Morgunblaðið - 19.02.2004, Side 12

Morgunblaðið - 19.02.2004, Side 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ GUNNAR Birgisson, formaður þingmannanefndar EFTA, og Öss- ur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, heimsóttu BYKO-LAT, fyrirtæki Jóns Helga Guðmundssonar, síðastliðinn þriðjudag í tengslum við ferð þingmannanefndarinnar til Lett- lands. Þingmannanefnd EFTA ferðaðist um Eystrasaltsríkin þrjú í vikunni í tilefni af inngöngu þeirra í Evrópusambandið (ESB). „Það er augljóslega mikill kraft- ur í fyrirtækinu sem Jón Helgi er að byggja upp í Lettlandi,“ sagði Gunnar eftir heimsóknina. „Hann er þegar kominn með 6–700 manns í vinnu og mér sýnist hann rétt vera að byrja. Sérstaklega er áhugavert að hann er kominn með skóglendi inni í Rússlandi sem mikill hluti framleiðslunnar kemur nú þegar frá. Hann hefur því allan framleiðsluferilinn í höndum fyr- irtækisins og á auðvelt með að koma framleiðslunni á markað í Evrópu.“ Össur sagði að það væri stór- kostlegt þegar Íslendingar réðust til útrásar í viðskiptalífinu með svo árangursríkum hætti. Jón Helgi byggi augljóslega að úrvals- starfsmönnum í Lettlandi og hefði verið gaman að sjá hve mikið traust og gott samstarf ríkti þeirra á milli. Frá vinstri eru Valts Kurpnieks, sem er framkvæmdastjóri BYKO–LAT, Össur Skarphéðinsson, Jón Helgi Guð- mundsson, Agnija Dzelme fjármálastjóri BYKO–LAT, Gunnar Birgisson og Arna Gerður Bang. Alþingismenn heimsækja BYKO-LAT STOFNFUNDUR samtak- anna Cruise Iceland, samtaka ferðaþjónustuaðila sem taka á móti skemmtiferðaskipum og annast þau meðan þau dvelja hér á landi, verður haldinn á morgun, föstudag, á Hótel Sögu. Að sögn Ágústs Ágústsson- ar, markaðsstjóra Reykjavík- urhafnar, hefur undirbúning- ur að stofnun samtakanna staðið yfir í rúmt ár. „Við telj- um að þetta sé orðið það mikið hagsmunamál margra að það sé þörf á einum samtökum sem geti tekið málstað þeirra sem eiga hagsmuna að gæta af þessu í alls konar málum.“ Ágúst segir að hugmyndin sé einnig að kynna Ísland bet- ur sem viðkomustað fyrir skemmtiferðaskip. Til stendur að herða örygg- isreglur vegna komu flutn- inga- og farþegaskipa 1. júlí nk. og hafa þegar 17 hafnar- samlög með 40 höfnum sótt um aðild að því verkefni. Að sögn Ágústs eru ferðaþjón- ustuaðilar almennt jákvæðir gagnvart þessum breytingum enda séu þær til þess gerðar að auka öryggi farþega í ljósi hryðjuverkaógnar sem steðj- ar að ýmsum stöðum í heim- inum. „Við verðum að fara eftir settum reglum og gera þær ráðstafanir sem þarf en það er ljóst að þetta mun kosta pen- inga og enda í hærri gjöldum hjá farþegum,“ segir hann. Skemmtiskip í sögulegu ljósi Samgönguráðherra mun ávarpa stofnfundinn sem hefst kl. 14. Þá mun Einar Gústavsson, framkvæmda- stjóri Ferðamálaráðs Íslands í Bandaríkjunum, fjalla um skemmtisiglingar og stöðu Ís- lands í þeim efnum. Ólafur J. Briem, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra kaup- skipaútgerða, mun ræða um öryggismál í höfnum og áhrif á komur skemmtiferðaskipa og þá mun m.a. Ágúst Ágústs- son fjalla um skemmtiskip til Íslands í sögulegu ljósi. Stofnfund- ur Cruise Iceland- samtakanna ÁKVEÐIÐ hefur verið að veita 300 þúsund króna styrk úr Sagnfræði- sjóði dr. Björns Þorsteinssonar fyrir árið 2004. Umsóknum ber að skila á skrifstofu heimspekideildar Háskóla Íslands í Nýja Garði eigi síðar en 10. mars næstkomandi. Tilgangur sjóðsins er að styrkja stúdenta við nám undir kandídats- próf í sagnfræði til að rannsaka og vinna að ritun um sérstök verkefni er varða sögu Íslands eða nátengt efni. Styrkur úr sjóði Björns Þorsteinssonar VERSLUNARRÁÐ Íslands segir hömlur settar á aðkomu einkaaðila að rekstri vatnsveitna í frumvarpi um vatnsveitur sveitarfélaga sem félagsmálaráðherra hefur lagt fyr- ir Alþingi. Á heimasíðu ráðsins segir að rík ástæða sé til þess að skora á félagsmálaráðherra að breyta frumvarpinu í þá veru að sveitarfélögum sé frjálst að semja við félög í eigu einkaaðila um reksturinn. „Það [frumvarpið] er því algjör- lega á skjön við þá stefnu sem stjórnvöld hafa markað á undan- förnum árum, sem hefur miðað markvisst að því að draga hið op- inbera jafnt og þétt úr atvinnu- rekstri með einkavæðingu ríkisfyr- irtækja,“ segir á heimasíðunni. Þá er jafnframt bent á að í nýj- um raforkulögum séu ekki settar takmarkanir á aðkomu einkaaðila að rekstri dreifiveitna né annarra fyrirtækja í raforkugeiranum. Verslunarráð um frumvarp til laga um vatnsveitur Hömlur á aðkomu einkaaðila ♦♦♦ TVEIR menn sem rændu Hótel Örk og útibú KB banka í Hvera- gerði síðastliðinn föstudag losna úr gæsluvarðhaldi kl. 16 í dag. Ekki er talin þörf á því að hafa mennina lengur í varðhaldi enda málið nær upplýst að sögn lög- reglu. Annar mannanna kærði gæslu- varðhaldsúrskurð en Hæstiréttur Íslands hefur nú staðfest úrskurð- inn. Rétturinn staðfesti það mat Héraðsdóms Suðurlands að það myndi torvelda rannsókn málsins ef maðurinn gengi laus, auk þess sem hætta væri á að hann héldi áfram brotum gengi hann laus. Það voru hæstaréttardómararn- ir Gunnlaugur Claessen, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson sem dæmdu málið. Ræningj- arnir leyst- ir úr haldi ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra sagði á Alþingi í gær að hann hefði gert sér vonir um að víð- tækari sátt myndi nást um veiði- leyfagjaldið, sem samþykkt var á Al- þingi vorið 2002, heldur en síðar varð raunin. „Á síðasta kjörtímabili lagði ríkisstjórnin sig fram um að ná víðtækari sátt um sjávarútveginn með því að taka upp veiðigjald. Við vorum hins vegar alveg klár á því að það myndi aldrei takast hundrað prósent sátt um það mál, til þess væru hagsmunirnir of fjölbreyttir. Ég hafði hins vegar gert mér vonir um að víðtækari sátt yrði um þessa niðurstöðu heldur en síðan varð raunin. Ég tel mig reyndar hafa haft ástæðu til þess að gera mér þær von- ir. Þær vonir voru m.a. byggðar á áliti auðlindanefndarinnar svoköll- uðu þar sem fulltrúar Samfylking- arinnar féllust á tvær leiðir sem kæmu til greina til þess að ná þess- ari víðtækari sátt.“ Ummæli ráðherra féllu í umræðu um veiðileyfagjaldið, sem hófst í upphafi þingfundar á Alþingi í gær, eftir að Jóhann Ársælsson, þing- maður Samfylkingarinnar, gerði að umtalsefni ummæli Einars Odds Kristjánssonar og Guðjóns Hjör- leifssonar, þingmanna Sjálfstæðis- flokksins, um veiðileyfagjald í fjöl- miðlum síðustu daga. Jóhann vísaði til orða Einars Odds í Ríkisútvarp- inu um að rétt væri að afnema lög um veiðileyfagjald, sem taka eiga gildi næsta haust, en semja þess í stað við útgerðina um afnám sjó- mannaafsláttarins. Þá vísaði hann til orða Guðjóns, sem jafnframt er for- maður sjávarútvegsnefndar Alþing- is, um að engin sátt hefði orðið um veiðileyfagjaldið. „Ég held það sé kominn tími til að menn velti því fyr- ir sér hvað er í gangi. Varla getur það verið tilviljun að tveir stjórn- arliðar stökkva fram á veginn og jarða þetta veiðigjald, “ sagði Jó- hann. „Við vorum á móti gjaldinu á sínum tíma og ekki græt ég það þótt það detti upp fyrir.“ Bætti hann því við að engin sátt væri um gjaldið. Síðar sagði hann að Alþingi þyrfti að ræða þetta mál og spurði hvort ekki væri kominn tími til að leita sátta. „Ég satt að segja trúi því ekki að menn ætli að gera grín að stjórn- arskránni með því að setja ákvæði þar inn um þjóðareign á auðlindinni, sem ekkert er að marka...