Morgunblaðið - 06.02.2004, Side 59
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004 59
Aðalfundur
Aðalfundur Íþróttafélagsins
Fylkis verður haldinn
í Fylkishöll
föstudaginn 13. febrúar nk.
kl. 17.30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Önnur mál
Stjórn Íþróttafélagsins Fylkis
KEVIN Keegan, knattspyrnustjóri
Manchester City, segir að mark-
varsla Árna Gauts Arasonar í síðari
hálfleik þegar hann varði glæsilega
aukaspyrnu Þjóðverjans Christians
Ziege og í kjölfarið skalla Úrú-
gvæans Gustavo Poyet hafi verið
vendipunktur leiksins þegar læri-
sveinar hans unnu á magnaðan hátt
bikarleikinn gegn Tottenham, 4:3,
eftir að hafa lent 3:0 undir.
„Árni var frábær fyrir okkur og
þvílík eldkírn sem hann fékk. Hann
gat lítið gert í mörkunum þremur
sem hann fékk á sig og ekki hjálp-
aði vörnin honum, svo mikið er víst.
Þegar maður lítur til baka þá er ég
ekki í nokkrum vafa að frábær
markvarsla Árna þegar hann fyrst
varði spyrnu Ziege og tók svo skall-
ann frá Poyet af marklínunni hafi
verið vendipunktur leiksins og
hann á hrós skilið,“ sagði Keegan á
heimasíðu Manchester City.
Árni Gautur fékk hæstu einkunn
hjá enska blaðinu Manchester
Evening News ásamt Shaun Wright
Phillips en báðir fengu þeir 8 í ein-
kunn fyrir frammistöðu sína.
„Frammistaða Árna var galla-
laus. Hann varði í það minnsta
þrisvar sinnum á meistaralegan
hátt eftir að hafa lent í miklu áfalli í
fyrri hálfleik,“ sagði í umsögn
blaðsins um Árna Gaut.
Peter Schmeichel, fyrrverandi
landsliðsmörkvörður Dana, hrósaði
Árna Gaut mikið í útsendingu BBC.
Keegan hrósar mark-
vörslu Árna Gauts
STEFAN Kretzschmar, skraut-
fuglinn í þýska handknattleiksliðinu
Magdeburg og þýska landsliðsins,
hefur skrifað undir samning við
Magdeburg sem gildir til ársins
2010. Kretzschmar, 31 árs, mun spila
undir stjórn Alfreðs Gíslasonar hjá
Magdeburg til ársins 2007, en vinna
eftir það við markaðsmál hjá félag-
inu. Kiel og Barcelona hafa ítrekað
reynt að bera víurnar í Kretzschmar,
sem heldur tryggð við Magdeburg
sem hann hefur leikið með síðan
1996.
AÐ sögn breska blaðsins The Gu-
ardian mun David Beckham, fyrir-
liði enska landsliðsins og leikmaður
með Real Madrid á Spáni, græða
12,6 millj. ísl. kr. á viku við það að
skattar af tekjum erlendra knatt-
spyrnumanna á Spáni fara úr 45% af
launum þeirra í 25%.
NEWCASTLE hefur lánað Nott-
ingham Forest sóknarmanninn
unga, Michael Chopra, í einn mánuð
og einnig framlengt leigusamning
Michael Bridges, sem verður í láni
hjá Leeds næstu þrjá mánuðina.
Newcastle gerði þetta þegar ljóst
var að Craig Bellamy væri búinn að
ná sér eftir meiðsli.
OLE Gunnar Solskjær lék sinn
fyrsta leik síðan hann meiddist í
september með varaliði Manchester
United í gærkvöldi. Upphaflega átti
hann aðeins að leika með í fyrri hálf-
leik á blautum vellinum, en hann var
svo vel upplagður að hann lék einnig
með í seinni hálfleik gegn Aston
Villa. Hann þótti besti maður leiks-
ins og átti þátt í sigurmarkinu, sem
Kieran Richardsons skoraði, 1:0.
