Morgunblaðið - 18.04.2004, Side 30
LISTIR
30 SUNNUDAGUR 18. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
VETURINN er svipsterk árstíð
á norðurhjara veraldar og hann
setur heldur betur mark sitt á
ljóðagerð þeirra skálda sem eiga
ljóð í vetrarútgáfu ljóðatímaritsins
Ice-floe. Þar er safnað saman ljóð-
um skálda hvaðanæva af norður-
hvelinu. Sumir höfundanna eru frá
Anchorage í Alaska en þar er ritið
gefið út, aðrir frá Kanada, rúss-
neskum sífrera eða spretta upp úr
finnskum, sænskum og norskum
jarðvegi ellegar koma frá Íslandi.
Aðstandendur tímaritsins ræða
um andstæður norðursins sem í
senn draga dám af rányrkju auð-
linda og hreinleika, svörtum pytti
iðnframleiðslu og jafnvel þjóðar-
morðs undir hvítri snjóbreiðu því
að alltaf fellur nýr snjór eftir
hverjar hörmungar. Nálægðin við
veturinn og fegurð hans er áber-
andi í ljóðum og náttúran í sínum
mikilleika er áþreifanleg sem
markast væntanlega af því að
byggðir og borgarlíf eru ekki jafn-
sterkur þáttur í menningu norð-
urhjarabúans og þeirra sem sunn-
ar búa. Himinninn, fjöllin og hafið
eru nær. Víða er ort um snjó, frost,
veðrabrigði og lesanda finnst
stundum eins og náttúruöflin stígi
út úr ljóðunum og leiki lausum
hala eins og í kvæði Ísaks Harð-
arsonar, Þorpið milli hafs og him-
ins:
Það vex sjór undir húsveggjunum
sem heitir Atlantshaf
en himinninn yfir lágum þökunum
er hærri en öll nöfn sem spretta á jörðu
Á morgnana fer fólkið til vinnu
í frystihúsið, skólann og elliheimilið
en á kvöldin fer það úr vinnu,
fötum og líkömum og stígur
dans á stjörnusteinum
Verk íslenskra höfunda auk
verka Ísaks eru eftir Guðberg
Bergsson, Nínu Björk Árnadóttur,
Pétur Hafstein Lárusson auk Hall-
bergs Hallmundssonar sem jafn-
framt þýðir verk hinna yfir á enska
tungu. Hallberg á hlut að ritstjórn
ritsins og sannast sagna hefur vel
tekist með valið á hinu íslenska
framlagi til ritsins og þýðingar
hans sýnast mér með ágætum.
Nokkur munur þykir mér vera
ljóðagerð Ameríkumannanna og
Evrópubúanna. Hin ameríska
ljóðagerð einkennist einkum af út-
leitnum skáldskap játningakennd-
um en hann er dálítið hlaðinn mál-
skrúði og myndskreytingum og er
oft ætlað að túlka heimspekilegar
vangaveltur eða minningarbrot.
Hin norrænu ljóð eru aftur á móti
að jafnaði hnitmiðaðri og mynd-
málið gjarnan inngróið formgerð
verkanna. Kveðskapurinn er oftar
fáguð túlkun kennda og á stundum
hárfínn dans hugmynda og tilfinn-
inga enda höfundarnir margir með
fremstu skáldum Norðurlanda, t.d.
Ylva Eggehorn, Tua Forsström,
Bo Gustavsson og Olav H. Hauge.
Guðbergur Bergsson á einnig tvær
perlur í þessari bók. Kaldhömruð
lífsspeki hans í kvæðinu Þessi árs-
tími hæfir vel sem túlkun þeirrar
ljóðrænu vetrarhugsunar sem er
meginþema bókarinnar:
Þessi árstími er óspar á regn, storma
og brim,
en þú dvelur í tímalausri kyrrð
jarðarinnar,
hugmynd í minningu, fjarri blómi
og blóði.
Þannig kemst ég til þín en þú aldrei
til mín
vegna þess að vitund þín er farin
úr efninu.
Ég horfi á þig svipta einsemd lífsins
og öfunda þig af að hafa lokið því sem
enginn getur
flúið.
