Morgunblaðið - 19.02.2004, Síða 44

Morgunblaðið - 19.02.2004, Síða 44
MINNINGAR 44 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sveinn Péturs-son fæddist í Rauðseyjum í Skarðshreppi í Dala- sýslu 6. ágúst 1920. Hann andaðist á Hrafnistu í Hafnar- firði 11. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar Sveins voru Pétur Sveinsson, f. í Skál- eyjum á Breiðafirði 30. september 1890, d. 19. október 1973, og Ástríður Jóns- dóttir, f. að Barmi á Skarðsströnd 19. júní 1888, d. 10. október 1962. Systkini Sveins voru Guðmundur Gerilíus, f. 29. nóvember 1912, d. 1998, var kvæntur Herdísi Frið- riksdóttur, f. 13. maí 1913, d. 1997, og Svandís Nanna, f. 10. desember 1925, gift Júlíusi Gunnari Þor- geirssyni, f. 8. mars 1925. Sveinn kvæntist 26. desember 1940 Rebekku Guðmundsdóttur, frá Bíldudal, f. 5. október 1921. Börn Sveins og Rebekku eru: 1) Pétur rannsóknarlögreglumaður í Reykjavík, f. 8. janúar 1941, var kvæntur Sigurveigu Helgu Thorlacius Jónsdóttur, f. 28. maí 1941, d. 24. nóvember 1991. Börn þeirra eru: a) Jón, f. 12. nóvember 1961, í sambúð með Eddu Sigurð- ardóttur, börn þeirra eru Sigur- manni á Selfossi, f. 19. júní 1942. Fyrir átti Ástríður þrjú börn með Símoni Ágústi Sigurðsyni. Þau eru: 1) Magnea Ingileif, f. 12. maí 1961, gift Áskeli Vilhjálmssyni, f. 6. maí 1952, barn þeirra er Jak- obína Hrund. Stjúpbörn Magneu Ingileifar, börn Áskels eru Þórir Magni og Svanhildur Jónný. 2) Sveinn, f. 11. október 1962, í sam- búð með Leilu Arge, f. 2. mars 1967, synir þeirra eru Baldur Arge og Hörður Arge, fyrir átti Sveinn dótturina Karen Önnu og á hún tvær dætur. 3) Ásmundur Krist- inn, f. 19. september 1964, í sam- búð með Dagbjörtu Birgisdóttur, f. 2. október 1966, dóttir þeirra er Rebekka. Hlöðver átti fyrir þrjú börn sem eru Sigrún, f. 7. október 1962, Svanhildur, f. 5. apríl 1972 og Halldór, f. 10. október 1973. 4) Brandur, sjómaður í Reykjavík, f. 13. desember 1945, kvæntur Khanngoen Hoisang frá Taílandi, f. 22. október 1952. Sveinn vann við ýmis störf til lands og sjávar, þau Rebekka hófu búskap í Hvallátrum á Breiðafirði ásamt foreldrum Sveins, árið 1942. Árið 1948 flutti Sveinn í Voga á Vatnsleysuströnd, þar sem hann var til sjós, en síðar hóf hann vinnu í Hraðfrystihúsi Voga h/f. Flutti til Reykjavíkur árið 1975, þar sem hann vann hjá Fiskmati ríkisins, sem svæðafiskmatsmaður, síðan sem verkstjóri hjá Granda h/f þar til hann lét af störfum vegna ald- urs 73 ára gamall. Útför Sveins verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. veig Helga og Sigurð- ur Ingi. b) Sveinn, f. 14. október 1962, kvæntur Þorbjörgu Svövu Óladóttur. c) Arnfríður Thorlacius, f. 2. júní 1965, í sam- búð með Arngrími Arngrímssyni. Arn- fríður átti fyrir tvær dætur, Dagbjörtu Fjólu og Sigurveigu Huldu. d) Pétur Ingi, f. 30. mars 1974, í sam- búð með Söru Árna- dóttir þau eiga soninn Leon, Pétur Ingi átti fyrir dótturina Anítu Ýr. Árið 1993 hóf Pétur sambúð með Bjarn- eyju Kristjönu Friðriksdóttur, f. 4. júlí 1949, börn Bjarneyjar Krist- jönu, fósturbörn Péturs eru: a) Guðný Höskuldsdóttir, f. 30. des- ember 1969, gift Steinþóri Ás- geirssyni, saman eiga þau dótt- urina Hörpu Kristjönu, en fyrir átti Guðný dæturnar Stefaníu Bjarneyju og Rebekku Sigríði. b) Friðrik Höskuldsson, f. 24. janúar 1971, kvæntur Steingerði Sigþórs- dóttur, saman eiga þau dæturnar Emmu Ljósbrá og óskírða dóttur. c) Davíð Höskuldsson, f. 30. janúar 1981. 