Morgunblaðið - 18.04.2004, Page 34
SKYLDI vera til öllu brothættari tilvera en
túlkuð er í ljóðabókinni Kveðja til engils eftir
Rúnu K. Tetsczhner? Bókin er í senn óður til
ástarinnar, kveðja til látins unnusta og harm-
kvælasaga þeirrar sem eftir situr í áfalli sorg-
arinnar.
Bókina tileinkar Rúna Þorgeiri Rúnari
Kjartanssyni en minningu hans hefur hún
einnig heiðrað með því að gefa út ljóðakort
og ljóðabækur með ljóðum eftir hann og
raunar stofnað til þess lítið forlag, Lítil ljós
á jörðu.
Kveðja til engils er tilfinningaríkt og
rómantískt safn fáeinna ljóða þar sem
ástin og dauðinn takast á í sorg hinnar
eftirlifandi. Áfallinu tengist einnig fóst-
urmissir. Ljóð Rúnu eru einföld og
kveðskapurinn látlaus. Þau eru fremur
borin upp af sterkum tilfinningum en
málskrúðslist. Einsemd hinnar eft-
irlifandi er túlkuð með einföldum
ljóðmyndum:
BÆKUR
Ljóð
eftir Rúnu Tetzschner. Lítil ljós á jörð.
2003 – 20 bls.
KVEÐJA TIL ENGILS
Skafti Þ. Halldórsson
Hafið er úfið
himinninn brostinn
vindurinn kastar mér til;
úr veðurofsanum
berst mér rödd þín;
ég þrái hlýju;
loftið er kalt.
…
Í auðninni
dyl ég einsemd mína.
…
Regnið streymir
um stælta leggi.
…
Ég hef helgað mig hugsjón.
…
Ég tilheyri engum.
…
Stundum getur ljóðið orðið besti
vinur manns, ekki síst þess sem
yrkir. Það bætir manninn og hugg-
ar. Þannig upplifi ég þessa bók.
Hún er huggun harmi gegn. Hún
er leit skáldkonunnar út úr óbæri-
legri sorg. Það er styrkur hennar.
Ótuktin nefnist nýútkomin bók eftir
Önnu Pálínu Árnadóttur söngkonu þar
sem hún segir frá reynslu sinni af
krabbameini sem
hún greindist með
fyrir fimm árum.
Í fréttatilkynn-
ingu segir að Anna
Pálína hafi fengið
sinn skammt af
sorg og ótta en í
sinni dýpstu ör-
væntingu upplifir
hún líka ómet-
anlegar hamingjustundir og byggir upp
andleg verðmæti.
Undanfarið hefur Anna Pálína haldið
erindi um sambúð sína með Kröbbu
frænku „... hún er bölvuð ótukt en fyrst
hún er komin er ekki um annað að
ræða en að taka á móti henni ... og
búa um hana í forstofuherberginu“.
Útgefandi er Bókaútgáfan Salka.
Guðjón Ketilsson hannaði kápu og
Prentsmiðjan Oddi hf. sá um prentun.
Verð: 3.480 kr.
Lífsreynsla
valtur. Ljóðmál Þorgeirs er oftast
nær einfalt, tært og einlægt og eitt-
hvað við stílinn er rómantískara en
við eigum að venjast nú á dögum.
Notkun hans á orðinu góður í kvæð-
inu Unginn í skóginum í Sólaris Pól-
aris kallast þannig einna helst á við
Jónas Hallgrímsson sjálfan:
Í skóginum dimma er draumsins rjóður
það drúpa þar höfði álfar og blóm.
Og lindarvatnsniðurinn ljúfur og góður
hann læðist þar um á fisléttum skóm.
Þorgeir skildi eftir sig er hann
féll frá ljóðræn smáljóð á einföldu
máli í rómantískum anda. Þau fjalla
flest um ástina sem honum var svo
kær og vinátt-
una og von-
ina í heim
sem
mætti
vera
betri.
LÍF manns er ávallt dalir og fjöll.
Sorg og gleði eru sporgöngumenn
lífsins. Þetta vissi Þorgeir Kjartans-
son sem látinn er fyrir nokkru. Þor-
geir gaf árið 1997 út bók með ljóð-
um og örsögum og voru ljóðin
órímuð og óstuðluð. En er hann dó
ári síðar átti hann í fórum sér hand-
rit að tveimur bókum með hefð-
bundnari kveðskap. Þessi handrit
hafa aðstandendur hans nú gefið út
og nefnast bækurnar Sæludalir og
Sorgarfjöll og Sólaris – Pólaris.
Þessar bækur eru nokkuð keimlíkar
og meginviðfangsefnið ástin og vin-
áttan í ýmsum myndum.
Þótt kveðskapur Þorgeirs sé á
ýmsan hátt hefðbundinn hvað form-
ið varðar er þó innihaldið ekki ýkja
formlegt. Margt er þar gert til gam-
ans og ljóst að Þorgeir hefur haft
gott vald bæði á málinu og ljóðform-
inu. Í ljóðum sínum dregur hann
upp fegurðarheim og margt er þar
ort um ástir og vín en einnig vin-
áttur, söknuð og sorg. Þetta er
fremur rómantískur skáldskapur,
tilfinningaríkur og höfugur en þó er
jafnan stutt í gleðina og galskapinn.
