Morgunblaðið - 18.04.2004, Page 11

Morgunblaðið - 18.04.2004, Page 11
’Okkur hefur liðið vel hérna í Mývatns-sveit og finnst slæmt að þurfa að flytja héðan á þessum forsendum. En það þýð- ir ekkert að vera svartsýnn. Lífið heldur áfram.‘Birna Sverrisdóttir formaður starfsmannafélags Kísiliðjunnar í Mývatnssveit í viðtali við Morg- unblaðið eftir að tilkynnt var um lokun verksmiðj- unnar. ’Ég veit að við munum hafa sigur aðlokum. Ég vona bara að ég verði ennþá á lífi þegar mér verður leyft að giftast sambýliskonu minni.‘Joan Higgs, sem hefur kært yfirvöld í Flórída fyrir að leyfa ekki hjónabönd samkynhneigðra. ’Því færi fjarri að hann vildi að þauskilaboð sem íslenska þjóðin hefði fengið í því máli væru neikvæð. Þvert á móti vildi hann að þau væru jákvæð, þannig að menn bæði skynjuðu að Bandaríkin mætu þetta samstarf mikils og eins væru þeir þakklátir fyrir þann stuðning og samvinnu sem við hefðum haft á und- anförnum misserum.‘Davíð Oddsson forsætisráðherra lýsti samtali sínu við George W. Bush Bandaríkjaforseta þar sem þeir ræddu m.a. stöðu varnarsamningsins. ’Hættið að úthella okkar blóði svo viðgetum hætt að úthella ykkar blóði.‘Skilaboð sem eignuð eru Osama bin Laden, sem ar- abískir fjölmiðlar útvörpuðu á miðvikudag. ’Íslendingar trúa því hins vegar aðsumir séu fæddir gáfaðri en aðrir. Ég held að rannsókn mín staðfesti það og það eigi eftir að koma betur í ljós að hæfileikar eru erfðir fremur en lærðir.‘Jón Löve Karlsson læknir í viðtali við Morgunblaðið. ’Þetta er ekki borgarastríð, það er ekkium að ræða almenna uppreisn, í mestum hluta Íraks ríkir tiltölulega stöðugt ástand.‘George W. Bush Bandaríkjaforseti í ávarpi á blaða- mannafundi á þriðjudagskvöld, þar sem hann hét því að Bandaríkjamenn myndu ekki hverfa frá skuld- bindingum sínum í Írak þrátt fyrir vaxandi væringar í landinu. ’Hinn 11. september var FBI ýmislegtað vanbúnaði til að halda uppi áhrifa- ríkri og fyrirbyggjandi baráttu gegn hryðjuverkum.‘Úr bráðabirgðaskýrslu rannsóknarnefndar Banda- ríkjaþings sem falið var að kanna tildrög árásanna 11. september 2001. Í skýrslunni, sem birt var á þriðjudag, kom fram hörð gagnrýni á viðbúnað bandarísku alríkislögreglunnar gegn hryðjuverk- um. ’Ef litið er heilsteypt á það (frum-varpið) má segja að það geri ráð fyrir að innflytjendur séu einhvers konar annars flokks Íslendingar þegar kemur að ákveðnum réttindum.‘Andri Óttarsson lögmaður á hádegisverðarfundi um frumvarp dómsmálaráðherra til breytinga á lögum um útlendinga. ’Íbúar Falluja líða fyrir það að þessirhryðjuverkamenn og bleyður leita skjóls í moskum, spítölum og skólum og nota konur og börn sem skildi.‘Mark Kimmitt , foringi í herliði Bandaríkjamanna í Írak, neitaði því á blaðamannafundi í Bagdad á mánudag að óbreyttir borgarar liðu fyrir sókn bandamanna gegn uppreisnarsveitum í Falluja. Ummæli vikunnar svæðinu og undir verndarvæng Fahims. Að sögn Dostums gerðu 500 menn úr her Mo- hammeds árásir á þorp og bæi í Kod-e-Barq, en Mohammed sakar hins vegar Dostum um að hafa staðið fyrir árásunum og vænir hann um að undirbúa frekari árásir á borgina Mazar-e- Sharif þar sem báðir berjast nú um völdin. Dostum og Mohammed hjálpuðu Bandaríkja- mönnum að bola burtu Talibönum árið 2001, en slást nú um yfirráðin í norðurhluta landsins og sumir segja raunar að þeir standi fyrir meg- inhluta ópíumframleiðslu í norður-héruðunum. Í lok síðasta mánaðar áttu sér stað hörð átök í borginni Herat milli hers Ismails Kahns, hér- aðsstjóra og afganska stjórnarhersins. 1.500 bandarískir hermenn voru samstundis sendir til Herat til að koma á reglu, en 16 manns létust í átökunum. Kahn er mjög voldugur maður og ræður yfir stóru svæði í Vestur-Afganistan. Sumir telja raunar að herinn hafi átt upphafið að átökunum í von um að geta bolað honum í burtu með hjálp Bandaríkjahers. Þessi atvik í norður- og vesturhluta landsins hafa orðið til að menn spyrja sig nú hvort hægt verði að halda kosningar í september næstkom- andi, en þeim hefur nú þegar verið frestað einu sinni vegna átaka milli ráðandi fylkinga í land- inu. Háttsettur yfirmaður hjá friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna í Afganistan, Jean-Marie Guehenno, hefur lýst því yfir að landið sé ekki tilbúið fyrir kosningar í september. Hann segir afvopnun ganga of hægt og að stjórnvöld verði að hafa afvopnað í það minnsta fjörtíu prósent af málaliðum í landinu áður en hægt sé að ganga úr skugga um að kosningarnar verði lýðræð- islegar. Vandinn er