Morgunblaðið - 19.02.2004, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 19.02.2004, Qupperneq 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2004 47 ✝ Gísli Ásmunds-son fæddist á Akranesi 21. apríl 1926. Hann lést á Landspítalanum í Reykjavík 9. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Sigur- laug Einarsdóttir, f. 18. júní 1890, d. 23. desember 1974, og Ásmundur Jónsson rafvirkjameistari, f. 28. maí 1892, d. 11. október 1945. Systk- ini Gísla eru: Mar- grét, f. 13. október 1916, d. 22. júlí 1999, Áslaug, f. 8. október 1917, Halldóra Ingveldur, f. 19. júlí 1919, og Jón Óskar, f. 18. júlí 1921, d. 20, október 1998. Gísli kvæntist 9. maí 1958 Ölfu Þorbjörgu Þóru Hjálmarsdóttur lyfjafræðingi, f. á Akureyri 24. júní 1919. Gísli lauk prófi frá Verslunar- skóla Íslands árið 1946. Hann stundaði um tíma nám við Handíða- og mynd- listaskólann. Gísli stundaði verslunar- störf um tíma, en rak síðan trésmíðaverk- stæði til dauðadags. Lengst af rak hann húsgagnavinnustof- una Nývirki og hús- gagnaverslunina Furuhúsið. Síðasta áratuginn starfrækti hann húsgagnaverk- stæðið Form Hús- gögn ásamt Magnúsi Ólafssyni. Á yngri árum gaf hann út ásamt fé- laga sínum, Erni Eiðssyni, tímarit- ið Allt um íþróttir. Hann sá um rekstur Veiðifélags Hrútafjarðar- ár um langt skeið. Útför Gísla verður gerð frá Grensáskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Þegar ég var lítil átti ég marga frændur. Einn þeirra skipaði þó sér- stakan sess í huga mér, svo sérstak- an að þegar ég talaði um hann setti ég oftast sæmdarheitið „frændi“ á eftir nafninu hans: Gísli frændi. Hann var föðurbróðir minn, fimm árum yngri en faðir minn og yngstur fimm systkina sem öll voru fædd og alin upp á Akranesi. Þeir pabbi voru oft að stríða hvor öðrum og pabbi hélt því þá stundum fram að Gísli hefði verið mikið uppáhaldsbarn, það hefði verið dekrað svo við hann að hann hefði orðið vitlaus í frekju. Einu sinni hefði hann öskrað svo hátt að það hefði heyrst um allan Skagann. Gísli varði sig fimlega fyrir þessum ásökunum og sagðist bara hafa verið skapmikill drengur sem vissi hvað hann vildi. Það má vel vera að Gísli hafi verið uppáhaldsbarn, enda var hann þann- ig að flestir hrifust af honum sem kynntust honum: myndarlegur mað- ur, ljúfur og glaðlegur í viðmóti og alltaf til í að bregða á glens. For- eldrar mínir höfðu mjög mikið sam- band við Gísla og Ölfu, konuna hans, og segja má að við höfum verið hálf- gerðir heimagangar hjá þeim á fyrstu bernskuárum mínum, en þá átti líka Sigurlaug amma mín heima hjá þeim. Þetta var á fyrstu árum ís- lenska sjónvarpsins, og við áttum ekkert sjónvarp, en fengum oft að horfa á það hjá Gísla og Ölfu. Stund- um voru truflanir í tækinu, en Gísli var alltaf fljótur að lagfæra það, sló snöggt í hliðar sjónvarpsins, báðum megin, og þá hrökk myndin aftur í samt lag. Eftir að hafa séð Gísla nota þessa aðferð þóttist ég vel fróð um það hvernig ætti að gera við sjón- varpstæki. Þegar sjónvarpið bilaði hjá móðurömmu minni á Akureyri sagði ég ákveðin: „Bara berja í sjón- varpið! Það gerir Gísli frændi!“ Og fyrst Gísli frændi gerði það hlaut það að vera rétt. Gísli og Alfa áttu engin börn, en lögðu mikla rækt við systkinabörn Gísla, ekki síst mig. Þau gáfu mér margar gjafir og þar á meðal var sparigrís. Slíkir grísir fengust þá í Útvegsbankanum og voru einlitir, ýmist bláir eða grænir. En minn var ólíkur öllum öðrum sparigrísum því Gísli málaði hann, gerði andlit gríss- ins gult og fötin rauð og blá með hvítum kraga. Þennan einstaka grís skírði ég í höfuðið á Gísla og kallaði hann Gilla grís, en Gilli var gælunafn Gísla. Smám saman komst sú hefð á að ýmist