Morgunblaðið - 18.04.2004, Side 18
18 SUNNUDAGUR 18. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
veiddur og þoli veiðiálagið mjög vel.
„Veiðimenn segja aftur á móti marg-
ir hverjir að þeir veiði svo mikinn
mink að þeir haldi honum í lágmarki.
Þetta er eitthvað sem þarf að rann-
saka í dag. Hvort hugmyndir líffræð-
inga, sem hafa verið að kynna sér
þessi mál, séu réttari en þeirra sem
telja sig vera að ofveiða stofninn.“
Jafnar sveiflur
Á meðfylgjandi skýringarmynd
sjást hægar, en jafnar og reglulegar
sveiflur í minkastofninum undan-
farna áratugi. „Það þyrfti mikla snill-
inga í veiðistjórnun ef þeir ætluðu að
skipuleggja svona stofnsveiflur í
minknum. Ég skipti landinu í tvennt
og það eru sömu sveiflur í gangi
austan lands og vestan. Spurningin
er hvað stjórnar þessu? Ég vil meina
að veiðimenn stjórni þessu ekki,
heldur séu þarna á ferðinni náttúru-
legar sveiflur þótt enginn viti í raun
hvers vegna þessar sveiflur koma
fram.“
Karl segir að stofnstærð íslenska
villiminksins sé óþekkt en vitað sé að
minkastofninn þrefaldist á hverju
vori. Það þýði að 67% af vorstofn-
inum lifi ekki fram á næsta vor.
Spurningin sé hve stór hluti af þess-
um afföllum sé veiddur? Fjöldi
veiddra dýra sé þekktur, en hinar
upplýsingarnar vanti. En hefur Karl
trú á því að mögulegt sé að útrýma
mink úr íslenska lífríkinu?
„Ég tel verulega hæpið að hægt sé
að útrýma mink á Íslandi og nánast
ómögulegt. Það er hægt að halda
stofninum eitthvað niðri á afmörkuð-
um landsvæðum, en það yrði mjög
tímafrekt og ákaflega kostnaðar-
samt að gera slíkt á landsvísu.“
Erfitt líf fyrir eldisdýr
Sumir telja að eldisdýr sem sleppa
úr búrum blandist villta stofninum
og geti styrkt hann, enda eldisdýrin
oft stærri og feldmeiri en villimink-
ar. Karl var inntur álits á því hvort
eldisdýr sem sleppa muni styrkja
villistofninn.
„Flest bestu minkaóðul í landinu
eru þegar setin af afkomendum
minka sem sluppu 1932 og næstu ár-
in þar á eftir. Þeir verja þau með
kjafti og klóm. Aliminkar í dag eru
orðnir vel ræktuð húsdýr, eins og sjá
má af því að þeir eru ekki með nema
2⁄3 af því heilarúmmáli sem villtu ætt-
ingjarnir eru með. Lífslíkur þessara
húsdýra eru hverfandi úti í nátt-
úrunni þar sem villtir minkar eru
fyrir. Ef mikið er veitt og búið að
tæma flest minkaóðul eru mögu-
leikar búradýranna auðvitað meiri.
Líkur á pörun milli aliminka og
villtra eru vissulega fyrir hendi, en
við sjáum þess ekki merki í dag. Yf-
irleitt er maður að fá hreinræktuð
búradýr eða dýr af gamla stofnin-
um.“
Sjálfstjórn minkastofnsins
Karl telur erfitt, en ekki ómögu-
legt, að stjórna stofnstærð villi-
minks. „Ég held að minkurinn
stjórni stofnstærðinni sjálfur víðast
hvar við núverandi aðstæður. Það er
hægt að hafa áhrif á stofnstærðina,
en það er ákaflega erfitt og kostar
mikla vinnu. Það má aldrei slaka á
því þá sækir í sama farið á örfáum ár-
um. En vilji menn af einhverri alvöru
halda mink í skefjum er árangursrík-
ast að beina hvað mestu veiðiátakinu
á veturna og undir vor, þegar stofn-
inn er hvað minnstur. Þá er líka hægt
að ganga að minknum á takmark-
aðra svæði en þegar hlýnað hefur og
minkar iðulega farnir að éta egg og
unga langt frá sjó eða vatnakerfum
þar sem mönnum dettur helst í hug
að leita minka. En ef ná á árangri
þarf að stunda veiðarnar allan ársins
hring.“
Karl segir engum vafa undirorpið
að minkurinn sé víða skaðvaldur, en
oft sé hann talinn meiri skaðvaldur
en efni standa til. „Það er sannarlega
ástæða til að halda mink sums staðar
í skefjum, til dæmis við æðarvarp
eða sleppitjarnir. En svo er það
minkurinn á Vatnsleysuströnd sem
étur sig saddan af marhnút allan árs-
ins hring. Er réttlætanlegt að verja
mörgum milljónum á ári um ókomna
framtíð í að drepa minkana þar? Um
það þarf að taka ákvörðun en sjálf-
sagt er að byggja slíka ákvarðana-
töku á þekkingu, sem ekki fæst nema
við kostnaðarsamar rannsóknir.“
gudni@mbl.is
Áki Ármann Jónsson, for-stöðumaður veiðistjórnun-arsviðs Umhverfisstofnun-ar, átti sæti í nefndinni
sem umhverfisráðherra skipaði í
haust. Áki Ármann telur skorta
rannsóknir til að eitthvað sé hægt
að fullyrða um stærð íslenska villi-
minkastofnsins. „Minkastofninn er
ekki vaktaður, það hafa ekki fengist
peningar í þær rannsóknir,“ segir
Áki Ármann. „Við vitum til dæmis
ekki um stofnstærðina, né ástand
stofnsins. En við sjáum í gegnum
veiðitölur að það koma toppar á 5-7
ára fresti og niðursveiflur á milli.
