Morgunblaðið - 18.04.2004, Page 8

Morgunblaðið - 18.04.2004, Page 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 18. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Við þurfum ekki að hafa stórar áhyggjur af þessu hryðjuverkaliði eftir að við hervæddumst. Opið hús Viðskiptaháskólans á Bifröst Erum og viljum vera lítill skóli Opið hús verður íViðskiptaháskól-anum á Bifröst í Norðurárdal á sumardag- inn fyrsta, fimmtudaginn 22. apríl, frá kl. 13 til 17. Að sögn Hólmfríðar Sveinsdóttur verkefnis- stjóra eru allir velkomnir í kaffi og vöfflur og „alveg gráupplagt að nota daginn til að renna í Borgarfjörð- inn og skoða uppbygg- inguna á Bifröst“. Til hvers opið hús Hólmfríður? „Tilgangurinn er fyrst og fremst að bjóða fólki til okkar í Borgarfjörðinn og kynna fyrir áhugasömum allt það nám sem við höf- um upp á að bjóða og þá góðu aðstöðu sem hér er.“ Hvað geturðu sagt okkur um það sem kynnt verður á opnu húsi á Bifröst? „Þar munum við kynna námið og aðstöðuna á Bifröst. Við- skiptaháskólinn á Bifröst er eini íslenski háskólinn sem sérhæfir sig í viðskiptamenntun á breiðum grunni. Við erum með tvær há- skóladeildir, viðskipta- og lög- fræðideild. Við vorum fyrsti ís- lenski skólinn, fyrir utan HÍ, til að bjóða upp á nám í lögfræði og er- um eini skólinn sem kennir við- skiptalögfræði. Við erum líka með frumgreinadeild sem er nokkurs konar þrep upp í háskólanám fyr- ir einstaklinga sem ekki hafa lok- ið stúdentsprófi en hafa talsverða starfsreynslu. Og ekki má gleyma meistaranáminu okkar. Fólki gefst tækifæri til að skoða há- skólaþorpið undir leiðsögn; nem- endagarðana, leikskólann, versl- unina, kaffihúsið sem og alla aðra aðstöðu.“ Er eitthvað um skemmtilegar nýjungar? „Já það eru alltaf nýjungar í boði, enda skólinn í örri þróun þessi misserin og árin. Skólinn hefur alla tíð verið í fararbroddi skólamála hérlendis og hefur starfsemi hans því ávallt ein- kennst af sóknarbaráttu og fram- sækni. Helstu nýjungarnar okkar núna felast í meistaranáminu. Við hófum kennslu á meistarastigi við viðskiptadeild sl. sumar. Boðið er upp á tvær gráður við deildina á þessu sviði: MS-nám í viðskipta- fræði fyrir fólk sem hefur grunngráðu í viðskiptatengdum fögum og MA-nám í hagnýtum hagvísindum fyrir fólk sem hefur fyrstu háskólagráðu í hvaða há- skólagrein sem er. Hægt er að velja mismunandi leiðir. Innan MA-námsins má nefna Evrópu- fræðival, menningar- og mennta- stjórnunarval, stjórnsýslufræði- val og umhverfis- og auðlinda- hagfræðival. Innan MS-námsins er hægt að velja á milli fjármála-, nýsköpunar- og frumkvöðlafræða og stjórnunar. Í sumar hefst svo meistaranám við lögfræðideildina. Þar verður boðið upp á nám á tveimur svið- um, ML-nám í lögfræði og MS-gráðu í við- skiptalögfræði. Í báð- um tilvikum er um að ræða meistaranám sem er sniðið að bak- grunni nemenda með BS-gráðu í viðskiptalögfræði eða sambæri- legt nám. Í meistaranámi í lögfræði er markmiðið að þjálfa nemendur sem vilja hasla sér völl sem mál- flytjendur á meðan meistaranám í viðskiptalögfræði hefur sterkari einkenni fjármála- og viðskipta- greina. Innan viðskiptalögfræð- innar er svo boðið upp á sérhæf- ingu á sviði skattamála, stjórn- unar og fjármála. Meistaranám við skólann er þannig skipulagt að unnt er að stunda það með vinnu eða sem fullt nám og er það blanda af stað- námi sem fer fram að sumarlagi og fjarnámi.