Morgunblaðið - 18.04.2004, Page 4
FRÉTTIR
4 SUNNUDAGUR 18. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Vornámskeið Skógræktarfélags Íslands
SKÓGRÆKT ÁHUGAMANNSINS
NÁMSKEIÐ BJÖRNS JÓNSSONAR
FYRRV. SKÓLASTJÓRA
Námskeið sniðið að þörfum þess sem vill sjá árangur
ræktunarinnar fljótt og vel.
Námskeið Björns Jónssonar fyrrv. skólastjóra Hagaskólans hafa
verið fjölsótt undanfarin ár. Hann fjallar um ýmsa þætti sem eru
sérlega hagnýtir fyrir áhugafólk um skógrækt, ekki síst sumar-
húsaeigendur sem vilja ná góðum árangri fljótt og vel.
„Það sem skiptir okkur máli er að við setjum okkur markmið og
vinnum skipulega. Þá mun árangur skila sér fljótt og vel.“
Námskeiðin verða í sal Ferðafélagsins, Mörkinni 6:
A. 20. og 21. apríl, kl. 20.00-22.30.
B. 28. og 29. apríl, kl. 20.00-22.30.
Námskeiðsgjald er kr. 5.900
Félagar í skógræktarfélögum fá afslátt og greiða kr 4.900
Hjón fá 10% afslátt
Innifalin eru vegleg námskeiðsgögn
með handhægum leiðbeiningum.
Þátttakendafjöldi er takmarkaður á hvert námskeið.
Skráning í síma: 551 8150 eða
á netfangið: skog@skog.is
LANDSBANKI Íslands annast fjár-
málaþjónustu í Flugstöð Leifs Ei-
ríkssonar næstu sjö árin. Bankinn
mun auka þjónustu við flugfarþega
og aðra viðskiptavini á flugvallar-
svæðinu.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar efndi
til forvals um aðgang og afnot af
verslunar- og þjónusturýmum í flug-
stöðinni fyrir tæpum tveimur árum.
Forvalið var kært vegna verslunar-
hlutans en í haust fékkst leyfi til að
halda áfram með fjármálaþjón-
ustuna, að sögn Höskuldar Ásgeirs-
sonar, framkvæmdastjóra fyrirtæk-
isins. Umsóknir bárust frá fjórum
fjármálafyrirtækjum og var tilboð
Landsbankans talið hagstæðast.
Skrifað var undir samninga við
bankann við athöfn í flugstöðinni síð-
astliðinn föstudag.
Hraðbönkum fjölgað
Ekki fengust upplýsingar um
verðgildi samningsins en Ingólfur
Guðmundsson, framkvæmdastjóri
hjá Landsbanka Íslands, sagði að
bankinn hefði lagt mikla áherslu á að
ná þessum samningi til að geta
áfram verið aðalbanki þeirra sem
koma til landsins og fara frá því.
Samningurinn tekur til reksturs
banka- og gjaldeyrisþjónustu í
komusal á 1. hæð og gjaldeyrisaf-
greiðslu á frísvæðinu á annarri hæð.
Þessi þjónusta verður efld, að sögn
Ingólfs. Þannig verður flugfarþeg-
um gert kleift að panta gjaldeyri fyr-
irfram hjá þjónustuveri bankans og
fá hann afhentan í flugstöðinni við
brottför. Einnig verður gjaldeyris-
hraðbönkum fjölgað og aukin verður
þjónusta við endurgreiðslu á virðis-
aukaskatti til erlendra ferðamanna.
Höskuldur Ásgeirsson kvaðst
ánægður með að samningar hafi
náðst við Landsbankann um stór-
aukna þjónustu í flugstöðinni.
Aukin fjármálaþjónusta í Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Samið við Landsbank-
ann til næstu sjö ára
MÁR Haraldsson,
bóndi á Háholti og odd-
viti Skeiða- og Gnúp-
verjahrepps, lést á
fimmtudag, 50 ára að
aldri. Már fæddist 24.
ágúst árið 1953 á bæn-
um Stóru-Mástungu í
Gnúpverjahreppi, son-
ur Haraldar Bjarna-
sonar, fv. bónda þar, og
Ragnheiðar Haralds-
dóttur, húsfreyju. Þau
eru nú búsett í Hvera-
gerði og lifa son sinn.
Að lokinni hefðbund-
inni skólagöngu fór
Már í Menntaskólann á Laugarvatni
og útskrifaðist þaðan sem stúdent
árið 1973. Eftir það vann hann ýmis
störf, lengst af í jarðvinnu hjá Loft-
orku, og stofnaði síðar verktakafyr-
irtækið Hlaðir ásamt föður sínum.
