Morgunblaðið - 19.02.2004, Page 10

Morgunblaðið - 19.02.2004, Page 10
LÍKFUNDURINN Í NORÐFIRÐI 10 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ INGER L. Jónsdóttir, sýslumaður á Eskifirði, boðaði fjölmiðla til fund- ar kl. 16 í gær vegna rannsóknar á líkfundi í höfninni á Neskaupstað að morgni miðvikudagsins 11. febrúar síðastliðinn. Morgunblaðið birtir hér í heild sinni yfirlýsingu sem hún las í upphafi fundar. „Svo sem kunnugt er fannst líkið þegar kafari var að kafa við hafn- arkantinn. Tilefni þess að blaða- mannafundur er boðaður er meðal annars það að koma á framfæri þeim upplýsingum sem unnt er og rétt þykir á þessari stundu að upp- lýsa um, meðal annars til að vekja athygli þeirra sem hugsanlega búa yfir upplýsingum. Líkið var klæðalítið þegar það fannst, pakkað inn í plastumbúðir. Það þykir vafalaust að líkinu hafi í þeim umbúðum verið sökkt í höfn- ina með viðfestum sökkum. Á lík- inu voru ekki skilríki eða nokkuð það sem getur vísbendingar um það hver hinn látni er. Líkið sem fannst er af karlmanni sem nú liggur fyrir að er 27 ára gamall Lithái. Mynd hefur verið gerð af andliti hins látna sem látin verður blaðamönnum í té í tengslum við framangreindar upplýsingar. Hann var um það bil 182 cm á hæð, rúmlega meðalmaður í holdum, fremur stuttklipptur og ljós- skolhærður. Við réttarkrufningu kom í ljós að hinn látni bar fíkniefni innvort- is sem hann hefur gleypt í sér- tilbúnum plasthylkjum. Yfirgnæf- andi líkur eru taldar á því að hinn látni hafi komið til Íslands með flugi um Keflavíkurflugvöll núna í byrjun febrúar. Dánarorsök liggur ekki fyrir en ljóst þykir að mað- urinn var látinn áður en hann lenti í sjónum, og að áverkar á líkinu – sem eru stungur – eru tilkomnar eftir andlát mannsins. Rannsókn þessa máls er á for- ræði Sýslumannsins á Eskifirði. Rannsóknin hófst strax í kjölfar þess að kafarar í Neskaupstað til- kynntu til lögreglu um líkfundinn. Í upphafi var óskað eftir aðstoð tæknirannsóknarmanna lögreglu. Tæknirannsóknarlögreglumenn frá tæknideild Ríkislögreglustjór- ans í Reykjavík hófu tæknirann- sókn strax sama dag. Það var leit- að rannsóknaraðstoðar frá embætti Ríkislögreglustjórans, samhliða réttarkrufningu rannsak- aði kennslanefnd Ríkislög- reglustjóra líkið. Frá því að rannsókn hófst hafa, auk starfsmanna frá embætti sýslumannsins á Eskifirði, embætti Ríkislögreglustjórans og Lög- reglustjórans í Reykjavík, lög- reglumenn frá ýmsum öðrum emb- ættum aðstoðað. Til þess að gefa mynd af því hversu umfangsmikil rannsóknin er og hefur verið þá hafa á fjórða tug manna úr lög- reglunni komið að málinu. Eft- irgrennslan víða um land, sem felst meðal annars í því að leita upplýs- inga hjá fólki. Á annað hundrað manns hafa verið yfirheyrðir nú þegar. Enginn hefur verið hand- tekinn vegna rannsóknar málsins. Það er rétt að geta þess að þeg- ar hefur farið fram og er í gangi eftirgrennslan í útlöndum í gegn- um erlend lögreglulið.“ Líkið er af 27 ára göml- um Litháa Lögregla vinnur enn að rannsókn í tengslum við líkfund í höfninni í Nes- kaupstað miðvikudaginn 11. febrúar. Boðað var til blaðamannafundar um málið í gær og skýrt frá helstu niður- stöðum rannsóknarinnar. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdótti Í gær var vika síðan kafari fann fyrir tilviljun lík í höfninni í Neskaupsstað. ur eða grunaður. Spurning: En þessi Lithái, er hann annar af tveimur sem þið leituðuð að í tengslum við þessa tvo Íslendinga? Arnar: Um það viljum við ekkert segja. Við höfum leitað að fjölda, fjölda vitna og yfirheyrt fjölda vitna. Spurning: Hvernig vildi það til að það var farið á heimili manns í Vilnius og sagt að sonur hans væri látinn, svo reyndist það ekki vera? Inger: Það eru ekki fréttir frá okk- ur. Spurning: Þessi Lithái sem gaf sig fram við lögreglu, í gær eða fyrradag eða hvenær sem það var, og hinn látni, eftir því sem best er vitað, tengjast þeir eitthvað? Arnar: Það hafa margir Litháar gefið sig fram við lögreglu. Spurning: Já, en það voru þarna tveir eða þrír. Einn Íslendingur og einn eða tveir Litháar sem gáfu sig fram fyrir nokkrum dögum. Arnar: Ég er ekki viss hvað þú ert að tala um