Morgunblaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 18. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Á páskadag gaf Gulbuddin Hekmatyar, einn af helstu leiðtogum uppreisnar- manna í Afganistan, út yf- irlýsingu þar sem hann hvatti íbúa landsins til að rísa upp gegn hernámslið- inu og erlendum öflum á sama hátt og fylgismenn klerksins Muqtada al-Sadr í Írak. Hekmatyar er leiðtogi Hezb-e-Islami fylkingarinnar sem er hópur íslamskra skæruliða sem börðust gegn Sovétríkjunum á níunda áratugnum. Hekmat- yar sneri til baka úr útlegð í Íran árið 2002 en hefur nú gengið til liðs við talibana og er ásamt þeim í felum við pakistönsku landamærin. Tal- ibanar hafa hingað til aðallega ráðist á afganska embættismenn og erlenda hermenn í suður- og austurhluta landsins og fjölmargar erlendar hjálparstofnanir hafa þar af leiðandi ekki séð sér fært að vera með starfsemi á svæðinu. Nú óttast menn hins vegar að hópurinn kunni að fara að fordæmi íraskra uppreisnarmanna og freisti þess að ræna erlendu starfsfólki í landinu í von um valda uppnámi og hrekja útlendinga í burtu. Á páskadag rændu talibanskir skæruliðar yf- irmanni öryggismála og tveimur lífvörðum hans í Uruzgan héraði en það var eitt helsta vígi talibana áður en þeir voru hraktir frá völdum. Á annan í páskum fóru 12 talibanar og rændu háttsettum aðila hjá afgönsku leyniþjónustunni ásamt tveimur hermönnum í sama héraði en ekki er vitað um afdrif þeirra. Talibanar eru einnig grunaðir um að hafa rænt tyrkneskum verkfræðingi sem starfaði í nærliggjandi héraði við vegaframkvæmdir sem styrktar eru af Bandaríkjamönnum. Árásir daglega Hernámsliðið og afganskir hermenn verða nú fyrir árás á hverjum degi og í fyrsta sinn frá því í janúar gerðu talibanar vart við sig í borg- inni Kandahar í Suður-Afganistan, þar sem bandaríski herinn er með herstöð. Þar sprakk sprengja með þeim afleiðingum að þrír særð- ust, auk þess sem talibanar hafa staðið fyrir til- viljanakenndum sprengjuárásun í nágrenni Kandahar síðastliðnar nætur. Á miðvikudag og fimmtudag sprungu síðan tvær fjarstýrðar sprengjur við vegi í borginni og særðust meðal annars yfirmaður lögreglunnar og háttsettur afganskur herforingi. Í Zabul-héraði, sem er nokkru norðar, drápu talibanar aftur háttsett- an afganskan embættismann og lífverði hans og í Uruzgan-héraði voru tveir óbreyttir borgarar til viðbótar drepnir, sem talibanar töldu vera bandaríska njósnara að sögn sjónarvotta. Innanríkisráðherrann, Ali Ahmad Jalali, tel- ur ólíklegt að árásirnar hafi verið samhæfðar og segir uppreisnarmennina vera of fáa til að geta haft áhrif á stöðugleika í landinu. Árásirnar hafa engu að síður komið í veg fyrir að erlendar hjálparstofnanir geti starfað í stórum hluta landsins. Verktakar á vegum hersins og ann- arra stofnana sem vinna á þessum svæðum eiga mjög erfitt með að ráða fólk í vinnu, en þeir sem eru tilbúnir til að leggja líf sitt í hættu geta fengið yfir milljón íslenskar krónur á mánuði fyrir það eitt að hætta sér inn á þessi svæði. Á annan í páskum fóru bandarískar herþotur í loftið og hentu þúsundum áróðurssnepla yfir þorp og bæi í fjallahéruðunum við landamæri Pakistans. Íbúarnir eru hvattir til að veita stjórnvöldum upplýsingar um starfsemi and- spyrnuhópa á svæðinu, en þar kemur einnig fram að viðvera talibana og annarra uppreisn- armanna í héruðunum komi í veg fyrir að hægt sé að veita íbúum nauðsynlega aðstoð og hjálp- argögn. Talibanar og stuðningsmenn þeirra frá Tétsníu, Saudi-Arabíu og Pakistan fara enn til- tölulega frjálsir um landamærin en þetta gætu þeir ekki nema með hjálp íbúanna. Stór hluti vandans er raunar sá að í Afganistan ber gest- gjöfum að vernda gesti sína og þess vegna er talið ólíklegt að íbúarnir komi til með að gefa stjórnvöldum upplýsingar um starfsemi talib- ana og al-Qaeda. Upplýsingaflæði í þessum hér- uðum er auk þess mjög ábótavant og afgönsk stjórnvöld hafa engin ítök í fjölmörgum hér- uðum í suður- og austurhluta landsins. Bin Ladens enn leitað Það eru rúmlega þrettán þúsund og fimm- hundruð erlendir hermenn í Afganistan, flestir frá Bandaríkjunum. Aðalverkefni hersins er að elta uppi og útrýma talibönum sem hafa lýst yf- ir heilögu stríði gegn hernámsliðinu, afgönsk- um stjórnvöldum og starfsmönnum hjálpar- stofnanna. Frá því í ágúst á síðasta ári hafa 650 manns látið lífið í árásum talibana, en það þykir í raun með ólíkindum að enn hafi ekki náðst að hafa hendur í hári Osama bin Ladens og æðsta leiðtoga talibana, Mullah Mohammad Omars. Talibanar hafa gert nær stöðugar árásir síðustu daga og vikur á herstöðvar og bílalestir afg- anska hersins og hernámsliðsins, en alltaf getað flúið yfir til Pakistans þegar þeim hefur