Morgunblaðið - 18.04.2004, Síða 2
FRÉTTIR
2 SUNNUDAGUR 18. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
102 HEIMILISLAUSIR
Alls eru 102 einstaklingar skil-
greindir heimilislausir á Íslandi í
dag, þar af eru 69 sem kljást við
fíkn eða geðfötlun, en 33 eru heim-
ilislausir af öðrum orsökum. Þeir
sem reynslu hafa af heimilisleysi
og talsmenn samtaka sem vinna í
þeirra þágu eru sammála um að
viðbótarúrræða sé þörf fyrir heim-
ilislaust fólk í neyslu.
Samið um raforku
Skrifað var undir samninga um
öflun raforku frá Orkuveitu
Reykjavíkur og Hitaveitu Suð-
urnesja til stækkunar Norðuráls á
Grundartanga úr 90 í 180 þúsund
tonn. Þetta er í fyrsta sinn sem
önnur fyrirtæki en Landsvirkjun
gera samning um orkusölu til stór-
iðju af þessari stærðargráðu.
Erfitt að st jórna stofninum
Erfitt ef ekki ómögulegt er að
stjórna stofnstærð villiminks, að
mati sérfræðings. Hann telur að til
að halda minknum í skefjum sé ár-
angursríkast að gera mesta veiði-
átakið á veturna og undir vor þeg-
ar stofninn er minnstur. Flest
bestu minkaóðulin eru setin af af-
komendum minka sem sluppu árið
1932 og árin þar á eftir. Aliminkar
í dag eru minni en þeir villtu, og
eru lífslíkur þeirra hverfandi í
náttúrunni.
Blair í trekar staðfestu
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, hét því í gær að ríkin
sem standa að hernámi Íraks und-
ir forustu Bandaríkjamanna
mundu „standa það verkefni af
sér“. Sagðist hann, daginn eftir
fund sinn með George W. Bush
Bandaríkjaforseta, skynja „algjöra
staðfestu“ hvað varðar hið áform-
aða valdaframsal í hendur bráða-
birgðastjórnar Íraka í sumar.
Tveir japanskir gíslar sem eftir
voru í haldi mannræningja í Írak
voru látnir lausir í gær, en enn eru
um 40 manns af 12 þjóðernum
taldir í haldi íraskra uppreisnar-
manna.
Mjólkurkvótinn of hár
Guðni Ágústsson landbún-
aðarráðherra sagði á aðalfundi
Landssambands kúabænda að verð
á mjólkurkvóta væri orðið allt of
hátt og breytinga væri þörf. Vilji
væri til þess að gera góðan samn-
ing við kúabændur.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Hugvekja 63
Hugsað upphátt 49 Myndasögur 58
Listir 28/35 Bréf 58/59
Af listum 28 Dagbók 60/61
Umræðan 38/39 Auðlesið efni 62
Forystugrein 36 Leikhús 64
Reykjavíkurbréf 36 Fólk 64/69
Skoðun 40/41 Bíó 66/69
Minningar 42/47 Sjónvarp 70/71
Þjónusta 51 Veður 71
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir
sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
ÍSLENSKUR arkítekt í Þýskalandi, Gunn-
laugur Stefán Baldursson, hefur unnið tvær
hönnunarsamkeppnir á undanförnum mán-
uðum. Skömmu fyrir síðustu áramót vann
Gunnlaugur samkeppni um hönnun borg-
arkjarna í bænum Olpe um 50 kílómetra aust-
ur af Köln sem kosta mun milljónir þýskra
marka að því er segir í fréttum þýsku blað-
anna Westfalenpost og Siegener Zeitung.
Þá vann Gunnlaugur fyrir fáum vikum einn-
ig hönnunarúrval vegna nýrrar þjónustu-
miðstöðvar Daimler-Chrysler í Köln og hefur
tillaga hans verið valin til útfærslu á henni.
