Morgunblaðið - 19.02.2004, Page 58

Morgunblaðið - 19.02.2004, Page 58
ÍÞRÓTTIR 58 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Intersportdeildin: Hveragerði: Hamar - Tindastóll ..........19.15 Njarðvík: UMFN - Haukar..................19.15 Seljaskóli: ÍR - KFÍ...............................19.15 HANDKNATTLEIKUR Haukar - Stjarnan 36:24 Ásvellir, Hafnarfirði, úrvalsdeild karla, RE/MAX-deildin, miðvikudaginn 18. febr- úar 2004. Gangur leiksins: 3:0, 4:2, 9:7, 13:7, 16:9, 17:11, 19:12, 19:16, 23:16, 27:19, 31:21, 34:22, 36:24. Mörk Hauka: Ásgeir Örn Hallgrímsson 10, Vignir Svavarsson 5, Jón Karl Björnsson 5/2, Þórir Ólafsson 4, Aliaksandr Shamkuts 3, Gísli Jón Þórsson 3/2, Þorkell Magnús- son 2, Andri Stefan 2, Matthías Árni Ingi- marsson 1, Halldór Ingólfsson 1/1. Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 14/1 (þar af 5 til mótherja), Þórður H. Þórð- arson 5 (þar af 2 til mótherja). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Stjörnunnar: Sigtryggur Kolbeins- son 6, David Kekelia 4, Arnar J. Agnarsson 4, Gunnar Ingi Jóhannsson 3, Jóhannes Jó- hannesson 2, Björn Friðriksson 2/1, Arnar Theodórsson 1, Freyr Guðmundsson 1, Bjarni Gunnarsson 1. Varin skot: Jecek Kowal 13 (þar af 7 til mótherja), Guðmundur Karl Geirsson 3 (þar af 2 til mótherja). Utan vallar: 16 mínútur. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elí- asson, áttu ekki góðan dag. Grótta/KR - KA 30:28 Íþróttamiðstöðin Seltjarnarnesi: Gangur leiksins: 1:0, 1:3, 3:3, 3:5, 7:8, 8:10, 10:10, 10:15, 11:17, 13:18, 13:15, 17:20, 20:20, 22:21, 22:23, 23:24, 26:24, 28:25, 28:27, 30:27, 30:28. Mörk Gróttu/KR: Páll Þórólfsson 13/6, Konráð Ólavson 7, Daði Hafþórsson 5, Kristinn Björgúlfsson 2, Magnús Agnar Magnússon 2, Sverrir Pálmason 1. Varin skot: Hlynur Morthens 17 (þar af fóru 6 aftur til mótherja), Gísli Guðmunds- son 1. Utan vallar: 12 mínútur. Þar af fékk Oleg Titov rautt spjald fyrir þrjár brottvísanir. Mörk KA: Andreas Stelmokas 10, Arnór Atlason 9/5, Jónatan Magnússon 5, Bjartur Máni Sigurðsson 2, Árni Björn Þórarinsson 1, Andri Snær Stefánsson 1/1. Varin skot: Hafþór Einarsson 9 (þar af fóru 4 aftur til mótherja), Hans Hreinsson 6/1 (þar af fóru 2 aftur til mótherja), Stefán Guðnason 3 (þar af fór 1 aftur til mótherja). Utan vallar: 20 mínútur. Þar af fékk Andr- eas Stelmokas rautt spjald fyrir þrjár brottvísanir. Dómarar: Gísli H. Jóhannsson og Haf- steinn Ingibergsson. Áhorfendur: Um 230. Staðan: Valur 4 2 1 1 107:101 13 Haukar 4 3 1 0 126:100 12 ÍR 4 2 0 2 113:111 12 KA 4 2 0 2 122:114 11 Stjarnan 4 2 0 2 110:122 10 Fram 4 1 0 3 112:115 8 Grótta/KR 4 2 0 2 105:116 7 HK 4 1 0 3 102:118 7 Markahæstir: Arnór Atlason, KA ................................39/19 Andrius Stelmokas, KA..........................33/4 Andrius Rackauskas, HK.......................32/5 Páll Þórólfsson, Gróttu/KR..................29/13 Einar Hólmgeirsson, ÍR............................28 Markús Máni M. Maute..........................27/7 Héðinn Gilsson, Fram................................27 Valdimar Þórsson, Fram 22/5 Ásgeir Örn Hallgrímsson, Haukum .........22 Andri Stefan, Haukum...............................22 Jón Karl Björnsson, Haukum..............21/10 Elías Már Halldórsson, HK ......................21 David Kekelia, Stjörnunni.........................21 Kristinn Björgúlfsson, Gróttu/KR ...........20 Hannes Jón Jónsson, ÍR............................18 Einar Logi Friðjónsson, KA .....................18 Jón Björgvin Pétursson, Fram ................17 1. deild karla Þór - Víkingur.......................................23:38 Mörk Þórs: Goran Gusic 10, Árni Þór Sig- tryggsson 7, Arnór Gunnarsson 2, Þorvald- ur Sigurðsson 2, Bergþór Morthens 1, Ce- drik Akerberg 1. Mörk Víkings: Ásbjörn Stefánsson 9, Dav- íð Guðnason 8, Tomas Kavolius 6, Brjánn Bjarnason 2, Þórir Júlíusson 2, Björn Guð- mundsson 2, Karl Grönvold 2, Bjarki Sig- urðsson 2, Þröstur Helgason 2, Davíð Ólafsson 2, Benedikt Árni Jónsson 1. Breiðablik -Afturelding.......................24:32 Mörk Breiðabliks: Gunnar B. Jónsson 7, Björn Óli Guðmundsson 4, Kristinn Logi Hallgrímsson 3, Orri Hilmarsson 2, Davíð Ketilsson 2, Einar Einarsson 2, Sigurður Valur Jakobsson 2, Ágúst Guðmundsson 1, Stefán Guðmundsson 1. Mörk Aftureldingar: Hrafn Ingvarsson 8, Daníel Grétarsson 8, Einar Ingi Hrafnsson 5, Daníel Jónsson 3, Reynir Árnason 2, Hilmar Stefánsson 2, Ernir Hrafn Arnar- son 2, Níels Reynisson 1, Kristinn Péturs- son 1. ÍBV - Selfoss...................................... frestað Staðan: Selfoss 3 3 0 0 96:89 6 Víkingur 4 2 1 1 120:97 5 FH 3 2 0 1 100:88 4 Þór 2 1 0 1 56:63 2 Afturelding 4 1 0 2 101:114 2 ÍBV 1 0 1 0 22:22 1 Breiðablik 3 0 0 3 80:102 0 KNATTSPYRNA Reykjavíkurmót kvenna Efri deild: KR - Breiðablik .........................................1:3 Staðan: KR 3 2 0 1 11:7 9 Valur 2 1 0 1 10:8 3 Breiðablik 3 2 0 1 11:11 6 ÍBV 2 0 0 2 4:10 0 Vináttulandsleikir Malta - Hvíta-Rússland ........................... 0:2 Maksim Romashchenko 48., 63. Andorra - Færeyjar..................................0:0 Lettland - Kazakhstan ............................ 3:1 Jurijs Laizans 45., 66., Marian Pahars 40. - Aksjonovs 34. Rúmenía - Georgía .................................. 3:0 Adrian Mutu 29., 69., Florian Cernat 86. Eistland - Moldavía.................................. 1:0 Joel Lindpere 58. Ísrael - Aserbaídsjan................................6:0 Arbeitman 9., 66., 69., Tal, vítaspyrna, 24., Katan 45., 61. - 12.250. Ungverjaland - Armenía .........................2:0 Imre Szabics 63., Krisztian Lisztes 75. Makedónía - Bosnía ..................................1:0 Pandev 22. - 8.000. Líbýa - Úkraína.........................................1:1 Kara 55. - Pukanich 15. - 20.000. Tyrkland - Danmörk................................0:1 - Martin Joergensen 32. - 19.000. Albanía - Svíþjóð.......................................2:1 Ervin Skela 67., Ardian Aliaj 75. – Stefan Selakovic 50. - 15.000. Grikkland - Búlgaría................................2:0 Dimitris Papadopoulos 26., Zisis Vryzas 60. - 6.000. Pólland - Slóvenía.....................................2:0 S. Mila 2., A. Niedzielan 64.  