Ef við gefum okkur að veiðitölur
endurspegli stofnstærð er ljóst að
stofninn verður fyrir einhverjum
áföllum. Spurningin er hvers vegna
það er eða hvort það dregur bara úr
veiðiálagi reglulega. Við vitum svo
skelfilega lítið um minkinn, ekki síst
með tilliti til þess hve mikið okkur
langar að losna við hann!“
Áki Ármann segir að til þessa
hafi áherslan verið lögð á minka-
veiðar í stað þess að afla vitneskju
um tegundina sjálfa og hvaða hlut-
verk hún leikur í íslenskri náttúru.
Minkar sluppu úr búrum stuttu eft-
ir að fyrstu dýrin komu til landsins.
Síðan hefur það oft gerst að eld-
isdýr sleppi. „Það má reikna með að
fjöldi dýra sem sleppur úr búrum
hlaupi á tugum, ef ekki hundruðum
á hverju ári,“ segir Áki Ármann. En
verður það til að kynbæta stofninn?
„Nei, líklegast ekki. Eldisdýr er
önnur undirtegund af mink en sá
villti. Fyrstu minkarnir sem komu
voru af stofni villiminka frá Banda-
ríkjunum og komu í gegnum Noreg.
Þeir voru í raun óhæfir til pels-
gerðar. Minkarnir sem koma nú
hafa verið kynbættir, eru stærri og
feldbetri.“ Áki Ármann segist ekki
vita til þess að staðfest hafi verið
got hjá eldisminkum af þessum
nýrri stofnum í náttúrunni. Hann
segir heldur ekki vitað með vissu
hvort þeir tímgist með villtum
minkum. „Aliminkarnir eru oft svo
vitlausir að þeir fara beint heim á
bæi og eru drepnir. En við vitum
mjög lítið um þetta.“
Sveitarfélögin greiða veiðimönn-
um verðlaun fyrir hvert minkaskott
og síðan endurgreiðir Umhverfis-
stofnun sveitarfélögunum eftir því
sem fjárveiting leyfir. Samkvæmt
yfirliti frá stofnuninni um saman-
lagðan kostnað vegna refa og
minkaveiða á árunum 1989-2003
hefur hlutur ríkisins farið hlutfalls-
lega ört minnkandi. Þannig greiddi
ríkið 75% árin 1989 og 1990 en úr
því fór hlutur þess að minnka. Var
kominn í 56% 1992 og lækkaði lít-
illega til 1997. Þá datt hlutur rík-
isins niður í 31% og hélst nálægt
því þar til í fyrra að ríkið greiddi
20%. Hlutföllin segja ekki alla sög-
una því kostnaðurinn hefur sveiflast
mjög á milli ára. Þannig nam heild-
arkostnaður vegna refa- og minka-
eyðingar 99 milljónum króna 2003,
þar af var kostnaður vegna minka-
veiða 44 milljónir. Ríkið endur-
greiddi þá 19,5 milljónir króna
vegna þessara veiða. Heildarkostn-
aðurinn var lægstur á nefndu tíma-
bili, tæpar 38 milljónir, árið 1989,
en þá var hlutur ríkisins rúmar 28
milljónir.
En er það raunhæft markmið að
ætla sér að útrýma mink úr ís-
lenskri náttúru? „Við vitum það
Fjöldi minka
er á huldu
Morgunblaðið/Kristján
Áki Ármann Jónsson er forstöðu-
maður veiðistjórnunarsviðs
Umhverfisstofnunar.
/
2 + 3'&
$ '(")# #*+ ', -"
# %
0#&
(
4+ +
-3
3+ 2
-3'&
(
31 3&
(
4+ +'&
(
!"
##$
"
%!!
!&%"
!&
!$
%#$$
#! #
"
%"#'
!&
&$
"!"
"%
#%
$$
'"
!&!"
&
"
#
0#&
Frekari rannsókna er þörf svo hægt sé að meta
stærð íslenska villiminkastofnsins, að mati Áka
Ármanns Jónssonar, forstöðumanns veiðistjórn-
unarsviðs Umhverfisstofnunar.
Guðmundur var fyrst spurð-ur hvort honum þættiminkum vera að fjölga,fækka eða að stofninn
stæði í stað?
