Morgunblaðið - 19.02.2004, Qupperneq 2
FRÉTTIR
2 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
VÍSBENDINGAR BERAST
Lögreglu hefur borist nokkur
fjöldi vísbendinga frá almenningi í
kjölfar myndbirtingar af manninum
sem fannst látinn í höfninni á Nes-
kaupstað í síðustu viku, en myndir af
manninum voru birtar í sjónvarps-
fréttum í gærkvöldi. Maðurinn var
27 ára gamall Lithái, en ekki er enn
ljóst hvað maðurinn hét réttu nafni.
Gegn múrnum
Alþjóða Rauði krossinn fordæmir
í nýrri yfirlýsingu múr sem Ísraelar
eru að reisa á milli sín og Palest-
ínumanna á Vesturbakkanum en
sums staðar nær múrinn langt inn á
palestínsk svæði. Ísraelar segja að
múrinn sé reistur til að hindra
hryðjuverkamenn í að komast inn í
landið. Alþjóða Rauði krossinn forð-
ast yfirleitt að tjá sig um pólitískar
deilur en segja að múrinn valdi
hundruðum þúsunda óbreyttra
borgara miklum erfiðleikum og með
honum sé verið að brjóta alþjóðalög.
Sendir úr landi í dag
Ungu mennirnir tveir frá Sri
Lanka sem óskuðu eftir hæli hér á
landi sem pólitískir flóttamenn
verða sendir úr landi í dag. Dóms-
málaráðuneyti hafnaði beiðni mann-
anna um að leyfa þeim að dveljast
hér á landi þar til ráðuneytið úr-
skurðar um ákvörðun Útlendinga-
stofnunar að senda þá úr landi.
Mannskætt lestarslys
Meira en 200 manns, aðallega
slökkviliðsmenn, fórust í Íran í gær
og mörg hundruð manns slösuðust
þegar tugir lestarvagna með
sprengifimu efni sprungu við bæinn
Neyshabur. Talið er að í vögnunum
hafi verið bensín, brennisteinn og
efni í áburð en þeir voru á teinunum
við járnbrautarstöð, ekki tengdir við
eimreið. Vagnarnir runnu af stað og
út af sporinu og kom þá upp eldur í
þeim. Voru slökkviliðsmenn að störf-
um þegar vagnarnir sprungu.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Þjónusta 37
Erlent 14/17 Viðhorf 38
Höfuðborgin 20/21 Minningar 41/47
Akureyri 22 Kirkjustarf 48
Suðurnes 23 Bréf 52
Austurland 24 Dagbók 54/55
Landið 25 Íþróttir 56/59
Daglegt líf 26/27 Fólk 60/65
Listir 27/31 Bíó 62/65
Umræðan 32/40 Ljósvakamiðlar 66
Forystugrein 34 Veður 67
* * *
Kynningar – Morgunblaðinu í dag
fylgir auglýsingablaðið „Frjálst Ís-
land“. Morgunblaðinu í dag fylgir
einnig auglýsingablað frá Ímark.
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir
sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
www.landsbanki.is
sími 560 6000
Varðan - alhliða fjármálaþjónusta
Nokkrir punktar um
beinharða peninga!
Vor í París 14. - 17. maí
Yndisleg vorferð til Parísar þar sem gist verður á 3ja stjörnu
hótelinu Home Plazza Bastille í þrjár nætur. Íslenskur
fararstjóri er Laufey Helgadóttir, listfræðingur.
Verð: 36.475 kr. á mann í tvíbýli auk 10 þús. ferðapunkta.
Innifalið: Flugvallarskattar og þjónustugjöld. Nánari upplýsingar fyrir ofangreind tilboð hjá
Icelandair í hópadeild, sími 505 0406 eða sendið tölvupóst á groups@icelandair.is
FYLLSTA öryggis var gætt þegar leysigeislaæf-
ing fyrir Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar, sem
hefst formlega í dag, fimmtudag, fór fram við
höfnina í Reykjavík í fyrradag. Slökkvilið
Reykjavíkurborgar hefur veg og vanda að viða-
mikilli ljósasýningu með leysigeislum sem unnin
er í samvinnu við ljósahönnuði og verður opn-
unaratriði Vetrarhátíðar. Borgarstjóri, Þórólfur
Árnason, setur hátíðina formlega í Bankastræti
klukkan 19.30 í kvöld en ljósasýningin hefst á
Miðbakka klukkan 20.
Dagskrá Vetrarhátíðar er fjölbreytt en hana
er hægt að nálgast í heild sinni á vef Reykjavík-
urborgar, www.rvk.is. Meðal þess sem er á dag-
skrá í kvöld, fimmtudagskvöld, má nefna glæpa-
sögugöngu sem lagt verður upp í klukkan 20.40.
Vetrarhátíðin er haldin í þriðja sinn í ár og
stendur fram á sunnudag. /31
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vetrarhiminn lýstur upp með leysigeislum
LEIKSKÓLAR í Hafnarfirði verða
lokaðir í fimm vikur í sumar en fjórar
vikur í Kópavogi. Magnús Baldurs-
son, fræðslustjóri Hafnarfjarðar,
segir þetta ákvörðun sem fræðsluráð
hafi tekið í haust. Gerð hafi verið
könnun meðal foreldra þar sem ágæt
sátt var um sumarlokanirnar þótt
auðvitað væru skiptar skoðanir um
lengd þeirra. Spurður hvort í þessu
felist góð þjónusta við foreldra segir
hann að um það megi deila. Hingað
til hafi ekki hávær gagnrýni komið
fram á þetta fyrirkomulag frá því
það var kynnt foreldrum.