Byggt fyrir kaþólsku kirkjuna
Í samtali við Morgunblaðið sagði Gunn-
laugur þessi verkefni bæði vera stór en ger-
ólík. Í Olpe ætti kaþólska kirkjan lóðir í miðri
borginni og hún hefði valið sjö arkítekta víðs
vegar í Þýskalandi til þess að gera tillögu um
skipulag og hönnun 15 þúsund fermetra
byggðar, m.a. fyrir sjúkradeildir svo og fyrir
verslunar- og íbúðarhúsnæði.
„Á svæðinu er klassísk villa rúmlega 100 ára
gömul sem nota á fyrir opinbert sýningarhald
og annað þ.h. Í minni tillögu var tekið sérstakt
tillit þessar gömlu byggingar
og í henni er gengið út frá að
nýbyggingarnar myndi ann-
ars vegar heild með henni en
að þær verði í allri uppbygg-
ingu og arkítektúr í andstöðu
við þetta gamla og virðulega
hús. Þannig verða nýbygg-
ingar klæddar stálklæðningu
í grænum koparlit. Í svona
samkeppni snýst þetta um að
finna út hvað er rétt fyrir
svona stað. Það er eiginlega galdurinn að finna
það út en það er heilmikil vinna eftir, þetta er
eiginlega bara byrjunin, þetta er stórt verk
sem tekur nokkur ár að koma upp,“ segir
Gunnlaugur.
Um hina hönnunarkeppnina segist Gunn-
laugur hafa byggt töluvert fyrir bílageirann,
m.a. Mercedes Benz. „Í gegnum það orð sem
ég sennilega hef á því sviði var mér boðið
ásamt öðrum að gera tillögu fyrir Daimler-
Chrysler í Köln. Þeir völdu svo mína tillögu,
sennilega vegna reynslu minnar á þessu sviði. Í
svona verkefni er maður svolítið bundnari í
sambandi við útfærslur því þeir hafa vissa
staðla. En þetta er mjög spennandi verkefni á
mjög skemmtilegum stað í Köln.“
Fær verkefni í gegnum samkeppnir
Aðspurður segist Gunnlaugur hafa byggt af-
komu sína á því að komast í verk í gegnum ein-
hvers konar samkeppnir. „Það er eini mögu-
leikinn fyrir útlending hér sem ekki hefur
sömu tengsl og innfæddir arkítektar. Árang-
urinn af margra ára þrotlausri vinnu er
kannski fyrst að koma fram nú síðustu 5-7 ár-
in. Ég er enginn byrjandi og í okkar fagi þá er
þetta þannig að menn eru ekki orðnir arkítekt-
ar fyrr en þeir eru komnir undir fimmtugt.“
Gunnlaugur lauk námi í arkítektúr frá há-
skólanum í Karlsruhe og hefur unnið sem sjálf-
stætt starfandi arkitekt í Köln frá árinu 1984
en frá árinu 1991 hefur hann rekið eigin
teiknistofu í háskólaborginni Siegen austur af
Köln og starfa að jafnaði hjá honum 3-5
manns. Honum hafa áður verið veittar við-
urkenningar fyrir hönnun, m.a. nýlega fyrir
tillögu í alþjóðasamkeppni arkítekta fyrir
Nietzsche-stofnunina í Naumburg og svo fyrir
tillögu fyrir þýska sendiráðið í Varsjá í Pól-
landi.
Gunnlaugur
Stefán Baldursson
Sigurtillaga Gunnlaugs að þjónustumiðstöð Daimler-Chrysler í Köln sem valin hefur verið til frekari útfærslu.
Vann tvær hönnunarsamkeppnir
ALLAR líkur eru á að á næstu ár-
um muni hlýna í Reykjavík og að
þegar líður á 21. öldina verði hlýrra
en nokkurntíma síðan mælingar
hófust. Þetta kemur fram í spá um
ársmeðalhita sem Kristján Jón-
asson, stærðfræðingur á Raunvís-
indastofnun Háskóla Íslands, gerði
og kynnti á Raunvísindaþingi í gær.
Meðalhiti næstu tíu ára verður
5,2°C í Reykjavík og næstu tíu ár
þar á eftir 5,4°C, samkvæmt spánni.
