Morgunblaðið - 19.02.2004, Síða 63

Morgunblaðið - 19.02.2004, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2004 63 Svakalegasti spennutryllir ársins frá leikstjóra Face/Off og Mission Impossible 2. Tilnefningar til óskarsverðlauna11 Sýnd kl. 4.30. B.i. 12. Sýnd kl. 4. Íslenskt tal. Charlize Theron: Golden Globe verðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki. Tilnefnd til Óskarsverðlauna Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 16. Síma-forsýning kl. 8. MIÐAVERÐKR. 500. www.laugarasbio.is Kvikmyndir.com Sýnd kl. 6 og 10.15. HJ MBL Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 14. Forsýning Frábær gamanmynd frá höfundi Meet the Parents f f i t t t Sérstök Síma-forsýning kl.8 Síminn býður 2 fyrir 1 gegn framvísun tilboðsmiða Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 Tilnefningar til óskarsverðlauna Besta leikkona í aðalhlutverki Besti leikari í aukahlutverki 21 GRAMM www .regnboginn.is Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16. 2 HJ Mbl. Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. ÓHT Rás2 „Dýrmætt hnossgæti“ EPÓ Kvikmyndir.com Tilnefningar til óskarsverðlauna Besta mynd, besti leikstjóri, besta handrit og besti leikari í aðalhlutverki 4 BILL MURRAY SCARLETT JOHANSSON Allir þurfa félagsskap SV MBL Fréttablaðið ÓHT Rás 2 SV Mbl.l Kvikmyndir.com ÓHT Rás2 Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16 ára. H A L L E B E R R Y BRESKA glysrokk- sveitin The Darkness kom, sá og sigraði á Brits-verðlaununum, stærstu árlegu tónlist- arverðlaunahátíðinni sem haldin er í Bret- landi. Sveitin skondna vann þrenn verðlaun, var valin besta breska hljómsveitin, bestu bresku rokkararnir og platan þeirra nýja og eina besta breska plat- an á veglegri hátíð sem fram fór í Lund- únum á þriðjudags- kvöld. Söluhæsti listamað- ur síðasta árs, söngkonan Dido vann tvenn verðlaun, fyrir besta breska lagið „White Flag“ og var valin besta breska söngkonan. Hún lét sig samt vanta á hátíðina. Strákabandið Busted og Justin Timberlake nældu jafnframt í tvenn verðlaun hvor og Beyoncé Knowles var valin besta söngkona heims. The Darkness sló öllum að óvör- um í gegn á síðasta ári og tókst að selja 1,2 milljónir platna af fyrstu plötu sinni síðan hún kom út í júlí í fyrra. „Þetta er mikill heiður og mikið afrek. Ég verð að segja að við erum trúlega besta hljómsveit Bret- lands,“ sagði forsprakki The Dark- ness er hann veitti einum af verð- launum kvöldsins viðtöku. Beyoncé mætti á hátíðina skreytt demöntum að værðmæti 32 milljóna króna og tók lagið sitt vinsæla „Crazy in Love“. Daniel Bedingfield var valinn besti söngvarinn fram yf- ir Robbie Williams en Bedingfield gat ekki tekið við verðlaunum sín- um því hann er enn að jafna sig af meiðslum sem hann hlaut er hann lenti í bílslysi á Nýja-Sjálandi á dög- unum. Justin Timberlake hlaut svo þann heiður að veita Duran Duran sér- stök verðlaun fyrir framlag sveit- arinnar til popptónlistarinnar og lét Timberlake þau orð falla að það hefðiverið eina ástæðan fyrir því að hann mætti á Brits-verðlaunin. Ba- sement Jaxx var valin besta dans- sveitin og The White Stripes besta hljómsveitin í heimi. Fyrirsætan Naomi Campbell átti að veita verðlaun á hátíðinni en mætti of seint og ekki nóg með það heldur varð bandsjóðandi vitlaus er hún komst