Sú breyting hefur orðið að leik-
skólarnir eru ekki allir lokaðir í einu
á sama tíma eins og í fyrra. Nú er
þessu skipt í tvö tímabil sem þó skar-
ast þannig að í tvær vikur verða allir
leikskólar Hafnarfjarðar lokaðir.
Magnús bendir á að foreldrar eiga
þess kost að vista börn sín á öðrum
leikskólum hafi þeir ekki tök á að
fara í frí á tilsettum tíma.
Vistun í öðrum leikskóla
Halla Halldórsdóttir, formaður
leikskólanefndar Kópavogs, segir
leikskóla Kópavogs ekki alla lokaða í
einu nema í eina viku yfir sumarið.
Hver leikskóli sé lokaður í fjórar vik-
ur og sumrinu skipt í þrjú tímabil svo
skólar í sama hverfi séu ekki lokaðir
á sama tíma.
„Foreldrar eiga möguleika á að
óska eftir að barnið þeirra fari í ann-
an leikskóla ef þeir geta ekki tekið
sér frí á þessum tíma. Þá mundi það
vera leikskóli í sama hverfi. Þetta
kemur mjög sjaldan fyrir og er alveg
sérstakt,“ segir Halla.
Þetta fyrirkomulag er samþykkt
strax á haustin og kynnt vel fyrir for-
eldrum í leikskólunum segir Halla.
Spurð um óánægju foreldra leik-
skólabarna segist hún alltaf heyra
eina og eina óánægjurödd en þá sé
alltaf reynt að finna lausn á vanda-
málinu.
Leikskólar Hafn-
arfjarðar lokaðir
í fimm vikur
EKKI er full samstaða milli KB
banka og skiptastjóra þrotabús kjúk-
lingaframleiðandans Móa um gildi
veðs sem bankinn átti í viðskiptakröf-
ur og vörubirgðir fyrirtækisins. Lýst-
ar kröfur í þrotabúið voru um 1.900
milljónir en fram kom á skiptafundi á
mánudag að búast mætti við að til
skipta kæmu um 180 milljónir.
Ástráður Haraldsson skiptastjóri
sagði óvissu um hvernig 180 milljón-
irnar skiptust. KB banki teldi að verð-
tryggingin ætti að ná yfir 128 millj-
ónir og milli sín og bankans væri
meiningarmunur og að líkindum væri
nauðsynlegt að láta reyna á þetta í
ágreiningsmáli fyrir dómstólum.
Búnaðarbankinn [nú KB banki]
fékk á sínum tíma veðrétt í vörum
Ferskra afurða en það fyrirtæki var
síðar sameinað Móum ehf. Ástráður
sagði umdeilanlegt hvort þetta veð
gilti um vörubirgðir Móa og eins væri
ekki augljóst hvernig fara ætti með
vaxtaútreikninga vegna veðréttar.
Hann sagði að ef KB banki fengi ítr-
ustu kröfum sínum framgengt myndi
ekkert fást upp í búskröfur, en sam-
þykktar búskröfur nema um 50 millj-
ónum króna. Lýstar búskröfur námu
um 150 milljónum. Ástráður sagði að
látið yrði á það reyna hvort hægt yrði
að jafna þennan ágreining á fundum
með kröfuhöfum. Ef það tækist ekki
færi málið til héraðsdóms. Hann sagði
að einnig yrði skoðað hvort nauðsyn-
legt væri að höfða riftunarmál vegna
ráðstöfunar eigna áður en fyrirtækið
var úrskurðað gjaldþrota en sagði
ekki hægt að meta hvort svo yrði.
Skiptafundur kjúklingabúsins Móa
Ágreiningur um
veðkröfur KB banka
MAÐUR, kona og barn slösuðust al-
varlega í bílslysi við Blönduós í gær-
kvöld þegar bíl sem þau voru í var
ekið aftan á kyrrstæðan malarflutn-
ingabíl. Voru þau flutt með þyrlu til
Reykjavíkur.
Slysið var nokkru eftir kvöldmat í
gær. Skyggni var slæmt enda þoku-
súld á þessum slóðum. Malarflutn-
ingabíllinn var kyrrstæður vegna
bilunar við bæinn Húnsstaði, rétt
sunnan við Blönduós. Vegna bilunar
var ekki unnt að hafa ljós bílsins
kveikt. Bíll á norðurleið lenti á vagni
vörubílsins og þrennt sem var í bíln-
um slasaðist.
Lögregla og læknir á Blönduósi
komu á staðinn og óskað var eftir að-
stoð Landhelgisgæslunnar. Þyrlan
kom á vettvang nokkru fyrir klukk-
an 10 í gærkvöld og flutti fólkið til
Reykjavíkur. Var það alvarlega slas-
að en ekki var nánar vitað um líðan
þess undir miðnættið.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Lenti á kyrrstæðum
malarflutningabíl