vorum við hjá Gísla og Ölfu á aðfangadagskvöld eða þau hjá okk- ur. Þetta hefur ef til vill byrjað vegna ömmu minnar, en siðurinn hélst eftir að hún dó árið 1974. Þetta tengdi okkur enn sterkari böndum og jólapakkarnir frá Gísla og Ölfu voru líka alveg sérstakir því að Gísli skreytti pakkana með grenigreinum, kúlum eða englum svo það var varla að maður tímdi að opna þá. Gísli hafði verið í Handíða- og myndlista- skólanum og var næmur fyrir mynd- rænni fegurð. Á heimili þeirra Ölfu mátti sjá falleg listaverk eftir við- urkennda íslenska listamenn. Ekki hafði þó Gísli gerst myndlistarmaður sjálfur, heldur rak hann húsgagna- verkstæði. Þaðan fengu pabbi og mamma mörg húsgögn, og síðar eftir að ég stofnaði heimili var það ekkert smáræði sem hann smíðaði fyrir mig og lagfærði. Það var sérlega gaman að fara með pabba og Gísla upp á Akranes því að þeir gátu sjaldan verið sam- mála. Ef Gísli sagði t.d. „Hér stóð bærinn Hlið,“ var viðbúið að pabbi segði: „Nei, nei, Hlið var ekki hérna.“ Gísli hélt nú víst, en pabbi fullyrti að hann myndi ekkert eftir þessu. Þegar búið var að stæla um þetta fór Gísli kannski að rifja upp hvað pabbi hefði verið leiðinlegur stóribróðir, alltaf skilið litlabróður eftir og haft hann útundan. Pabbi vildi náttúrlega ekki kannast við það, en benti á að fimm ára aldursmunur væri þó nokkuð á bernskuárunum. Og svo var hægt að þrasa um pólitík og var það gert svikalaust, en sjald- an í mikilli alvöru. Núna á síðustu árum var lífið oft erfitt hjá Gísla því að Alfa var komin með erfiðan sjúkdóm sem rændi hana minninu og gerði hana ófæra um að bjarga sér sjálf. Enginn hefði getað hugsað betur um hana en Gísli, sem ekki gat hugsað sér að Alfa færi á stofnun. Í rauninni hafði hann sjálfur ekki heilsu til þess að sinna öllum hennar þörfum, sem stundum fól það í sér að hann þurfti að vaka um nætur. Hann viðurkenndi stöku sinnum að hann væri ekki vel frísk- ur, en vildi samt ekkert gera úr því þegar gengið var á hann. Það gerðist svo fyrir um það bil tveimur vikum að hann varð viðþolslaus af kvölum og varð að fara á Landspítalann. Alfa fór þá á Landakotsspítala og hafði Gísli miklar áhyggjur af henni fyrst í stað, en honum létti þegar við gátum sagt honum eins og var að Alfa væri alveg róleg og fyndi lítið fyrir aðskilnaðinum. Ef til vill hefur honum þá fundist að nú gæti hann rólegur sleppt taki á lífinu því að hann fór allt í einu að tala um dauð- ann og að hann ætti sennilega ekki langt eftir. Hann hafði rétt fyrir sér. Hann var kominn með krabbamein, sama sjúkdóm og lagði föður hans og bróður að velli. Þegar ég sá hann látinn á spítalan- um ætlaði ég varla að þekkja hann, og þó leit hann ekki illa út, en þetta steinrunna marmaraandlit hafði ég aldrei séð áður. Það hefði getað verið andlit ókunnugs manns. Það var ekki líkt Gísla frænda mínum, þeim Gísla frænda sem hafði gert að gamni sínu við mig aðeins nokkrum dögum áður. Hvar var Gísli frændi? Þrátt fyrir allt er hann ekki langt undan. Ég sé hann í verkum hans heima hjá mér, bókahillunum og rúminu sem hann smíðaði fyrir okkur og ég geymi minninguna um glaðan mann, fullan af lífsfjöri, þann mann sem í mínum huga átti öðrum framar skilið tign- arheitið „frændi“. Una Margrét Jónsdóttir. Til eru þeir menn sem hafa leitt mann í gegnum lífshlaupið frá æsku til fullorðinsára og síðan orðið ævar- andi vinir. Gísli var móðurbróðir minn, barngóður, hlýr, sem alltaf virtist hafa tíma til að eyða með litlum frænda, bæði til að glettast og gefa ráð. Þegar stórfjölskyldan hélt saman, eins og áður var, hittumst við mikið og mér eru ógleymanlegar þær mörgu stundir sem við lágum yfir listaverkabókum og hann kenndi