FÓLK
Landsliðsmarkvörðurinn lék sinnfyrsta leik fyrir Manchester City
í fyrrakvöld þar sem hann tók þátt í
ótrúlegri endurkomu
liðsins en eftir að
hafa lent 3:0 undir
tókst City að fara
með sigur af hólmi,
4:3, þrátt fyrir að hafa misst mann út
af með rautt spjald í hálfleik. „Okkur
leið ekki vel í búningsklefanum í hálf-
leik. Staðan var nánast vonlaus en við
settum okkur það markmið að vinna
seinni hálfleikinn. Það sást strax í
byrjun seinni hálfleiks að Tottenham
gaf eftir og við færðum okkur það í
nyt. Leikmenn Tottenham hafa talið
sig örugga með að landa sigri og ef-
laust reiknuðu allir með því.“
Þér hefur líklega ekki staðið á sama
þegar Tottenham komst í 1:0 eftir
rúma eina mínútu með sínu fyrsta
skoti og að þið skylduð lenda 3:0 undir
í fyrri hálfleik?
„Nei, að sjálfsögðu var þetta ekki
sú byrjun sem ég óskaði mér. Ég
stefndi að því að halda hreinu í mínum
fyrsta leik en svo kom mark eftir tæp-
ar tvær mínútur. Ég gat lítið við því
gert en þegar tvö mörk bættust svo
við þá leið mér auðvitað mjög illa eins
og öllum leikmönnum liðsins. “
Nú hefur þú séð mörkin sem þú
fékkst á þig. Telurðu að þú hefðir átt
að geta komið í veg fyrir þau?
„Ég hef ekki grandskoðað þau en
ég hef séð þau einu sinni í sjónvarp-
inu. Það var lítið sem ég gat gert í
fyrsta markinu og þó svo að annað og
þriðja markið hafi kannski ekki verið
óverjandi þá er lítið við þeim að segja.
Ég hélt mig vera búinn að loka á Rob-
bie Keane en hann náði að vippa yfir
mig með vinstri fætinum en ég held
að flestir hefðu reynt að nota hægri
fótinn. Ég hélt mig vera með auka-
spyrnuna hjá Ziege en boltinn kom
aðeins of hátt og skotið var það fast að
þó svo að ég næði að snerta boltann
með fingurgómunum gat ég ekki
stýrt honum í burtu.“
Kevin Keegan sagði að markvarsla
þín í seinni hálfleik þegar þú varðir
skotið frá Ziege og tókst svo frákastið
hjá Poyet hefði verið vendipunktur
leiksins. Ert þú samþykkur því?
„Það kom ekki til greina að láta
Ziege skora tvisvar. Ég náði sem bet-
ur fer að krafla í boltann og var fljótur
upp svo mér tókst að ná frákastinu frá
Poyet. Þegar ég lá með boltann í fang-
inu hélt ég að boltinn færi fyrir innan
línuna en sem betur fer var það ekki.
Ég veit ekki hvort þetta hafi verið ein-
hver vendipunktur en vissulega hefði
staðan versnað ef við hefðum fengið á
okkur fjórða markið. Það er gaman að
Keegan skyldi segja þetta og eftir á
að hyggja voru þetta mikilvægar
markvörslur hjá mér.“
Árni segist hafa fengið verk í öxlina
þegar hann henti sér á eftir boltanum
en hann gekkst undir uppskurð í öxl í
desember. „Ég er ekki alveg orðinn
góður í öxlinni og þar sem ég lenti illa
á henni fann ég fyrir verk.“
Árni segir að Keegan hafi verið í
sjöunda himni eftir leikinn. „Það hef-
ur verið mikil pressa á honum og
hann var manna glaðastur eftir leik-
inn. Hann þakkaði mér fyrir leikinn
og hrósaði mér og öllu liðinu fyrir
mikið baráttuþrek. David James var
ekki á leiknum en hann sendi SMS til
Steve McManaman og skilaði sér-
staklega kveðju til mín.“
Það er enginn smáleikur sem bíður
Árna Gauts og félaga hans í 16 liða úr-
slitum bikarkeppninnar – heimsókn
til Englandsmeistara Manchester
United á Old Trafford og fer leikurinn
fram um miðjan febrúar.
