Morgunblaðið - 18.04.2004, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 18.04.2004, Qupperneq 9
Áskorun til ríkisstjórnarinnar Undirrituð samtök styðja heils hugar áform ríkisstjórnarinnar um að draga úr skattheimtu af matvælum. Samtökin vilja þó benda á leið í þeim efnum sem þau telja skynsamlega. Hún felst í því að setja öll matvæli í sama þrep virðisaukaskattsins og fella af þeim vörugjöld samtímis því að ákveðið verður hve mikið lækka eigi núverandi 14% virðisaukaskatt sem lagður er á flestar tegundir matvæla. Virðisaukaskattur er í tveimur þrepum, 14% og 24,5%. Samkvæmt gildandi reglum eru flest matvæli í 14% þrepinu en alls ekki öll. Ávaxtasafar, kolsýrt vatn, maltöl, kökur, sætt kex, kakóduft, ídýfur, gosdrykkir og súkkulaði eru dæmi um matvæli sem bera 24,5% virðisaukaskatt. Aðrir skattar, sem ekki eru eins vel þekktir, eru vörugjöld. Þau eru lögð á marga flokka matvæla. Hér má nefna kaffi, te, súpur, sultur, síróp, ávaxtasafa, súkkulaði, rjómaís, sælgæti og gosdrykki með og án sykurs. Gjaldflokkar vörugjaldsins eru fjölmargir og spanna frá 8 - 400 kr. á hvert kíló eða lítra. Sum þessara matvæla eru í hærra þrepi virðisaukaskattsins en önnur í því lægra. Vörugjöld af matvælum eru varlega áætluð um 1,5 milljarðar króna. Á vörugjöldin leggst síðan virðisaukaskattur, ýmist 14% eða 24,5%. Það væru mikil mistök, og gagnstætt alþjóðlegri þróun, að auka enn á misrétti í skattlagningu matvæla með því að nota ekki tækifærið við fyrirhugaða breytingu og samræma álagningu virðisaukaskatts og afnema vörugjöld. Þessi leið hefur nýlega verið farin í Svíþjóð. Þar bera öll mætvæli sama virðisaukaskatt en vörugjöld hafa verið felld niður. Undirrituð samtök þeirra sem framleiða, flytja inn, dreifa og selja matvæli skora á stjórnvöld að grípa tækifærið og hverfa frá tvöföldu kerfi neysluskatta á matvæli. Samtök iðnaðarins SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu Samtök ferðaþjónustunnar Félag íslenskra stórkaupmanna Samtök atvinnulífsins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.