Morgunblaðið - 19.02.2004, Síða 38

Morgunblaðið - 19.02.2004, Síða 38
UMRÆÐAN 38 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í skýrslu Sameinuðu þjóð- anna, The Human Deve- lopment Report 2003, kemur fram að Íslands er meðal fimm stöndugustu þjóða heims. Í skýrslunni Ísland og þróunarlöndin (Jónas Haralz, Hermann Ingólfsson, 2003) kem- ur fram að Ísland er í 21. sæti af 23 DEC/OECD-löndunum hvað varðar framlag til þróun- araðstoðar. (Skýrslan er á á Net- inu: www.utanrikisraduneyti.is). Það er ekki góður vitnisburður að vera meðal fimm ríkustu þjóða heims en um leið eitt tregasta landið í þróunaraðstoð. Þetta er ekki vitnisburður um vilja þjóð- arinnar, heldur um vilja stjórn- valda. Fátæk- ustu löndin eru í Afríku. Vilji þjóð- arinnar til þróun- araðstoðar er í raun án hliðstæðu, því söfn- unarfé almennings er oft svo mik- ið að það slær út það fé sem ríkið veitir til Þróunarsamvinnustofn- unar. Þetta kemur fram í skýrsl- unni, í fimmta kafla. Sameinuðu þjóðirnar hafa sett það sem viðmið að þróunaraðstoð ætti að vera 0,70% af landsfram- leiðslu hvers vestræns þjóðfélags. Ísland var með 0,16% á síðasta ári, en Danmörk, Noregur og Sví- þjóð með aðstoð á bilinu 0,81– 1,03%. Það er lofsvert hjá þeim! Stjórnvöld á Vesturlöndum eru þó almennt treg á fé til friðar- og þróunarmála. Þegar skýrslan um Ísland og þróunarlöndin var kynnt hélt Jeffrey D. Sachs, að- stoðarmaður Kofi Annan, fyr- irlestur hér og sagði: „Bush ætlar aðeins að leggja 16 milljarða króna til baráttunnar gegn al- næmi og malaríu. Ég ber það gjarnan saman við 6.900 milljarða króna sem hann vill fá aukalega til að berjast í Írak [...] Of mikið í stríð og nánast ekkert í frið.“ (Mbl. 16.9. 03). Tölur opinbera vilja og áhuga og þessar tölur skera í augum. Ég held að almenningur á Vest- urlöndum og Íslandi hafi ekki haft sterkan áhuga á innrás í Írak, hann trúði ekki á forsend- urnar, ekki á „góðviljann“ til að frelsa þjóðina, upplýsingarnar sem áttu að réttlæta hana eða að- ferðina sem beitt var. Ákvörðunin um innrás var sárt dæmi um sam- bandsleysi vestrænna leiðtoga og almennings. Stríð er andstæðan við þróun- arhjálp og afleit aðferð til að bæta heiminn þegar önnur verk- efni eru svo brýn og þegar vof- urnar vofa yfir. „Alnæmisvofan ógnar A-Evrópu“ var t.d. aðalfyr- irsögnin á forsíðu Morgunblaðs- ins í gær. Ef til vill reiðist al- menningur ekki leiðtogunum nægilega mikið fyrr en vofan leggst yfir V-Evrópu, sem hún mun gera ef fram fer sem horfir. Hverjir hafa áhuga á stríði nema afvegaleiddir leiðtogar þeg- ar: 1. Um milljarður manna lifir á minna en einum dollara á dag. 2. Aðeins eitt barn af hverjum fimm lýkur grunnskóla. 3. HIV/AIDS veiran heldur áfram að breiðast út og meira en fjórtán milljónir barna misstu annað eða báða for- eldra sína úr sjúkdómnum árið 2001, og talið er að fjöldi smitaðra eigi eftir að tvöfaldast fyrir árið 2010. 4. Næstum átta hundruð millj- ónir manna, eða um 15% jarð- arbúa, þjáist af krónísku hungri dag hvern. 5. Um hálf milljón kvenna deyr við barnsburð á hverju ári, eða ein á hverri mín- útu, og konur sunnan Sahara eru eitt hundrað sinnum líklegri til að látast í kjölfar barnsburðar en konur í Vestur-Evrópu. (Vís- indavefurinn, 6.2. 