Ice-floe er vel heppnað og gott
framtak manna og kvenna sem
hafa skilning á því að ljóðið þekkir
engin landamæri og okkur á norð-
urhjaranum ber að miðla hug-
myndum og sýn okkar á tilveruna
hvert til annars. Við það stækkar
himinninn fyrir ofan okkur og víð-
áttan sem okkur er svo kær verður
nánast endalaus.
VETRARLJÓÐ
BÆKUR
Ljóð
Ritstjórar: Shannon Gramse og Sarah
Kirk. Ice-floe press. Anchorage, Alaska.
USA. 2003 – 128 bls.
ICE-FLOE. INTERNATIONAL POETRY
OF THE FAR NORTH
Skafti Þ. Halldórsson
TÓNLEIKASKRÁ var ekki til
að dreifa á tónleikum Frændkórs-
ins í Kópavogskirkju 2. apríl sl.
Hins vegar kom fram af viðtali í
Mbl. sama dag, að meðlimir hans
ættu það allir sameiginlegt að vera
afkomendur Jóns Gíslasonar
hreppstjóra og alþingismanns og
Þórunnar Pálsdóttur húsfreyju, frá
Norðurhjáleigu í Álftaveri í Vest-
ur-Skaftafellssýslu. Kvað Frænd-
kórinn stofnaður í tengslum við
ættarmót sumarið 1991 og hafa
starfað nær óslitið síðan, oftast
undir stjórn Eyrúnar Jónasdóttur,
sonardóttur Jóns og Þórunnar.
Í landi þar sem mikið er lagt upp
úr „hvaðan“ einstaklingi komi til-
teknir hæfileikar, þætti sjálfsagt
mörgum skemmtilegt uppátæki að
setja saman tveggja tylfta bland-
aðan kór með þessum formerkjum.
Hitt er þó víst, að hvergi þykir
genetískur skyldleiki tryggja mús-
íkalska lágmarksgetu betur en
beinhörð inntökupróf, enda ráða
þau jafnan úrslitum um stöður í
kórum eða hljómsveitum atvinnu-
manna, hversu mikla tröllatrú sem
menn kunna annars að hafa á mátt
erfðavísanna.
Það er því oftast undir hælinn
lagt hversu mikið slíkur hópur get-
ur haft óvenzluðum hlustanda fram
að færa. En því minna sem maður
býst við, því fleira getur komið
manni ánægjulega á óvart. Átti það
við um nokkur kóratriðanna þrett-
án, enda þótt samhljómurinn næði
í heild varla upp á stig beztu átt-
hagakóra landsins. Ekki var til að
bæta hann steindauður hljómburð-
ur Kópavogskirkju, sem að því
leyti er í sérkennilegri andstöðu
við sjónræna fegurð. Stiklað á
stóru mætti nefna Rúnaslag Ing-
unnar Bjarnardóttur, Hjá lygnri
móðu Jóns Ásgeirssonar, Land
míns föður, „erlenda“ lagið Enn
syngur vornóttin, Kvöld í Vagla-
skógi (stakkatóið var að vísu full-
hvasst og hefði átt að líða meira
portato) og frönsku 16. aldar
drykkjuvísuna Tourdion eftir
Pierre Attaingnant, að líkindum í
þýðingu Þorsteins Valdimarssonar.
Helga Guðlaugsdóttir söng ein-
söng í fjórum lögum við píanóund-
irleik Jörgs Sondermanns, þ.e.
Betlikerlingu Kaldalóns, Söng Sól-
veigar e. Grieg, Skýið e. Emil
Thoroddsen og aríu úr Orfeo ed
Euridice e. Gluck; allt mjög snot-
urlega þrátt fyrir frekar ómótaða
rödd. Hins vegar virtist organisti
Hvergerðinga stundum hafa mátt
eyða aðeins meiri tíma í æfingar.
Con amore
Kvennakórinn Léttsveit Reykja-
víkur, er áður var undir vængjum
Kvennakórs Reykjavíkur en mun
nú sjálfstætt starfandi, hélt vor-
tónleika fyrir sneisafullu húsi í
Austurbæ, forðum Austurbæjar-
bíói, einu bezta tónleikahúsi lands-
ins, sama laugardag og Frændkór-
inn – og það bæði kl. 17 og 21.
