Morgunblaðið - 06.02.2004, Side 58

Morgunblaðið - 06.02.2004, Side 58
ÍÞRÓTTIR 58 FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ KÖRFUKNATTLEIKUR KR – KFÍ 111:84 DHL-höllin, úrvalsdeild karla, Intersport- deildin, fimmtudagur 5. febrúar 2004. Gangur leiksins: 0:3, 4:5, 9:7, 13:9, 19:17, 21:23, 23:25, 28:29, 32:35, 38:39, 44:41, 50:43, 55:45, 60:49, 68:56, 71:61, 76:65, 84:70, 91:75, 95:77, 101:82, 111:84. Stig KR: Josh Murray 36, Steinar Kaldal 17, Magni Hafsteinsson 13, Baldur Ólafs- son 13, Ólafur Már Ægisson 11, Hjalti Kristinsson 8, Helgi Reynir Guðmundsson 8, Magnús Helgason 2, Skarphéðinn Inga- son 2. Fráköst: 38 í vörn, 10 í sókn. Stig KFÍ: Troy Wiley 34, Bethuel Fletcher 21, Ja Ja Bey 17, Pétur Már Sigurðsson 7, Pétur Þ. Birgisson 2, Haraldur Jóhannes- son 1. Fráköst: 21 í vörn, 18 í sókn. Villur: KR 21 – KFÍ 16. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Gunnar Freyr Steinsson, í góðu jafnvægi frá upp- hafi til enda. Áhorfendur: Ekki gefið upp en rúmlega 100 á að giska. Staðan: Snæfell 16 13 3 1365:1295 26 Grindavík 16 13 3 1424:1350 26 Keflavík 15 10 5 1461:1277 20 Njarðvík 16 10 6 1465:1367 20 KR 16 10 6 1486:1405 20 Haukar 16 9 7 1304:1280 18 Hamar 16 9 7 1354:1354 18 Tindastóll 16 8 8 1486:1415 16 ÍR 16 5 11 1374:1458 10 Breiðablik 15 3 12 1209:1321 6 KFÍ 16 3 13 1467:1658 6 Þór Þorl. 16 2 14 1306:1521 4 NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: LA Clippers 95 Boston .........................95:86 Toronto 110 Orlando ...........................110:90 Memphis 103 Washington ................103:101 New Jersey 99 Miami ...........................99:88 Dallas 113 New Orleans....................113:104 Houston 103 Milwaukee .....................103:89 LA Lakers 111 Cleveland.................111:106  Eftir framlengingu. Atlanta 97 Minnesota............................97:89 Chicago 95 Utah ....................................95:79 Portland 101 Phoenix..........................101:97 HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla Víkingur – FH.......................................29:31 Mörk Víkings: Bjarki Sigurðsson 7, Ás- björn Stefánsson 6, Tomas Kavolius 4, Benedikt Árni Jónsson 3, Andri Haralds- son 3, Davíð Ólafsson 2, Björn Guðmunds- son 2, Þröstur Helgason 1, Brjánn Bjarna- son 1. Mörk FH: Logi Geirsson 9, Arnar Péturs- son 8, Guðmundur Pederssen 6, Jón Helgi Jónsson 5, Hjörtur Hinriksson 3. Selfoss – Breiðablik .............................35:32 Mörk Selfoss: Ramunas Kalendauska 11, Haraldur Þorvarðarson 9, Ramunas Mika- lonis 6, Ívar Grétarsson 5, Arnar Gunnars- son 2, Hörður Bjarnason 1. Mörk Breiðabliks: Björn Guðmundsson 13, Ólafur Snæbjörnsson 8, Gunnar Jónsson 3, Sigurður Jakobsson 3, Davíð Ketilsson 2, Orri Hilmarsson 1, Kristján Hallgrímsson 1, Ágúst Guðmundsson 1. Þór A. – Afturelding ............................33:25 Mörk Þórs: Goran Gusic 12, Árni Þór Sig- tryggsson 11, Þorvaldur Sigurðsson 3, Orri Stefánsson 2, Sigurður Sigurðsson 2, Berg- þór Morthens 2, Sindri Viðarsson 1. Mörk Aftureldingar: Hilmar Stefánsson 10, Hrafn Ingvarsson 5, Jens Ingvarsson 4, Daníel Grétarsson 2, Ernir Hrafn Arnar- son 3, Einar Hrafnsson 1. BLAK 1. deild karla: HK – ÍS.......................................................1:3 (22:25, 25:21, 23:25, 20:25) KNATTSPYRNA Spánn Bikarkeppni, undanúrslit, fyrri leikur: Alves – Zaragoza .......................................1:1 Ítalía Bikarkeppni, undanúrslit, fyrri leikur: AC Milan – Lazio.......................................1:2 Skotland Deildabikarkeppnin, undanúrslit: Hibernian – Glasgow Rangers.................1:1  Hibernian vann 4:3 í vítaspyrnukeppni. HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, RE/MAX-deildin: Ásgarður: Stjarnan - KA ......................19.15 Framheimili: Fram - ÍR .......................19.15 Hlíðarendi: Valur - Grótta/KR..................20 Ásgarður: Haukar - HK.............................20 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla: Laugardalsh.: Ármann/Þróttur - Fjölnir.20 KNATTSPYRNA Reykjavíkurmót karla, A-riðill: Egilshöll: Valur - KR .................................19 Egilshöll: Þróttur - ÍR ...............................21 Í KVÖLD ÚRSLIT Gestirnir frá Ísafirði voru frískirá meðan þrekið var fyrir hendi, Troy Wilson, miðherji liðsins, lét mikið að sér kveða undir körfunni og sópaði villum á Josh Murray landa sinn úr KR. Þeir virtust ekki vera neinir perluvinir í upphafi leiks og háðu margar rimmur undir körfunni. Trevor Diggs lék ekkert með KR vegna meiðsla og hinn danski Jesper Sörensen verður frá í einhverjar vik- ur til viðbótar vegna tábrots. Því þurftu íslensku leikmennirnir í liðinu að axla meiri ábyrgð, sem þeir og gerðu. Helgi Reynir Guðmundsson, Ólaf- ur Ægisson og Steinar Kaldal áttu fínar rispur, auk þess sem Baldur Ólafsson sýndi á sér sparihliðarnar að þessu sinni. Steinar átti reyndar körfu kvöldsins er hann tróð með til- þrifum í lok leiksins eftir sendingu frá Ólafi. Vel gert drengir. KFÍ hafði yfirhöndina eftir fyrsta leikhluta, 21:23, en náði ekki að fylgja þeirri byrjun eftir. Í hálfleik hafði KR skorað 50 stig en Banda- ríkjamennirnir í liði KFÍ höfðu skor- að samtals 39 stig og Pétur Sigurðs- son 4. Um leið og draga fór af leikmönn- um KFÍ náðu KR-ingar að skora auðveldar körfur. Og 111 skoruð stig þeirra segja meira um lélega vörn gestanna en lipran sóknarleik KR. Hrafn Kristjánsson, þjálfari KFÍ, hlýtur að leggja áherslu á samvinnu á næstu æfingum. Og við Bethuel Fletcher, leikstjórnanda liðsins, ætti hann að segja: „Gefðu boltann á fé- laga þína sem eru fyrir utan þriggja stiga línuna.“ Það var sorglegt að sjá leikmenn á borð við Baldur Jónasson og Pétur Sigurðsson standa og horfa á 85% af leiknum. Ekki fengu þeir boltann frá félögum sínum. Ja Ja Bey var fínn í fyrri hálfleik hjá KFÍ og skoraði þá 14 stig en hann bætti aðeins við þremur stigum í þeim síð- ari. KR-liðið á enn mikið inni, af leikn- um í gær að dæma. Nái þeir að slípa leik sinn enn betur má búast við miklu af liðinu. Þá þurfa leikmenn á borð við Baldur, Steinar og Ólaf að leggja meira af mörkum í sókninni; þeir sýndu það í gær að þeir geta vel sett boltann ofan í körfuna. Murray virðist vera happafengur fyrir liðið en Hjalti Kristinsson setti svip á leikinn er hann skoraði átta stig und- ir lok leiksins við mikinn fögnuð heimamanna. Níu leikmenn af tíu í liði KR komust á blað en aðeins Diggs kom ekki inná í leiknum að þessu sinni. KFÍ skorti þrek gegn KR KR er lið sem ætlar sér að vinna titla í körfuknattleiksíþróttinni og í gærkvöldi var lið KFÍ engin hindrun fyrir Reykjavíkurliðið í úrvals- deild karla. Lokatölur 111:84. Hins vegar þarf margt að breytast í næstu leikjum KR ætli liðið sér að leika alla þá leiki sem í boði eru í úrslitakeppninni í vor. Af og til smella hlutirnir saman, en þess á milli eru leikmenn liðsins ekki að lesa sömu bókina. Bandaríkja- mennirnir þrír í liði KFÍ skoruðu um 90% af stigum liðsins og höfðu ekki þrek til þess að draga vagninn enn lengra að þessu sinni. Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar Könnunin náði til alls landsinsog af 1.350 manna úrtaki svöruðu 803. Af þeim vildu 52,1 prósent að leikirnir hæfust á bilinu 18 til 19 á kvöldin, 13,6 prósent að þeir hæfust kl. 19.15 til 19.30 og 34,3 prósent að þeir hæfust kl. 20. Geir Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri KSÍ, sagði við Morgunblaðið að í kjölfarið á þessum niðurstöðum væri full ástæða til að skoða alvar- lega að hefja leikina fyrr, eða á bilinu kl. 18 til 19. „Heildarniður- staðan er sú að tveir þriðju hlutar fólks vilja að leikirnir hefjist kl.18 til 19.30 en þriðjungur að þeir hefj- ist kl. 20, og það staðfestir í mínum huga að færslan til kl. 19.15 átti fullan rétt á sér. Það verður farið mjög vel yfir þessar vísbendingar á næstunni,“ sagði Geir. Aðstaða á völlum Í könnuninni kom einnig í ljós að 41,4 prósent aðspurðra töldu að- stöðu fyrir áhorfendur á íslenskum knattspyrnuvöllum vera slæma en 33,8 prósent töldu hana góða. „Það kom eiginlega á óvart að þó þetta margir skyldu telja aðstöð- una góða, því við gerum okkur grein fyrir því að þar þarf að gera miklar úrbætur. Sú uppbygging er að mestu langtímamarkmið, en þó er ljóst að á mörgum völlum er hægt að bæta aðstöðuna verulega með litlum tilkostnaði. Bæði á því sviði, og hvað það varðar að auka stemningu á leikjunum, eru margir litlir hlutir sem skipta máli,“ sagði Geir. Þetta er í fyrsta skipti sem KSÍ gengst fyrir mælingu eins og þess- ari og Geir sagði að hún væri sam- bandinu afar mikilvæg. „Þetta er fyrsta skrefið hjá okkur til að rann- saka þann hóp fólks sem sækir knattspyrnuleiki, og við viljum nýta þá vitneskju sem mælingin gefur okkur til að komast nær okk- ar markhópi og auka aðsóknina. Þarna komu fram fleiri atriði, eins og það að fólk sækir fyrst og fremst heimaleiki hjá sínu eigin fé- lagi, sem er mjög jákvætt. Við höf- um gert fleira en þetta, í haust sendum við til dæmis forystumenn KSÍ og formenn allra félaga í Landsbankadeildinni til Svíþjóðar til að kynna sér þær leiðir sem Sví- ar hafa farið til að auka aðsókn á leikjum. Þeir hafa náð verulega at- hyglisverðum árangri á því sviði síðustu árin og af því viljum við læra,“ sagði Geir Þorsteinsson. Gallup vann markaðsrannsókn fyrir KSÍ Knattspyrnu- áhugamenn vilja fara fyrr á völlinn KNATTSPYRNUSAMBAND Íslands skoðar þessa dagana þann möguleika að hefja leiki á Íslandsmótinu í knattspyrnu enn fyrr en áður. Undanfarin tvö ár hafa flestir leikir í efstu deild karla hafist kl. 19.15, í staðinn fyrir kl. 20 sem var hefðbundinn leiktími um langt árabil, en markaðsrannsókn sem Gallup vann fyrir KSÍ bendir til þess að knattspyrnuáhugamenn vilji fara fyrr á völlinn – jafnvel strax eftir vinnu, þannig að þeir eiga kvöldin frí. ENSKA knattspyrnufélagið Charl- ton Athletic, sem Hermann Hreið- arsson leikur með, á von á veruleg- um hagnaði í kjölfar þess að Tottenham keypti sóknarmanninn Jermain Defoe frá West Ham fyrr í vikunni fyrir tæpar 900 milljónir króna. Defoe er uppalinn hjá Charl- ton og félagið fékk um 180 milljónir króna, samkvæmt úrskurði enska