Morgunblaðið - 19.02.2004, Síða 21

Morgunblaðið - 19.02.2004, Síða 21
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2004 21 Garðabær | Lögreglan í Garðabæ, Hafnarfirði og Bessastaða- hreppi hefur sett sér það markmið að innbrotum og þjófnuðum fækki um 7% á árinu 2004 frá síðasta ári. Í markmiðssetningu lögreglunnar eru einnig sett þau markmið að eignaspjöllum fækki um 10% á árinu og umferðaróhöppum og slysum fækki um 10%. Vegna aukins eftirlits fjölgi skráðum fíkniefnabrotum um 5%. Markmiðssetningin gengur út á að fylgja eftir góðum árangri síðasta árs og bæta enn um betur. Lögreglan í umdæminu setti sér mælanleg markmið í fyrsta sinn í byrjun ársins 2003. Markmiðin sneru að því að fækka brot- um í ákveðnum mála- og brotaflokkum. Þá hafði brotum eins og innbrotum, þjófnuðum og eignaspjöllum fjölgað umtalsvert árin á undan. Nánast öll markmið sem lögreglan setti sér á síðasta ári gengu eftir. Innbrotum fækkaði þannig um 15% frá árinu áður, þjófn- uðum um 26% og eignaspjöllum um 10%. Skráðum fíkniefnabrot- um fjölgaði um 27% á árinu sem skýrist af aukinni áherslu á eft- irlit með fíkniefnamisferli. Þegar tölur fyrir Garðabæ eru skoðaðar sérstaklega sést að þar er árangurinn jafnvel enn betri en í umdæminu í heild. Í Garðabæ fækkaði innbrotum um 27% frá árinu 2002 til 2003, þjófnuðum um 30% og eignaspjöllum um 35%. Árangursrík markmiðssetn- ing lögreglu Morgunblaðið/Arnaldur Álftanes | Bessastaðahreppur mun frá og með 17. júní næstkomandi að öllum líkindum bera heitið „Sveitarfélagið Álftanes“. Í kjölfar um- ræðu á fundi hreppsnefndar Bessastaðahrepps 17. febrúar 2004 um eflingu sveitarstjórnarstigs- ins í landinu og sameiningu sveitarfélaga var samþykkt einróma tillaga sveitarstjóra, þar sem fram kom að hreppsyfirvöld hafi markað sér stefnu um framtíðarskipan hreppsins sem sjálf- stæðs sveitarfélags, „og að sameining við önnur sveitarfélög verði ekki til umræðu við þá umfjöll- un um breytta sveitarfélagaskipan í landinu, sem í gangi er um þessar mundir“. Hreppsnefnd samþykkti því að hefja þegar undirbúning að því að sveitarfélaginu Bessa- staðahreppi verði breytt í bæjarfélag; hrepps- nefnd verði þar með bæjarstjórn, hreppsráð verði bæjarráð, sveitarstjóri verði bæjarstjóri o.s.frv. Lögmanni Bessastaðahrepps hefur því verið falið falið, í samráði við hreppsráð og sveit- arstjóra, að vinna tillögu að breytingu á gildandi samþykkt um stjórn og fundarsköp sveitarfé- lagsins í samræmi við þetta, til framlagningar á næsta fundi hreppsnefndar og mun sveitarstjóri leita umsagnar örnefnanefndar um nafnið „Sveitarfélagið Álftanes“. Áformað er að 17. júní 2004, á 60 ára afmæli lýðveldisins, verði boðað til 1.100. fundar hrepps- nefndar Bessastaðahrepps, sem jafnframt verði fyrsti fundur bæjarstjórnar Álftaness. Bessastaðahreppur verður Álftanes Garðabær | Bæjarráð Garðabæjar hefur sam- þykkt að taka áfram til vors þátt í námsvist- unarkostnaði vegna nemenda sem stunda nám í tónlistarskólum utan bæjarins, enda verði sama afstaða tekin í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Fyrirkomulag greiðslna verður það sama og var á haustönn 2003. Þetta kemur fram á fréttavef Garðabæjar, www.- gardabaer.is. Bæjarráð beinir því jafnframt til mennta- málaráðuneytisins að hefja nú þegar markvissa vinnu við að semja frumvarp til laga um tón- listarskóla, m.a. með því að kalla saman starfs- hóp sem tilnefndur hefur verið til að vinna að málinu.   

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.