta að vera viðstaddur afmæli sem þetta, jafnvel þó sérstakt hlutverk hans sé ekkert nema að votta fram- kvæmdavaldinu virðingu sína.     Sá ljóti grunur læðisthins vegar að, að for- seti lýðveldisins hafi ekki haft áhuga á að taka þátt í dagskránni sem haldin var í tilefni afmælis heimastjórnarinnar vegna þess að skilgreint hlutverk hans var ekkert. Hann var í aukahlutverki en ekki í aðalhlutverki. Ef það er svo að forseti lýð- veldisins sér sér ekki lengur fært að mæta á svo mikilvægan viðburð vegna þess að einhver annar er í aðalhlutverki má fara að efast um til- gang forsetaembættisins og það geri ég eftir yf- irlýsingar forsetans. Skömmin er því hans en ekki ríkisstjórnarinnar,“ segir Ásthildur Sturlu- dóttir í grein sinni á Tík- inni. STAKSTEINAR Forsetinn og heima- stjórnarafmælið Víkverji skrifar... Listamaðurinn Ólafur Elías-son, sem er fæddur í Dan- mörku af íslenzku foreldri, hef- ur undanfarin ár verið í þeirri stöðu að bæði Íslendingar og Danir gera tilkall til hans – sem Ólafur lætur sér reyndar í léttu rúmi liggja. Hann sagði í viðtali við Morgunblaðið fyrir tæpum tveimur árum um þá ákvörðun danska menningarmálaráðu- neytisins að velja hann til að taka þátt í Feneyjatvíæringnum fyrir hönd Danmerkur: „Getan til að taka þátt í menningar- umræðunni á þrepinu fyrir ofan þjóðlega planið; – þ.e. á alþjóðlegum vettvangi og mikilvægi þess fyrir Danmörku, ráða vali þeirra á lista- manni til að sýna í Feneyjum. Þeir áttu þess vegna ekkert í vandræðum með að leita til mín, enda kalla þeir mig dansk-íslenzkan listamann.“ x x x Ólafur Elíasson er auðvitað fyrstog fremst mótaður af alþjóð- legum straumum – hann er af ís- lenzku foreldri, uppalinn í Dan- mörku, býr og starfar í Þýzkalandi og vinnur með fólki víða um heim. Það, sem er mikilvægt fyrir Íslend- inga, er að hann er virkur þátttak- andi í íslenzkum myndlistarheimi, eins og sýningar hans hér á landi hafa borið vott um, ekki sízt sú sem nú stendur í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Sú ræktarsemi, sem Ólafur hefur sýnt Íslandi, er til þess fallin að vekja athygli umheimsins á íslenzku listalífi yfirleitt. x x x Þegar forsetafrúin lýsti því yfir aðekki ætti að láta Dani eina eigna sér Ólaf, hugsaði Víkverji til þess að listamaðurinn væri kominn í svipaða stöðu og myndhöggvarinn Bert- el Thorvaldsen fyrir rúmlega hálfri annarri öld. Þá og lengi síðan hafa Danir og Íslendingar ekki verið sammála um það hvort Ísland geti gert tilkall til listamannsins, sem var fæddur í Danmörku en átti íslenzkan föð- ur. Thorvaldsen, rétt eins og Ólafur, bjó reyndar lengst af í þriðja landinu, í Rómaborg á Ítalíu. Líkt og Ólafur Elíasson var hann alþjóðlegur listamað- ur, því að í nýklassískum verk- um hans er fátt, sem vísar sér- staklega til Danmerkur eða Íslands. En í þá daga skipti þjóðerni meira máli en nú og Thorvaldsen sendi Íslendingum hjartfólgna sönn- un þess að hann liti á sig sem Íslend- ing, a.m.k. öðrum þræði. Hann gerði skírnarfont í Dómkirkjuna í Reykja- vík og hjó á bakhlið hans áletrun, þar sem hann segist gefa landi feðra sinna listaverkið. Ólafur Elíasson gæti auðvitað sýnt mönnum í eitt skipti fyrir öll að hann liti á sig sem Íslending með því að höggva það ein- hvers staðar