Morgunblaðið - 18.04.2004, Síða 1

Morgunblaðið - 18.04.2004, Síða 1
STOFNAÐ 1913 105. TBL. 92. ÁRG. SUNNUDAGUR 18. APRÍL 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Þetta eru spilin sem ég hef á hendi Anna Pálína Árnadóttir segir frá bók sinni Ótuktinni sem er að koma út | 20 Tímaritið og Atvinna í dag Tímaritið |Fyrstu sporin í heimsborginni  Eftirvinnslan í fullu fjöri Atvinna | Atvinnuleysi minnkaði í marsAð vera íþrótta- kennari og tómstundaleiðbeinandi 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 300 GEORGE W. Bush Bandaríkja- forseti hóf að leggja drög að inn- rás í Írak þegar í desember 2001, þrátt fyrir að opinberlega hefði Bandaríkjastjórn þá sagt það stefnu sína að finna samninga- lausn á Íraksdeilunni. Þetta er fullyrt í nýrri bók eftir bandaríska blaðamanninn Bob Woodward, sem ásamt kollega sín- um á Washington Post, Carl Bern- stein, öðlaðist frægð fyrir að fletta ofan af Watergate-hneykslinu sem leiddi til afsagnar Richards Nix- ons forseta árið 1974. Woodward er nú einn ritstjóra Washington Post. Í bókinni, sem ber titilinn Plan of Attack (Árásaráætlun), segir að Bush hafi átt nokkra fundi með herráði sínu í lok árs 2001, þremur mánuðum eftir hryðjuverkaárás- irnar á New York og Washington, til að leggja drög að innrás í Írak. Þetta kemur fram í útdrætti úr bókinni sem Washington Post fékk til birtingar. Í bókinni er fullyrt að Bush hafi þegar í síðasta lagi í janúar 2003 verið búinn að taka bjargfasta ákvörðun um að grípa til hernaðaríhlutunar gegn stjórn Saddams Husseins í Írak. „Ég tel að okkur beri skylda til að frelsa fólk,“ hefur Woodward eftir Bush í bókinni; „ég vonaði bara að við þyrftum ekki að gera það með hervaldi.“ Drög að innrás lögð í lok 2001 Washington. AFP.  Reykjavíkurbréf/36 „TIL að geta náð einhverjum bata þarf eitt- hvert öryggi og þá er húsnæði nauðsynlegt. Öðruvísi er það vonlaust.“ Það er 54 ára gam- all útigangsmaður sem talar en hann hefur verið meira og minna á götunni í tíu ár og er einn af þeim 102 sem nú teljast heimilislausir á Íslandi. Af þessum 102 eru 69 sem kljást við fíkn eða geðfötlun líkt og viðmælandinn, en 33 sem eru heimilislausir af öðrum orsökum. Þrátt fyrir úrræði eins og Gistiskýlið við Þingholtsstræti í Reykjavík er alltaf nokkur hópur fólks sem býr sér svefnstað úti undir beru lofti eða í yfirgefnu húsnæði. Þeir sem hafa reynslu af heimilisleysi og talsmenn frjálsra félagasamtaka sem starfa m.a. í þágu heimilislausra eru sammála um að viðbótar- úrræða sé þörf fyrir heimilislaust fólk í neyslu. Það sem helst er nefnt er annars vegar skil- yrðislaust úrræði fyrir heimilislausa undir áhrifum, þ.e. hús þar sem þeir geta komið í hvaða ástandi sem er og lagt sig í skjóli og hlýju yfir nóttina, og hins vegar gistiskýli eða heimili fyrir heimilislausar konur í neyslu. Þrítug kona sem var meira og minna heim- ilislaus í fimmtán ár hefur reynt margt mis- jafnt og veit hvað heimilislausar konur þurfa. „Ég man oft þegar maður sat á götunni, skít- kalt með bullandi fráhvarfseinkenni, í einni lopapeysu í grenjandi rigningu. Maður var orðinn svo drullugur og ógeðslegur að fólk tók sveig framhjá manni. Þá óskaði ég mér þess að ég gæti farið eitthvað og farið að sofa án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að mér yrði nauðgað, ég barin eða dílerinn kæmi. Bara að geta hvílt sig án þess að hafa áhyggj- ur.