Morgunblaðið - 06.02.2004, Page 68

Morgunblaðið - 06.02.2004, Page 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. HEILDAREIGNIR Landsbankans jukust um 170 milljarða króna, eða 61% á síðasta ári, sem þýðir að mælt í heildareignum er Landsbankinn orðinn stærri en Íslandsbanki og þar með annar stærsti banki landsins á eftir KB banka. Heildareignir Landsbankans námu um áramót 448 milljörðum króna, heildareignir Ís- landsbanka námu 444 milljörðum en KB banki, sem ekki hefur birt árs- uppgjör sitt, átti 541 milljarð eftir fyrstu níu mánuði ársins í fyrra. Afkoma bankans, sem birti árs- uppgjör sitt fyrir árið 2003 í gær, var sú besta í sögu Landsbankans, en hagnaðurinn nam 2.956 milljónum króna eftir skatta sem er 46% aukn- ing frá árinu á undan. Arðsemi eigin fjár bankans eftir skatta var 17,6% og batnaði um 30% milli ára. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segist vera ánægð- astur með hvað náðst hafi að styrkja bankann mikið á árinu og treysta tekjustoðir hans. „Eignir bankans jukust um 170 milljarða á síðasta ári, en það er jafn mikið og heildareignir bankans voru eftir að hann hafði starfað í 113 ár árið 1999. Okkur hef- ur tekist að efna það sem lofað var, að við ætluðum ekki að vera lengi minnsti bankinn,“ sagði Sigurjón. Heildarframlag á afskriftarreikn- ing útlána á árinu hefði verið 4.656 milljónir króna, en úr þeim framlög- um myndi draga á þessu ári. Helsta skýring aukinn vöxtur fyrirtækja- og verðbréfasviða Í fréttatilkynningu frá bankanum segir að helsta skýringin á söguleg- um vexti Landsbankans á árinu 2003, eins og það er orðað, sé stór- aukin starfsemi verðbréfasviðs og fyrirtækjasviðs bankans, en fjöl- mörg öflug fyrirtæki hafi leitað í auknum mæli til bankans með við- skipti sín. Þá sé skýringin einnig aukin starfsemi Landsbankans er- lendis, en á síðasta ári keypti bank- inn Landsbankann Luxemborg þar sem mikill vöxtur varð á seinni hluta síðasta árs. Hreinar rekstrartekjur Lands- bankasamstæðunnar námu 18.982 milljónum króna á árinu 2003 sam- anborið við 13.916 milljónir 2002 og jukust um 5.066 milljónir eða 36%. Þóknunartekjur bankans jukust um 32% á árinu, og námu 6.271 millj- ón króna, og gengishagnaður bank- ans nam 3.361 milljón króna saman- borið við 208 milljóna króna gengishagnað á fyrra ári. Megnið af gengishagnaðinum kemur af hluta- bréfum eða 2.486 milljónir króna. Í fréttatilkynningu segir að gengis- hagnaður hlutabréfa hefði orðið hærri á árinu 2003 ef ekki hefði kom- ið til umtalsverð niðurfærsla á óskráðum hlutabréfum bankans. Rekstrargjöld bankans námu 10.815 milljónum króna á árinu sam- anborið við 8.505 milljónir króna á árinu 2002 og hafa þau hækkað um 27% milli ára. Kostnaðarhlutfall bankans hefur lækkað úr 61% árið 2002 í 57% á árinu 2003. Eignir Landsbankans jukust um 170 milljarða  Hagnaður/14 ÞORGERÐUR Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra lýsti því yfir við utandagskrár- umræður á Alþingi í gær og á opnum fundi með stúdentum að hún væri reiðubúin að láta fara fram stjórnsýslu- og fjárhagsúttekt á HÍ til að styrkja og efla skólann. Páli Skúlasyni háskóla- rektor líst vel á hugmyndina. Menntamálaráðherra sagði einnig að tíma- bært væri að taka upp hreinskilna umræðu um kosti þess og galla að