Léttsveitin mun senn á förum
suður á Ítalíaló, og bauð af því
tilefni upp á eitthvert litskrúðug-
asta tónleikaskrárprentmeti sem
hér hefur sézt í áraraðir, ritað á
báðum þjóðtungum og með sér-
stakri kveðju frá Þorgerði Katrínu
Gunnarsdóttur menntamálaráð-
herra.
Yfirskriftin var „That’s
AMORE“ og vísaði í lag Harrys
Warren á dagskránni úr kvik-
myndinni „The Caddy“ er Perry
Como reið með húsum á 7. áratug.
Væntanlega til að minna á að ástúð
og umhyggja væri fráleitt fáséðara
fyrirbrigði á okkar svölu breidd-
argráðum en í mollu Miðjarðar-
hafslanda. Má enda segja, að út-
hald 106 kvenna kórs (35, 33, 21 &
17 taldar frá 1. & 2. sópran í 1. &
2. alt), með öllu því tilheyrandi
aukastússi sem ekki sízt fylgir
söngförum til framandi landa, kalli
á elju þá og fórnfýsi í garð lista er
á alþjóðsku nefnist „con amore“.
Samtakamátt sem hver meðal-
karlakór mætti öfunda LR af frá
dýpstu hjartarótum.
Eigi skal óstöðugan æra með því
að tilgreina hvert hinna 23 söng-
atriða í 6 númerum styttri heima-
dagskránni, sem aðeins að rúmlega
hálfu leyti endurspeglaði áformaða
Ítalíudagskrá, enda hamlar pláss-
þröng að auki. Þó má kannski
nefna meðal áhrifameiri númera
„madrigaletto“ Atla Heimis Sveins-
sonar Við svala lind, Fiskimanna-
tangóljóð Winklers frá Capri,
ítalska þjóðlagið Vieni sul mar
(Haf, blikandi haf) og Brindisi úr
La traviata Verdis er bæði gerðu
mikla lukku; hið síðara að vísu ívið
of hægt, meðan næsta lag,
„Vespré-kór“ sígaunakvenna úr
sömu óperu (di Zingarelle) var aft-
ur á móti of hratt. Heillandi létt-
leiki var yfir That’s Amore, og
Granada, síðasta atriðið, gerði sig
einnig stólpavel.
Eini losarabragur prentaðrar
tónleikadagskrár fólst í að geta
ekki ein- og samsöngsatriða ein-
söngvaranna Signýjar Sæmunds-
dóttur og Þorgeirs Andréssonar.
Signý söng lög Jakobs heitins Hall-
grímssonar Allar vildu meyjarnar
eiga hann og Vorvísu með stakri
prýði og Þorgeir m.a. O sole mio,
en brilleraði kannski mest með
undraverðu úthaldi í sínum hluta af
Granada Agustíns Lara á móti Sig-
nýju og kórnum síðast á dagskrá.
Sem endranær naut kórinn víða
góðs af útsetningum píanista síns,
Aðalheiðar Þorsteinsdóttur, og –
með hæfilegri a cappella tilbreyt-
ingu – viðbótarundirleiks Tómasar
R. Einarssonar á bassa, Mattis
Kallio á fíngerða hnappanikku og
Katrínar Jónu Þorsteinsdóttur
(alías Stínu bongó) á latneskar
húðir í „spænsku deildinni“ undir
lokin. Enn sem fyrr fannst manni
þó stundum vanta ögn greinilegra
„off-bít“ á 2. og 4. slagi sem gít-
arleikari hefði getað aukið með
sveiflu, t.d. í Caprílaginu og víðar.
Hvað sem öllu undangengnu
smánarti líður stóð þó upp úr smit-
andi sönggleði kórsins, og er ekki
að efa að Léttsveitin eigi eftir að
gera það gott sunnan Alpafjalla
með ferskum norrænum val-
kyrjumóð og glaðværum músíkboð-
skap.
Ríkarður Ö. Pálsson
Sungið af erfða- og eðlisávísun
TÓNLIST
Kópavogskirkja
KÓRTÓNLEIKAR
Ýmis inn- og erlend lög í meðförum
Frændkórsins. Einsöngur: Helga Guð-
laugsdóttir. Jörg Sondermann orgel /
píanó. Stjórnandi: Eyrún Jónasdóttir.