mér að þekkja og að meta myndlistarverk nýrri tíma, frá im- pressionistum til abstraktmálara, frá Kandinsky til Kristjáns Davíðs- sonar. Seinna þegar ég var á unglings- árum bauð ég honum upp á samning. Ég held ég hafi verið 14 ára þegar ég gerðist verktaki hjá honum upp á þau býti að ég fjarlægði allt grjót af lóðinni hans í Kópavoginum og hann borgaði fyrir 500 kall. Þetta sam- þykkti hann brosandi, en Digranes- hálsinn er erfiður viðureignar og grjót liggur djúpt í jörðu og þegar ég hafði gefist upp, aumkaðist hann yfir drenginn og gerði að hlaupastrák á verkstæði sínu Nývirki. Þar var ég öðru hverju næstu árin og undi mér vel með samhentu starfsliði. Og þegar ég þroskaðist, skiptumst við gjarnan á bréfum og urðum síðar vinir, samstarfsmenn um hríð í hús- gagnaversluninni Furuhúsinu, og á síðustu árum hefur samband okkar verið stöðugt. Ég hef hitt hann á verkstæði hans og við höfum spjallað í síma og stundum gleymt tímanum, og alltaf var Gísli reiðubúinn að ræða málin og karpa í gríni og forvitnin sí- fellt vakandi. Það kom mér að óvörum að Gísli kvaddi okkur með svo skjótum hætti. Ég vissi ekki að hann væri veikur. Um það talaði hann aldrei og það er fyrst nú, að honum gengnum, að ég geri mér ljóst að hann gekk kvalinn að vinnu, trúlega árum sam- an, en tók manni sífellt fagnandi með bros á vör, fullur áhuga á mér og mínum, ræddi síður um sjálfan sig. Þegar ég hringdi í dóttur mína til að segja henni lát hans varð henni að orði: „En hann var svo góður mað- ur.“ Það fannst mér vel mælt. Og hann var mér kær vinur. Brynjar Viborg. Fyrir tæpum fimm árum fluttum við leirverkstæðið okkar Skrugg- ustein að Auðbrekku 4 í Kópavogi. Gísli, Magnús og Alfa í Formhús- gögnum tóku okkur opnum örmum og aðstoðuðu okkur á allan hátt við að koma okkur fyrir. Frá upphafi sýndu þau starfsemi okkar mikinn áhuga og hvöttu okkur til dáða. Ef einhver okkar var með sýningu fylgdist Gísli með af miklum áhuga og stolti og mætti að sjálf- sögðu á sýninguna. Gísli hafði næmt auga og var gagnrýninn á hlutina. Hann reyndist okkur líka einstak- lega vel og þótti okkur notalegt að setjast inn hjá honum og spjalla um allt milli himins og jarðar, s.s. listir, veiðiskap og dægurmál. Það snerti okkur mjög hversu um- hyggjusamur og þolinmóður Gísli var við Ölfu sína. Um leið og við kveðjum Gísla minnumst við góðra samverustunda og hugsum til hans með hlýhug. Elsku Alfa og Magnús, okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Skruggurnar. GÍSLI ÁSMUNDSSON Nú er enn höggvið skarð í raðir okkar eldri kvenskáta. Milla er „farin heim“ eins og við skátar segjum. Milla er sú þriðja sem hverfur úr hópnum á fáeinum mánuðum. Milla var ein af okkar elstu skáta- systrum og starfaði mikið og vel með okkur. Við minnumst margra sam- verustunda og glaðværð hennar smitaði okkur hinar. Áður hittumst við oft einu sinni í mánuði en fundum okkar hefur fækkað enda við farnar að eldast. Þó hittumst við enn nokkr- um sinnum á ári og mætti Milla alltaf MARSIBIL GUÐBJÖRG GUÐBJARTSDÓTTIR ✝ Marsibil GuðbjörgGuðbjartsdóttir fæddist í Reykjavík 29. júní 1911. Hún andaðist á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni fimmtudaginn 5. febrúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 17. febrúar. á meðan heilsan leyfði. Kyndill ljóssins lífið boðar, ljómar Morgunstjarna. Vinir gleðjast, vakna dáðir vorsins óskabarna. Vaka allar góðar vættir, vernda sérhvern gróður, hamingju- og heillavonir hyllir lífsins óður. Stöndum vörð um unga æsku ein sem allar. Hátt skal stefna – skátastarfið kallar. (Hrefna Tynes.) Innilegustu samúðarkveðjur til Sússu, skátasystur okkar, og fjöl- skyldunnar. Fyrir hönd okkar í fé- lagi eldri kvenskáta. Guðbjörg Jónsdóttir, Soffía Stefánsdóttir. