Morgunblaðið - 19.02.2004, Síða 48

Morgunblaðið - 19.02.2004, Síða 48
Í KVÖLD, fimmtudagskvöldið 19. febrúar, klukkan 20.40 verð- ur sérstök tónlistardagskrá í Frí- kirkjunni í Reykjavík. Þar munu þau Guðrún Gunn- arsdóttir, Margrét Eir, Ragnar Bjarnason og Anna Sigga syngja ásamt Fríkirkjukórnum við und- irleik stórsveitar Carls Möllers. Á efnisskránni eru meðal ann- ars lögin hennar Ellý Vilhjálms, gospellög ásamt öðrum inn- lendum og erlendum dæg- urperlum. Tónlistardagskrá þessi er unnin í samvinnu við Vetrarhátíð í Reykjavík. Dag- skráin hefst klukkan 20.40 og er öllum opin og er aðgangur ókeypis. Sjáumst hress í kvöld. Safnaðarstarf Fríkirkjunnar í Reykjavík. Vetrarperlur við tjörnina Morgunblaðið/Júlíus Fríkirkjan í Reykjavík. KIRKJUSTARF 48 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í dag er samvera eldri borgara kl. 15:00. Allir hjartanlega velkomnir. Landsst. 6004021919 VIII I.O.O.F. 5  1842198  FL Hugleiðsla/ sjálfsuppbygg- ing  Áruteiknun  Miðlun  Fræðsla Halla Sigurgeirsdóttir, andlegur læknir. Upplýsingar í síma 553 8260 fyrir hádegi. Fimmtudagur 19. febrúar Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, kl. 20:00. Predikun Kristinn P. Birgisson. Mikill söngur og vitnisburðir. Allir eru hjartanlega velkomnir. Föstudagur 20. febrúar Opinn AA-fundur kl. 20:00. Mánudagur 23. febrúar Biblíulestur í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, kl. 19.30. Þriðjudagur 24. febrúar UNGSAM í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, kl. 19:00. Uppbyggilegt starf fyrir ungt fólk í bata. www.samhjalp.is I.O.O.F. 11  1842198½  KK. Í kvöld kl. 20.00. Lofgjörðar- samkoma í umsjón Áslaugar Haugland. Allir velkomnir. Áskirkja. Hreyfi- og bænastund kl. 12.15 í neðri safnaðarsal. Opið hús kl. 14–17 í neðri safnaðarsal fyrir unga sem aldna. Organisti Áskirkju leiðir söng. Allir velkomnir. Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10– 12. Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 14–16 í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, íhugun. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Háteigskirkja. Taize-messa kl. 20. Mömmumorgnar kl. 10. Vinafundir kl. 13–15. Landspítali – Háskólasjúkrahús. Arn- arholt. Guðsþjónusta kl. 20. Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12 á hádegi. Gunnar Gunnarsson leikur á orgelið frá kl. 12. Þjónustu annast Bjarni Karlsson og Sigurbjörn Þorkels- son meðhjálpari. Kl. 12.30 er léttur málsverður í boði í safnaðarheimilinu. Samvera eldri borgara kl. 14. Heimsókn pilta úr fermingarstarfi safnaðarins og greina þeir hinum fullorðnu frá áhyggj- um sínum og áhugamálum. Líflegt og fróðlegt samtal þar sem þau sem eldri eru segja hinum yngri frá áhugamálum og áhyggjum aldraðra. Stjórn dagskrár í höndum sóknarprests, en allur undir- búningur og umsjón veitinga er í hönd- um þjónustuhóps kirkjunnar og kirkju- varðar. Unglinga-Alfa kl. 19. Matur, fræðsla og samfélag fyrir unglinga í 9. og 10. bekk Laugalækjarskóla og öll gömul fermingarbörn úr þeim árgöngum, hvar sem þau annars búa. Spennandi tækifæri, frjáls mæting og eintóm ánægja. (Námskeiðinu lýkur með tilboði um helgarferð í Vatnaskóg.) Neskirkja. Krakkaklúbburinn kl. 14.30. Starf fyrir 8 og 9 ára börn. Sögur, leikir, föndur o.fl. Stúlknakór Neskirkju kl. 16. Kór fyrir 8 og 9 ára stúlkur. Stjórnandi Steingrímur Þórhallsson organisti. Uppl. og skráning í síma 896 8192. NEDÓ unglingaklúbburinn. 