Morgunblaðið - 19.02.2004, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 19.02.2004, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2004 55 DAGBÓK ÁRNAÐ HEILLA STJÖRNUSPÁ Frances Drake FISKAR Afmælisbörn dagsins: Þú ert mjög viðkvæm/ur en á sama tíma óbugandi. Þú lætur þér annt um þá sem minna mega sín. Á þessu ári muntu læra mikilvæga hluti af einverunni. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Reyndu að efla tengslin við vini þína og nágranna í dag. Þú finnur til hlýju í garð fólks- ins í kringum þig og munt njóta þess að vera í sam- skiptum við það. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þetta er góður dagur til að staldra við og taka eftir feg- urðinni sem er allt í kringum þig. Þú ættir ef til vill að fara í hugleiðslu eða jóga. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú ert tilbúin/n til að hjálpa vini þínum í dag. Hikaðu ekki við að bjóða fram aðstoð þína. Þú munt njóta þess. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú verður hugsanlega beðin/n um að hanna eitthvað eða taka að þér að fegra vinnuumhverfi þitt. Þú munt njóta þess að vinna þetta verk. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú ert opin/n fyrir fegurðinni í kringum þig. Veittu sjálfri/ sjálfum þér tækifæri til að njóta lista og fegurðar. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Einhver er tilbúin/n til að veita þér fjárhagslega aðstoð í dag. Hikaðu ekki við að þiggja þá hjálp sem þér er boðin. Það fylgja henni engar kvaðir. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú ert óvenju næm/ur fyrir þörfum þinna nánustu í dag. Þú hefur einnig næman skiln- ing á þörfum þjóðfélagsins. Þetta er því góður dagur til að sinna félagslegum skyldum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Samstarfsfólk þitt er sérlega hjálplegt í dag. Þú ert einnig tilbúin/n til að hjálpa öðrum. Þetta ætti að gera alla sam- vinnu ánægjulega og árang- ursríka. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Margir bogmenn munu verða ástfangnir í dag. Þetta er einn af þessum dögum þegar draumar geta ræst. Leyfðu þér að njóta listsköpunar. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú finnur til sterkrar sam- kenndar með einhverjum í fjölskyldunni í dag. Þú ert tilbúin/n til að láta þarfir ann- arra ganga fyrir þínum eigin þörfum. Þér finnst umhyggja fyrir öðrum auðga líf þitt. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú ert í þægilegu draum- kenndu ástandi og því munu dagdraumar setja svip sinn á daginn hjá þér. Við eigum öll svona daga inni á milli hvers- daganna. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þig langar til að eyða pen- ingum í fallega hluti í dag. Listaverk, falleg föt, skart- gripir og góður matur höfða sterkt til þín. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 50 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 19. febrúar, er fimmtugur Hörður Jóhannesson, yf- irlögregluþjónn í Reykja- vík. Hann heldur upp á dag- inn og ætlar að taka á móti gestum í Glersalnum að Salavegi 1 í Kópavogi í kvöld kl. 20–23. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 20. desember sl. í dómkirkj- unni í Valencia í Venesúela þau María Carolína Castillo og Davíð G. Waage. Heimili þeirra er á Spáni. Eftir fjögur fyrstu spilin í leik Íslands og Búlgaríu í Yokohama leiddi íslenska sveitin með 25 IMPum gegn engum. Fyrstu stig Búlgara komu í fimmta spili: Norður gefur; NS á hættu. Norður ♠82 ♥D432 ♦Á8 ♣ÁKDG10 Vestur Austur ♠63 ♠Á4 ♥96 ♥Á85 ♦D109764 ♦KG532 ♣852 ♣973 Suður ♠KDG10975 ♥KG107 ♦– ♣64 Vestur Norður Austur Suður Karaiv. Þröstur Trendaf. Bjarni – 1 lauf 1 tígull 1 spaði 4 tíglar Dobl * Pass 5 spaðar Pass 6 spaðar Dobl Allir pass Þröstur og Bjarni spila Standard og doblið á fjórum tíglum sýnir góða opnun. Það freistar Bjarna til að reyna við slemmu með stökki í fimm spaða, sem Þröstur hækkar í sex. Í sjálfu sér er lítið út á sagnir að setja – allt er innan skynsemismarka, nema þá helst niðurstaðan. AV uppskáru einfaldlega vel fyrir athafnasemi sína. Dobl Trendafilovs í lokin var hreint græðgisdobl, sem Karaivanov túlkaði sem Lig- htner-dobl og kom út með lauf. Einn niður og 200 til Búlgara. Á hinu borðinu skiptu Ant- on og Sigurbjörn sér ekkert af sögnum og Búlgarar náðu að stansa í fimm spöðum: Vestur Norður Austur Suður Anton Stamatov Sigurbj. Tsonchev – 1 lauf * Pass 1 spaði Pass 2 lauf Pass 3 spaðar Pass 4 lauf Pass 5 tíglar * Pass 5 hjörtu * Pass 5 spaðar Pass Pass Pass Eftir sterka laufopnun festir Tsonchev spaðann fljótlega sem tromplit og stekkur svo í fimm tígla til að spyrja um lykilspil fyrir utan tígulinn. Svarið á fimm hjört- um sýnir eitt lykilspil eftir þeirra aðferðum. Anton fann besta útspilið – hjartaníu. Sigurbjörn tók með ásnum og spilaði aftur hjarta. Sagnhafi getur nú fengið ellefu slagi með því að henda tveimur hjörtum heima niður í tígulás og lauf, en þá þarf laufliturinn að brotna 3–3. Tsonchev leist illa á þann möguleika og valdi að fara í trompið. En Bessi tók strax á ásinn og gaf bróður sínum stungu í hjarta. Einn niður og aðeins 3 IMPar til Búlgara. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. c4 c6 2. Rf3 d5 3. e3 Rf6 4. Rc3 e6 5. d4 Rbd7 6. Dc2 Bd6 7. b3 e5 8. Bb2 e4 9. Rd2 a6 10. Be2 De7 11. 0– 0–0 b5 12. f3 exf3 13. Bxf3 bxc4 14. bxc4 Ba3 15. c5 Bxb2+ 16. Kxb2 0–0 17. Hhe1 Dd8 18. e4 dxe4 19. Rdxe4 Rd5 20. Rxd5 cxd5 21. Rd6 Rf6 22. h3 Be6 23. Dc3 Dc7 24. Ka1 Hfb8 25. Hb1 Dc6 26. Hb3 Da4 27. Bd1 Hxb3 28. Bxb3 Da3 29. He3 Hd8 30. De1 Hb8 Staðan kom upp í þýska meistaramótinu sem lauk fyrir skömmu. Klaus Bischoff (2.561) hafði hvítt gegn Karsten SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Mueller (2.517). 31. Hxe6! fxe6 svartur afræður að láta kæfingarmáta sig en hann hefði einnig getað lát- ið máta sig upp í borði eftir 31. … Hxb3 32. He8+ Rxe8 33. Dxe8#. 32. Dxe6+ Kh8 33. Rf7+ Kg8 34. Rh6+ Kh8 35. Dg8+ Rxg8 36. Rf7#. MÓNA LÍSA Var ekki dapurt á verkstæði hans, þessa vitskerta manns, sem hugðist að fljúga eins og fugl, með allt sitt tilraunaamstur og uppfinningarugl? Varst’ ekki fegin að flytjast í fallegan sal, og draga að þér allra augu, dáð eins og tignasta drottning? Leiddust þér ekki heimsóknir hans í höllina, krjúpandi af lotning? Og Móna Lísa mælir í mildu, dulræðu brosi: Ég var aldrei til nema í vitund hans, þessa vitskerta manns. Kristján frá Djúpalæk LJÓÐABROT MEÐ MORGUNKAFFINU Jú, ég veit að þú fékkst launahækkun ... en það eru sex mánuðir síðan! Laugavegi 20b, sími 552 2515 Síðustu dagar útsölu Afslátturinn í botni Bankastræti 11, sími 5513930 Allsherjar útsala Allt á hálfvirði Kvöldfatnaður Brúðarkjólar st. 4-16 Brúðarskór st. 35-42 Spariskór st. 35-42 Skartgripir Sjöl, belti, töskur Opið laugardag kl. 11-17 Ferming í Flash Laugavegi 54, sími 552 5201  Kjólar  Pils  Toppar  Blússur  Buxur  Jakkar Ótrúlegt úrval Upplýsingar og skráning hjá Birgi 822 7896 og Erlu 566 7803 eða cranio@strik.is Höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð Næstu kynningarnámskeið á Upledger CranioSacral therapy verða í Reykjavík 20. og 21. febrúar og einnig 5. og 6. mars. Kennarar eru Erla Ólafsdóttir sjúkraþjálfari og Birgir Hilmarsson nuddfræðingur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.