sá að að afganski herinn hefur ekki það bolmagn sem til þarf til að af- vopna volduga stríðsherra sem eru umkringdir málaliðum. Í raun má segja að nokkur stöð- ugleiki hafi skapast fyrir tilvist hinna voldugu stríðsherra því stjórnvöld í Afganinstan eru engan veginn í stakk búinn til að taka við stjórn landinu öllu. Karzai forseti reynir eftir fremsta megni að dragast ekki inn í deilur milli stríðandi fylkinga, en hefur þess í stað reynt að semja við volduga herra um yfirráð en enginn hefur hing- að til viljað afvopnast. Dostum tilkynnti um daginn að hann ætlaði að láta af hendi einn skriðdreka í afvopnunarferlinu, en hann á í það minnsta 30 aðra til viðbótar auk annarra vopna. Lífið breyst mikið í Kabúl NATO hyggst færa starfsemi sína út fyrir Kabúl í sumar og koma fyrir nokkur hundruð hermönnum í borgum í Norður-Afganistan, en illa hefur gengið að fá aðildarríkin til þátttöku. Bandaríkin ætla auk þess að hafa 12 herfylk- ingar víðsvegar um landið en níu hefur nú þegar verið komið fyrir. Flestir Afganar styðja stjórn- völd og raunar hernámsliðið líka. Í Kabúl er bandaríski herinn álitinn frelsisher og lífið í borginni hefur breyst mikið á þeim tveimur ár- um frá því talibanar voru hraktir frá völdum. Viðskipti í borginni blómstra og flestir eru orðnir langþreyttir á stríði sem hefur staðið yfir næstum 23 ár samfleytt. Nokkrar konur hafa lagt „burka“ á hilluna og ganga nú um með létt- ar slæður um hárið, auk þess sem þeim gefst nú tækifæri til að vinna fyrir sér og stunda nám. Flestar konur neyðast þó enn til að hylja andlit sín vegna þrýstings frá fjölskyldumeðlimum og ástandið er mun verra þegar komið er út fyrir borgina, því þar hefur lítið breyst frá því í tíð talibana. Margir kvarta yfir því að uppbygg- ingin gangi of hægt fyrir sig, en alþjóðsam- félagið virðist þó hafa tekið við sér á Berlínar- ráðstefnunni fyrr í mánuðinum þar sem afgönskum stjórnvöldum var lofað um 8,2 millj- örðum Bandaríkjadala til uppbyggingar. Konur í minnihluta kjósenda Fjölmargir Afganar hafa nú skráð sig til þátttöku í kosningunum í september, en konur eru í miklum minnihluta, einungis um 29 pró- sent skráðra kjósenda. Sameinuðu þjóðirnar og stjórnvöld vinna í því að auka hlut kvenna í stjórnmálum og búið er að taka frá fjölmörg sæti fyrir konur á þingi eftir næstu kosningar. Vonast er til að þátttaka kvenna komi til með að stuðla að breyttum áherslum því fjölmörg mál- efni svo sem réttindi kvenna og barna hafa orð- ið undir á síðastliðnum tveimur árum vegna baráttunnar við talibana og átaka annars staðar í landinu. Mannréttindabrot í Afganistan eru mjög gróf og þrátt fyrir að stjórnarskráin við- urkenni rétt kvenna til jafns við karla eiga kon- ur erfitt með að athafna sig vegna þrýstings frá hinu gamalgróna karlasamfélagi og fjölmörg börn eru útilokuð frá námi sökum fátæktar. Konur eru í raun flestar útilokaðar frá sam- félaginu og sjást að öllu jöfnu ekki á götum úti. Sameinuðu þjóðirnar hafa nú hvatt NATO til að auka enn frekar hlutverk sitt í landinu, því ljóst er að náist ekki að afvopna stríðandi fylk- ingar í sumar verður ekki komið í veg fyrir átök eins og þau sem átt hafa sér stað síðustu daga og vikur. Markmiði um að fækka vopnum um fjörutíu prósent fyrir lok júní er af mörgum tal- ið algjörlega óraunhæft. Það skiptir sennilega litlu máli hvort NATO fjölgar hermönnum sín- um eða afganski herinn fær meira fé til ráðstöf- unar því það eru stríðsherrarnir og einstakar árásir talibana sem halda landinu í gíslingu. Uppskera til framleiðslu á ópíum og heróíni hefur aldrei verið jafn mikil og í ár og það er því til mikils að vinna fyrir stríðsherrana sem vinna staðfastlega að því að auka völd sín á kostnað stjórnvalda í Kabúl. En þrátt fyrir átök og árás- ir síðustu daga er ólíklegt að almenningur rísi upp gegn hernámsliðinu og erlendum hjálpar- stofnunum því flestir íbúar landsins eru orðnir þreyttir á því að berjast og þrá umfram allt frið og aukna hagsæld. rrar Reuters Lýst eftir bin Laden á vegg í Kabúl. Ungur Afgani á valmúaakri. Ópíum er unnið úr valmúa. Höfundur er við störf í Afganistan. Áróðurssneplarnir sem Bandaríkjaher dreifði þar sem íbúar eru hvattir til að segja til talibana. Fatlaðir drengir í hjólastólum koma saman á ólympíuleikvanginum í Kabúl til að vekja athygli á hættunni af jarð- sprengjum.                         ! !""#$% MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. APRÍL 2004 11

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.