“ Hver er helsta sérstaða Bif- rastar? „Við erum og viljum vera lítill háskóli sem getur boðið nemend- um upp á góða og persónulega kennslu. Það hefur líka sýnt sig að brottfall hjá okkur er afar lítið, ekki nema 4% fyrir þetta skólaár. Kampusinn, eða háskólaþorpið, er líka ótvírætt okkar sérstaða og 85 ára farsæl saga skólans vinnur svo sannarlega með okkur. Ekki má heldur gleyma að við erum mjög alþjóðlegur skóli. Við kenn- um hluta af náminu á ensku og um 40% af nemendum okkar taka hluta af námi sínu erlendis við fjölmarga samstarfsháskóla Bif- rastar í Evrópu, Norður-Amer- íku, Kína og Japan.“ Af því að þetta er skóli í sveit … er mikið sótt í hann eða setja ungmenni það fyrir sig að fara út fyrir borgarmörkin til náms? „Við erum kampus-háskóli í um 100 km fjarlægð frá miðborg Reykjavíkur. Í háskólaþorpinu Bifröst búa og starfa um 600 manns og hérna er öll dagleg þjónusta. Ég tel að það styrki stöðu okkar frekar en hitt að vera í útjaðri Reykjavíkur. Fólk setur það síður en svo fyrir sig að flytj- ast á Bifröst, enda er hér öll að- staða til náms til fyrirmyndar. Um 60% nemenda okkar koma af höfuðborgarsvæðinu sem endur- speglar búsetudreif- ingu á landinu.“ Það eru því bjartar horfur hjá Viðskiptahá- skólanum á Bifröst? „Já, við lítum afskap- lega björtum augum til framtíð- arinnar. Við erum líka mjög sátt við nútíðina og stolt af fortíðinni. Við teljum okkur hafa alla mögu- leika á að vaxa og dafna. Ég vil að lokum hvetja alla þá sem eru í námshugleiðingum sem og aðra landsmenn að koma í heimsókn til okkar á Bifröst sumardaginn fyrsta og kynnast því sem við höf- um upp á að bjóða.“ Hólmfríður Sveinsdóttir  Hólmfríður Sveinsdóttir fædd- ist á Akranesi 1967. Stúdent af íþróttabraut frá Fjölbrautaskóla Vesturlands 1988. BA í stjórn- málafræði frá HÍ árið 1994 og með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Katholieke Uni- versiteit Leuven 2003. Er verk- efnisstjóri rannsókna og upplýs- ingamála við Viðskiptaháskól- ann á Bifröst. Við kennum hluta af nám- inu á ensku UM 15% nemenda í framhaldsskól- um hurfu frá námi milli skólaáranna 2002 og 2003, að því er fram kemur í skriflegu svari menntamálaráð- herra, Þorgerðar K. Gunnarsdóttur, við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðs- sonar, þingmanns Samfylkingarinn- ar. Meðal karla var brottfallið á þessu tímabil 17,1% en meðal kvenna var það 13,2%. Í svarinu er minnt á að sveigjan- legt og opið skólakerfi hér á landi geri nemendum kleift að hverfa tímabundið frá námi. „Nemendur vita að skólinn stendur þeim opinn ef þeir kjósa að snúa sér að námi á nýj- an leik. Oft er um að ræða nemendur sem af eðlilegum ástæðum kjósa að hverfa frá námi.“ Í svarinu kemur einnig fram að hlutfallstölur brottfalls fyrir ein- staka skóla séu mismunandi; allt frá því að vera engar eða mjög lágar upp í það að vera mjög háar. Brottfall nemenda úr Borgarholtsskóla á þessu tímabili var t.d. 24,3%. Þá var brottfall úr Fjölbrautaskólanum við Ármúla 20,8% og úr Iðnskólanum í Hafnarfirði, 28,3% svo dæmi séu nefnd. Ekkert brottfall var hins veg- ar úr Hússtjórnarskólann á Hall- ormsstað, Listdansskóla Íslands og Myndlistarskóla Reykjavíkur. Heldur meira brottfall hjá konum en körlum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.