því það hefur svo mikill fjöldi gefið sig fram við lögreglu og gefið skýrslur. Hörður: Ég held að það sé óhætt að fullyrða að það hafa ekki verið stað- fest nein tengsl þessa látna við nokk- urn mann. Það er ekkert staðfest um það. Það er örstutt síðan voru vituð einhver deili á þessum látna manni, hver hann geti verið, en það liggja engin staðfest tengsl fyrir milli hans eða nokkurs annars. Þess vegna hef- ur þetta ekki gengið hraðar en þetta. Spurning: En hafið þið getað rakið eitthvað ferðir hans hér á Íslandi frá því hann kom, að því talið er í byrjun febrúar? Vitið þið um hann einhvers staðar annars staðar en á flugstöðinni væntanlega og í höfninni? Arnar: Að því beinist að sjálfsögðu rannsóknin að stórum hluta. Það er að kortleggja, eins nákvæmlega og unnt er, ferðir allra grunaðra og allra sem til greina koma og að kortleggja þá sólarhringa sem þessir atburðir eiga sér hugsanlega stað. Þá meðal annars ferðalag þessa manns. Spurning: Vitið þið hvar hann hef- ur verið annars staðar? Arnar: Já við vitum náttúrulega um eitthvað af ferðum hans, rann- sóknin beinist meðal annars að þessu og er alls ekki lokið. Spurning: Liggur núna fyrir hvort maðurinn hafi dáið vegna þess að belgir með fíkniefnum hafi rofnað eða hvort meltingarfærin hafi gefið sig með einhverjum hætti? Hörður: Nei, eins og kom fram hjá sýslumanni liggur það ekki endan- lega fyrir. Það má þó skýra frá því að mér vitanlega hefur ekki annað eins magn af fíkniefnum fundist innvortis í einum manni áður. Við teljum að þetta losi að minnsta kosti 400 grömm af hvítu efni, í tugum pakkn- inga og það er rétt byrjað að greina þessar pakkningar, og alls ekki búið að fara yfir allt efnið, en það gefur svörun sem amfetamín. Spurning: Hversu margir tugir pakkninga voru þetta? Hörður: Þeir [pakkarnir] eru milli 50 og 60. Það er þó ljóst að þeir ytri áverkar sem voru á líkinu eru til- komnir eftir andlát og að viðkomandi er látinn áður en hann fer í sjóinn. Spurning: Eru vísbendingar um að reynt hafi verið að kryfja hinn látna, eða opna hann með einhverjum hætti, ná fíkniefnunum úr honum? Hörður: Ég held ekki, það bendir ekki til þess. Spurning: Það voru tilgátur um að hann hafi verið stunginn til að hann Spurning: Þetta er 27 ára Lithái, hvað hét hann? Inger: Það er óvíst. Spurning: Eftirgrennslan í útlönd- um, er það víðar en í Litháen? Hörður: Interpolnetið teygir sig náttúrlega mjög um allan heim, ef út í það er farið. Spurning: En eruð þið að fókusera á einhverja aðra staði sérstaklega? Hörður: Nei, það er verið að nota þessi sambönd sem við höfum. Spurning: Hvernig vitið þið að hann sé 27 ára Lithái þegar þið vitið ekki hvað hann heitir? Hörður: Það var rétt í þessu, eða núna í dag, að koma staðfesting á því að það er búið að finna út ... Spurning: Þið hljótið að vita þá hvað hann heitir. Hörður: Þetta er spurningin um hvaða nafn á að nota. Spurning: Er þetta Litháinn sem sýndur var í fréttum Stöðvar 2 í gær- kvöld? Arnar: Ég bara horfði ekki á fréttir Stöðvar 2 í gærkvöldi þannig að ég því miður veit það ekki. Spurning: Hvernig komust þið á slóðina hver þessi maður væri? Hörður: Með fingrafararannsókn. Spurning: Hann er á sakaskrá hjá lögreglu í einhverju landi, eða lönd- um? Arnar: Það er ekki hægt að segja það að svo stöddu, það er nýlega kom- in staðfesting á því hver maðurinn er, með fingrafarasamanburði, og eins og kom fram hérna áðan ganga menn stundum undir fleiri en einu nafni, þannig að frekari rannsókn á eftir að fara fram á persónu þessa manns. Spurning: Þetta nafn eða þessi nöfn sem heyrst hafa, eða hafa verið fest við þennan mann, tengjast þau á einhvern hátt einhverri glæpastarf- semi svo vitað sé? Arnar: Það er óljóst á þessari stundu. Spurning: Þið vitið að hann kom hingað í byrjun febrúar, eða hvenær sem það var, en hann hefur verið hér á Íslandi af og til? Inger: Að talið er. Arnar: Það getum við ekki sagt á þessari stundu. Spurning: Sagði ekki sýslumaður talið er? Inger: Getum ekki staðfest það. Spurning: En þið hafið grun um það? Inger: Við höfum grun um það. Spurning: Hvers vegna gerið þið þetta núna fyrst, að leita til almenn- ings með mynd af