Meðalhiti síðustu tíu ára var hins-
vegar 4,8°C, 4,3°C næstu tíu ár þar
á undan og aðeins 4°C á árunum
1973-83.
„Það er eins og við séum að ná
okkur upp úr kuldaskeiði á sama
tíma og gróðurhúsaáhrifin eru að
byrja að segja til sín. Hitamælingar
alls staðar í heiminum sýna að það
er að hlýna frekar hratt, hraðar en
fyrir um 10-20 árum. Núna virðist
sem það sé að hlýna talsvert hraðar
hér á landi en gróðurhúsaáhrifin
segja til um,“ segir hann.
Síðan mælingar hófust hér á landi
hefur meðalhiti sveiflast þannig að
kulda- og hitaskeið hafa skipst á.
Kristján segir að hitastigið nú sé að
ná því að verða svipað því sem var
um miðja síðustu öld, en þá var
meðalhiti með hæsta móti. Meðaltal
áranna 1939-1949 var 5,2°C.
Síðasta ár var óvenjuhlýtt, með-
alhiti var 6,1°C og var veturinn
2002-2003 einnig óvenjumildur. Í
rannsókn Kristjáns kemur fram að
það sé þó ekki fyrr en talsvert líður
á öldina sem reikna megi með því að
meðalveturinn verði jafnhlýr og vet-
urinn 2002-3. Annað undantekn-
ingaár er árið 1979, en þá var með-
alhitinn ekki nema 2,9°C og hafði
ekki verið kaldara síðan árið 1892.
Meðalhiti mun hækka
um 3°C á 21. öld
Í rannsókn sinni spáir Kristján
ársmeðalhita næstu tuttugu árin og
fram eftir öldinni með því að tengja
sjálffylgnilíkan af náttúrulegum
hitasveiflum við nýlegar rannsóknir
og mat á væntanlegri gróðurhúsa-
hlýnun í Norður-Atlantshafi. Vís-
indamenn hafa spáð því að meðalhiti
á jörðinni muni hækka um 2-5°C
vegna gróðurhúsaáhrifa á næstu
öld, en mismunandi er hvaða for-
sendur þeir gefa sér. Kristján segir
að margir hafi spáð því að hitastigið
muni hækka um 3°C í heiminum og
að þá spá megi einnig nota fyrir Ís-
land. Þannig sé líklegt að hiti hér
muni hækka um 3°C á 21. öldinni.
Mesti meðalhiti síð-
an mælingar hófust
þegar líður á öldina
LÖGREGLUNNI á Selfossi var
tilkynnt um ofsaakstur tveggja
manna á jeppa við Álftavatn rétt
fyrir kl. 6 í gærmorgun. Eigandi
sumarhúss á svæðinu hringdi í
lögreglu þegar hann varð var við
menn sem keyrðu utanvegar og
tættu upp gróðurinn.
Þegar lögreglan kom á vett-
vang höfðu mennirnir keyrt út í
Álftavatn og reyndu að keyra fyr-
ir höfða úti í vatninu. Vatnið
reyndist heldur dýpra en þeir
héldu, og þegar farið var að fljóta
yfir vélina drapst á bílnum. Menn-
irnir komu sér á þak jeppans og
syntu í land þegar lögreglan kom
að, og reyndu að hlaupa hana af
sér á ströndinni. Lögregla hljóp
þá uppi og handtók á staðnum.
Mennirnir voru ofurölvi að sögn
lögreglu, og voru þeir færðir í
fangageymslur þar sem þeir voru
látnir sofa úr sér. Þeir eiga yfir
höfði sér kæru fyrir ölvunarakst-
ur, gróðurspjöll og skemmdir.
Mennirnir eru báðir um tvítugt og
hafði lögreglan ekki upplýsingar
um hvort þeir hefðu tekið jeppann
ófrjálsri hendi eða ekki, en jepp-
inn var skráður á heimili annars
mannsins.
Óku út í Álftavatn