8. bekkur kl. 17. 9. bekkur og eldri kl. 19.30. Umsjón Munda og Hans. Félagsstarf aldraðra laugardaginn 21. febrúar kl. 14. Myndasýning frá Fær- eyjum. Fram verður borin létt máltíð. Þeir sem ætla að neyta matarins þurfa að tilkynna þátttöku í síma 511 1560 milli kl. 10–12 fram á föstudag. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Seltjarnarneskirkja. Helgistund í íbúð- um aldraðra á Skólabraut kl. 13.30. Óháði söfnuðurinn. Tólf sporin, andlegt ferðalag í kvöld kl. 19. Árbæjarkirkja. Kl. 15.15 STN-starf með sjö til níu ára börnum í Selásskóla. Breiðholtskirkja. Tilvist, trú og tilgangur II: Biblíulestrar í samvinnu leikmanna- skólans og Reykjavíkurprófastsdæmis eystra kl. 20–22. Kennari dr. Sigurbjörn Árni Eyjólfsson héraðsprestur. Digraneskirkja. Foreldramorgnar kl. 10. Leikfimi ÍAK kl. 11.15. Bænastund kl. 12.10. Unglingakór Digraneskirkju kl. 16.30–19. Barnastarf 6–9 ára kl. 17.15–18 á neðri hæð kirkjunnar. (Sjá nánar: www.digraneskirkja.is.) Fella- og Hólakirkja. Fjölskyldustund (mömmumorgnar) kl. 10–12. Biblíulest- ur og helgistund í Gerðubergi kl. 10.30– 12 í umsjá Lilju djákna. Stúlknastarf 8– 10 ára kl. 16.30–17.30. Alfa-námskeið kl. 19. Sjá nánar: www.kirkjan.is/fella- holakirkja. Grafarvogskirkja. Foreldramorgnar kl. 10. Dagskráin er fjölbreytt. Boðið er upp á áhugaverða fyrirlestra og skemmtilegar og fræðandi samveru- stundir. Kirkjukrakkar fyrir börn á aldr- inum 7–9 ára kl. 17.30–18.30 í Graf- arvogskirkju og einnig í Húsaskóla á sama tíma. Æskulýðsfélag fyrir unglinga í 8. bekk í Grafarvogskirkju kl. 20. Hjallakirkja. Opið hús kl. 12. Kirkju- prakkarar, 7–9 ára starf kl. 16.30. Kópavogskirkja. Starf með eldra fólki kl. 14.30–16 í safnaðarheimilinu Borg- um. Umsjón Sigríður Baldursdóttir. Bæna- og kyrrðarstund kl. 17. Fyrir- bænaefnum má koma til kirkjuvarðar eða presta. Lindakirkja í Kópavogi. Bænastund kl. 12 í safnaðarheimilinu, Uppsölum 3. Seljakirkja. KFUM 9–12 ára kl. 17.30. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund í kirkjunni kl. 22. Bænarefnum er hægt að koma til prestsins fyrir stundina. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í safnaðarheimilinu Strand- bergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Foreldrastund (sbr. mömmumorgunn) í dag kl. 13. Kjörið tækifæri fyrir heimavinnandi foreldra til að koma saman og eiga skemmtilega stund í notalegu umhverfi. Kaffi og létt- ar veitingar, spjall, föndur, fyrirlestrar, kynningar og fleira. Fríkirkjan í Hafnarfirði. TTT-starf fyrir 10–12 ára krakka kl. 16.30–18. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 10 mömmumorgunn í Safnaðarheimilinu. Kaffi, djús og gott samfélag. Sr. Þor- valdur Víðisson. Kl. 20 Tólf spora vinna heldur áfram í KFUM&K-heimilinu. Um- sjónarfólk. Kl. 20 kóræfing kirkjukórs Landakirkju. Keflavíkurkirkja. Fermingarundirbúning- ur í Kirkjulundi: Kl. 15.10–15.50 8. A í Holtaskóla, kl. 15.55–16.35 8. B í Holtaskóla. Þorlákskirkja. Bænastund kl. 9.30. For- eldramorgnar kl. 10. Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir velkomnir. AD KFUM, Holtavegi 28. Fundur í kvöld kl. 20. Úr pokahorninu, myndir og minn- ingar. Efni í umsjón Birgis Albertssonar, kennara. Hugvekja, sr. Ingþór Indriða- son Ísfeld, fyrrverandi sóknarprestur. Allir karlmenn velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. Í dag er samvera eldri borgara kl. 15. Allir vel- komnir. Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 12. Léttur hádegisverður á vægu verði í safnaðarheimili eftir stund- ina. Samhygð kl. 20.30. Glerárkirkja. Mömmumorgnar kl. 10– 12. Æfing barnakórs Glerárkirkju kl. 17. Í dag verður samvera eldri borgara í safnaðarsal kl. 15. Ólafur Ásgeirsson aðstoðaryfirlögregluþjónn er gestur samverunnar. Örn Viðar Birgisson tenór syngur nokkur lög við undirleik Helenu G. Bjarnadóttur, kaffiveitingar og helgi- stund. Allir velkomnir. Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 20 unglingafundur fyrir 8. bekk og upp úr. Safnaðarstarf Bridsfélag SÁÁ Mætingin hjá Bridsfélagi SÁÁ var ágæt sl. fimmtudag, 10 pör skráðu sig til leiks. Spilaður var Howell, 9 umferðir, 3 spil í umferð. Þessi pör urðu hlutskörpust: Einar L. Pétursson – Örlygur Örlygss. 133 Björn Friðrikss. – Jóhannes Guðm. 132 Guðbjörg E. Bald. – Baldur Óskarss. 122 Hákon Stefánsson – Reynir Grétarsson 118 Spilað verður nk. fimmtudag, 19. febrúar og eru spilarar hvattir til að fjölmenna. Spilamennskan hefst stundvíslega kl. 19.30. Spilastaður er Sóltún 20, Lionssalurinn. Kaffi verður frítt. Umsjónarmaður er Matthías Þorvaldsson og má skrá sig á staðnum eða í síma 860 1003. Hjálpað er til við myndun para ef óskað er. Nýliðum er tekið fagn- andi og fá yngri spilarar helmings- afslátt af spilagjaldinu. Loks er vakin sérstök athygli á heimasíðu félagsins, slóðin er: www.bridge.is/ fel/saa. Bridsfélag Hafnarfjarðar Mánudaginn 16. febrúar var spil- aður eins kvölds tvímenningur. Úrslit urðu þannig: Sigurður Sigurj. – Guðni S. Ingvarss. 212 Harpa F. Ingólfsd. – María Haraldsd. 203 Einar Sigurðsson – Halldór Einarsson 190 Kristinn Kristinss. – Halldór Svanb. 184 Hafþór Kristjánss. – Hulda Hjálmarsd. 183 Ómar Óskarson – Helgi G. Jónsson 172 Vegna Bridshátíðar verður ekki spilað hjá félaginu 23. febrúar, en hafist handa við þriggja kvölda hraðsveitakeppni 1. mars. Dagskráin til vors verður þannig: 01.03. Hraðsveitakeppni 08.03. Hraðsveitakeppni 15.03. Hraðsveitakeppni 22.03. Tvímenningur – Mitchell 29.03. Tvímenningur – Mitchell 05.04. Tvímenningur – Mitchell 19.04. Félagakeppni milli BH og Barðstrendinga/Kvenna 26.04. Einmenningur 03.05. Tvímenningur og aðalfund- ur Bridsfélag Akureyrar Fyrsta kvöldið af þremur í heilsuhornstvímenningi Bridsfélags Akureyrar var spilað þriðjudags- kvöldið 17. febrúar. 