Föstudaginn 2. apríl kl. 20.30.
Austurbær
KÓRTÓNLEIKAR
Vortónleikar Kvennakórsins Léttsveitar
Reykjavíkur. Signý Sæmundsdóttir sópr-
an, Þorgeir Andrésson tenór, Aðalheiður
Þorsteinsdóttir píanó, Tómas R. Ein-
arsson kontrabassi, Matti Kallio harm-
ónika og Kristín Jóna Þorsteinsdóttir
slagverk. Stjórnandi: Jóhanna V. Þór-
hallsdóttir. Laugardaginn 3. apríl kl. 17.
Staður Nafn Sími 1 Sími 2
Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542
Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600
Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672
Bifröst Ólafur Snorri Ottósson 435 0098 694 7372
Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243
Blönduós Björn Svanur Þórisson 452 4019/864 4820/662 0984
Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965
Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474
Breiðdalsvík María Jane Duff 475 6662
Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381
Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 690 1039
Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 662 1373
Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350
Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123
Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315
Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370
Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885
Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 846 8123
Grenivík Hörður Hermannsson 463 3222
Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608
Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148
Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758
Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 895 0222
Hellissandur/Rif Aron Jóhannes Leví Kristjáns. 436 6925
Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478
Hofsós Bylgja Finnsdóttir 453 7418 893 5478
Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140
Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823
Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 663 2683
Hvammstangi Gunnar Þorvaldsson 451 2482 894 5591
Hveragerði Erna Þórðardóttir 483 4421 862 7525
Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711
Höfn Ranveig Á. Gunnlaugsdóttir 478 2416 862 2416
Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 821 3475
Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478
Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 820 3463
Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024
Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8378 895 7818
Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112
Laugarás Jakop Antonsson 486 8983
Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679
Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173
Ólafsfjörður Árni Björnsson 466 2347 866 7958
Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305
Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230
Raufarhöfn Alda Guðmundsdóttir 465 1344
Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574
Reykholt Bisk. Oddur Bjarni Bjarnason 486 8900
Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783
Reykjahlíð v/Mýv. Margrét Hróarsdóttir 464 4464
Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674
Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888 862 2888
Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700
Seyðisfjörður Hanna Lísa Vilhelmsdóttir 472 1102 690 2415
Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067
Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815
Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089
Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141
Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864
Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244
Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 456 4936
Tálknafjörður Rakel Guðbjörnsdóttir 456 2595 696 2663
Varmahlíð Ragnar Helgason 453 8134 867 9649
Vestmannaeyjar Sigurgeir Jónasson 481 1518 897 1131
Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 698 7521
Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535
Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135
Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 848 6475
Þingeyri Arnþór Ingi Hlynsson 456 8285
Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627
Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249
Dreifing Morgunblaðsins
Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni
Bókaforlagið Bjartur hefur gefið út
verkið Mynd af ósýnilegum manni eft-
ir bandaríska rithöfundinn Paul Aust-
er í þýðingu Jóns Karls Helgasonar.
Bókin kemur út í ritröðinni Svarta lín-
an en hún er helguð verkum sem eru
á mörkum tveggja eða fleiri bók-
menntagreina.Mynd af ósýnilegum
manni er ritgerð sem höfundur skrif-
aði í kjölfar andláts föður síns, manns
sem virtist lifa lífinu úti á þekju og
hverfa á vit dauðans án þess að nokk-
ur kippti sér upp við það. Jafnhliða því
sem Auster und-
irbýr útförina og
gengur frá dán-
arbúinu reynir
hann að draga
upp mynd af þess-
um ósýnilega
manni, áður en
það verður um
seinan. Upp úr
kafinu kemur sex-
tíu ára gamalt morðmál sem varpar
óvæntu ljósi á persónuleika föðurins
og harmræna sögu Austerfjölskyld-
unnar.
Mynd af ósýnilegum manni er að
margra dómi eitt besta verk Pauls
Auster. Enda þótt frásögnin sé sjálfs-
ævisöguleg glímir höfundur hér við sí-
gildar spurningar um samband ná-
inna ættingja og þau óafturkræfu
tímamót sem dauðinn markar í lífi
okkar.
Prentun: Oddi hf., kápuhönnun
Ásta S. Guðbjartsdóttir, verð kr.
1.480.
Ævisaga