Morgunblaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 18. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
A
ugu okkar eru að
opnast fyrir því
að ekki hafi verið
lagðar alveg
réttar áherslur í
tengslum við
markmið um
aukna atvinnu-
þátttöku inn-
flytjenda. Borgin hefur lagt óhemju
mikla fjármuni í að þjálfa innflytj-
endur inn á vinnumarkaðinum á alls
konar dýrum námskeiðum í gegnum
árin. Á hinn bóginn hefur opinberi
geirinn rétt eins og einkageirinn ekki
verið nógu duglegur að líta í eigin
barm og velta því fyrir sér hvað raun-
verulega stæði á veginum fyrir því að
jafnvel hámenntað fólk af erlendum
uppruna fengi ekki vinnu við hæfi.
Hvers vegna á velmenntuð kennslu-
kona með blæju nánast enga mögu-
leika á því að fá starf við kennslu í
Svíþjóð – þótt skortur sé á kennur-
um?“ spyr Gunnel Rydell, félagsráð-
gjafi hjá Etniske relationer í Málm-
ey, og veltir því upp hvort svarið gæti
falist í því að skólastjórnendur ótt-
uðust að konan kenndi á einhvern
hátt öðruvísi en sænskir kennarar af
því að hún væri með blæju og kæmi
þar af leiðandi augljóslega frá ólíku
samfélagi.
Við sitjum í rúmgóðri skrifstofu
Gunnel í háreistu ráðhúsinu nærri
miðborg Málmeyjar og veltum
spurningunni fyrir okkur dágóða
stund. Gunnel ber baráttuna fyrir
aukinni atvinnuþátttöku innflytjenda
saman við jafnréttisbaráttuna og
veltir því fyrir sér hvort einhver ár-
angur hefði náðst ef konur hefðu ein-
ar breytt sér – ekki karlar. Hún hef-
ur starfað með innflytjendum í
Málmey í hátt í 30 ár og því er ekki
komið að tómum kofunum hjá henni í
málaflokknum
Líkari en við höldum
Gunnel segir að Etniske relationer
vinni að því að stuðla að jákvæðri
sambúð Svía og innflytjenda innan
borgarkerfisins, m.a. meðal unglinga
og ungs fólks í skólakerfinu. „Etn-
iska relationer er sex manna deild
innan menntamálageira borgarinnar.
Vandamálið í Málmey er að Svíar og
innflytjendur búa ekki raunverulega
saman heldur hlið við hlið í borginni.
Meirihluti innflytjenda býr í
ákveðnum innflytjendahverfum og
hefur lítil samskipti við Svía. Mark-
mið okkar er að fá fólk til að hittast
og átta sig á því hvað geti hindrað
gefandi samskipti á milli hópanna.“
– Hvað getur hindrað slík sam-
skipti?
„Jú, sjáðu til,“ segir Gunnel. „Við
verðum að byrja á því að átta okkur á
því að í rauninni erum við öll for-
dómafull. Við hugsum meira um hvað
er ólíkt en líkt með fólki. Að hluta til
er ástæðan fólgin í því hvað við
treystum mikið á sjónina. Á yfirborð-
inu virðist fólk yfirleitt meira fram-
andi en raun ber vitni. Við erum öll
manneskjur og eigum meira sameig-
inlegt en yfirborðið gefur til kynna.
Lykillinn að því að vinna gegn for-
dómum er að stuðla að því að hugar
mætist og láta ekki blekkjast af ólíku
útliti. Fólk verður að fá tækifæri til
að koma saman og ræða málin til að
hægt sé að stuðla að gefandi sam-
skiptum – raunverulegri fjölmenn-
ingu.“
Bekkirnir endurspegla heiminn
Einn liður í starfsemi Etniske
relationer er fyrirlestrahald og um-
ræður um samskipti við innflytjend-
ur í opinberum stofnunum. Annar er
inngrip í skólastarfið í efstu bekkjum
grunnskólans og á framhaldsskóla-
stiginu. „Sumir bekkir í Málmey eru
svo blandaðir að nánast er hægt að
segja að samsetningin endurspegli
samsetningu allrar heimsbyggðar-
innar. Samskiptin geta orðið býsna
flókin þegar einhverjir nemendur
ímynda sér að þeir geti ekki átt sam-
skipti við einhverja aðra af því að þeir
Fjölmenning verður
Af 265.000 íbúum í Málmey eru 24% fæddir utan Sví-
þjóðar og 12% til viðbótar eru af erlendum uppruna í aðra
eða báðar ættir. Alls býr fólk frá 160 þjóðlöndum innan
borgarmarkanna. Etniske relationer vinnur að því að
stuðla að jákvæðri sambúð Svía og innflytjenda innan
borgarkerfisins, m.a. meðal unglinga og ungs fólks í skóla-
kerfinu. Anna G. Ólafsdóttir komst að því í spjalli við
Gunnel Rydell, félagsráðgjafa á deildinni, að gagnkvæmt
fjölmenningarlegt samfélag verður ekki til af sjálfu sér
heldur krefst bæði vilja og vinnu gamalla og nýrra íbúa í
samfélaginu.
Morgunblaðið/Anna G. Ólafsdóttir
Gunnel Rydell, félagsráðgjafi hjá Etniske relationer, segir fordóma oft ríka á vinnumarkaðinum og til dæmis sé nánast
óhugsandi fyrir afríska múslímakonu með blæju að fá vinnu við hæfi í Málmey.