Morgunblaðið - 18.04.2004, Page 33
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. APRÍL 2004 33
S k ó g a r h l í › 1 8 • 1 0 5 R e y k j a v í k
S í m i 5 9 5 1 0 0 0 • F a x 5 9 5 1 0 0 1 • w w w . h e i m s f e r d i r . i s
ævint‡ri
Heimsfer›ir kynna nú glæsilegar haustfer›ir sínar ári› 2004. Vi›
fljúgum beint til vinsælustu borga Evrópu og bjó›um frábærar
fer›ir me› sérflugi til Karíbahafsins. N‡r áfangasta›ur a› flessu
sinni er Kraká, fegursta borg Póllands. Kraká var fyrrum a›setur
konunga og er almennt talin me› fallegustu borgum Evrópu,
ásamt Prag og Búdapest. Kynntu flér glæsilegt fer›aúrval og
trygg›u flér sæti í eftirsóttustu fer›irnar strax.
Kynntu flér bækling Heims-
fer›a um haustferðir
Bæklingurinn er kominn!
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
IY
D
D
A
•
N
M
1
1
7
7
2
/s
ia
.is
Haust
Heimsferða
Prag
25.550kr.
Búdapest
28.550kr.
Barcelona
36.590kr.
Kraká
29.950kr.
Jamaica
89.990kr.
Kúba
89.990kr.
EKKI er víst að margir Íslend-
ingar, sem ekki eru komnir á miðj-
an aldur og þar yfir kannist við
nafn danska blaðamannsins og rit-
stjórans Bent A. Koch. Fremur
þremur til fjórum áratugum var
nafn hans hins vegar vel kunnugt
flestum Íslendingum sem komnir
voru til vits og ára, hann var hér
vinmargur og aufúsugestur og
flestir töldu þjóðina standa í nokk-
urri þakkarskuld við hann.
Bent A. Koch hefur víða komið
við um dagana og eftir lestur ævi-
minninga hans, sem út komu á
næstliðnu ári, verður ekki dregin
önnur ályktun en sú, að hann hafi
lifað óvenju viðburðaríku lífi. Hann
fæddist á Amákri árið 1928 og tók
kornungur virkan þátt í starfsemi
dönsku andspyrnuhreyfingarinnar
gegn Þjóðverjum á árum síðari
heimsstyrjaldar. Að stríðinu loknu
gerðist hann blaðamaður og síðan
ritstjóri Kristeligt Dagblad. Þar
starfaði hann um árabil en gerðist
síðan forstöðumaður Ritzau-frétta-
stofunnar og enn síðar ritstjóri
Fyns Stiftstidende. Hann naut mik-
ils álits í dönskum blaðaheimi,
kynntist mörgum fremstu stjórn-
málamönnum
Dana á eftir-
stríðsárunum
persónulega og
gegndi margvís-
legum trúnaðar-
störfum.
Hér á landi var
Bent A. Koch
kunnastur fyrir
afskipti sín af
handritamálinu.
Hann var í hópi þeirra manna
danskra sem hófu baráttu fyrir því
að Danir skiluðu Íslendingum hand-
ritunum á sínum tíma og fylgdi því
máli eftir allt til loka. Frá þeirri
baráttu segir gjörla á þessari bók
og kemur þar ýmislegt fram, sem
ekki mun vera á allra vitorði. Í
handritamálinu kynntist Koch
mörgum Íslendingum og segir frá
kynnum sínum af þeim og sam-
starfinu við þá. Eru þær lýsingar
margar fróðlegar, þótt ekki séu
þær margorðar.
En Koch lét sig fleiri málefni
nokkru skipta en ritstjórnarstörf og
handritamálið. Hann varð einna
fyrstur danskra blaðamanna til að
vekja athygli á málstað Palestínu-
manna og studdi baráttu þeirra
með ráðum og dáð. Þá var hann
lengi framarlega í Grænseforening-
en svonefndu.
Þessi minningabók er einkar
læsileg og skrifuð af mikill einlægni
og hispursleysi. Höfundurinn grein-
ir frá málefnum eins og þau komu
honum fyrir sjónir, segir kost og
löst á ýmsum samferðamönnum og
alltaf er stutt í gamansemina. Í
bókarlok er athyglisverður kafli,
sem ber yfirskriftina „At være
dansk“, og má kallast eins konar
uppgjör höfundar við þjóðerni sitt,
og þó ekki síst vandamál Slésvíkur,
sem að hans dómi hefur enn ekki
verið leyst.
Þetta er fjörlega skrifuð bók og
fróðleg um margt.
Æviminningar Íslandsvinar
BÆKUR
Ævisaga
Bent A. Koch: Erindringer. Syddansk Uni-
versitetsforlag, Odense 2003. 242 bls.,
myndir.
MIN TID
Bent A. Koch
Jón Þ. Þór
Háskólaútgáfan
hefur gefið út
bókina Miðjan er
undir iljum þín-
um – héraðs-
fréttablöð og
nærfjölmiðlun á
nýrri öld, eftir
Birgi Guðmunds-
son.
Umræðan um nauðsyn fjölbreytni
í fjölmiðlum hefur verið kröftug á
Vesturlöndum undanfarin ár og
magnast í réttu hlutfalli við vöxt
einsleitninnar, sem fylgir hnattvæð-
ingu og sívaxandi kröfum um rekstr-
arlega hagræðingu. Á Íslandi hefur
þessi umræða náð sér á strik síð-
ustu misserin, en hefur nær ein-
göngu miðast við rekstur fjölmiðla
á landsvísu. Þar til nú hefur ekkert
verið fjallað um þann fjölbreytileika
sem felst í fjölmiðlum sem einbeita
sér að nærsamfélaginu og binda
sig við tiltekin landsvæði eða hér-
uð. Í þessu riti opnar höfundur hins
vegar umræðu um mikilvægi slíkra
fjölmiðla fyrir þau samfélög sem
þeir starfa í, kortleggur þessa flóru
og birtir rannsóknarniðurstöður.
Hann spyr sérstaklega um mik-
ilvægi héraðsfréttablaða og nærfjöl-
miðla fyrir samheldni og uppbygg-
ingu staðbundinna samfélaga eða
byggðarlaga. Slíkar spurningar eru
vel þekktar í jafnt fræðilegri sem al-
mennri umræðu erlendis, þó lítið
hafi borið á þeim í íslenskri
byggðaumræðu.
Birgir Guðmundsson lauk mast-
ersprófi í stjórnmálafræði frá Uni-
versity of Manitoba 1984 og BA
hon.-prófi í stjórnmálafræði og sögu
við University of Essex árið 1980.
Hann starfaði sem blaðamaður,
fréttastjóri og ritstjóri á dagblöðum
frá 1985–2002, en kennir nú
stjórnmálafræði, stjórnun og fjöl-
miðlafræði við Háskólann á Ak-
ureyri. Birgir er ritstjóri Blaða-
mannsins, fagrits Blaðamanna-
félags Íslands og heimasíðu
félagsins, press.is.
Nærfjölmiðlar
HS Bólstrun ehf.
www.bolstrun.is/hs
M
EI
ST
AR
AF
ÉLAG BÓLSTRA
R
A
STOFNAÐ 1928
Fréttir á SMS