Morgunblaðið - 19.02.2004, Síða 25

Morgunblaðið - 19.02.2004, Síða 25
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2004 25 BERGSTAÐASTRÆTI 37 • SÍMI: 552 5700 Þingholt Veislusalur fyrir öll tilefni Spennandi matseðlar og veitingar Skoðið verðið á www.holt.is • • • • • • • • • Áttu vini í Færeyjum? ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N EH F. /S IA .I S -F LU 19 66 3 04 /2 00 4 Innifalið: Flug til Færeyja, flugvallarskattur og tryggingargjald. Takmarkað sætaframboð Sími: 570 3030 Tengiflug, 50% afsláttur með FÍ frá Akureyri, Ísafirði og Egilsstöðum vegna Færeyjaferðar (hafið samband við sölufulltrúa þegar flug til Færeyja hefur verið bókað á netinu). Einstakt tilboð á flugi, aðeins 7.500 kr. Fljót | Í síðustu viku náðust tvær kindur til byggða í Sléttuhlíð í Skagafirði, en þá var gerð þriðja tilraunin til að ná þeim. Vitað var um tvær kindur, veturgamla á með lambhrút í fjallinu utarlega í sveit- inni. Þær sáust upphaflega rétt fyr- ir jólin á Stafárdal, sem er á mörk- um Sléttuhlíðar og Fljóta, og voru þá þrjár á ferð. Strax eftir áramót var farið til kindanna og þá náðist ein veturgömul ær, en hinar sluppu og komust í kletta þar sem ógern- ingur var að komast að þeim. Önn- ur tilraun var gerð skömmu síðar en þá fundust kindurnar alls ekki. Farið var að svipast um eftir kind- unum þegar ótíðinni slotaði í síð- ustu viku og sáust þær í sjónauka talsvert frá þeim stað sem skilið var við þær í fyrsta skipti. Var þá þegar gerður út leið- angur þriggja bænda úr sveitinni á vélsleðum og fenginn einn til við- bótar úr næstu sveit með góðan fjárhund. Þrátt fyrir að mikill snjór sé í fjallinu var harðfennið svo mik- ið að kindurnar gátu farið um mik- ið svæði. Með aðstoð hundsins gekk þó vel að ná þeim og var þeim síð- an ekið heim á vélsleðunum. Eggert Jóhannsson, bóndi í Felli, er eigandi allra kindanna. Hann sagðist vera feginn að þær skyldu nást því það væri leiðinlegt að vita af þeim úti í miklum stórviðrum. Þær hefðu verið mjög villtar eins og oft yrði með fé sem er á úti- gangi og nokkuð búnar að tapa holdum. Þetta eru ekki einu kind- urnar sem náðst hafa til byggða í Skagafirði á þorranum því skammt er síðan bændur í Akrahreppi fengu fimm kindur. Þær fundust fram á Öxnadalsheiði, þrjár ær og tvö lömb. Sauðfé enn að nást til byggða Morgunblaðið/Örn þórarinson. Af fjöllum: Veturgamla ærin og lambhrúturinn sem náðust úr Sléttuhlíðarfjöllum komin heim eftir langa útivist. Húsavík | Á dögunum var lýst kjöri Íþróttamanns ársins 2003 á Húsavík. Að venju var það Kiwanisklúbburinn Skjálfandi sem stóð fyrir valinu. Íþróttafélög í bænum tilnefna íþróttamenn, annars vegar 16 ára og yngri og hins vegar 17 ára og eldri. Athöfnin fór fram í íþróttahöllinni og að þessu sinni varð fyrir valinu Pálm- ar Pétursson, handknattleiksmaður í Val. Í öðru sæti Baldur Sigurðsson, knattspyrnumaður í Völsungi, og jafnar í þriðja sæti urðu þær Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir, frjálsíþrótta- maður úr Völsungi, og golfarinn Arna Rún Oddsdóttir úr Golfklúbbi Húsavíkur. Pálmar Pétursson