2) Ástríður, stuðningsfulltrúi á Selfossi, f. 18. ágúst 1942, gift Hlöðver Magnússyni, lögreglu- Við burtför þína er sorgin sár af söknuði hjörtun blæða. En horft skal í gegnum tregatár í tilbeiðslu á Drottin hæða. og fela honum um ævi ár undina dýpstu að græða. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Nú þegar pabbi er farinn yfir móðuna miklu, þá rifjast svo margt upp fyrir mér. Hann var rólegur og dagfarsprúður, en samt glettinn og skemmtilegur maður. Hann og móð- ir mín, Rebekka, giftust ung og áttu okkur systkinin þrjú, Pétur, mig og Brand. Þá bjuggu þau í Hvallátrum á Breiðafirði og þar fæddist ég. Árið 1948 fluttu þau að Vogum á Vatns- leysuströnd, þar sem hann var fyrst til sjós, svo í frystihúsinu og síðast var hann fiskmatsmaður. Pabbi og mamma hafa búið í Reykjavík í um 30 ár. Ég var alltaf hrifin af pabba, það mætti segja að ég hafi verið pabba- stelpa. Ég man að Pétur bróðir fékk að fara út í Flatey, í staðinn fékk ég að fara á hestbak með pabba, það er ein af mínum bestu æskuminning- um. Hann var mikill náttúruunnandi og eyjamaður, það sá ég svo vel þeg- ar við fórum í heimsókn vestur að Hvallátrum, hvað hann yngdist upp við að koma æskuslóðirnar. Hann fór líka stundum vestur í Flatey til Hafsteins í lunda. Það voru hans mestu ánægjustundir. Pabbi reyndist mér og mínum börnum alltaf vel, í sorg og gleði. Þegar ég kynntist Hlöðveri, manni mínum, tók hann afskaplega vel á móti honum og var alla tíð ástríkur og hlýr í okkar garð. Elsku mamma, þú hefur misst besta vin þinn og fé- laga og við biðjum Guð um styrk þér til handa á þessum erfiða tíma. Við Hlöðver þökkum pabba fyrir samfylgdina og hlökkum til að hitta hann aftur, þegar leiðir okkar liggja saman, að nýju. Ástríður. Nú er leiðir skilja um sinn langar mig til þess að rifja upp minninga- brot sem sest hafa í huga mér. Ég man eftir mér fyrst sem ungum dreng þér við hlið. Ekki man ég hvert ferð var heitið, en við vorum tveir á bátnum þínum honum Ljúf. Ég hafði fengið að stýra en þú sast mér við hlið, á leið okkar þurfti að sigla í gegn um straumröst, en þá báturinn tók að hreyfast í röstinni þá brást mér kjarkur, man ég eftir að hafa sigið niður af þóftunni, man að ég sá ekki annað en himininn, en stýrissveifinni sleppti ég ekki, ég man enn er hönd þín tók í mína litlu hendi og þú sagðir „þetta er allt í lagi vinur minn“. Ég minnist þess, er ég fékk að fara með ykkur í útilegu þegar heyj- að var í úteyjum, þó ekki væri aldr- inum fyrir að fara; vera má að ég hafi suðað mikið í ykkur afa og þið svo látið undan suðinu, því man ég ekki eftir. Ég man einnig eftir því er ég fékk að