Morgunblaðið - 18.04.2004, Side 23

Morgunblaðið - 18.04.2004, Side 23
tilheyri einhverjum ákveðnum hópi í samfélaginu eða líti út með einhverj- um ákveðnum hætti ólíkt hinum dæmigerða Svía. Andrúmsloftið í skólastofunni dregur dám af slíku mynstri og veldur því að börnin eiga erfiðara með að vinna saman og þar með ná árangri í náminu.“ Gunnel segir að venjulega fari tveir af starfsmönnum deildarinnar inn í bekkina. „Annar er félagsfræð- ingur og hinn leikskólakennari. Þeir láta nemendurna og kennarann gera alls kyns æfingar í því skyni að opna andrúmsloftið í bekknum. Dagskráin hefur verið í þróun innan deildarinn- ar í ein 4 ár og skilar orðið frábærum árangri meðal unglinga og fullorð- inna. Mynstrið lýsir sér nefnilega yfirleitt alveg eins meðal unglinga og fullorðinna. Við gerum okkur ákveðnar hugmyndir um hvert annað og veigrum okkur við að tjá okkur með opnum hætti innan hópsins,“ segir Gunnel og útskýrir að venju- lega hafi tvímenningarnir náð því takmarki að opna andrúmsloftið í bekknum á einum degi. „Þá hafa bæði nemendur og kennari séð nýjar hliðar á persónuleika hvers annars.“ – Hvernig er hægt að tryggja að andrúmsloftið haldist opið? „Við höfum komist að því að tvennt þarf til að tryggja árangurinn. Ann- ars vegar þurfa allir kennarar bekkj- arins að leggjast á eitt um að við- halda jákvæðu andrúmslofti í skólastofunni. Hins vegar þarf að skapa nemendum einhvers konar sameiginlegan vettvang til að halda áfram að tala um tengsl, samskipti og tilfinningar og ekki aðeins í tengslum við samskipti fólks af ólíkum upp- runa. Umhverfi ungs fólks hefur tek- ið ótrúlegum stakkaskiptum á síð- ustu áratugum. Nemendur í sænskum grunnskólum voru nánast alveg eins fyrir nokkrum áratugum. Núna eru nemendur ekki aðeins af ólíkum uppruna, stéttaskipting hefur vaxið og mismunandi kynhneigð orð- ið meira áberandi. Munurinn á milli kynjanna hefur aftur farið vaxandi af því að sumir innflytjendanna líta á kynin og samskipti á milli kynjanna með öðrum hætti en Svíar og áfram mætti telja. Á einhvers konar lífs- leikninámskeiði væri hægt að vinna með þennan mun í því skyni að tryggja að allir njóti sambærilegrar virðingar,“ segir Gunnel og bætir við að eðlilegt væri að flétta vímuvarna- fræðslu inn í námskeiðið. „Núna er- um við að vinna að því að móta þessi lífsleikninámskeið á unglingastig- inu.“ Þvagi skvett á útlending Eitt af verkefnum Etniske relat- ioner er að leysa vandamál í sam- skiptum innfæddra Svía og innflytj- enda á opinberum stofnunum. „Tvö dæmigerð vandamál af þessu tagi komu upp á fæðingargangi á sænsk- um spítala fyrir nokkrum árum,“ rifj- ar Gunnel upp. „Annað vandamálið fólst í því að innflytjendakonur af múslimskum uppruna gátu ekki hugsað sér að borða sjúkrahúsmat- inn af ótta við að í honum leyndist svínakjöt. Fjölskyldur kvennanna færðu þeim því mat á spítalann. Þær geymdu síðan matinn á náttborðun- um við rúmin inni á stofunum. Vandamálið var að sænsku konunum líkaði ekki matarlyktin inni á stofun- um. Heilbrigðisstarfsmennirnir skip- uðu konunum því að hætta að geyma matinn inni á stofunum. Konurnar héldu því að sjálfsögðu áfram því ekkert í aðstæðum þeirra hafði breyst. Þótt matnum væri hent leið aldrei á löngu þar til aftur var kom- inn matur á náttborðin. Á endanum leituðu starfsmenn deildarinnar ráða hjá okkur um hvernig best væri að bregðast við vandanum. Lausnin lá auðvitað í augum uppi. Sjúkrahúsyf- irvöld þyrftu einfaldlega að útvega ísskáp á deildina,“ segir hún og getur ekki varist brosi. „Núna kemur þessi vandi ekki upp lengur því að í öllum opinberum stofnunum er þess vand- lega gætt að bjóða upp á fleiri en einn matseðil í því skyni að koma til móts við múslima, sykursjúka og fleiri hópa.