04). Jafnvel Kofi Annan er gráti nær yfir pólitískri tregðu og hef- ur margskammað vestræna þjóð- arleiðtoga fyrir sljóleika: „Ég finn til reiði, ég er miður mín, finnst ég vera hjálparvana og mér finnst líka ... að við höfum efni á því að hjálpa öllum þessum sjúk- lingum, en það sem vantar er pólitískur vilji.“ (Mbl. 1.12. 03). Þarna er Annan að vísa til þess að árið 2002 var stofnaður Alheims- sjóður til baráttunnar gegn al- næmi, berklum og malaríu. Í sjóðinn þurfa að berast sjö til tíu milljarðar dollara til baráttunnar gegn alnæmi árlega. Á tveimur árum hefur sjóðurinn getað lagt fram 2,1 milljarð dollara til verk- efna í rúmlega 120 löndum. Alltof lítið. Íslenska þjóðin hefur sýnt í verki að hún vill iðka þróun- arhjálp með stolti, og hún vill alls ekki sitja neðst á listum yfir framlag þjóða. Mér finnst því að íslensk stjórnvöld ættu að setja sér háleitari markmið á þessum vettvangi, svo ekki þurfi að fella tár yfir of hægum bata. Hér er fé, fagfólk til að vinna að málunum og fræðimenn til að rannsaka þróunarmál eins og fram kom á ráðstefnunni Þekkingarleit og þróunarhjálp í Háskóla Íslands á laugardaginn. Þar var einnig sagt frá rannsókn sem sýndi að helm- ingur þjóðarinnar vill veita meira fé til þróunarhjálpar. Gott starf er nú þegar unnið á vegum Þróunarsamvinnustofn- unar Íslands, núna í Afríkuríkj- unum Malaví, Namibíu, Mósam- bík og Úganda. Verkin sýna að Íslendingar geta lagt drjúga hönd á plóginn. Nú stendur víst fyrir dyrum að marka íslenska stefnu í þróunarmálum til næstu ára. Ég er sannfærður um að þjóðin vill hraða og kröftuga breytingu í þessum málaflokki með sóma. Framlag Íslands var 0,12% árið 2000. Meginaukningin í íslenskri þróunaraðstoð síðan þá felst í ís- lensku friðargæslunni. Hún er góð, en aukning varð vart mæl- anleg á annarri tegund af þróun- araðstoð og það er slæmt. Frið- argæslan er ólík venjulegri aðstoð, felst t.d. ekki í því að að- stoða fátæka í Afríku. (Kafli 2.4 í skýrslunni um þróunarlönd). Íslensk stjórnvöld þurfa ekki að óttast almenningsálitið þótt þau auki þróunaraðstoð Íslands markvisst og verulega á næstu árum. Verkefni þeirra er að draga verulega úr gapinu á milli sín og þjóðarinnar. Þessi pistill er hvatning fyrir þau til að gera það. Fátækar þjóðir I Friðar- og þróunarvilji almennings er þúsund sinnum meiri en stjórnvalda. Gap milli vilja og áhuga vestrænna leiðtoga og almennings hefur opinberast og ginnungagap opnast á Íslandi. VIÐHORF Eftir Gunnar Hersvein guhe@mbl.is REYKJAVÍK hefur meira en tvöfaldast á nokkrum áratugum; bæði að flatarmáli og íbúafjölda. Þegar ég var gutti á Skólavörðu- stígnum var efsti hluti Frakkastígsins enn malargata og okkur þótti vont að fá ryk- mökkinn yfir hús og lóð heima í hvert sinn sem þurrt var og hvasst eða bílar óku um götuna. Malbikið var mikil framför þar. Nú, vetarlangt, er víða orðið eins og þá var í Reykjavík, þ.e. við götur með þungri umferð. Ef ekið er um, eða staðið við, götur eins og Miklu- braut, Kringlumýrarbraut, Klepps- veg eða Gullinbrú (svo einhverjar séu nefndar) á þurrum degi sér á þykkan rykkmökk yfir götum og nærliggjandi byggingum og ryk- mökkur gýs undan hjólum bíla, einkum stærri bíla og bíla á breið- um dekkjum. Rykið berst um allt og ef blautt er á verður það að svartri eðju sem veðst um grundir, götur, garða, hús og ökutæki og veldur ófáum erfiðum