153 áhorfendur sáu leikinn, sem fór fram í San Fernando á Spáni. Belgía - Frakklandi ..................................0:2 - Sidney Govou 45, Louis Saha 76. - 45.000. Holland - Bandaríkin ...............................1:0 Arjen Robben 57. Írland - Brasilía ........................................0:0 44.000. Marokkó - Sviss.........................................2:1 Ahmed Ajeddou 78., Houcine Aiajour 81. – Alexander Frei 89. - 2.000. Króatía - Þýskaland .................................1:2 Mato Neretljak 86. – Miroslav Klose 34., Carsten Ramelow 90. - 15.000. Ítalía - Tékkland.......................................2:2 Christian Vieri 14., Antonio Di Natale 86. – Jiri Stajner 42., Tomas Rosicky 89. - 20.035. Norður-Írland - Noregur.........................1:4 David Healy 56. – Morten Pedersen 17., 35., Steffen Iversen 43., Keith Gillespie 57. - sjálfsm. - 11.288. Wales - Skotland .......................................4:0 Robert Earnshaw 1, 35, 58, Gareth Taylor 78. - 47.124. Spánn - Perú..............................................2:1 Joseba Etxeberria 31., Ruben Baraja 33. – Nolberto Solano 21. - 17.000. Portúgal - England...................................1:1 Petro Pauleta 71. - Letley King 47. Undankeppni HM 2006 Japan - Oman............................................ 1:0 Kína - Kúveit............................................. 1:0 Indland - Singapúr ................................... 1:0 Víetnam - Maldive-eyjar.......................... 4:0 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna Njarðvík - Grindavík............................48:59 Stig Njarðvíkur: Andrea Gaines 16, Auður Jónsdóttir 13, Ingibjörg Vilbergsdóttir 12, Guðrún Karlsdóttir 3, Dianna Jónsdóttir 2, Eva Stefánsdóttir 2. Stig Grindavíkur: Kesha Tardy 23, Sólveig Gunnlaugsdóttir 15, Petrúnella Skúladóttir 13, Guðrún Guðmundsdóttir 2, Ólöf Páls- dóttir 2, Jovana Stefánsdóttir 2, Erna Magnúsdóttir 2. Staðan: Keflavík 17 14 3 1397:1050 28 ÍS 17 12 5 1129:969 24 KR 17 10 7 1143:1076 20 Grindavík 17 7 10 1062:1095 14 Njarðvík 17 6 11 991:1188 12 ÍR 17 2 15 943:1287 4 NBA-deildin Úrslit í fyrrinótt: Indiana - New Orleans......................... 75:89 New York - Detroit .............................. 92:88 Miami - Utah......................................... 97:85 Milwaukee - Orlando........................ 127:104 Minnesota - Phoenix .......................... 110:95 Memphis - Dallas................................ 109:92 Chicago - Toronto................................. 75:73 Houston - Washington ....................... 107:81 Denver - Philadelphia ........................ 106:85 Sacramento - Boston........................ 127:111 LA Lakers - Portland .......................... 89:86 Staða efstu liða: Atlantshafsriðill: Nets 31/20, Knicks 29/29, Celtic 23/32, Heat 23/32, 76’ers 22/32, Wiz- ards 16/35, Magic 13/42. Miðriðill: Pacers 39/15, Pistons 33/22, Hor- nets 29/24, Bucks 28/24, Raptors 25/27. Miðvesturriðill: Timberwolves 38/15, Spurs 35/18. Mavericks 33/20, Grizzlies 31/ 22, Rockets 31/22, Nuggets 32/23, Jazz 26/ 28. Kyrrahafsriðill: Kings 38/13, Lakers 32/19. Í KVÖLD TEODORA Visokaite, handknattleikskona frá Litháen, er hætt að spila með Gróttu/KR og fer af landi brott um næstu helgi. Hún kom til félagsins í október en hefur misst mikið úr vegna meiðsla og ekki var útlit fyrir að hún myndi ná sér af þeim strax. Kristján Guðlaugsson, formaður Gróttu/KR, sagði við Morgunblaðið að ekki hefði verið um annað að ræða. „Þetta er mikil óheppni en við verðum að