Morgunblaðið - 18.04.2004, Síða 26

Morgunblaðið - 18.04.2004, Síða 26
26 SUNNUDAGUR 18. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Þegar hugað er að ættumAra M. Johnson kemurfram að í nærfellt hverrigrein ættarinnar eru ótví-ræðir hljómlistarhæfileik- ar og söngvísi. Ása H. Þórðardóttir, frænka Ara, hefir safnað miklum fróðleik um tónlistarstörf margra ættingja Ara allt frá Erasmusi Villadsen, þýskum gyðingi prófasti og „diskantsöngvara“, tengdasyni Gísla Jónssonar Skálholtsbiskups, Jóni Jónssyni á Vestri-Loftsstöðum en hann var organisti og forsöngvari í Gaulverjabæjarkirkju. Jón bóndi lærði hjá Ísólfi Pálssyni, föður Páls Ísólfssonar. Hann keypti sér orgel hjá Jóni Pálssyni, bróður Ísólfs. Jafn- framt hljómlistarstörfum sínum sótti Jón sjóinn af kappi eins og þeir frændur í sunnlenskum byggðum. Hér sannast ummæli Ásgríms Jóns- sonar listmálara, en hann var starfs- maður í Húsinu á Eyrarbakka og kynntist þar mörgum söngelskum sveitamönnum er störfuðu hjá Lefólísverslun á Eyrarbakka. Ás- grímur dvaldist um skeið í Róm á Ítalíu. Hann segir frá börnum er sóttu söngleiki og óperusýningar þar í borg. Drengur sem var nágranni Ásgríms var einkar næmur og lærði öll lög sem hann heyrði þó ekki væri nema einu sinni. „Það minnti mig á Bergsættarkallana í Vesturbúðinni,“ sagði Ásgrímur. Þeir þurftu ekki að hlusta nema einu sinni þá kunnu þeir lagið.“ Ása H. Þórðardóttir nefnir Hrönn Hafliðadóttur söngkonu, Hafliða Þ. Jónsson píanóleikara föður hennar og Ragnhildi Gísladóttur (Grýlu) frænku þeirra. Alllangt er liðið síðan greinarhöf- undur leitaði til Ásu H. Þórðardóttur, fyrrum bankafulltrúa í Búnaðar- banka Íslands. Ég hafði lesið grein er hún birti í Tímariti Sögufélags Ísfirð- inga um frænda sinn Ara Maurus Johnson, fyrsta íslenska óperusöngv- arann. Ég hringdi til Ásu, þakkaði henni greinina og óskaði frekari fróð- leiks. Ása tók beiðni minni vinsam- lega og heimsótti okkur hjónin, Birnu mína og mig. Þá sá ég hvað er að kunna vel til verka. Ása kom færandi hendi. Hún hafði með sér snyrtilega möppu. Þar var haganlega búið um dýrmætan fróðleik um frænda henn- ar Ara Maurus Johnson. Þau voru frændsystkini að 2. og 4. lið. Ása hefir safnað ótrúlega miklum fróðleik og fjölda ljósmynda og blaðagreina og bókakafla. Ferðast um víða veröld og safnað heimildum. Ég leyfi mér að nefna starf hennar afreksverk. Nú bið ég Morgunblaðið að ljá mér rúm og birta fáorð skrif mín, en eink- um fróðleik Ásu H. Þórðardóttur. Hvert það fræðasetur sem hefði starfsmann á borð við Ásu H. Þórð- ardóttur væri vel sett. Fyrsti óperusöngvari Íslendinga Ása segir svo frá: Ari Maurus Daníelsson Arason(Jónsson) Johns var fyrsti óperusöngvari Íslendinga og gerði garðinn frægan svo um munaði. „Hann varpaði ljóma á nöfn Íslands og Danmerkur úti í hinum stóra heimi með list sinni,“ segir I.O.F. í Berlingske Tidende, þegar hann minntist Ara látins 17. júní 1927. Ari Maurus fæddist 30. maí 1860 í Faktorshúsinu í Neðstakaupstað á Ísafirði, sbr. prestþjónustubók stað- arins. Hann lézt í Kaupmannahöfn í júní 1927 og var lagður til hinztu hvílu (17. júní) kl. 1½ í Holmens Kirkegaard í Kaupmannahöfn að við- stöddum nánustu vinum og vanda- mönnum, en flest nánustu skyld- menni hans höfðu látizt nokkrum árum á undan honum, og hin voru á Íslandi. Einkasystir hans Ásta Petrea dó 1923 og bezti vinur hans og frændi Jörgen Iversen dó 1923. Í kistu Ara voru lögð böndin af hinum mörgu frægðarsveigum hans, en eitt þeirra var af sveig frá Ágústu Viktor- íu, drottningu Vilhjálms Þýzkalands- keisara. „Ari söng fyrir keisarahirð- ina þýzku og hlaut mikið lof fyrir. Féll fáum slíkur frami í skaut og á þeim tíma þótti það einhver mesti heiður, sem hugsazt gat.