„Ég get nú varla beðið eftir því að
fá að taka þátt í þeim leik þó svo að
maður geti ekki gengið að því vísu að
spila þann leik. Ég held samt að
möguleikarnir séu mjög miklir á að ég
standi í rammanum þar sem David
James má ekki spila. Þetta verður
enginn smáleikur og það verður
draumur fyrir mig að leika á Old
Trafford gegn mönnum eins og Nis-
telrooy, Keane og þessum körlum.“
Árni Gautur segist gera sér grein
fyrir því að hann verður látinn víkja
fyrir David James á sunnudaginn
þegar Manchester City tekur á móti
Birmingham í úrvalsdeildinni.
„Það er nokkuð víst að James tekur
stöðu sína að nýju en ég verð bara að
nýta vel þau tækifæri sem ég fæ og
reyna að standa mig sem allra best.
Ég er búinn að æfa mjög vel og er
hægt og bítandi að komast í gott
form. Mig vantar leikform enda var
þetta fyrsti leikurinn hjá mér síðan ég
lék með Rosenborg í Meistaradeild-
inni í desember.“
Þú samdir við Manchester City út
leiktíðina. Hefur eitthvað verið rætt
um að gera lengri samning og hefur
þú áhuga á slíku?
„Nei, það hefur ekki verið gert. Ef
Manchester City hefur áhuga á að
framlengja minn samning þá gæti það
verið góður kostur í sjálfu sér. Ég
ætla bara meta stöðuna í vor þegar
samningi mínum lýkur.“
Finnst þér ekkert óþægilegt að
vera áfram hjá City vitandi það að þú
ert í samkeppni við enska landsliðs-
markvörðinn?
„Jú, auðvitað er það atriði sem ég
þarf að hugsa vel út í og þar af leið-
andi mun ég meta stöðu mína í vor og
hvort einhverjir aðrir möguleikar séu
í stöðunni. Eins og staðan er í dag
mun ég einbeita mér alfarið að Man-
chester City. Mér líkar mjög vel hjá
liðinu. Þetta er stór klúbbur sem hef-
ur stóran og góðan áhorfendahóp og
aðstaðan hjá liðinu alveg fyrsta
flokks.“
Þú hlýtur að hafa fagnað tíðindun-
um þegar greint var frá því að Ísland
mætir Japan og Englandi á æfinga-
móti í Manchester í sumar?
„Það verður frábært að spila þessa
leiki og sérstaklega að mæta Eng-
landi. Ekki skemmir fyrir að leikirnir
verða á okkar heimavelli í Manchest-
er og ef að líkum lætur munum við
David James standa í sitt hvoru
markinu,“ sagði Árni Gautur sem átti
frí frá æfingum í gær en í dag hefst
undirbúningur City fyrir mikilvægan
leik á móti Birmingham.
Reuters
Árni Gautur Arason stóð sig
mjög vel í fyrsta leik sínum í
marki Manchester City og
hrósar Kevin Keegan, knatt-
spyrnustjóri City, honum
óspart. Hér ver Árni Gautur
glæsilega í bikarleiknum,
sem City vann á White Hart
Lane í London, 4:3, og næstu
mótherjar þeirra í keppninni
verða grannarnir í Manch-
ester United. Peter
Schmeichel, fyrrverandi
landsliðsmarkvörður Dana,
hrósaði Árna Gaut fyrir leik
sinn gegn Tottenham, í BBC
Árni Gautur Arason landsliðsmarkvörður hjá Manchester City
Draumur fyrir mig að
leika á Old Trafford
„ÞESSUM leik kem ég aldrei til með að gleyma. Það var magnað að
okkur skyldi takast að snúa leiknum okkur í vil en mann óraði ekki
fyrir því þegar maður gekk út af eftir fyrri hálfleikinn að við ættum
eftir að fara fagnandi af vellinum í leikslok,“ sagði Árni Gautur Ara-
son, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, við Morgunblaðið í gær, en
hann var varla búinn að átta sig á úrslitunum í leik sinna manna
gegn Tottenham í fyrrakvöld.
Guðmundur
Hilmarsson
skrifar