Morgunblaðið - 19.02.2004, Síða 31
LISTIR/VETRARHÁTÍÐ
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2004 31
Fimmtudagur
Háskólabíó kl. 9.30–12.30 Sinfón-
íuhljómsveit Íslands verður með opna æf-
ingu á 7. sinfóníu Gustavs Mahlers.
Hljómsveitarstjóri er Petri Sakari.
Bankastræti kl. 19.15 Lúðrasveitin Svanur
leikur. Þórólfur Árnason borgarstjóri setur
hátíðina. Afhjúpuð verður gjöf SPRON til
Reykjavíkurborgar, höggmyndin Rætur eftir
Steinunni Þórarinsdóttur. Kyndilganga með
lúðrasveit á Miðbakka Reykjavíkurhafnar.
Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús kl.
19.30–22 Safnið opið í tilefni hátíð-
arinnar. Aðgangur ókeypis fyrir yngri en 18
ára.
Bankastræti kl. 19.35 Ljósablóm. Lista-
verk á ljósastaurum eftir hópinn Norðan
bál.
Aurum, Bankastræti 4 kl. 19.35 Hverfull,
ljósmyndaverk eftir Katrínu Elvarsdóttur
verður til sýnis alla hátíðina.
Rauðhetta og úlfurinn, Laugavegi 7 kl.
19.35 Myndbandsgjörningur eftir Jón
Sæmund Auðarson meðan á hátíðinni
stendur.
Reykjavíkurtjörn kl. 19.45 Skúlptúr eftir
Aðalheiði S. Eysteinsdóttur verður til sýnis
hátíðisdagana.
Miðbakki Reykjavíkurhafnar kl. 20
Slökkviliðið framreiðir í samvinnu við
ljósahönnuði laserljósasýningu.
Borgarskjalasafn Reykjavíkur, Tryggva-
götu 15 kl. 20–21 Kynning á opinber-
um skjölum sem tengjast einstaklingum
sem búið hafa í borginni sem safnið varð-
veitir og aðgengið að þeim.
Borgarbókasafn, Grófarhúsi, kl. 20.15–
21.15 Sýn ljósmyndara á samtíma sinn
og umhverfi. Ljósmyndaskyggnusýning
Ljósmyndasafns Reykjavíkur.
Hitt húsið, Pósthússtræti 3–5 kl.
20.40–22.30 Fimmtudagsforleikur á
Loftinu.
Fríkirkjan kl. 20.40 Margrét Eir, Guðrún
Gunnarsdóttir og Ragnar Bjarnason syngja
ásamt hljómsveit Carls Möller íslenskar og
erlendar dægurperlur.
Ráðhús Reykjavíkur kl. 20.40–21.10
Leikur að siðum og venjum. Gjörningur
eftir Þórunni Björnsdóttur.
Ingólfsnaustkl. 20.40 Glæpasöguganga á
vegum Borgarbókasafns. Staldrað við á
stöðum sem tengjast íslenskum glæpasög-
um, gömlum og nýjum. Leiðsögumenn eru
Úlfhildur Dagsdóttir og Ævar Örn Jós-
epsson sem einnig les úr nýjustu bók
sinni, Svörtum englum, á viðeigandi stað.
Ottó Magnússon sker út drottningu Vetr-
arhátíðar. Leikfélag Akureyrar sýnir brot úr
Draumalandinu eftir Ingibjörgu Hjart-
ardóttur. Verkið verður frumsýnt 6. mars.
Söngskólinn í Reykjavík, Snorrabraut
24 kl. 20.30 Lára Bryndís Eggertsdóttir
flytur, ásamt lítilli kammersveit, kant-
öturnar Der Weiberorden eftir Telemann
og Tu fedel, tu costante eftir Händel.
Þjóðleikhúskjallarinn kl. 21 Dansarar
Kramhússins sýna dansa. M.a. sýnir Mart-
in Maher Kishkson frá Egyptalandi aust-
urlenska dansa.
Hressó kl. 21.30 Tríó Kristjönu Stef-
ánsdóttur.
TÓNLEIKAR í Gulu áskriftarröð
Sinfóníuhljómsveitar Íslands eru í
kvöld, kl. 19.30, í Háskólabíói að
vanda. Þar verður flutt Sinfónía nr. 7
eftir Gustav Mahler og er það í fyrsta
sinn sem hún fær að hljóma í flutningi
SÍ en Sinfóníuhljómsveit æskunnar
flutti verkið á tónleikum árið 1992.
Hjómsveitarstjóri er Petri Sakari.
Verkið er í fimm þáttum: Langsam
(Adagio) Nachtmusik. Allegro mod-
erato Scherzo. Schattenhaft – Trio
Nachtmusik. Andante amoroso
Rondo-Finale. Tempo I (Allegro or-
dinario).
Árni Heimir Ingólfsson segir m.a. í
tónleikaskrá: „Austurríska tónskáld-
ið Gustav Mahler (1860–1911) samdi
níu sinfóníur á árabilinu 1888–1991
og var langt kominn með smíði þeirr-
ar tíundu þegar hann lést af hjarta-
þelsbólgu langt fyrir aldur fram.
Mahler var sumartónskáld. Á vet-
urna stjórnaði hann Vínaróperunni
og hafði hvorki tíma né næði til að
helga sig tónsmíðunum nema þrjá
mánuði hvert sumar. Annar og fjórði
kafli sjöundu sinfóníunnar bera und-
irtitilinn „Nachtmusik“ og urðu til í
Maiernigg sumarið 1904, þegar
Mahler var önnum kafinn við að ljúka
sjöttu sinfóníunni.
Út úr óræðum upphafshljómi
fyrsta kaflans vex hægur mars sem
leikinn er af tenórhorni og skýtur aft-
ur og aftur upp kollinum á ólíklegustu
tímum í verkinu.
Fyrsti nætursöngurinn er mars
með tveimur millispilum (tríóum).
Hann hefst á einmanalegum lúðra-
blæstri, en smám saman taka fleiri
blásarar undir og auk herlúðraþyts-
ins heyrist fuglasöngur sem verður
sífellt háværari. Miðkaflinn er
scherzó sem Mahler biður um að sé
leikið „skuggalega“ (schattenhaft).
Smám saman tekur draugalegur
valsinn á sig mynd, og glannaleg
glissandóin í fiðlunum gefa honum
óhugnanlegt yfirbragð. Seinni nætur-
söngurinn er serenaða eða morgun-
söngur, sem Mahler biður um að sé
leikinn „með ástleitni“ (Andante am-
oroso). Lokakaflinn er í rondóformi; í
honum skiptast á aðalstef sem snýr
aftur með reglulegu millibili og önnur
sem koma sjaldnar fyrir. Að loknum
tilþrifamiklum pákuslætti leika horn-
in mikilfenglegt stef sem minnir um
margt á forleik Wagners að Meist-
arasöngvurunum.“
Sumartónskáld á Sinfóníutónleikum
Gustav Mahler Petri Sakari
ER NEFIÐ STÍFLAÐ?
Fæst í apótekum
og lyfjaverslunum
STERIMAR
Skemmir ekki slímhimnu
er náttúrulegur
nefúði sem losar stíflur
og léttir öndun.
Fyrir 0-99 ára.