„Það er erfitt að segja til um það.
Þar sem menn stunda veiðarnar vel
næst fjöldinn niður, en það er fljótt
að fyllast aftur í skörðin. Maður er
kannski að leita í einu sveitarfélagi,
en svo er ekkert leitað beggja vegna
við. Það þýðir að sá árangur sem
maður nær er fljótur að hverfa, því
það koma ný dýr inn á svæðið.“
Guðmundur segir að minkurinn sé
löngu búinn að helga sér allt landið
og kominn inn á Arnarvatnsheiði, í
Veiðivötn, Herðubreiðarlindir og
víðar. Hann segist oft verða var við
aliminka sem hafa sloppið úr búrum.
„Ég hef sagt, þess vegna, að það
sé gott og blessað svo langt sem það
nær að ætla sér í útrýmingarherferð
gegn minknum. En á meðan minka-
bú eru í landinu þá er ekkert sem
heitir að útrýma, því hann endurnýj-
ar sig sjálfur út úr búunum. Í vetur
er ég búinn að fá nokkra hvíta minka
og svo er grátt og svart í þessu líka.“
Gamli minkastofninn er brúnn að lit.
Aliminkana hefur Guðmundur veitt í
nágrenni Reykjavíkur, en hann segir
minna um að hann fái búrminka úti á
landi.
Hvað veiðitölur varðar segir Guð-
mundur þær hafa verið svipaðar hjá
sér og félaga sínum frá ári til árs. En
hefur Guðmundur trú á því að hægt
sé að útrýma minknum?
„Ég hef trú á að það sé hægt að ná
verulega góðum árangri með því að
setja í þetta fjármagn og skipuleggja
veiðarnar vel. Það er kannski annað
mál að tala um útrýmingu, sjálfsagt
kostnaðarsamt og erfitt.“
Nú kvarta sumir yfir því að ekki sé
nóg vitað um minkinn til að hægt sé
að útrýma honum?
„Hvað þurfa menn að vita um
hann? Menn vita alveg nóg um hvar
hann heldur sig, hvernig á að veiða
hann og eyða honum. Ef ætlunin er
að nytja stofn, eins og til dæmis
þorskinn, þá þarf að rannsaka og
vita hvað óhætt er að taka mikið án
þess að ganga of nærri stofninum.
En þar sem stefnt er að útrýmingu
og að klára stofninn get ég ekki séð
að talningar vísindamanna og upp-
lýsingaöflun, hvort þeir séu tíu hér
eða þar, búi í grjóti eða mold, skipti
nokkru máli.“
Guðmundur Þ. Björnsson með nokkra minka sem hann hefur nýlega fangað.
Guðmundur Þ. Björnsson
meindýraeyðir er í hópi
fengsælustu minkaveiði-
manna landsins. Hann
veiddi ásamt félaga sínum,
Eyjólfi Rósmundssyni, um
400 minka í fyrra.
Morgunblaðið/Ásdís
Til að út-
rýma þarf
peninga og
skipulag
Villtir minkar á Íslandi eruafkomendur aliminka semsluppu úr búrum sínum íbyrjun fjórða áratugar síð-
ustu aldar. Minkaveiðimenn telja sig
enn vera að góma aliminka sem
sloppið hafa úr búum. Árni V. Krist-
jánsson, framkvæmdastjóri Sam-
bands íslenskra loðdýrabænda, var
spurður hvernig loðdýrabændur
brygðust við slíkum fréttum.
„Aðalfundur loðdýrabænda álykt-
aði um það fyrir þremur árum að
menn skoðuðu vel sín hús, þannig að
ekki væri alltaf verið að kenna okkur
um einhver laus dýr,“ segir Árni.
„Gagnvart villtum mink er okkar
skoðun nákvæmlega sú sama og ann-
arra sem unna náttúrunni – að hann
er skaðvaldur.“
Árna finnst að loðdýrabændur séu
oft hafðir fyrir rangri sök og þeim
kennt um að minkar sleppi, þótt það
sé ekki sannað. Oft sé sagt að veiðst
hafi búraminkur, en dýrið ekki sýnt
neinum, það sé hvorki vigtað né
rannsakað nánar. Þyngd dýranna er
ákveðin vísbending, því eldisdýrin
eru að jafnaði þyngri en villimink-
arnir. „Ég hef ekki séð þessi dýr og
ráðunauturinn ekki heldur. Ef veiði-
maður telur sig hafa vissu fyrir því
að um alimink sé að ræða ætti hann
að koma honum á Keldur. Þar eru
menn sem hafa vit á loðdýrum og
kunna að greina þetta. Þar ætti að
vigta dýrið, mæla og skrá hvar það
veiddist. Það er enginn vandi að sjá
muninn á alimink og villtum mink.“
En hvernig tækju loðdýrabændur
Minkaeldi
er hag-
kvæmt
Árna V. Kristjánssyni, fram-
kvæmdastjóra Samtaka ís-
lenskra loðdýrabænda, þyk-
ir hlægileg sú hugmynd að
banna minkaeldi.