taka upp skólagjöld í skól- um á háskólastigi, þ.m.t. við HÍ. Hún vísaði því algerlega á bug að HÍ hefði búið við fjársvelti að undanförnu heldur þvert á móti hefðu framlög til skólans verið stóraukin, eða um þriðjung frá árinu 2000. Páll Skúlason háskólarektor segir að sér lítist prýðilega á að fram fari stjórnsýslu- og fjár- hagsúttekt á HÍ. Það sé ekkert nema gott um það að segja. „Við erum alltaf að vinna að því að hagræða og spara og gera hlutina betur og svona úttekt getur bara verið ennþá ein leið til þess,“ sagði Páll einnig. Morgunblaðið/Ásdís Rektor líst vel á stjórnsýsluúttekt  Ráðherra/12 Um 200 stúdentar við Háskóla Íslands mynduðu hring utan um aðalbyggingu háskólans í gær. Með því vildu þeir vekja athygli á fjárhagsvanda há- skólans og mótmæla hugmyndum um skólagjöld og fjöldatakmarkanir við skólann. Röskva, samtök félagshyggjufólks, stóð fyrir uppákomunni. „ÉG hélt ég myndi ekki meika þetta. Ég var 5–10 mínútur að reyna að komast út, en það hafð- ist. Hitinn var orðinn svo mikill að ég hélt að þetta væri bara búið allt saman,“ segir Sigurjón Há- konarson, sem komst í fyrrinótt út úr brennandi kjallaraíbúð við Gaukás í Hafnarfirði með því að troða sér út um glugga á herberg- inu sem hann svaf í. Sigurjón vaknaði við hitann frá eldinum. „Fæturnir hafa staðið undan sænginni og það var farið að hitna í þeim,“ segir hann. Eld- urinn logaði í holi fyrir utan her- bergið, sem var hurðarlaust. „Ég komst ekki út þá leiðina, ég treysti mér ekki í það og ég fann hitann á andlitinu á mér þegar ég var að reyna að komast út um gluggann. Þetta var pínulítill gluggi og hann var alveg uppi við loft þannig að ég átti í erf- iðleikum með að komast út.“ Telur Sigurjón að kviknað hafi í út frá kaffivél í eldhúsinu, sem gleymst hafi að slökkva á. Hann hafði síma við rúmið og gat því gert slökkviliði viðvart. Því næst lagði hann skelfingu lostinn til at- lögu við gluggann. „Ég reyndi fyrst að fara með höfuðið á und- an, en það gekk ekki. Ég gat ein- hvern veginn komið öðrum fætinum í gluggagatið og krækt honum í þannig að ég gat troðið mér öfugum út. Það var alveg á það tæpasta, hann var svo þröng- ur glugginn,“ segir Sigurjón. Eftir að út var komið hljóp hann hringinn í kringum húsið til að vekja aðra íbúa, en í húsinu eru fjórar íbúðir. Sigurjón segir að íbúðin sé öll svört, eitthvað af húsgögnum hafi brunnið og eins eldhúsinnrétt- ingin öll. Hann hafði ekki reyk- skynjara í íbúðinni og prísar sig sælan að hafa vaknað. „Það sögðu það flestir sem komu að þessu að þetta hefði verið mikil heppni,“ segir Sigurjón. Hann vill koma miklu þakklæti til starfsfólks bráðamóttökunnar, segir að mót- tökurnar sem hann fékk hafi ver- ið alveg til fyrirmyndar. Að sögn Slökkviliðs höfuðborg- arsvæðisins var ekki um mikinn eld að ræða en töluverður reykur hafði myndast og tók nokkra stund að reykræsta húsið. „Hélt að þetta væri bara búið“ Sigurjón Hákonarson BÚAST má við auknum fjölda skordýra sem verða skaðvaldar í íslenskum plöntum á næstu árum vegna hækkandi hitastigs og eru nokkrar tegundir við það að nema hér land. Þetta kom fram í máli Guðmundar Halldórssonar, skor- dýrafræðings á Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá, á fræða- þingi landbúnaðarins í gær. Hann segir samverkandi