knattspyrnusambandsins, þegar hann fór til West Ham fyrir fimm ár- um, þá 16 ára gamall. Reiknað er með að Charlton fái um 90 milljónir króna í sinn hlut að þessu sinni. Peter Varney, framkvæmdastjóri Charlton, segir að knattspyrnustjór- inn, Alan Curbishley, fái peningana til að styrkja liðið, í viðbót við þá 1,3 milljarða sem félagið fékk fyrir söl- una á Scott Parker til Chelsea í síð- ustu viku. Það er því viðbúið að Charlton styrki leikmannahóp sinn nokkuð næsta sumar. Charlton hagnast vel á Defoe PÁLL Ólafsson er tekinn við þjálf- un Íslandsmeistaraliðs Hauka í handknattleik og mun stýra því út tímabilið í stað Viggós Sigurðs- sonar, sem hættur er störfum. Páll hefur verið aðstoðarþjálfari Hauka undanfarin þrjú og hefur verið hægri hönd Viggó þennan tíma. „Ég ákvað eftir góða um- hugsun að taka starfið að mér,“ sagði Páll við Morgunblaðið í gær en hans fyrsta verk verður að stýra liðinu gegn bikarmeisturum HK í fyrstu umferð úrvalsdeild- arinnar sem hefst í kvöld. Spurður hvað hefði vegið þyngst í ákvörðun hans sagði Páll; „Það má eiginlega segja að Viggó hafi gert útslagið. Hann hvatti mig eindregið til að taka við og svo er Haukahjartað stórt í mér. Mér fannst þeir komnir upp að vegg og voru í vandræðum og mér fannst erfitt að skilja við þá á þessum tímapunkti. Stjórn og leik- menn hafa lýst trausti á mig og ég hefði ekki tekið við þessu ef annað hefði verið uppi á ten- ingnum.“ Litháinn Dalius Racikevicius hefur yfirgefið Hauka en mun ganga í raðir Badel Zagreb. Landi hans Robertas Pauzuolis er að jafna sig af meiðslum og verður í leikmannahópi liðsins gegn HK í kvöld, en línumaðurinn Aliaks- andr Shamkuts verður hins vegar ekki með. Páll Ólafsson tekur við Haukaliðinu KARLALANDSLIÐ Íslands í tennis lék í gær gegn Mónakó í 3. deild Davis Cup keppninnar sem fram fer í Litháen þessa dagana. Arnar Sig- urðsson og Raj Bonifacius töpuðu einliðaleikjum sínum en unnu tví- liðaleikinn. Raj tapaði í tveimur settum, 4:6 og 2:6. Arnar lék einnig tvö sett og tapaði 3:6 og 2:6. Í tví- liðaleiknum unnu þeir í tveimur settum, 7:5 og 6:4. Í fyrradag lék liðið gegn Makedóníu og tapaði 3:0. Í dag leikur íslenska liðið gegn Andorra og verður það að vinna þann leik ef liðið á að eiga mögu- leika á að keppa til úrslita um helgina. Að öðrum kosti þarf liðið að berjast fyrir því að Ísland haldi sæti sínu í þriðju deild. Tap gegn Mónakó OTTMAR Hitzfeld, þjálfari þýska knattspyrnuliðsins Bayern Münc- hen, brást illa við tapleik sinna manna gegn 2. deildarliðinu Alem- annia Aachem í þýsku bikarkeppn- inni á miðvikudag, 2:1. Hann hefur nú meinað leikmönnum sínum að taka þátt auglýsingum og öðru slíku. Hitzfeldt vill að leikmenn ein- beiti sér alfarið að fótboltanum en hann telur að utanaðkomandi trufl- anir eins og að taka þátt í auglýs- ingum sé ein af ástæðunum fyrir því hversu illa hefur gengið á leik- tíðinni. „Mig grunar að sumir leikmenn hafi um of margt annað að hugsa og það hafi tekið frá þeim einbeit- inguna,“ segir Hitzfeldt, sem ætlar ekki að aflétta auglýsingabanninu fyrr en lið hans fer að spila betur. „Við stöndum á ákveðnum kross- götum hvað tímabilið varðar. Það hriktir aðeins í stoðum hjá okkur en ég vil ekki tala um neina krísu. Ég hef trú á því að við vinnum okk- ur út úr erfiðleikunum,“ segir Hitz- feld Ottmar Hitz- feld argur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.