“ Hitt vandamálið sneri að því að stundum virtu fjölskyldur innflytj- endakvennanna ekki heimsóknar- tíma á deildinni. „Sænsku konurnar kvörtuðu yfir því að geta átt von á því að ókunnugir kæmu fyrirvaralaust inn á stofurnar allan sólarhringinn. Heimsóknirnar væru truflandi og óþægilegt að gefa börnum á brjóst innan um ókunnuga karlmenn. Gest- irnir yrðu að virða fastákveðinn heimsóknartíma á deildinni,“ segir Gunnel. „Við drógum taum sænsku kvennanna og ráðlögðum starfs- mönnum deildarinnar að fara sömu leið og í heimalöndum fólksins. Við nánast allar opinberar stofnanir í mörgum löndum væri einkennis- klæddur vörður. Á deildinni væri hægt að fela einhverjum sjálfboðalið- anna úr hópi starfsmannanna að fara í sérstakan klæðnað, gæta dyranna og segja við gesti utan heimsóknar- tíma: Fyrirgefðu, nú er ekki heim- sóknartími. Starfsmennirnir ákváðu að fara að ráðleggingum okkar með góðum árangri.“ Nýlega kom upp vandamál á hjúkrunarheimili fyrir aldraða. „Ósk- að var eftir aðstoð frá deildinni af því að gamall maður á hjúkrunarheim- ilinu hafði skvett þvagi úr koppi á starfsmann af erlendum uppruna. „Kona úr deildinni byrjaði á því að ræða við vistmennina. „Ég skil vel að þið viljið að sænskar stúlkur hugsi um ykkur á hjúkrunarheimilinu,“ byrjaði hún. „Að stundum eigið þið erfitt með að skilja hvað erlendu stúlkurnar segja við ykkur á sænsku. Vandamálið er að við stöndum frammi fyrir því að sænskar stúlkur vilja ekki vinna hérna. Vinnan á hjúkrunarheimilinu er bæði erfið og illa launuð. Erlendu stúlkurnar eru einfaldlega að vinna vinnuna sína. Ef þið skiljið ekki hvað þær eru að segja verðið þið að venja ykkur á að út- skýra með rólegum hætti að þið skilj- ið þær ekki og verðið að fá að heyra aftur hvað þær sögðu.“ Eftir að hafa talað við gamla fólkið talaði hún við erlenda starfsfólkið. „Gamla fólkið á hjúkrunarheimilinu bjó í ákaflega einsleitu samfélagi og er langflest ekki vant því að umgang- ast fólk frá fjarlægum heimshlutum,“ sagði hún við starfsfólkið. „Þess vegna verðið þið að fara sérstaklega gætilega að þessu fólki og stundum þarf að spyrja hvort það hafi örugg- lega skilið það sem þið sögðuð. Hugs- anlega getur reynst árangursríkt að vera sérstaklega vingjarnlegur við þá sem eiga erfiðast með að sam- þykkja ykkur.“ Tvískipt borg Etniske relationer efnir í sam- vinnu við ýmiss konar stofnanir og félagasamtök í Málmey til alls kyns menningarviðburða í þeim tilgangi að leiða saman innfædda Svía og inn- flytjendur í borginni. „Etniske relat- ioner hefur efnt til kvikmyndahátíðar gegn kynþáttafordómum í október á hverju ári í 10 ár. Kvikmyndahátíðin hefur notið slíkrar velgengni að farið er að halda hliðstæðar kvikmyndahá- tíðir í Gautaborg og Stokkhólmi. Við erum ákaflega stolt af kvikmyndahá- tíðinni og teljum að kvikmyndir séu ein áhrifaríkasta leiðin til að hafa áhrif á gildi fólks og lífsviðhorf. Við erum alltaf með þema og næst verð- ur hátíðin haldin undir yfirskriftinni „Ástin er litblind“,“ segir Gunnel og bætir því við að kvikmyndir séu í senn ákaflega sterkur miðill og vin- sæll meðal ungs fólks. „Annars eiga kvikmyndirnar að höfða til allra kyn- slóða. Bekkir í fylgd kennara fá frítt á kvikmyndasýningarnar á daginn. Fullorðna fólkinu gefst kostur á að borga sig inn á almennar sýningar á kvöldin.“ – Eru foreldrar unga fólksins áhugasamir um efnið? „Áhuginn er ákaflega mismikill. Sjáðu til – Málmey er ákaflega skipt borg. Með nokkurri einföldun er í rauninni hægt að segja að borgin skiptist í tvennt. Meðfram ströndinni og í vesturhluta borgarinnar búa mið- og hástéttar Svíar. Örfáir inn- ekki til af sjálfu sér MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. APRÍL 2004 23

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.