“ Engin ný tíðindi Einar Oddur sagði undarlegt að Jóhann skyldi koma í pontu til að ræða ummæli sín um veiðileyfa- gjaldið. Afstaða sín til gjaldsins hefði ávallt legið ljós fyrir. Hann hefði til dæmis greitt atkvæði gegn gjaldinu við lokaatkvæðagreiðslu frumvarps þess efnis vorið 2002. „Ég gerði þá grein fyrir atkvæði mínu og sagði þá eins og ég hef oft sagt fyrr og síðar að þetta veiðigjald gæti aldrei orðið til annars en að skerða kjör launþega í sjávarút- vegi.“ Guðjón Hjörleifsson minnti á að hann hefði setið í auðlindanefndinni. „Ég starfaði í auðlindanefndinni og ég var með tillögu um veiðileyfa- gjald eins og meirihlutinn. En það var ágreiningur. Menn vildu fara fyrningarleiðina. Fram komu marg- ar tillögur.“ Hann sagði jafnframt að veiðileyfagjald væri eitt og sjó- mannaafsláttur annað. „En ef þessi umræða kemur hér upp í framhaldi af því sem Einar Oddur Kristjáns- son hefur rætt um í fjölmiðlum þá finnst mér mjög eðlilegt að þetta verði skoðað og við tökum bara um- ræðu um það á Alþingi.“ Árni M. Mathiesen kom næstur í pontu og sagði, eins og áður kom fram, að hann hefði vonast eftir víð- tækari sátt um veiðileyfagjaldið. Hann sagði hins vegar að Jóhann Ársælsson væri að bera í bakkafull- an lækinn með því að koma upp og kvarta yfir því að ekki væri nægileg sátt um veiðileyfagjaldið og bera fyrir sig þá þingmenn Sjálfstæðis- flokksins sem ávallt hefðu verið á móti gjaldinu. Þeir þingmenn hefðu sömuleiðis ávallt verið staðfastir í sínum málflutningi. „En það hefur háttvirtur þingmaður Jóhann Ár- sælsson og Samfylkingin ekki verið. Fulltrúar hennar hafa verið bæði með og á móti eftir því sem hefur hentað þeim í hinni pólitísku um- ræðu, eftir því sem þeir hafa talið að hafi staðið best fyrir þá hverju sinni.“ Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, mótmælti þess- um orðum ráðherra og sagði að Samfylkingin hefði staðið á fyrning- arleiðinni í veiðigjaldsmálinu og væri stolt af því. Hann kvartaði jafn- framt yfir því að ráðherra skyldi ekki segja álit sitt á hugmynd Ein- ars Odds um að skipta á veiðigjald- inu og sjómannaafslættinum. Málinu ekki lokið Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, blandaði sér einnig í umræðuna og sagði: „Vegna ummæla hæstvirts sjávarútvegsráð- herra er mér bæði ljúft og skylt að koma hér upp og lýsa því yfir að sú sátt sem hann telur sig vera hand- hafa að og hafa keyrt í gegnum þing- ið er á engan hátt í samræmi við það sem menn leituðu eftir í auðlinda- nefndinni. Sá sem hér stendur átti sæti í auðlindanefndinni.“ Undir lok umræðunnar um þetta mál sagði Kristinn H. Gunnarsson, varaformaður sjávarútvegsnefndar, að málinu væri ekki lokið. „Það er mitt mat að þetta veiðigjald, sem niðurstaða varð um, hafi út af fyrir sig mætt ákveðnum sjónarmiðum, þ.e. þeim sjónarmiðum að handhafar veiðiheimilda ættu að greiða tiltekið gjald til ríkissjóðs fyrir afnot af þeim. En það mætti á engan hátt öðrum sjónarmiðum sem menn hafa sett mjög fram í þessari umræðu og við þekkjum úr síðustu alþingiskosn- ingum. Þess vegna er það skoðun mín að málinu sé ekki lokið. Um- ræða um endurskoðun á þessum lög- um hlýtur að gjósa upp á nýjan leik og koma fram í þingskjölum. En það er allt annað mál heldur en ákvæði skattalaga um afslátt til þeirra sem starfa á sjávarútvegi og á á engan hátt að blanda því saman.“ Þingmenn tókust á um veiðigjald á sjávarútveg í upphafi þingfundar Ráðherra vonaðist eftir víðtækari sátt um málið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.