Morgunblaðið - 19.02.2004, Síða 56
ÍÞRÓTTIR
56 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ALÞJÓÐA knattspyrnu-
sambandið, FIFA, hefur
tilnefnt Kristin Jak-
obsson sem einn af dóm-
urum á sterku móti 20
ára landsliða sem haldið
er í Toulon í Suður-
Frakklandi í byrjun júní.
Mótið er árlegt og er
haldið af franska knatt-
spyrnusambandinu, í
samvinnu við FIFA. Þátt-
tökuþjóðir eru Frakk-
land, Brasilía, Kína, Kól-
umbía, Japan, Portúgal, Svíþjóð og
Tyrkland. Þá hefur Kristni verið
boðið til Englands þann 17. mars þar
sem hann situr ráðstefnu ensku úr-
valsdeildardómaranna. Í framhaldi
af því fylgir hann dóm-
arafernunni sem fer á
Old Trafford til að
dæma leik Man. Utd.
og Tottenham í úrvals-
deildinni þann 20.
mars. Dómari leiksins
er Dermot Gallagher.
„Þetta er frábært
tækifæri til að fylgjast
með störfum dóm-
aranna á stórleik í
ensku knattspyrnunni
en ég fer með þeim í
gegnum allan ferilinn í kringum
leikinn. Það var Keith Hackett, fyrr-
verandi um milliríkjadómari, sem
bauð mér á ráðstefnuna,“ sagði
kristinn við Morgunblaðið.
FIFA sendir Kristin
Jakobsson til Frakklands
Kristinn
FÓLK
ÓLAFUR Ingi Skúlason lék með
varaliði Arsenal sem lagði varalið
Coventry að velli úti, 2:0. Spánverjinn
Fabian Fabregas og Michal Papado-
pulous settu mörkin.
JÓHANNES Karl Guðjónsson lék
með varaliði Úlfanna á útivelli gegn
Middlesbrough í norðurdeild í keppni
varaliða, 0:0. Jóhannes Karl var ná-
lægt því að skora mark – átti þrumu-
skot í stöng af 20 metra færi.
VÍKINGAR úr Ólafsvík, sem unnu
sér sæti í 2. deildinni í knattspyrnu
síðasta haust, hafa fengið til sín serb-
neska leikmanninn Predrag Milo-
savljevic. Hann hefur verið leikmaður
og þjálfari í Bolungarvík síðustu árin.
GRÉTAR Sigurðarson skoraði
bæði mörk Víkings sem gerði jafn-
tefli, 2:2, við ÍA í æfingaleik í knatt-
spyrnu í Egilshöllinni í fyrrakvöld.
Garðar Gunnlaugsson og Finnbogi
Llorens Izaguirre skoruðu mörk ÍA.
HÓPUR stuðningsmanna Valencia
er að hugsa um að kæra Pedro Trist-
ante Oliva, dómara leiks liðsins og
Real Madrid í spænsku deildinni um
helgina, en þar dæmdi hann víti á Val-
encia. Vítið mun ekki hafa verið rétt-
mætur dómur en Figo jafnaði metin
úr spyrnunni.
BRASILÍSKI miðherjinn Ailton til-
kynnti í gær að að hann ætlaði að
kvænast sinni heittelskuðu, Rosalie,
ef Werder Bremen yrði þýskur
meistari í ár. Hann hyggst gifta sig á
leikvelli liðsins – Weser Stadion – og
öllum stuðningsmönnum Werder
verður boðið. Werder er nú með níu
stiga forskot og Ailton, 31 árs, er
markahæstur í deildinni – með 19
mörk í 20 leikjum. Þar sem Werder
leikur síðasta leik sinn á útivelli, von-
ast Ailton til að liðið verði orðið eða
verði þýskur meistari í næstsíðustu
umferðinni, en þá leikur liðið heima
gegn Leverkusen.
JIMMY Floyd Hasselbaink, sókn-
arleikmaður Chelsea, fékk að vita það
í gær að hann væri ekki inni í mynd-
inni hjá Dick Advocaat, landsliðs-
þjálfara Hollands, sem leikmaður á
EM í Portúgal í sumar. Hann er ekki í
28 manna leikmannahópi Advocaat,
sem valdi frekar sóknarleikmenn eins
og Ruud van Nistelrooy, Roy Maka-
ay, Patrick Kluivert, Pierre van Ho-
oijdonk og Robin van Persie.
Mons Ivar Mjelde, þjálfari fé-lagsins, hefur hrósað Ólafi
Erni mikið fyrir frammistöðu sína
með liðinu að undanförnu. En þjálf-
arinn er ekki einn um að bera lof á
varnarmanninn úr Grindavík. „Ég
er mjög ánægður með „Olli“. Hann
var reyndar dálítið ryðgaður í fyrstu
leikjunum en hefur staðið sig frá-
bærlega síðan. Hann er svo örugg-
ur,“ segir Cato Guntveit, fyrirliði
Brann, um Ólaf Örn.