í stein – en líkast til ger- ir hann það ekki. Rétt eins og Thor- valdsen er hann „á þrepinu fyrir ofan þjóðlega planið“. Morgunblaðið/Sverrir Ólafur Elíasson: Engar yfirlýsingar klappaðar í stein eins og hjá Thorvaldsen. Fordómar KRISTJANA Vagnsdóttir skrifar í Velvakanda 3. febr- úar sl. undir fyrirsögninni öryrki eða ekki. Hún segist vera sammála Davíð Odds- syni þegar hann talaði um breytt mat á örorku. Ég heyrði ekki þessi orð hans, en mér finnst Kristjana geysast fullhratt fram á rit- völlunn og tala um að allir öryrkjar gangi ekki undir því nafni. Hún talar um að margir vilji vera það en sigla undir svörtum fána. Það er nógu slæmt að vera öryrki vegna slyss eða veikinda og þurfa að skrimta af lágum bótum þó að þessu fólki mæti ekki tortryggni og sé látið jafnvel liggja að því að það sé að gera sér upp veikindi sín. Ég veit um marga öryrkja sem óska sér einskis frekar en að geta unnið, því tími þessa fólks er oft lengi að líða og sumir einangrast félagslega. Ég vil ráðleggja Kristjönu að kynna sér málin betur áður en hún tjáir sig um málefni öryrkja. Sigrún Ármanns Reynisdóttir. Þriðja kryddið KONA frá Selfossi undrast yfir því að þriðja kryddið skuli notað í uppskrift í Morgunblaðinu, en þriðja kryddið er miklu algengara í mat en hún heldur. Má nefna spægipylsu frá kjöt- vinnslu á Suðurlandi og olívur í dós frá Spáni, seld- ar í sælkerabúð í Reykja- vík. Fleiri dæmi gæti ég nefnt. Gaman væri að fá álit Laufeyjar Steingrímsdótt- ur matvælafræðings á þriðja kryddinu, öðru nafni monosodium glutamate E621. Ingi Stein. Síróp frá Karó BRYNDÍS spyr um síróp frá Karó í Velvakanda 4. febrúar sl. Samkvæmt upp- lýsingum okkar flutti Heildverslunin Karl K. Karlsson þetta vörumerki inn en er því miður hætt því og veit ekki til þess að neinn hafi tekið við inn- flutningnum. Kveðja, Helga Þorsteinsdóttir, Þjónustuveri Gulu línunnar. Er Háskólinn í óreglu? ÞAÐ heyrir nú til undan- tekninga í HÍ að mæta í fyrirlestra eða svokallaða dæmatíma. Þess í stað hef- ur það þótt æ sjálfsagðara að mæta í svokallaðar vís- indaferðir sem eru í raun afsökun fyrir áfengis- neyslu. Þetta er neikvæð þróun. Ef fram heldur sem horfir mun brottfallið aukast, atvinnuleysi einnig í kjölfarið ásamt öðrum vandamálum. Háskólanem- ar: Snúum þróuninni við og mætum í skólann. Ólafur Þórisson. Dýrahald Kettling vantar heimili YNDISLEGUR átta vikna kassavanur högni óskar eftir góðu heimili sem allra fyrst. Upplýsingar í síma 562- 4766. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 sax, 4 hnusar af, 7 ekki djúp, 8 kvabbs, 9 tók, 11 tóma, 13 ilma, 14 gál- an, 15 bráðum, 17 brúka, 20 hlass, 22 alir, 23 fisk- urinn, 24 skynfærin, 25 hreinar. LÓÐRÉTT 1 mæla, 2 smyrsl, 3 karl- ar, 4 görn, 5 stygg, 6 þvaðra, 10 dáð, 12 beita, 13 elska, 15 fást við, 16 næstum ný, 18 heiðursmerki, 19 get- ur gert, 20 heiðurinn, 21 slæmt. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 termítana, 8 fælir, 9 feita, 10 ill, 11 móður, 13 asnar, 15 sögðu, 18 ólgan, 21 Róm, 22 tórum, 23 iðnað, 24 riklingur. Lóðrétt: 2 eplið, 3 mærir, 4 tafla, 5 náinn, 6 ófim, 7 maur, 12 urð, 14 sál, 15 sótt, 16 gerpi, 17 urmul, 18 óminn, 19 gengu, 20 næði. Krossgáta  Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.