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. ✝ Svanfríður F.Gunnlaugsdóttir fæddist í Reykjavík 19. mars 1932. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 8. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Unn- ur Rafnsdóttir, f. 1914, d. 1993, og Gunnlaugur Eberg Jakobssen, f. í Noregi 1912, d. 1981. Hinn 15. okt. 1955 giftist Svanfríður Reyni Vilhjálmssyni landslagsarkitekt. Börn þeirra eru: 1) Halla Reynisdóttir, f. 1955, gift Árna Hrólfssyni bygginga- meistara. Börn þeirra eru: Fríða Rún, f. 1975, Unnur Salóme, f. 1979, Hrólfur, f. 1984, og Reynir, f. 1988. 2) Valdimar Reynisson, f. 1955, umhverfis- fræðingur. Valdimar kvæntist Þórnýju Jakobsdóttur en þau eru skilin. Börn þeirra eru: Sunna Mjöll, f. 1990, Jakob Reynir, f. 1992, og Linda Ósk, f. 2000. 3) Steinunn Reynisdótt- ir, f. 1968, garðyrkjufræðingur. Útför Svanfríðar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Svönu kynntist ég fyrir nærri 40 árum er ég réðst til starfa á teikni- stofu Reynis Vilhjálmssonar, eig- inmanns hennar. Þetta var um miðjan sjötta áratuginn og þau hjón voru þá nýlega flutt heim eft- ir áralanga útivist í Danmörku við nám og störf. Vinnustaðurinn var í Höfða löngu áður en það hús varð „Höfdi House“. Umhverfið, sam- starfsmenn og tíminn var ákaflega skemmtilegur og margt að gerast í lífi manna. Á þessum árum kom Svana stundum í heimsókn á vinnustað okkar í Höfða. Hún átti sín bernskuspor á þessum slóðum í Höfðaborginni sem var rétt austan við túngarðinn í Höfða og hafði frá mörgu að segja um svæðið. Ungu hjónin Reynir og Svana voru á þessum árum að eignast yngri börnin tvö en elstu dótturina eignuðust þau í Danmörku. Nokkr- um árum síðar fluttu þau í Árbæ- inn og gerðust nýbúar þar í ný- skipulögðu hverfi á bakka Elliðaár og þar hefur heimili þeirra staðið í meira en þrjátíu ár. Þar varð líka aðalstarfsvettvangur Svönu, heim- ilið og uppeldi barnanna, hún var stoð og stytta vaxandi fjölskyldu. Um árabil annaðist hún ennfremur bókhald teiknistofunnar heima. Starf Reynis sem landslagsarki- tekt gerði hann fljótt að brautryðj- anda á því sviði. Aðeins einn Ís- lendingur hafði áður numið þessi fræði. Svana bar hag og hamingju þessarar ungu stéttar ávallt mjög fyrir brjósti. Í stofunni í Fagrabæ var litla félagið sem bar hið langa nafn Félag íslenskra landslags- arkitekta stofnað fyrir réttum 25 árum. Mörg fyrstu árin meðan fé- lagið var að vaxa úr grasi voru fundir þess haldnir í stofunni í Fagrabæ. Þar kynntust eldri fé- lagar gestrisni og myndarskap húsfreyjunnar og eiga frá þeim tíma ánægjulegar og ljúfar minn- ingar. Í hugann kemur einnig skemmti- leg minning frá því fyrir nokkrum árum en þá hittumst við hjónin óvænt á hringveginum norður í Hörgárdal í sumarveðri í sumarfríi og áður en varði var Svana búin að slá upp veislu „ude i det grönne“ undir réttarveggnum í miðjum Hörgárdalnum. Þarna áttum við ánægjulegan frúkost, dálítið að dönskum sið. Á eftir fórum við svo að Skriðu í Hörgárdal til að skoða ummerki eftir elsta skrúðgarð á Íslandi frá því um eða fyrir 1830. Hlýlegt og umfram allt hógvært viðmót húsmóðurinnar á glæsilega heimilinu í Fagrabæ mun lifa í minningunni. Það má með sanni segja að Svana hafi framan af ver- ið í hlutverki bæði ljósu og fóstru FÍLA-félagsins. Hún hafði ávallt lifandi áhuga á velgengni og fram- gangi félagsins. Fyrir það vilja landslagsarkitektar frá þessum tíma þakka á þessum tímamótum um leið og við vottum Reyni og öllu hans fólki samúð okkar. Einar E. Sæmundsen. SVANFRÍÐUR F. GUNNLAUGS- DÓTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.