verið veitt eftirför. Pakistönsk stjórnvöld hafa nú loks látið undan þrýstingi frá Bandaríkjunum og hafið árásir á uppreisnarmenn sem hafa bækistöðvar á þeirra yfirráðasvæði. Í mars- mánuði mætti pakistanski herinn mörghundruð talibönum og stuðningsmönnum þeirra við landamærin í Suður-Waziristan þar sem yfir 60 skæruliðar létu lífið og 160 voru handteknir. En þrátt fyrir háleitar yfirlýsingar Pakistana við- gengst skæruhernaður enn á þeirra yfirráða- svæði og fyrir einungis örfáum dögum voru gerðar árásir á erlenda hermenn einungis um 150 kílómetra suð-austur af Kabúl, sem endaði með því að árásarmennirnir leituðu hælis yfir landamærin þegar þeim var veitt eftirför. Árás- in var hefðbundin og hófst með fjarstýrðri sprengju við vegkantinn sem átti að lokka her- menn í gildru og var síðar fylgt eftir með skot- hríð og sprengjuárásum þar sem notaðar voru eldvörpur. Árásarmennirnir flúðu loks yfir landamærin á sama svæði og pakistanski her- inn hafði gert árásir nokkrum dögum áður. Síð- astliðinn mánudag voru sjö drepnir þegar talib- anar stöðvuðu bíl í Paktika-héraði, sem einnig liggur við Suður-Waziristan, en það tók frétt- irnar fjóra daga að berast til Kabúl því héraðið er svo einangrað. Í hópnum voru fimm opinber- ir embættismenn og tvær konur og barn. Upp- reisnarmennirnir spurðu fólkið í bílnum hvort það styddi Karzai forseta og þegar í ljós kom hverjir voru á ferð var fólkið dregið út úr bíln- um og tekið af lífi en einni konu var hlíft. Hér- aðsstjórinn í Paktika-héraði hefur viðurkennt að hann hafi engin ítök á svæðinu og ljóst er að talibanar njóta mikils stuðnings bæði í Paktika og Waziristan. Bandaríkjaher hyggst senda tvö þúsund her- menn til viðbótar til Afganistans til að taka þátt í hernaðaraðgerðinni „Mountain Storm“, en ólíklegt er að þeir nái tilskildum árangri nema með stuðningi Pakistana hinum megin við landamærin. Pakistönsk stjórnvöld hafa gefið pakistönskum íbúum við landamærin frest til 20. apríl til að framselja al-Qaeda-meðlimi, ann- ars verði ráðist á þá. Þrjátíu talibanar voru svo handteknir fyrir helgi þegar bandaríski herinn hélt inn í Shah Wali Kot, sem er í Uruzgan- héraði, í leit að líkum þeirra sem voru drepnir fyrr í vikunni. Ekki var búist við að svo margir talibanar héldu til á svæðinu en fjöldinn sýnir að talibanar njóta ef til vill meiri stuðnings en áður var talið. Yfirráð stjórnvalda lítil Aðalvandinn í Afganistan stafar hins vegar ekki af árásum talibana, heldur eiga stjórnvöld fullt í fangi með að afvopna stríðandi fylkingar annars staðar í landinu. Í raun má segja að yf- irráð stjórnvalda nái vart út fyrir höfuðborgina, en aðrar borgir eins og Herat og Mazar-e-Shar- if eru algjörlega á valdi öflugra stríðsherra sem ráða yfir stórum svæðum með hjálp málaliða og einkahers. Hörð átök brutust út í síðustu viku í borginni Maymana í Faryab-héraði sem er í norðurhluta landsins. Héraðsstjórinn Enayat- ullah Enayat og afganskur hershöfðingi að nafni Habibi flúðu undan hermönnum öflugs stríðsherra, en sá er Úsbeki og heitir Abdul Rashid Dostum. Dostum er reyndar öryggis- málaráðgjafi Hamids Karzai forseta en að sögn héraðsstjórans fóru menn Dostums um borgina og rændu og rupluðu og létust nokkrir í kjölfar- ið. 750 afganskir hermenn voru samstundis sendir frá Kabúl til að stilla til friðar, en að sögn talsmanns forsetaembættisins hefur Dostum undirstrikað hollustu sína við forsetann og seg- ir atvikið byggt á misskilningi. Talsmaður Dost- ums greindi síðar frá því að ekki væri unnt að leyfa héraðsstjóranum og hershöfðingjanum að snúa aftur til starfa, en talið er að Dostum hafi ruðst inn í Maymana vegna þess að Habibi hafi gert samning við Marshal Mohammad Fahim, sem er varnarmálaráðherra Afganistans og erkióvinur Dostums. Dostum hefur sakað ráð- herrann um að reyna að stofna til vandræða í héraðinu með því markmiði að koma honum frá. Einungis tveimur dögum síðar kom til mikilla átaka milli hermanna Dostums og Atta Ma- hammads, sem er annar öflugur stríðsherra á Stjórnleysi og stríðsher Börn á götu í Kabúl, höfuðborg Afganistans. Lífið hefur breyst til muna í höfuðborginni, en utan hennar ríkir víða stjórnleysi og stríðsherrar fara með völd. Lífið hefur breyst mikið í Kabúl, höfuðborg Afganistans, á þeim tveimur árum sem lið- in eru frá því talibanar voru hraktir frá völdum. Viðskipti blómstra og flestir eru orðnir langþreyttir á áratuga löngu stríði. Utan höfuðborgarinnar er ástandið hins vegar öllu verra, upplýsingaflæði er víða mjög ábótavant og afgönsk stjórnvöld hafa engin ítök í fjölmörgum héruðum í suður- og austurhluta landsins. Helen Ólafsdóttir er í Afganistan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.