Málið er þanið í hugflæðileik eins og
í kvæðinu Draumastraumstreymi
…en ég læt sem ég dreymi:
Mig dreymir stundum drauma
mig dreymir stundum þig.
Og stundum finn ég strauma
sem streyma inn í mig,
Og frá mér straumar streyma
sem stefna beint til þín.
Mig dreymir um þig dreyma
um draumastraum til mín.
Rómantískt yfirbragð ljóðanna
rímar nokkuð vel við innihaldið. Í
kvæðinu Sorgardal má finna
ákveðna fortíðareftirsjá. Andspænis
goðsögninni um ,,sæluríki ævifornra
tíma“ fordæmir skáldið nútímann
sem tíma kaupahéðna: ,,En vei! Ó
vei þeim vörgum er oss hremmdu /
með vélráðum og heimsku stærilæti.
Þótt hér sé á ferðinni dálítið grín-
aktug framsetning þessarar and-
stæðu fer hugur skáldsins ekki
milli mála. Þorgeir gerist einnig
boðberi ljóssins og fegurðarinnar
þótt hann geri sér grein fyrir að
heimur draumhygl-
innar sé ærið
Á fisléttum skóm
BÆKUR
Ljóð
eftir Þorgeir Kjartansson. Lítil ljós á
jörðu. 2003 – 26 og 28 bls.
SÆLUDALIR OG SORGARFJÖLL OG
SÓLARIS – PÓLARIS
LISTIR
34 SUNNUDAGUR 18. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
HUNDRAÐ ár verða liðin hinn 1. september frá
fæðingu Guðmundar Böðvarssonar, skálds á
Kirkjubóli í Hvítársíðu. Í tilefni af því verður
gefin út bók með hundrað
úrvalsljóðum skáldsins
og grein um líf hans og
list eftir Silju Aðalsteins-
dóttur, ævisöguritara hans.
Bókin hefur hlotið heitið Ljóð-
öld. Guðmundur Böðvarsson
var, með orðum Kristins E.
Andréssonar bókaútgefanda og
ritstjóra, „eitt af ævintýrunum í
íslenskum bókmenntum“, nán-
ast óskólagenginn sveitastrák-
ur sem skipaði sér á fremsta bekk íslenskra skálda
á 20. öld. Með fágætlega einlægum ljóðum, hvort
sem þau snertu sáran streng, ljúfan eða stríðan,
öðlaðist Guðmundur varanlegan sess í huga og
hjarta þjóðar sinnar.
Aðdáendum ljóða Guðmundar sem vilja heiðra
minningu hans á aldarafmælinu býðst að setja
nöfn sín á nafnaskrá til minningar um skáldið
fremst í Ljóðöld, og fá þá bókina á sérstöku
áskriftarverði. Þeim er bent á að hafa samband
við Hörpuútgáfuna á Akranesi fyrir 30. apríl.
Netfang útgáfunnar er bragi@horpuutgafan.is.
Aldarafmæli
Guðmundar
Böðvarssonar
Guðmundur
Böðvarsson
HALLDÓR Bjarnason
sagnfræðingur heldur loka-
erindið í hádegisfyrir-
lestraröð Sagnfræðinga-
félags Íslands, Hvað er
(um)heimur? í Norræna
húsinu á morgun, þriðju-
dag, kl. 12.15–13. Erindið
nefnist: Ok eða aðstoð? Ís-
land sem nýlenda Dana á
nítjándu öld. Í erindinu
verður rætt um samband
Íslands og Danmerkur,
einkanlega á 19. öld, og
ýmsum hliðum á málinu
varpað til umhugsunar og
umræðu. Lýst verður
ákveðinni aðferð til að nálg-
ast viðfangsefnið. Einnig
verður bent á ýmis ein-
kenni á sambandi landanna
sem benda til nýlendu-
tengsla. M.a. verður fengist
við spurningar eins og hvað
kölluðu Danir Ísland í milli-
ríkjasamningum á 19. öld?
Eða skipta aðrar hliðar
meira máli, t.d. sú stað-
reynd að Ísland var erfða-
góss en ekki herfang?
Halldór
Bjarnason er
sagnfræð-
ingur við
Hugvís-
indastofn-
un Há-
skóla
Íslands og styrkþegi RANNÍS,
Rannsóknamiðstöðvar Íslands.
Hann stundar nú rannsóknir á versl-
unarsögu og sambandi Íslands og
Danmerkur á 19. öld og fram til fyrri
heimsstyrjaldar.
Aðgangur er ókeypis.
Ísland sem
nýlenda Dana
Ljósmynd/Guðni Th. Jóhannesson
Halldór Bjarnason
Skafti Þ.
Halldórsson
Brothætt veröld