16 pör taka þátt. Staðan er: Pétur Ö. Guðjónss. – Stefán Ragnarss. 52 Hjalti Bergmann – Gissur Jónasson 51 Jón Sverrisson – Una Sveinsdóttir 49 Stefán Sveinbjörnss. – Reynir Helgas. 35 Stefán G. Stefánsson – Sveinn Pálsson 34 Hermann H. Huijb. – Ólafur Ágústss. 12 Sunnudagskvöldið 15. febrúar var spilaður Howell-tvímenningur. Úrslit voru: Soffía Guðm. – Ragnheiður Haraldsd. 18 Jón Sverrisson – Una Sveinsdóttir 17 Stefán G. Stefánss. – Hans V. Reisenhus 8 Gissur Jónasson – Hjalti Bergmann 5 Spilað er á þriðjudags- og sunnu- dagskvöldum klukkan 19.30 í Fé- lagsheimilinu Hamri. Á þriðjudags- kvöldum eru forgefin spil og keppnisstjóri er á staðnum. Allir velkomnir. Bridskvöld nýliða Sunnudaginn 15. feb. spiluðu 6 pör tvímenning. Lokastaðan: Rafn Jónsson – Ísak Sigurðsson 19 Stefán Óskarsson – Jórunn Kristinsd. 3 Guðmundur Gestsson – Þórir Jóhannss. -3 Erla Ólafsd. – Kristín Sigfúsd. -4 Spilamennska fellur niður sunnu- daginn 22. feb. vegna Bridshátíðar. Næsta spilakvöld er því 29. feb. Spilað er öll sunnudagskvöld í Síðu- múla 37, 3. hæð og hefst spila- mennska kl. 19.30. Allir sem kunna undirstöðuatrið- in í brids eru velkomnir. Umsjón- armaður er Sigurbjörn Haraldsson og aðstoðar hann við að finna spila- félaga fyrir þá sem mæta stakir. Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Mánudaginn 16. febrúar lauk að- alsveitakeppni félagsins á drama- tískan hátt. Sveit séra Hermanns var með þriggja stiga forystu á sveit Guðrúnar í upphafi kvöldsins en náði aðeins jafntefli í sjöundu umferð á meðan Guðrún halaði inn 20 stig. Í síðustu umferð setti sveit séra Hermanns pressu á sveit Guðrúnar með því að vinna sinn leik 23-7. Sveit Guðrúnar náði hins vegar að- eins jafntefli og sigurinn því sveitar Hermanns. Sveitir Vina og Dropa- steins höfnuðu jafnar í þriðja sæt- inu og samkvæmt reglugerð móts- ins réð stigafjöldi á móti þremur efstu sveitunum röðinni. Báðar sveitir höfðu þar náð samtals 43 stigum og varð því að grípa til inn- byrðis viðureignar sveitanna. Sá leikur fór 15-15 eða 37-37 í impum. Varð því að grípa til þriðju reglu, að draga spil úr spilastokk. Þar hafði sveit Vina betur og úr- skurðast því í þriðja sæti. Loka- staða efstu sveita varð þannig: Séra Hermann 151 Guðrún 146 Vinir 138 Dropasteinn 138 Sveit Bryndísar 132 Anna Guðlaug Nielsen 115 Eðvarð 115 Esja 114 Spilarar í sveit séra Hermanns voru Hermann Friðriksson, Ingólf- ur Hlynsson, Snorri Sturluson, Guðjón Sigurjónsson og Helgi Bogason. Næsta mánudag, 23. febrúar, fellur spilamennska niður hjá félaginu að venju vegna Bridshátíðar, en mánudaginn 1. mars hefst barómeterkeppni fé- lagsins sem stendur yfir í 3 kvöld. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson STYRKTARFÉLAGI krabbameinssjúkra barna hefur verið afhentur 250.000 króna styrkur sem er hluti af hagnaði jólatrjáasölu Landakots. Þórir Kr. Þórisson og Baldur Freyr Gústafsson afhentu Rósu Guðbjarts- dóttur, framkvæmda- stjóra SKB, styrkinn á skrifstofu félagsins fyrir skemmstu. Styrkur til krabba- meinssjúkra barna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.