blettum á fatnaði eða gólfteppum. Menn vopnast lítið umhverfisvænni stein- olíu eða lífrænum leysiefnum og reyna að halda því versta í skefjum. Samtals losna líklega fáein þúsund tonn af ryki af götum borgarinnar á hverjum vetri. Rykið sem þarna leggur að vitum fólks og skepna og leggst á gróður er blanda af tjöru, gúmmíögnum, basaltmylsnu (steinmylsnu), sóti úr bílvélum og málmryki (einkum úr dekkj- anöglum). Fíngerðasti hlutinn (svifrykið) er svo smágert að það smýgur um síur eða ofan í menn og mál- leysingja. Það er heilsuspillandi en erfitt að henda reiður á hve alvarleg áhrifin eru. Það fer m.a. eftir magni og samsetningu og tíma sem menn verða fyrir þessu. Öllu til viðbótar sést oft að nokkuð þykkt, brún- leitt gasský liggur yfir borginni og blandast rykinu og sótinu. Innihald- ið er m.a. nitursambönd, óson og kolefnisoxíð. Mest af því er ekki heldur heilsusamlegt. Og orsökin? Hún er margkunn: Óhófleg notkun nagladekkja, illa stilltar dísilvélar, mjög almenn bílanotkun, tíð notkun salts sem býr til frostblöndu á snjó- eða ísilögðum götum (tíð skipti frosts og þíðu framkalla frostveðr- un í steypu og malbiki) og loks sandur sem stráð er á götur og gangstéttir. Gamla malargötu- tilfinningin er kominn aftur. Með öðrum orðum: Samgöngur í borginni hafa komið okkur í um- hverfisvanda sem vex stöðugt en þarf að leysa. Ósk um greiðar og góðar samgöngur má ekki kosta of mikið. Erlendar rannsóknir, og að nokkru innlendar líka, geta hjálpað til við að laga það sem laga þarf og fólk má ekki horfa framhjá ryki og loftmengun í von um að afkomend- urnir leysi vandann á næstu öld, ef heilsa þeirra leyfir. Mig grunar að eitthvað af um- burðarlyndi okkar gagnvart óþarfa mengun í lofti og við götur borg- arinnar botni í kæruleysi sem víða má sjá í verki. Sundurekin græn svæði, skemmdur trjágróður, smá- haugar af rusli við götur eða stór gatnamót (menn henda t.d. ýmsu úr bílum meðan þeir bíða á ljósum), leifar af flugeldum um allt (tugir tonna af pappa árlega), vöru- og matarumbúðir á víð og dreif og úr- gangsdrasl við ótal vinnustaði er meðal þess sem við berum ábyrgð á. Hvað er til ráða? Hvernig minnk- um við ryk og loftmengun í Rykvík. Rykvík: Umhverfismál í höfuðborginni Ari Trausti Guðmundsson skrifar um umhverfismál ’Samgöngur í borginnihafa komið okkur í umhverfisvanda sem vex stöðugt en þarf að leysa.‘ Ari Trausti Guðmundsson Höfundur er jarðeðlisfræðingur og m.a. ráðgjafi hjá Línuhönnun. Í BYRJUN kjarasamninga vakn- ar sú spurning hvaða launabætur nást til betri lífskjara. Eftir að hafa skoðað síðustu kjarasamninga Efl- ingar við Samtök atvinnulífsins vakna hjá mér ýmsar spurningar sem gott væri að fá svör við. Ég get ekki neitað því sem öryggisvörður hjá Securitas að mér brá illilega í brún þegar ég komst yfir kaup- taxta í kjarasamningi öryggisvarða Öryggis- miðstöðvarinnar fyrir árið 2002. Efling gaf út bækling sem heitir KAUPTAXTAR og gildir frá 1. janúar 2002 til 31. desember 2002. Sama gerði Efling fyrir árið 2003 með tilheyrandi breytingum. Athygli mína vakti að aðeins 1 kjarasamningur er gefinn út fyrir öryggisverði. Hvers vegna eru þá í gangi 2 launatöflur? Ég bað um kauptaxta og kjarasamning honum viðkomandi á skrifstofu Eflingar en var synjað um hann. Hvers vegna er hann í felum ? Ég ætla