Morgunblaðið - 18.04.2004, Síða 16

Morgunblaðið - 18.04.2004, Síða 16
Ljósmynd/Karl Skírnisson Gömul minkalæða sem Karl Skírnisson fangaði og merkti við Þingvallavatn. Myndin er tekin að hausti þegar dökk vetrarhárin eru að vaxa upp úr upplituðum sumarfeldinum. Útsmoginn óvinur Villiminkurinn á rúmlega 70 ára sögu í íslenskri náttúru. Hann hefur ekki þótt aufúsugestur, heldur skaðvaldur. Gripið var til skipulegra aðgerða gegn minknum 1958 og er herkostnaður- inn kominn í um 900 milljónir króna. Siv Friðleifsdóttir umhverf- isráðherra skipaði á liðnu hausti nefnd til að gera tillögur um veiðar á mink, fækkun hans eða hugsanlega útrýmingu. Meirihluti nefndarinnar hefur nú lagt fram tillögur um auknar rannsóknir og veiðar á minkum. Er talið nauðsynlegt að auka rannsóknir á stofnstærð minks. Einnig er lagt til að gerð verði tilraun með að útrýma mink á vel afmörkuðu landsvæði og minkaveiðar auknar frá því sem nú er. Kostnaður við þetta verkefni, næstu sex árin, er áætlaður 600–700 millj- ónir króna. Guðni Einarsson ræddi við nokkra menn sem hafa látið sig minkinn varða. 16 SUNNUDAGUR 18. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Dr. Karl Skírnisson dýra-fræðingur segir að all-miklar rannsóknir hafiverið gerðar á íslenskum villiminkum. „Strax árið 1979 hófum við rannsóknir á íslenskum villimink við líffræðiskor Háskóla Íslands,“ segir Karl. „Það er mikið vitað um líffræði dýrsins hér á landi og miklar upplýsingar um líffræði íslenska villiminksins liggja fyrir og hafa ver- ið birtar.“ Tvö meginvistkerfi Karl segir að vitanlega sé margt sem rannsaka megi betur og eins þurfi að leita svara við afmörkuðum spurningum um minkinn. En hvern- ig er þessi skepna sem hundruð milljóna króna hafa verið sett til höf- uðs á liðnum áratugum? „Minkurinn er tækifærissinni. Hann étur þá bráð sem mest er af, á hverjum stað, á hverjum tíma. Hann á mjög auðvelt með að færa sér í nyt sveiflur í fæðuframboði,“ segir Karl. Hann segir það ráðast af því hvar minkur er staðsettur hver áhrif hans eru á vistkerfið. Í grófum dráttum megi skipta vistkerfum minks hér á landi í tvennt eftir því hvort hann er við sjávarsíðuna eða inn til landsins. Við sjávarsíðuna er minkurinn fyrst og fremst að éta eitthvað úr fjörunni allan ársins hring. Ekki síst fiskteg- undir sem manninum þykja ekki eft- irsóknarverðar, svo sem marhnút og sprettfisk. Karl segir að minkurinn valdi vissulega usla hjá fuglum sem lifa og verpa við ströndina, t.d. hjá æðarfugli, teistu, lunda og kríu. „Þetta á sérstaklega við á varp- tíma, einkum í þéttum vörpum. Suma fuglana truflar hann með því að fæla þá, aðra drepur hann. Yfir- leitt þarf mjög sérstakar aðstæður til að hann geti farið að stjórna stofn- stærð tiltekinna tegunda með afrán- inu einu sem einkum og sér í lagi stendur einhverjar vikur eða mánuði fyrrihluta sumars.“ Karl segir að vissulega geti mink- ur verið mikill skaðvaldur í fuglalífi. Hins vegar sé rétt að benda á að flestir fuglastofnar sem minkurinn sæki í séu stórir og þoli afrán af völd- um minks ágætlega áður en ofveiði- áhrif fari að koma fram. Þannig telur Karl engar líkur á að minkur geti haft áhrif á stofnstærð æðarfugls, sem telur um eina milljón fugla að hausti og er ekki veiddur hér á landi. Sama gildi um fýl og aðra stóra fuglastofna sem minkurinn nýtir sér til fæðu. Aftur á móti getur minkur haft mikil áhrif á litla fuglastofna sem eiga búsetu í kjörlendi minksins. Þannig lögðust ýmsar teistubyggðir af og teistan flúði út á eyjar við land- nám minksins. Karl segir t.d. ekki erfitt að ímynda sér að minkur geti haft mikil áhrif á viðgang þórshana. Um sé að ræða nokkra tugi verpandi para í landinu og þurfi ekki að spilla mörgum