fara með ykkur afa í fjárhúsin þegar við áttum heima í Hvallátrum, man eftir því er ein kindin stangaði mig og þú barst mig inn í bæ. Það síðasta sem ég man úr eyj- unum frá þessum tíma er þegar við vorum að flytja og við fórum með Olívettu til Stykkishólms. Ég man að ég lá oft og gat ekki sofið er vonskuveður geisuðu úti, hlustaði eftir hljóði, hvort þú og Pét- ur afi væruð ekki að koma, ef þið voruð á sjó. Ég man oft eftir því að hafa stoppað á kambinum og horft út að Skaga til þess að sjá bátana koma inn með berginu, ég skildi ekki lífsbaráttuna á þessum árum og hvað þú þurftir að legga á þig til þess að við hefðum það sem best. Síðar, er ég fór sjálfur til sjós, skildi ég þessa baráttu. Ég minnist þess er við vorum á Ágústi Guðmundssyni, vorum á síld- veiðum fyrir norðan, hvað það var gott að hafa þig nærri sér. Leiðir skildu, ég flutti vestur á Patreksfjörð og stofnaði mitt heim- ili, en alltaf ræddum við saman af og til, ég man eftir því að þú hafðir allt- af samband við mig, vildir vita hvernig gengi. Eftir að við fluttum suður þá hittumst við oftar, ég leit oft við hjá þér á Grandanum. Ég vil þakka þér fyrir hve vel þú og mamma studduð við bakið á mér er Veiga lést í bílslysi, þá varst þú strax kominn, ræddir við mig og saman litum við fram á veginn, ég man alltaf það sem þú sagðir við mig, „Péti minn, þú átt börnin og minningarnar, þær verða ekki tekn- ar frá þér“. Ég hef oft hugsað um þessi orð þín, veit að þessi fáu orð sögðu meira en mörg önnur. Ég vil minnast þess er við fórum saman að háfa lunda í Oddleifsey í leyfi Hafsteins frænda okkar, man hve léttur þú varst á þér er þú komst út í óspillta náttúruna. Þá skildi ég hve mikils virði það er að vera út í eyjum, hafa fegurð fjallanna á Barðaströndinni, fegurð eyjanna, kyrrðina, liggja og hlusta á fuglasönginn, fara að sofa í tjaldinu þar sem algjör friður ríkti, en að morgni, vakna upp er fuglarnir flugu hjá. Hin síðari ár tók ég eftir því að þú áttir ekki eins létt með að fara um þýfðar eyjarnar og fyrr, en hugur þinn bar þig hálfa leið og alltaf vild- ur þú koma með. Ég vil fara hér með vísu sem Matthías Jochumsson orti á gamals aldri er hann kom til Flateyjar. Fögur eins og forðum, fyrst, er veldisorðum Guð þér blóman gaf. Skikkjan græn í skorðum, skín þér undir borðum Græðis gullið haf. Vísan lýsir hug þeirra sem unnað hafa fegurð eyjanna þinna, eins og þú sagðir í haust er við fórum vestur í Reykhólasveit tveir saman, „sérðu hvað eyjarnar eru fallegar“. Feg- urðin, friðurinn og mannlífið í eyj- unum áttu hug þinn, ég hef á vissan hátt hrifist af eyjunum og vona að ég hafi tækifæri til þess að halda áfram að heimsækja eyjarnar og það ágæta fólk sem þar býr og okk- ur var og er svo kært. Ég vil, pabbi minn, þakka þér fyr- ir hve fast þú stóðst við bakið á mér þegar ég og Badda hófum sambúð, hve góður þú varst okkur, það veitti mér styrk til þess að takast á við hið ókomna, ég ætla að halda áfram þessa leið, enda með góða konu mér við hlið. Ég minnist orða þinna er þú sagð- ir