að birta hér útdrátt samanburðar á þessum 2 kauptöxtum frá 2002. Hann er eftirfarandi: Á þessum 2 töflum er gríð- arlegur munur eða ca 30%. Þessir taxtar hækkuðu um 3% um ára- mótin 2002 og 2003 en ég get ekki fengið kauptaxta Öryggismiðstöðv- arinnar fyrir sl. ár. Hvers vegna þeir eru ekki gefnir út opinberlega af hálfu Eflingar eins og aðrir kauptaxtar er með ólíkindum. Hvað er á seyði? Það væri fróðlegt að fá vitneskju um það. Ég talaði við lögfræðing Eflingar og spurði hann hvers vegna samn- ingarnir væru tveir? Því gat hann ekki svarað en hann myndi kynna sér málið sem hann og gerði. Svar hans var að þetta væri sérkjarasamningur. Ég get vel ímyndað mér að starfsmenn Securitas láti ekki bjóða sér það lengur að hafa ekki sama grunntaxta á laun og aðrir öryggisverðir sem vinna sams konar vinnu. Ég spyr því stjórnarmenn og samninganefnd Eflingar hvort þeir telji eðlilegt að hafa 2 ólíka samn- inga í gangi fyrir sams konar störf? Sé svarið jákvætt þá hvers vegna? Mun samninganefndin knýja á um að sami grunntaxti gildi fyrir bæði fyrirtækin? Það hlýtur að vera auðsótt mál þar sem Samtök atvinnulífsins og Efling gerðu samninginn fyrir Öryggismiðstöð- ina fyrir að minnsta kosti tveimur árum. Eftir að hafa skoðað samningana almennt kemur í ljós að yfirvinna er með 80% álag á dagvinnukaup. Þeir öryggisverðir sem vinna ein- göngu á nóttunni allt árið um kring ættu að fá yfirvinnukaup en ekki dagvinnukaup með 39% álagi. Einnig kemur í ljós að örygg- isverðir eru þeir einu sem hafa 39% álag ofan á dagvinnukaup hjá aðildarfélögum Eflingar. Mér virð- ist að aðrir sem greiða %-álag greiði 33%, 45%–55% eða 90%. Ég spyr því hvort samninganefndin muni beita sér fyrir hækkun á %-álagi til samræmis við önnur stéttarfélög innan Eflingar? Eins og skýrt kemur fram í sér- kjarasamningi öryggisvarða sem vinna eingöngu á nóttunni er greitt 39% álag á dagvinnukaupið. Starfsmenn sem ganga „vaktir“ á tímabilinu frá kl. 20.00– 08.00, svo og á laugardögum og sunnu- dögum, skulu fá greitt jafnaðarálag sem nemur 39% frá og með 1. jan- úar 2002 Álag á tímabilinu 17.00– 20.00 er 21,5% Hvers vegna er ekki greitt 39% álag á yfirvinnukaupið ? Fyrst greitt er álag á næturvinnu almennt en ekki á dagvinnu hlýtur álagið einnig vera á yfirvinnukaup. Þeir sem vinna dagvinnu fá sama yfirvinnukaup og þeir sem vinna á nóttunni. Ef atvinnurekendur kalla það „vaktir“ að öryggisverðir skili vinnuskyldu sinni með því að vinna aðra hverja viku frá mánudegi til sunnudags og frí hina þá eru það ódýr rök. Öryggisverðir Securitas hljóta að bíða spenntir eftir nýjum samningi á borð við samning ör- yggisvarða Öryggismiðstöðv- arinnar. Svör óskast sem fyrst. Opið bréf til stjórnar Eflingar stéttarfélags Björn Kristmundsson skrifar um kjaramál ’Mun samninganefndinknýja á um að sami grunntaxti gildi fyrir bæði fyrirtækin? ‘ Björn Kristmundsson Höfundur er öryggisvörður Securitas. Öryggisverðir Securitas Öryggismiðstöðin Staðbundin Mánk. Vaktaálag Yfirv Mánk. Vaktaálag Yfirv. gæsla 39% 39% Byrjunarlaun 88.316 34.443,24 917,16 88.900 34.671 923,22 Eftir 2 mán. 99.480 38.797 1.033,08 Eftir 1 ár 90.663 35.358,57 941,54 106.443 41.513 1.105,39 Eftir 5 ár 94.002 36.660,78 976,21 119.803 46.723 1.647,29

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.