taka því. Við gerðum við hana starfslokasamning og viljum þakka henni fyrir samstarfið,“ sagði Kristján en Visokaite lék ýmist sem miðjumaður eða skytta vinstra megin með liðinu. Visokaite fer væntanlega til Króatíu en unnusti hennar, Dalius Rasikevicius, sem hætti hjá Haukum fyrr í þessum mánuði, er kominn þangað og farinn að spila með NK Zagreb. Visokaite hætt með Gróttu/KR DANSKI landsliðsmaðurinn í körfuknattleik, Christian Drej- er, hefur ákveðið að hætta að leika með háskólaliðinu Florida Gators og hefur hann samið við spænska liðið Barcelona fram til loka keppnistímabilsins 2004-2005. Drejer er eitt mesta efni sem hefur komið fram í Danaveldi á undanförnum árum og mun hann halda til Spánar á næstu dögum og leikur líklega sinn fyrsta leik með liðinu í Evrópukeppninni þann 3. mars. Drejer er 21 árs gamall og er 2.04 metrar á hæð og hefur leikið sem bakvörður, en hann hefur verið eftirsóttur af bestu liðum Evrópu undanfarin misseri. Drejer hefur ekki leikið með Gators að undanförnu þar sem að þjálfari liðsins vissi hvað til stóð og vildi hann ekki nota danska landsliðsmanninn á meðan hann gæti ekki einbeitt sér að fullu að náminu og háskólalífinu. Íslendingar eru í B-deild Evrópukeppni landsliða ásamt Dönum, Rúmeníu og Azerbaídsjan. Leikið er gegn Dönum þann 11. september, heima gegn Azerbaídsjan þann 15. sept- ember og heima gegn Rúmenum þann 18. september. Síðari umferðin fer fram haustið 2005. Christian Drejer frá Flórída til Barcelona Gestirnir frá Akureyri mættu bet-ur stemmdir til leiks og stór- skyttan Arnór Atlason fór mikinn til að byrja með, lét vaða á vörn Gróttu/ KR og skoraði 6 af fyrstu 9 mörkum KA. Þegar heimamenn á Nesinu neyddust til að koma betur út á móti honum losnaði um Andreas Stelmokas línumann KA, honum héldu engin bönd og þurfti að lág- marki tvo leikmenn Gróttu/KR til að reyna að hemja hann en það dugði stundum ekki til. Þetta ásamt góðri vörn gerði það að verkum að KA náði undirtökum en tókst samt ekki að stinga Gróttu/KR af því þó sóknar- leikur þeirra væri oftast ekki burðug- ur tókst að koma boltanum í markið. Á 20. mínútu tókst Gróttu/KR meira að segja að jafna í 20:20 en það virtist ekki gera leikmönnum neitt gott því KA-menn hertu tökin á leiknum, skoruðu fimm næstu mörk og höfðu 18:13 í leikhléi. Það var eins og allt annað lið en KA mætti til síðari hálfleiks. Gestirnir voru alltof værukærir og fylgdust með þegar heimamenn tóku sig á í vörninni og skoruðu síðan 9 mörk á tæpum 9 mínútum. Þá loks vöknuðu norðanmenn af værum blundi svo að leikurinn var í járnum um tíma. KA- menn reyndu að taka upp þráðinn í vörninni og það gekk um tíma en heimamenn voru búnir að finna fjöl- ina sína og gáfu ekkert eftir. Þar fóru fremstir í flokki Páll og Konráð sem skoruðu 14 af 17 mörkum Gróttu/KR eftir hlé. Konráð, sem er hefja leik á ný eftir langt hlé, reyndist svo erfiður að KA-menn brugðu á það ráð að taka hann úr umferð undir lokin. „Við vorum með einfaldar vinnu- reglur fyrir leikinn og áttum að fara eftir þeim,“ sagði Páll Þórólfsson sem var markahæstur hjá Gróttu/KR með 13 mörk. „Vörnin okkar var ekki til staðar í fyrri hálfleik og þannig vinn- ur maður ekki KA enda eru átján mörk í fyrri hálfleik algjörlega óvið- unandi. Við