Már sneri sér að búskap árið 1978 á
búi foreldra sinna, Stóru-Mástungu,
en flutti að bænum Háholti árið 1980
eftir að hafa kynnst eftirlifandi eig-
inkonu sinni, Margréti
Steinþórsdóttur, sem
bjó þar fyrir.
Már starfaði lengi að
sveitarstjórnarmálum,
var í hreppsnefnd
Gnúpverjahrepps í tólf
ár og varð oddviti sam-
einaðs Skeiða- og
Gnúpverjahrepps árið
2002. Hann leiddi
meirihluta hrepps-
nefndar á umbrotatím-
um þegar áform
Landsvirkjunar um
Norðlingaölduveitu
voru til umfjöllunar.
Barðist Már gegn þeim framkvæmd-
um, alveg fram á síðasta dag. Auk
bústarfa og hreppsnefndarsetu átti
Már sæti í Þjórsárveranefnd og ýms-
um nefndum á vegum Samtaka
sunnlenskra sveitarfélaga.
Margrét og Már eignuðust saman
tvö börn en fyrir átti hann tvo syni
og Margrét átti áður þrjú börn, sem
Már gekk í föðurstað.
Andlát
MÁR HARALDSSON
FORSETI Eistlands er væntanleg-
ur í opinbera heimsókn hingað til
lands í byrjun maí ásamt föruneyti.
Skrifstofa forseta Íslands staðfesti
þetta í samtali við Morgunblaðið.
Arnold Rüütel, forseti Eistlands,
verður hér á landi dagana 4. til 5. maí
nk. Ekki er ljóst á þessari stundu
hverjir verða í föruneyti hans.
Forseti Eistlands
til Íslands
BÆJARSTJÓRN Grindavíkur
ákvað á hátíðarfundi sem haldinn
var í gær í tilefni af 30 ára afmæli
bæjarfélagsins að heiðra Guðberg
Bergsson með því að kjósa hann
heiðursborgara
Grindavíkur. Einnig
var ákveðið að veita
þremur félögum úr
björgunarsveitinni
Þorbirni sérstaka við-
urkenningu vegna
björgunar skipverja af
Sigurvini í janúar síð-
astliðnum. Forseti Ís-
lands sæmdi í gær
björgunarmennina af-
reksmerki hins ís-
lenska lýðveldis.
Í samþykkt bæjar-
stjórnar segir að á
þrjátíu ára afmæli
Grindavíkurbæjar sé
tilefni til að heiðra
Guðberg Bergsson sem náð hafi
einstökum árangri á sviði bók-
mennta og borið hróður Grindavík-
ur og Íslands víða um heim. Guð-
bergur er fæddur og alinn upp í
Grindavík, þar dvelur hann oft í
húsi sínu og hefur ávallt haldið
tengslum við staðinn og íbúa hans. Í
bókun bæjarstjórnar er þess einnig
getið að í sögum Guðbergs séu oft
vísanir til æskuslóða hans.
Við hátíðahöldin, sem fram fóru í
Íþróttamiðstöð Grindavíkur í gær,
laugardag, afhenti Hörður Guð-
brandsson, forseti bæjarstjórnar,
Guðbergi skjal undirritað af öllum
bæjarfulltrúum til staðfestingar
nafnbótinni.
Við sömu athöfn
voru björgunarsveit-
armennirnir Björn
Andrésson, Hlynur
Helgason og Vil-
hjálmur Lárusson
heiðraðir. Annars veg-
ar með því að forseti
Íslands sæmdi þá af-
reksmerki hins ís-
lenska lýðveldis og
hins vegar með við-
urkenningu bæjar-
stjórnar. Afreks-
merkið er veitt vegna
björgunar úr lífsháska
og var síðast veitt
þyrlusveit Varnarliðs-
ins árið 2001 og þar
áður áhöfn björgunarþyrlu Land-
helgisgæslunnar.
Sönnuðu gildi sveitarinnar
Björgunarsveitarmennirnir voru
á Hjalta Frey, báti björgunarsveit-
arinnar Þorbjörns, þegar þeir
björguðu á frækilegan hátt tveimur
skipverjum af Sigurvini GK 61
austan við innsiglinguna til Grinda-
víkurhafnar í janúar síðastliðinum.