“ Reykjavíkurdeild Rauða krossins hefur unnið að því að koma á fót næturheimili fyrir konur sem myndi koma til móts við þarfir heimilislausra kvenna í neyslu, hóps sem allt að fimmtíu konur tilheyra, að sumra mati. Rekstrarfé kemur ekki frá Reykjavíkurborg að svo komnu máli, ekki fyrr en Rauði kross- inn sýnir fram á nýtingu. Málið verður fljót- lega tekið fyrir og afgreitt hjá Reykjavíkur- deildinni. Um 100 manns heimilislausir á Íslandi Morgunblaðið/Kristinn  Tímarit/8 KVIKMYNDIN Silný kafe eða Sterkt kaffi eftir kvikmyndagerð- armanninn Börk Gunnarsson verður frumsýnd vítt og breitt um Tékkland í lok mánaðar- ins. Myndin var tekin með staf- rænni tækni og með tékk- neskum at- vinnuleikurum í aðalhlut- verkum. Ís- lendingar sem koma við sögu fyrir utan leikstjórann eru Stefanía Thors aðstoðarleikstjóri, sem einnig fer með aukahlutverk í myndinni, og Thor Thors. Almennar sýningar á myndinni munu hefjast í fjórum löndum í vor og sumar. /66 Sterkt kaffi tilbúið STEINWAY & Sons-flygill Rögn- valdar Sigurjónssonar píanóleik- ara hefur verið auglýstur til sölu. Hann var framleiddur um 1946 en Rögnvaldur eignaðist hann um 1970 og kostar nýr um fjórar milljónir króna. Runólfur Sæ- mundsson, aldavinur Rögnvaldar, segir flygilinn vera úrvals- hljóðfæri. „Þeir voru eins og ein heild Rögnvaldur og flygillinn, það voru yndislegustu stundirnar að hlusta á Rögnvald spila á hann. Hljóðin voru svo falleg.“ Steinway Rögnvaldar MORGUNSÓLIN varpaði skemmtilegum skugg- um yfir Skerjafjörð og forsetasetrið á Bessastöð- um í vikunni er ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið um Ægisíðuna. Gangandi og hjólandi veg- farendur voru komnir á stjá að njóta veðurblíð- unnar og útsýnisins til Keilis og annarra fjalla á Reykjanesinu. Nú þegar aðeins nokkrir dagar eru eftir af vetri hækkar sólin stöðugt á lofti og dag tekur að lengja. Sumarið er að koma. Morgunblaðið/RAX Skuggar yfir Skerjafirði TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, hét því í gær að ríkin sem standa að hernámi Íraks undir forustu Bandaríkjamanna mundu „standa það verkefni af sér“. Sagðist hann, daginn eftir fund sinn með George W. Bush Bandaríkjaforseta, skynja „algjöra staðfestu“ hvað varðar hið áform- aða valdaframsal í hendur bráðabirgðastjórnar Íraka um mánaðamótin júní-júlí í sumar, þrátt fyr- ir ólguna og átökin sem gætt hefur í landinu að undanförnu. „Öðrum megin eru ofstækis-, öfga- og hryðju- verkamennirnir, sem vilja sjá framfarir stöðvað- ar“ í Írak, sagði Blair í BBC-viðtali eftir fundinn í Hvíta húsinu. „Hinum megin er íraska þjóðin – yf- irgnæfandi meirihlutinn, þetta heiðvirða fólk sem maður hittir fyrir í framkvæmdaráðinu, hjá Sam- einuðu þjóðunum, hernámsbandalaginu og í hvaða landi sem er sem vill sjá stöðugleika komast á í Írak,“ sagði hann. Undir núverandi kringumstæð- um væri ekki um neitt annað að ræða en að „standa þetta verkefni af sér og gera hvaðeina sem þarf til þess“. Þeir tveir japönsku gíslar sem eftir voru í haldi mannræningja í Írak voru látnir lausir í gær, heilir á húfi. En tvítugur varaliðsmaður Bandaríkjahers, Keith Matthew Maupin, var í fyrrakvöld sýndur á myndbandi á sjónvarpsstöðvunum Al-Arabiya og Al-Jazeera, í haldi grímuklæddra byssumanna. Hann var í hópi níu manna sem týndust eftir árás á bílalest nærri Bagdadflugvelli 9. apríl sl. Hinir grímuklæddu krefjast lausnar uppreisnarmanna úr haldi bandamanna, ella deyi gíslinn. Talið er að mannræningjar í Írak haldi enn alls um 40 gíslum. Blair ítrekar staðfestu í Írak Lundúnum, Bagdad. AFP, AP. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.