við mig er ég fór að heiman 15 ára gamall, „Péti minn, vertu ætíð heið- arlegur gagnvart þér og öðrum“. Nú er komið að kveðjustund, söknuður er mér í hjarta, ég veit að við eigum eftir að hittast er minn tími kemur, ég veit að þér líður vel og ert laus við þrautir sem hrjáðu þig síðasta mánuðinn. Ég mun, með- an ég hef þrek til annast hana mömmu mína, styðja við bakið á henni eins og ég get, því skal ég lofa þér pabbi minn. Ég kveð þig með vísu eftir frænku okkar Ólínu Andrésdóttur sem er í bók hennar sem þér var mjög kær. Þungt er að vera vinum fjær, vona og bíða lengi. En söngvar vakna, ef sorgin slær sálar hörpustrengi. Guð geymi þig pabbi minn, þinn sonur Pétur. Elsku hjartans tengdapabbi minn, mikið er erfitt að hugsa til þess að þú skulir vera farinn frá okkur. Ég á eftir að sakna þín mikið. Strax, þegar ég kom í fjölskyldu þína fyrir tæpum 11 árum er við Pétur hófum sambúð, tókstu mér opnum örmum og samdi okkur alltaf mjög vel. Þú varst svo léttur og kátur, mik- ill húmoristi og alltaf stutt í glensið og var gaman að koma í heimsókn til ykkar Rebekku. Þú tifaðir af stað léttur á fæti, á „hvissandi“ inniskón- um til að setja á kaffikönnuna, því ekki var við annað komandi en að við fengjum kaffisopa. Ég átti strax, er þið komuð á Boðahleinina, fast sæti við hlið þér við eldhúsborðið, síðan var setið og spjallað og voru þær ófáar sögurnar er þú sagðir okkur frá eyjunum þínum, af eyjalíf- inu og lífsbaráttunni þar og það var yndislegt að sjá hvernig þú lifðir þig inn í gömlu dagana, þú sagðir svo vel frá að maður var ósjálfrátt kom- inn með þér á gömlu slóðirnar sem þú unnir svo mikið. Við sem yngri erum gerum okkur örugglega ekki grein fyrir því hvernig þetta líf var, en ég minnist þess ekki að þú hafir borið þig illa yfir því eða talað um að þetta hefði verið erfitt yfirleitt, þó að svo hafi eflaust verið. Þú hafðir mjög gott minni og sagðir skemmti- lega frá, voru frásagnir þínar oftar en ekki ljóslifandi fyrir okkur. Þið nutuð þess er við komum með sumarblómin og hjálpuðum ykkur að setja í beðin úti , svo eftir að blómálfurinn kom í garðshornið bauð hann alltaf góðan daginn fyrir okkur er þið lituð út á morgnana. Ég á eftir að sakna þessara stunda. Þú hringdir í okkur má segja dag- lega, ef það féll úr dagur fannst þér það langur tími, þeirra símtala á ég eftir að sakna, því alltaf var jafn gott að heyra í þér. Það var gaman þegar við suðum svið, eða eitthvað af þessum allra besta íslenska mat, hvað þið nutuð þess feðgarnir að borða og voruð svo líkir í töktum að maður hafði gaman af. Eftir að þú varst orðinn veikur, gekk þorrinn í garð og færðum við þér þennan hefðbundna þorramat, þér fannst svo gott að smakka hann. Að ég tali nú ekki um er þú fékkst súru selshreifana frá Hafsteini í Flatey. Þú hafðir gaman af því að ferðast. Mér er sérstaklega minnisstæð ferðin okkar til Færeyja, hvað þið Rebekka nutuð þeirrar ferðar með okkur. Þetta var allt svo skemmti- legt, keyrslan austur, siglingin út, dvölin í Færeyjum hjá þessum frá- bæru vinum