Í tillögu sem Ómar Jónsson, for-
maður bæjarráðs, flutti og sam-
þykkt var í bæjarstjórn kemur fram
það álit að með þessum björgunar-
aðgerðum hafi félagar í björgunar-
sveitinni enn einu sinni sannað gildi
sveitarinnar og sýnt fram á hversu
nauðsynlegt það er að eiga slíka
björgunarsveit. Af þessu tilefni
ákvað bæjarstjórnin einnig að veita
björgunarsveitinni einnar milljónar
kr. styrk til tækjakaupa.
Guðbergur Bergsson kjörinn
heiðursborgari Grindavíkur
Morgunblaðið/RAX
Þrír félagar Björgunarsveitarinnar Þorbjörns voru sæmdir heiðursmerki
íslenska lýðveldisins og fengu þeir einnig viðurkenningu bæjarstjórnar.
Var það fyrir björgun tveggja skipverja af Sigurvini í janúar. Hér eru þeir
Björn Óskar Andrésson, Vilhjálmur Jóhann Lárusson, Hlynur Sæberg
Helgason, Agnar Smári Agnarsson skipstjóri og Birkir Agnarsson, for-
maður björgunarsveitarinnar, en myndin er tekin eftir björgunina í vetur.
Guðbergur Bergsson
Björgunarsveitarmenn heiðraðir
MAÐUR um þrítugt slasaðist á
fæti í vinnuslysi í álveri Alcan í
Straumsvík um klukkan hálffjög-
ur aðfaranótt laugardags. Maður-
inn var að vinna í steypuskála við
að hella málmi í ofn þegar slettist
úr ofninum yfir innanverðan fót
mannsins og upp á rist.
Kallað var á sjúkrabíl og mað-
urinn fluttur á slysadeild Land-
spítala – háskólasjúkrahúss í
Fossvogi, en læknir í sjúkrabíln-
um taldi meiðsli mannsins ekki al-
varleg.
Á slysadeildinni var tekin
ákvörðun um að senda hann til
sérfræðings í brunasárum, segir
Hrannar Pétursson, upplýsinga-
fulltrúi Alcan. Talið er að maður-
inn muni ná sér að fullu.
Brenndist á fæti í
álverinu í Straumsvík
TONY Pullis, framkvæmdastjóri
Stoke, er á leiðinni til Íslands í fyrsta
sinn til þess að fara fram á meira fé
frá hluthöfum félagsins til kaupa á
nýjum leikmönnum, sagði í frétt The
Sentinel í gær.
Gunnar Gíslason, stjórnarformað-
ur Stoke, sagði í samtali við Morg-
unblaðið að Pullis kæmi hingað til
lands eftir viku og að hann mundi
funda með hluthöfum og stjórn
Stoke á mánudaginn í næstu viku.
Gunnar segir það vera mjög gott
að fjárfestar fái að heyra milliliða-
laust hvaða möguleika Pullis telji
vera á að koma liðinu í úrvalsdeildina
og hvað hann álíti þurfa til að gera
þann möguleika að veruleika.
Spurður hvort til standi að auka
hlutafé Stoke segir Gunnar erindi
Pullis fyrst og fremst vera að kynna
stöðu mála út frá knattspyrnulegum
sjónarmiðum. „Hann er dæmdur af
árangri á vellinum og eftir því sem
hann hefur meira fé því líklegra er að
sá árangur verði betri. Við fjárfest-
arnir erum dæmdir eftir árangri í
rekstrinum og þarna geta auðvitað
hugsanlega orðið átök. Við erum
núna að vinna að fjárhagsáætlun fyr-
ir næstu leiktíð og koma hans hingað
er þáttur í þeim undirbúningi, þ.á m
að sjá hvernig fjárstreymið verður
til eða frá Íslandi eða öllu heldur
Lúxemborg því fyrirtækið er skráð
þar,“ segir Gunnar.
Fram-
kvæmda-
stjóri Stoke
til Íslands
FJÖLMENNT lið lögreglunnar í
Reykjavík handtók fjóra menn á
heimili þeirra í eystri hluta borgar-
innar vegna gruns um að þeir hefðu
átt þátt í þjófnaði úr bílum undanfar-
ið. Þegar lögreglan kom að heimili
mannanna um miðnætti á föstudags-
kvöld var ljóst að margt fólk væri
innandyra og því þótti rétt að senda
fleiri lögreglumenn á vettvang.
Mennirnir biðu yfirheyrslu í gær-
morgun, og ekki var orðið ljóst hvort
eitthvað hefði fundist við húsleit á
heimili mannanna.
Fjórir í haldi
vegna þjófnaða
♦♦♦