Ekki er ólíklegt að Ólafur Örn taki
stöðu Roy Wassberg, sem var fyr-
irliði í fyrra, en Wassberg er hvorki
sár né svekktur. „Hann hefur virki-
lega sýnt okkur hvers hann er
megnugur,“ segir hann og félagi
hans í vörninni, Ivar Rönningen, er á
sama máli. „Olli hefur leikið mjög
vel. Ég veit ekki hvort rétt er að
segja að hann hafi komið okkur á
óvart enda vissi ég að hann hefði
leikið marga landsleiki fyrir Ísland.
Hann hefur enga augljósa veikleika
og þegar hann hreinsar frá marki þá
gerir hann það með því að koma
boltanum til samherja. Það er góður
kostur hjá varnarmanni,“ segir
hann.
Þrátt fyrir að knattspyrna sé leik-
ur liðs þá eru ellefu einstaklingar í
hverju liði og einstaklingshyggjan
oft látin ráða þegar baráttan er hörð
um sæti í liðinu eins og hjá Brann.
Allir tala þó vel um Ólaf Örn. „Það er
frábært að spila með honum. Hann
er óhræddur við að tala við samherja
sína og samskiptin við hann eru frá-
bær,“ segir Ragnvald Soma.
Morgunblaðið/Jim Smart
Ólafur Örn Bjarnason, fyrrverandi fyrirliði Grindvíkinga, í leik
gegn Fylki, þar sem mótherjinn er Ólafur Páll Snorrason.
Ólafur Örn
heillar alla
ÓLAFUR Örn Bjarnason, landsliðsmaður í knattspyrnu, fær mikið
hrós frá þjálfara sínum í Brann í Noregi og samherjum. Bergensav-
isen sagði í grein í gær að félagið hefði notað um fjórar milljónir
norskra króna, um 40 milljónir íslenskra, í kaup á leikmönnum, en
sá sem félagið fékk án endurgjalds, Ólafur Örn Bjarnason, hefði
staðið sig best allra í æfingaleikjum undanfarið.
BJÖRGVIN Sigurbergsson,
kylfingur úr Keili, hefur leik í
dag á Opna Carlsberg mótinu í
Malasíu ásamt 155 öðrum kylf-
ingum sem koma víðs vegar að.
Björgvin er í fyrri ráshópnum,
fer út af tíunda teig kl. 8.40 að
staðartíma, eða þegar klukk-
una vantar 20 mínútur í eitt eft-
ir miðnætti og ætti því að ljúka
leik um klukkan sex að morgni,
er sem sagt væntanlega kom-
inn í hús þegar þetta kemur
fyrir augu lesenda.
Björgvin leikur með Joon
Chung frá Kóreu og Martin
Maritz, 27 ára kylfingi frá Suð-
ur-Afríku. Á morgun leggja
þeir félagar í hann af fyrsta
teig og eiga rástíma klukkan
13.10 eða 5.10 árdegis að ís-
lenskum tíma.
Eftir morgundaginn verður
keppendum fækkað um helg-
ming eða svo þannig að Björg-
vin, sem hefur sett sér það
markmið að komast áfram eftir
tvo fyrstu dagana, verður að
halda vel á spöðunum til að það
takist enda mótið gríðarlega
sterkt.
Björgvin
byrjaði
snemma
Brasilía, Frakkland, Spánn ogHolland eru sem fyrr í fjórum
efstu sætunum en Mexíkó lyftir sér
upp í fimmta sætið. Þar á eftir koma
Argentína, England, Tékkland, Tyrk-
land og Ítalía.
Króatar eru orðnir efstir af mót-
herjum Íslendinga í undankeppni
HM 2006 en þeir eru í 19. sætinu og
höfðu sætaskipti við Svía, aðra mót-
herja Íslands, sem eru þar með í 20.
sætinu.
Búlgarar falla um þrjú sæti og eru
númer 37, Ungverjar falla um tvö
sæti og eru númer 74 en Möltubúar
sitja um kyrrt í 128. sætinu.
Danir efstir á blaði
Danir eru efstir Norðurlandaþjóða
í 14. sæti, Svíar eru í 20. eins og fyrr
segir, Norðmenn eru í 39. sæti, Finn-
ar í 42. sæti og Færeyingar í 126. sæti.
Albanar, sem mæta Íslendingum í
Tirana í lok mars, eru í 90. sæti og
Lettar, sem komust óvænt á EM og
taka á móti íslenska liðinu í lok apríl,
eru í 55. sæti. Alls eru 204 þjóðir á list-
anum.
Ísland féll um
þrjú sæti á
FIFA-listanum
ÍSLAND er í 59. sæti á nýjum heimslista Alþjóða knattspyrnu-
sambandsins sem gefinn var út í gær. Íslenska landsliðið hefur fall-
ið um þrjú sæti síðan í janúar þegar það var í 56. sæti en það hefur
ekki leikið á þessum tíma og því er það árangur annarra þjóða sem
lyftir þeim uppfyrir Ísland í þetta skipti. Það eru Katar, Alsír og
Jórdanía sem þar eiga í hlut en Jórdanar lyftu sér um 12 sæti og
Alsírbúar um 11 sæti.