“ (Íslend- ingabók Gunnars Hall, Rv. 1958, heimild Jórunn Þórðardóttir.) Því er sá stórviðburður, sem Kristinn Halls- son hefur eftir Benedikt Elvar í Tím- anum 19. febrúar sl., að Ara hafi verið boðið að syngja á einum minningar- tónleikum um Albert prins, eigin- mann Viktoríu Englandsdrottningar, Alheims- borgari og Íslendingur Ari Maurus Johnson óperusöngvari í hlutverki. Hann söng fyrir Vilhjálm Þýskalandskeisara, Viktoríu Breta- drottningu og Albert prins. Kenndi fjölda nafnkunnra óperusöngvara og fékk betri dóma en Caruso fyrir söng í Vínaróperunni. Ari Maurus söng einn- ig í óperuhúsum í Berlín, Dresden, Leipzig , Hamborg og Covent Garden- óperunni í Lundúnum. Pétur Á. Jónsson óperusöngvari. Tvær aldraðar systur höfðu hlýtt á söng Péturs í Hamborg. Þær sendu honum vinsamlegt bréf og kváðust hafa hlustað á hann syngja fyrir 20 árum. Þær höfðu hlýtt á Ara syngja þá. Pétur er hér í hlutverki Walther Stolzing í Meistarasöngvurunum. Ari Maurus Johnson var kominn af miklu söng- og tónlistarfólki. Pétur Pét- ursson rifjar hér upp sögu þessa óperusöngvara. Viltu fara í nám í alþjóðlegri markaðshagfræði, samskiptum/ margmiðlun eða ker sþróun/forritun? Viltu fara í framhaldsnám sem tekur aðeins tvö ár en veitir þér samt sem áður góða fræðilega undirstöðu? Í Business Academy West skólanum bjóðum við upp á 2ja ára framhaldsnám. Námið býr þig undir stjórnunarstörf í viðskiptalí nu en gefur þér einnig tækifæri á að bæta við námið og fá háskólagráðu/BS- gráðu. Markaðshagfræði Ef þú vilt vinna við alþjóðlega markaðsfræði Margmiðlunarhönnun Ef þú vilt vinna á sviði samskipta og margmiðlunar Framhaldstölvufræði Ef þú vilt vinna við ker sþróun, forritun og netumsjón Við bjóðum einnig upp á nám í Fjármálahagfræði, Stjórnunarhagfræði, Framleiðslutæknifræði, Meinatækni og Byggingaiðnfræði. Námið fer fram á ensku eða dönsku og íslenskir ríkisborgarar þurfa ekki að greiða námsgjöld. Auðvelt er að fá húsnæði í Esbjerg, hvort heldur er fyrir einstaklinga eða fjölskyldur. Fyrirspurnir á ensku eða dönsku sendist til Lise Lotte, lka@eavest.dk eða í síma +45 7613 3200 eða fax +45 7613 3201 Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á íslensku á netfangið sb2085@eavest.dk Business Academy West skólinn er í Esbjerg, mmtu stærstu borg Danmerkur með um 85.000 íbúa. Esbjerg er stundum nefnd “hliðið til vesturs” í Danmörku, vegna legu sinnar að Norðursjónum og margra innlendra sem erlendra iðnfyrirtækja þar í kring. Esbjerg býður upp á alla nauðsynlega þjónustu og starfsemi fyrir innlenda og erlenda námsmenn, svo sem bókasöfn, stúdentaheimili. íþróttaaðstöðu, menningarstarfsemi, klúbba og kaf hús, kvikmyndahús, leikhús og strandir sem eru með þeim bestu í Danmörku. www.esbjerg.dk Alþjóðlegt nám Sp. Kirkevej 103, DK-6700 Esbjerg. Tel +45 7613 3200, eavest@eavest.dk Read more at www.eavest.dk alltaf á sunnudögumFERÐALÖG

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.