hinum látna, hefði ekki verið eðlilegt að gera það mikið fyrr? Arnar: Mig langar kannski í þessu sambandi að greina frá því að á Ís- landi er náttúrulega týnt fólk, týndir Íslendingar sem var auðvitað byrjað að kanna, jafnframt öðrum aðgerð- um, það tók ákveðinn tíma. Það er bæði af þeim ástæðum og af tillitsemi við aðstandendur þess sem látinn er, það var ekki strax farið af stað með að dreifa myndum. Núna er það tíma- bært að mati þeirra sem rannsaka málið og þess vegna er þetta gert á þessari stundu. Spurning: Þessir þrír sem voru ekki teknir en gáfu skýrslu og ganga lausir, tengjast þeir enn málinu og var þessi Lithái væntanlega með þeim? Arnar: Það hafa eins og kom fram hjá sýslumanninum á annað hundrað manns verið yfirheyrð sem vitni og þau hafa öll sömu stöðu. Það hefur enginn sakborningur verið yfirheyrð- myndi ekki fljóta upp, eru einhverjar vísbendingar um það? Hörður: Nei, menn velta þessu náttúrulega fyrir sér, hvert markmið- ið var að stinga manninn úr því hann var látinn, eða menn hafi ekki vitað að hann var látinn, en sem sagt, formleg niðurstaða krufningarinnar liggur ekki fyrir. Spurning: Voru aðrir áverkar á lík- inu sem gefa til kynna einhverjar bar- smíðar eða eitthvað slíkt? Hörður: Nei, engar. Spurning: Hefur eitthvað komið út úr þessari bílarannsókn? Hörður: Bílarannsóknin er hluti af því sem Arnar var að tala um, það er búið að ræða við eitthvað á annað hundrað vitna. Það sást á þessum dögum í kringum líkfundinn, ég man ekki hvort það var einum, tveimur, þremur dögum áður eða um þetta leyti, þá sást aðkomubíll með að- komumönnum í. Þetta reyndist vera sá bíll. Menn sem voru í honum hafa gefið sig fram, eins og hér hefur kom- ið fram, og gefið skýringar á sínum ferðum og til öryggis, eins og alltaf er gert, til að útiloka alla aðra mögu- leika, var bíllinn skoðaður og það kom ekkert sérstakt út úr því. Hann er kominn á leiguna aftur. Spurning: Hafið þið útilokað tengsl þessara manna, sem að töluðu við ykkur, við þennan tiltekna Litháa sem fannst í höfninni? Arnar: Við höfum ekkert útilokað. Spurning: Eru einhverjir, af því að Arnar talaði um einhverja grunaða, eru einhverjir Íslendingar grunaðir um að tengjast málinu, einhverjir ákveðnir? Arnar: Það er enginn sem hefur verið með það sem við köllum rétt- arstöðu grunaðs manns. Það hefur enginn verið yfirheyrður sem slíkur, rannsóknin er bara í eðlilegum far- vegi. Þegar um er að ræða mál eins og þetta tekur það oft ekki daga held- ur vikur að fá niðurstöður úr grein- ingum ýmissa sýna og svo framvegis. Það hefur bara sinn tíma, það er ekki hægt að flýta því mikið meira. Hún gengur eðlilega fyrir sig, í góðri sam- vinnu þessara embætta á Eskifirði, Reykjavík, hjá Ríkislögreglustjóran- um, Akureyri og Höfn og víðar á landinu. Inger: Og Seyðisfirði. Spurning: Hafið þið gert húsleit hjá einhverjum í tengslum við málið? Arnar: Nei, engar húsleitir hafa verið gerðar. Spurning: Nú má vera ljóst að maðurinn var að smygla fíkniefnum, eftir hverju vinnið þið núna? Hver er ykkar kenning? Rannsókninni miðar vel, það er gangur í henni, eftir hverju vinnið þið núna? Arnar: Við vinnum bara eftir stað- reyndum, öllum þeim staðreyndum sem við getum safnað saman. Ef þú ert að tala um brot sem eru framin þá er það bara óljóst á þessari stundu. Það er að sjálfsögðu þarna alvarlegur fíkniefnainnflutningur, það er þarna mannslát sem þarf að rannsaka, það hefur komið fram hjá Inger að dán- arorsök er ókunn og það þarf að safna þessum staðreyndum saman hægt og rólega og fá heildarmynd á það. Spurning: Eruð þið að falast eftir því með þessari mynd að fá ábend- ingar frá almenningi um nafn þessa manns? Er það sem þið eruð að von- ast eftir núna? Inger: Ferðir hans. Arnar: Nafn og allar þær upplýs- ingar sem almenningur kann að geta gefið. Spurning hvaða nafn á að nota Inger L. Jónsdóttir, sýslumaður á Eskifirði, Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík, og Arnar Jensson, að- stoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, svöruðu spurn- ingum blaðamanna í gær. Hér er útprentun á fundinum, örlítið stytt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.