að því að hún átti að deila búningsklefa með öðrum. Varð því ekkert úr að Campbell sæ- ist á hátíðinni. Smávesen varð í kringum atriði Beyoncé því farangur dansaranna hennar glataðist á leið þeirra vestur yfir haf – þó væntanlega ekki beint yfir Atlantshafinu. Þurfti því að redda nýjum búningum á nóinu. Mutya Buena og Keisha Buchan- an úr Sugababes sögðust hafa verið á höttunum eftir strákum á hátíð- inni því þær væru orðnar þreyttar á að mæta einar. Hins vegar er Heidi Range búin að finna sinn, MTV kynninn Dave Berry. Stúlknatríóið þótti glæsilega til fara á hátíðinni, með nýjan fágaðri stíl. Simon Le Bon og heiðurs- félagar hans í Duran Dur- an tóku lagið og sýndu að þeir hafa engu gleymt. Myrkrið dundi yfir Brits-verðlaunum Skrautfjöðrin Justin Hawkins forsprakki The Darkness. Besta poppbandið á Brit verðlaununum, Busted. Nýju Duran Duran? Demantur kvöldsins reyndist hin rán- dýra Beyoncé sem tók lagið og við verðlaun- um. Reuters MARGT verður um að vera á fyrsta degi Vetrarhátíðar í Reykjavík. Til að nefna eitthvað verður Tríó Krist- jönu Stefánsdóttur með tónleika á Hressó. „Við verðum með blandað prógramm, bæði djassstandarda og líka gömul popplög í djassútsetning- um. Þetta ætti að vera frekar að- gengilegt, lög sem flestir þekkja,“ segir Kristjana um tónleikana en með henni eru Agnar Már Magn- ússon á píanó og Róbert Þórhallsson á bassa. Þau hafa verið að spila lög frá ní- unda áratugnum á tónleikum og hef- ur því verið vel tekið. Á meðal laga sem þau hafa spilað eru „Addicted to Love“ með Robert Palmer, „Kiss“ með Prince og „Black Hole Sun“ með Soundgarden. „Þetta er það sem maður sjálfur ólst upp við. Þetta er það sem maður var sjálfur að taka upp á kassettutæki úr út- varpinu þegar það var ekki neitt annað í boði.“ Öllu eldri lög verða í fyrirrúmi í Fríkirkjunni. Þar verða sígild dæg- urlög frá árinum 1950 til 1970 í aðal- hlutverki, segir Anna Sigríður Helgadóttir, söngkona og tónlistar- stjóri kirkjunnar. Þarna koma fram auk Önnu, Margrét Eir, Raggi Bjarna, Guðrún Gunnarsdóttir og líka Fríkirkjukórinn. Hinn tónlistar- stjórnandi kirkjunnar, Carl Möller, gegnir síðan hlutverki hljómsveitar- stjóra á tónleikunum. Anna Sigríður segir að þetta sé í þriðja sinn sem Fríkirkjan taki þátt í uppákomum á Vetrarhátíð. „Þetta hefur alltaf verið ofsalega gaman og alltaf troðfullt hjá okkur. Það eru allir svo glaðir og jákvæðir, þetta verður rosa stuð,“ segir hún. Þeir sem eru meira fyrir dans en tónlist ættu ekki að verða svekktir á dansveislu Kramhússins í Þjóðleik- húskjallaranum. Þar sýnir Martin Maher Kishkson frá Egyptalandi austræna dansa. Einnig verður boð- ið upp á magadans, „bollywood“, tangó, flamenco, þjóðdansa frá Balkanskaganum og salsa. Sýningin endar í sveiflu sem allir geta tekið þátt í. Vetrarhátíð í Reykjavík Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Tríó Kristjönu Stefánsdóttur á Hressó með m.a. popplög í djassbúningi. Djass, dans og dægurperlur Margrét Eir er á meðal þeirra söngvara sem ætla að koma fram í Fríkirkjunni. ingarun@mbl.is Tríó Kristjönu Stefánsdóttur spil- ar kl. 21.30 á Hressó. Vetr- arperlur við Tjörnina í Fríkirkjunni kl. 20.40. Austurlensk dans- veisla í Þjóðleikhúskjallaranum kl. 21. Sjá nánar dagskrá Vetr- arhátíðar bls. 28.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.