áhrif undirbúa jarðveginn fyrir nýjar tegundir skordýra, þær lifi betur af þegar vetur verða heitari, og þær tegundir sem fyrir eru eiga erfitt þegar það umhverfi sem þær hafa aðlagast breytist. Meðal þeirra skaðvalda sem lík- legt er að setjist hér að með hækkandi hitastigi er kálmölur, gulrótarfluga og ýmsar tegundir blaðlúsa á korni, og eru þessar tegundir því sem næst á bryggju- sporðinum, segir Guðmundur. Aðrar tegundir þurfa meiri hita til að þrífast hér á landi, en líklegt er að loftslagið verði þeim hentugt á næstu áratugum. Þá gætu kart- öflubjöllur skotið upp kollinum, sem hafa valdið miklu tjóni í kart- öflurækt annars staðar í heimin- um. Einnig gætu barkbjöllur sest hér að, en þær hafa valdið miklum skaða á barrskógum víða erlendis. Hækkandi hitastig hefur ekki bara þau áhrif að nýjar tegundir geta numið hér land, tegundir sem þekktar eru hérlendis en hafa ekki verið áberandi gætu náð sér á strik. Til dæmis tegundir eins og ertuygla og skógfeti, en lirfur þessara tegunda valda oft miklu tjóni á trjám. Kálfluga og sitkalús gætu einnig valdið mun meira tjóni en þær gera í dag. Einnig gætu sjúkdómar eins og kálæxla- veiki og kartöflumygla orðið al- gengari. Áhrif hækkandi hitastigs Nýjar tegundir skaðvalda  Unnt að/4 ENGINN má fleygja rusli á almannafæri nema í þar til gerð ílát samkvæmt breyt- ingum á lögreglusamþykkt Reykjavíkur- borgar, sem lagðar voru fram til fyrri um- ræðu í borgarstjórn í gær. Jafnframt mun lögreglan hafa skýra heimild til að vísa þeim mönnum í burtu af almannafæri sem vegna háttsemi sinnar valda vegfarendum eða íbú- um í nágrenninu ónæði eða hættu. Sigrún Elsa Smáradóttir, varaborgar- fulltrúi R-listans, mælti fyrir breytingun- um. Hún sagði einnig nefnt sérstaklega að bannað væri að valda óþrifum á almanna- færi. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði þessar breyting- ar fela í sér framför. Fagnaði hann sérstak- lega áttundu grein samþykktarinnar þar sem bannað er að fleygja rusli nema í þar til gerð ílát. „Ég held að þarna þurfum við að beita lögreglusamþykktinni betur en gert hefur verið,“ sagði Kjartan og fannst óþrif í borginni hafa aukist. Margir kasti sígarett- um út um glugga á bílum og jafnvel tæmi úr öskubakka á þvottaplön. „Ég held að það þurfi að beita viðurlögum í ríkara mæli til að draga úr sóðaskap í borginni,“ sagði Kjart- an og tímabært væri að beina því til lögregl- unnar að hún efni til átaks gegn óþrifum. „Þá held ég að það dugi ekkert annað til en að beita sektum þegar lögreglan sér til manna fleygja rusli á almannafæri.“ Beita á sekt- um fyrir að fleygja rusli ♦♦♦ HITI í janúarmánuði var rúmlega í með- allagi á landinu samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar. Meðalhitinn var rétt fyrir neðan frostmarkið eða 0,2 gráður í mínus, sem er rétt yfir meðallagi. Janúarmánuður í ár var hins vegar mun kaldari en janúarmánuður í fyrra sem var óvenju hlýr en þá var meðalhitinn í mán- uðinum 1,5 gráður. Janúarmánuður nú var tuttugasti og ann- ar mánuðurinn í röð sem hitinn á landinu er í eða yfir meðallagi og er ekki vitað um lengra samfellt tímabil sem svo er sam- kvæmt upplýsingum Veðurstofunnar. Hiti yfir meðallagi 22. mánuðinn í röð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.