er 19 ára og leikur eins og áður segir með Val í Reykjavík þar sem hann stendur vaktina í markinu. Hann hefur leikið yfir 100 leiki með meistaraflokki fé- lagsins auk þess sem hann leikur með 2. flokki þar sem hann er fyr- irliði. Þá hefur Pálmar verið valinn bæði í U-18 ára og U-20 ára landslið Íslands og fór sl. vor með U-20 ára liðinu til keppni í Búlgaríu. Með U-18 ára landsliðinu tók Pálmar þátt í und- ankeppni fyrir EM sem fór fram í Litháen í júní og stóðu Íslendingar þar efstir í mótslok. Þeir tóku síðan þátt í lokakeppninni í Slóveníu í ágúst þar sem þeir urðu Evrópu- meistarar. Svo skemmtilega vildi til að hesta- íþróttamenn ársins á Húsavík 2003 eru feðgar úr Hestamannafélaginu Grana, Egill Vignisson í yngri flokki og faðir hans Vignir Sigurólason í þeim eldri. Í öðrum íþróttagreinum voru eftirtaldir valdir sem bestu íþróttamenn ársins: 16 ára og yngri: knattspyrna, Gústav Axel Gunnlaugsson, Völ- sungi; handknattleikur, Elva Björg Arnarsdóttir, Völsungi; frjálsar íþróttir, Sigrún Björg Aðalgeirsdótt- ir, Völsungi; skíði, Stefán Jón Sigur- geirsson, Völsungi; sund, Arna Ýr Arnarsdóttir, Völsungi; fimleikar, Svava Bjarkadóttir, Völsungi; boccia, Ármann Kristjánsson, Völsungi, og golf, Arna Rún Oddsdóttir, GH. 17 ára og eldri: knattspyrna, Bald- ur Sigurðsson, Völsungi; handknatt- leikur, Pálmar Pétursson, Val, Reykjavík; frjálsar íþróttir, Sigur- björg Hjartardóttir, Völsungi, og boccia, Elín Berg Stefánsdóttir, Völsungi; skotíþróttir, Einar Helga- son, Skotfélagi Húsavíkur. Við þessa athöfn var einnig afhent- ur Hvatningabikar ÍF en hann hlýtur sá einstaklingur sem að mati stjórnar og þjálfara Bocciadeildar Völsungs, sýnir bestu ástundun og mestu fram- farir í íþróttinni. Þennan farandbikar hlaut að þessu sinni Kristbjörn Ósk- arsson. Morgunblaðið/Hafþór Viðurkenningar: Þeir Pálmar Pétursson og Baldur Sigurðsson voru báðir fjarverandi við keppni með liðum sínum þegar kjör Íþróttamanns ársins fór fram en þær Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir og Arna Rún Oddsdóttir t.h., sem urðu jafnar í þriðja sæti, tóku við sínum verðlaunum. Evrópumeistari íþróttamaður Húsavíkur Laxamýri | Margt var um manninn í félags- heimilinu Heiðarbæ í Reykjahverfi þegar fólk blótaði þorra með troðfullum trogum af mat og ekki vantaði söng, gleði og dans sem fyllti húsið langt fram eftir nóttu. Að venju steig nefndin á svið og hafa Reykhverfingar verið þekktir fyrir að gera mikið grín að sjálfum sér og rifja upp ýmsa atburði liðins árs í góðu gríni. Margt bar þar á góma og má þar t.d. nefna heitapottsdvöl Þorsteins Ragnarssonar í Hrísateigi sem olli reyk í Reykjahverfi, stöðu mála í „Slátrarabæ“ þar sem dvöldu ýmsir starfsmenn Norðlenska, miðilsfund merkra Reykhverfinga, ástandið á bæjarfulltrúa sveitarinnar og ým- islegt fleira. Ekki var að sjá annað en að allir skemmtu sér vel því mikið var klappað og hlátrasköll heyrðust lengi í salnum. Þorrafjör í Reykjahverfi Þorsteinn Ragnarsson í heita pottinum í Hrísateigi. Morgunblaðið/Atli Vigfússon

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.