áttum í vandræðum með að stöðva Stelmokas í fyrri hálfleik, hvort sem er öll mörkin sem hann skoraði eða vítakast sem hann fiskaði. Þó að hann sé sterkur maður á mann þýðir ekki að láta þar við standa og leyfa honum að skora og skora. Reyndar fannst mér dómararnir að- eins of góðir við hann þegar hann fékk sum vítin og þá er erfitt að hemja hann ef það má ekki koma við hann. Við ræddum um í hálfleik að ef við ætluðum að eiga möguleika á sigri þyrftum við að bæta vörnina og það gerðum við en mér fannst líka KA- menn koma slappir til síðari hálfleiks og gerðu okkur auðvelt að komast inn í leikinn,“ bætti Páll við. Liðið hefur misst leikmenn í meiðsli en það virðist hafa þjappað leikmönnum saman. „Við höfum lent í því tvö síðustu ár að missa lykilmenn og við erum ekki með svo breiðan hóp að við megum við því en við erum sáttir með fyrstu leiki okkar. Það er samheldni í liðinu, menn berjast hver fyrir annan því við vitum að við erum ekki með besta liðið og þurfum þá að gefa allt okkar í leik- inn til að vinna.“ Hlynur Morthens markvörður skilaði einnig sínu og Daði Hafþórsson byrjaði vel auk þess að Magnús A. Magnússon og Kristinn Björgúlfsson áttu ágæta spretti. „Ég get ekki gert upp með seinni hálfleikinn, hvort við vorum lélegri en dómararnir, það var hörð barátta lengst af en þegar við vorum að reyna að rífa okkur upp úr lognmollunni var okkur snarlega kippt niður aftur,“ sagði Jóhannes G. Bjarnason þjálfari KA eftir leikinn. „Fyrri hálfleikur var góður, við skoruðum mikið og gekk vel að verjast seinni hlutann en hvað olli því að hálft liðið var ekki með í leiknum veit ég ekki. Þeir leikmenn sem komu með okkur suður og fylgd- ust með leiknum á meðan þeir voru inni á vellinum verða að svara fyrir það. Við náðum aldrei takti í leikinn og vorum reknir útaf fyrir undarleg- ustu sakir, skildum ekki neitt í neinu hvað um var að vera. Það var engin lína í dómgæslunni,“ bætti Jóhannes við en hann taldi leikmenn líka verða að taka á sig sök. „Ég ætla samt ekki að réttlæta þannig okkar leik, við vor- um hundlélegir í seinni hálfleik og ég held að leikmenn hafi haldið að sigur væri í höfn í hálfleik. Nú verða menn að setjast niður og skoða sín mál. Við höfum tapað tveimur leikjum í röð og verðum að finna leið út úr þessu ástandi.“ Sem fyrr segir var Stelmo- kas bestur hjá KA og Arnór sterkur fyrir hlé en síðan voru menn á hæl- unum. Værukærð varð KA að falli gegn Gróttu/KR Morgunblaðið/Þorkell Sævar Árnason, hornamaður KA, reyndir að komast framhjá Sverri Pálmasyni, varnarmanni Gróttu/KR, á Seltjarnarnesi. KÁLIÐ er ekki sopið þó í ausuna sé komið – það fengu KA-menn svo sannarlega að reyna í gær- kvöldi þegar þeir sóttu Gróttu/ KR heim á Seltjarnarnesið. Framan af leik voru Akureyr- ingar með undirtökin og fimm marka forskot í leikhlé en eftir hlé var værukærðin í algleym- ingi á meðan leikmenn Gróttu/ KR sneru taflinu við, jöfnuðu eftir 6 mínútur og litu ekki til baka fyrr en að loknum 30:28 sigri. Mikið munaði um að ref- irnir Páll Þórólfsson og Konráð Ólavson fóru á kostum og skor- uðu 20 af 30 mörkum Gróttu/KR en stórleikur Andreas Stelmo- kas dugði KA ekki einn og sér. Stefán Stefánsson skrifar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.