hreiðrum til að hafa veruleg áhrif á íslenska þórshanastofninn. Sama megi segja um flórgoða og keldusvín þar sem stofnar eru litlir. Fjölbreyttur matseðill minka Inn til landsins eru mun meiri sveiflur á fæðuframboði minksins en við ströndina. Yfir veturinn getur að- gangur minks að fæðu í vötnum, lækjum og ám hindrast, t.d. vegna ísalaga. Þegar harðnar á dalnum leita sumir minkar til sjávar, en aðrir sækja að kaldavermslum og vökum á ísilögðum vötnum og lækjum. Með vorinu hefst veisla. „Mjög víða hætta minkar inn til landsins að éta fisk, þ.e. hornsíli, laxa, silungsseiði og ál, þegar kemur fram í lok apríl og byrjun maí. Þeir snúa sér alfarið að því að éta egg, síð- an ófleyga unga. Stór hluti fæðu þessara minka á hlýja tíma ársins er úr fuglaríkinu. Eftir því sem ungarn- ir verða fleygir dalar hlutdeild fugla í fæðunni, þótt alltaf sé eitthvað um að minkar veiði fleyga fugla. Þar sem svo hagar til geta minkar farið að éta skordýr, þegar ungatíð er lokið. Ég hef fundið minka með stútfulla maga af bitmýslirfum sem þeir höfðu sleikt í sig af steinum við útfallið úr Mý- vatni. Ég hef líka krufið minka sem ekki voru að éta neitt annað en hun- ang, frjókorn og mismikið þroskaðar lirfur úr búum hunangsflugna. Mink- urinn er alæta, en étur eingöngu úr dýraríkinu. Öfugt á við refinn fer minkur til dæmis aldrei á berjamó. Á haustin er hagamús mikilvæg fæða minka á ákveðnum svæðum inn til landsins.“ Það er þekkt atferli minka að draga birgðir í búið og drepa meira en þeir geta torgað. Á minkagrenj- um finnst iðulega fjöldi dauðra fugls- unga, fiskræflar og annað matar- kyns. Karl segir að margar kenningar séu um ástæður þessa at- ferlis. „Marðardýrasérfræðingar hafa sumir hverjir skýrt þetta hegðunar- atferli út frá óðalshneigð dýranna sem séu hreinlega að fela umfram- birgðir fæðu á heimasvæðum sínum fyrir nágrannaminkum, vegna hræðslu við að tapa fyrir þeim komi til átaka. Fullorðinn minkur helgar sér svæði sem hann hleypir engum inn á nema um fengitímann. Fullorð- in karl- og kvendýr búa á aðskildum svæðum sem þau merkja með lykt en verja með kjafti og klóm ef með þarf. Þetta þýðir að mink getur aldrei fjölgað nema upp að ákveðnu marki. Stærð óðalanna fer eftir lífsgæðum á hverjum stað og hverjum tíma, eink- um þó framboði fæðu og hentugra fylgsna. Þótt veiðum yrði alfarið hætt yrði ekki óendanleg fjölgun á mink. Það eru takmörk fyrir því hvað landið ber mörg óðul.“ Stofninn þolir veiðiálagið Karl segir mikilvægt að hafa í huga að minkastofninn þrefaldist á hverju ári. „Tímgun villiminks er sennilega óvíða betur þekkt í heim- inum en á Íslandi. Veiðar undan- farna áratugi sýna að minkastofninn á Íslandi hefur verið tiltölulega stöð- ugur. Veiðin hefur sveiflast á milli 5 og 7 þúsund dýra á ári og er lang- stærstur hluti þessa afla nokkurra vikna eða mánaða gamlir hvolpar. Veiðiálagið virðist hafa verið stöðugt síðustu áratugi. Sé horft á tiltekið landsvæði, eins og til dæmis eina sýslu eða svo, þá tók það á sínum tíma oft 10–20 ár frá því minkur sást fyrst þar til veiðin á svæðinu var orð- in stöðug. Þessar tölur hafa svo yf- irleitt lítið breyst í 50 ár.“ Karl segir stofnvistfræðinga segja fullum fetum að þessar stöðugu veiðitölur, frá einu ári til annars, sýni að stofninn á svæðinu sé ekki of- Erfitt að útrýma minknum Ísland er gósenland fyrir mink, að sögn dr. Karls Skírnissonar, dýrafræðings og sérfræðings í dýrum af marðarætt. Morgunblaðið/Sverrir Dr. Karl Skírnisson dýrafræðingur hefur lengi rannsakað minka.                          !    "  #    $  % &  '  #& ( $ )*     ++ # '   %   + # ' ,)  ' '  - .+/   0 #&    " #  $%  & % $$ ' #  1   ! " #    

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.