sem þið áttuð þar og við njótum góðs af, siglingin heim og svo allar minningarnar sem við eig- um varðandi ferðina. Þá fórum við aðra frábæra ferð, vestur á Bíldudal þegar Rebekka varð áttræð. Þú naust svo ferðarinn- ar vestur, að horfa út yfir eyjarnar þar sem þú þekktir hvert sker og eyju, sem þú unnir svo mikið. Mér eru líka minnisstæðar ferð- irnar sem við fórum saman með Pétri og fleirum í lundaveiði, aðra út í Oddleifsey þar sem við á léttu nót- unum vorum að metast um veiðina, þar hafðir þú að sjálfsögðu vinning- inn, enda gamall „veiðimaður“ en ég bara byrjandi. Þetta var yndislegt. Efst er mér í huga er þú varst að rifja upp, þá orðinn veikur, 8. janúar sl. á afmælisdegi Péturs, ferðina fyrir rúmum 60 árum, úr Svefneyj- um uppá land að sækja ljósmóður- ina til að taka á móti frumburðinum. Þetta var allt svo ljóslifandi fyrir þér, meira að segja orðaskipti, þó að ég geti ekki haft þau eftir. Ég er ansi hrædd um að einhverjum mundi í dag, vaxa í augum slíkt ferðalag, á slíkum farkosti, í myrkri báðar leiðir, en þetta þurftu menn að gera þá og ekki um annað velja. Ég á eftir að sakna þín sárt og mikið en ég veit að þér líður vel á nýjum stað. Ég veit að þú fylgist með okkur, þá sérstaklega Rebekku þinni sem á eftir að sakna þín mikið. Ég lofa að gera mitt besta til að hjálpa henni, líta til með henni og bið góðan Guð að styrkja hana og börnin ykkar öll og barnabörn, þau hafa misst svo óskaplega mikið. Þakka þér, elsku tengdapabbi minn, fyrir allt sem þú varst mér. Þín tengdadóttir Bjarney. Mér er ljúft að minnast Sveins föðurbróður míns með nokkrum lín- um. Kynni mín af Sveini voru fyrst og fremst á bernskuárum mínum þegar ég naut þeirra forréttinda að dvelja í páskafríum og um stakar helgar á heimili hans í Mýrarhúsum í Vogum. Þar bjó þriggja kynslóða samfélag í litla húsinu sem kúrði út við fjörukambinn í nánd við litla tjörn – Pétur afi og amma Ástríður, Sveinn og Rebekka með börnin sín þrjú, Pétur, Ástu og Brand. Hóp- urinn hafði flutt búferlum frá Hval- látrum á Breiðafirði og komið sér fyrir í þessum litla vinalega bæ, Mýrarhúsum. Fyrir mig, strákinn úr Reykjavíkinni, voru þessar heim- sóknir mínar í Mýrarhús hreinustu ævintýr og þar leið manni vel. Þeir feðgar Svenni og afi voru reyndar stöðugt að vinna í frystihúsinu enda vetrarvertíð í algleymi og mikil verðmæti sem varð að bjarga. Ég fékk í einhver skipti þann starfa að fara með kaffi og matarföng til þeirra feðga sem þær amma og Re- bekka höfðu útbúið. Frystihúsið var í augum ungs drengs mikil undra- veröld, full af fólki sem talaði hátt í rennandi vatni og skrýtinni amoní- akslykt. Þrátt fyrir augljósar annir, hróp og köll, gaf Svenni sér tíma til að leiða mig ungan frænda sinn stoltur að sýna SVEINN PÉTURSSON Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 551 3485 • Fax 551 3645 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 896 8284 Eyþór Eðvarðsson útfararstjóri Sími 892 5057 Vaktsími allan sólarhringinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.